Dagur - 13.03.1998, Síða 7
FÖSTVDAGVR 13. MARS 1998 - 7
ÞJÓÐMÁL
Hugmyndimar um
Búnaðarháskóla
GUÐMUND
UR BJARNA-
SON
LANDBÚNAÐARKÁÐ-
HERRA
SKRIFAR
Þegar rætt er um rekstrarum-
hverfi landbúnaðarins þá vill það
oft verða svo að mesta athygli fá
búvörusamningarnir sem gerðir
eru við sauðfjár- og mjólkur-
bændur. Vissulega vega þeir
þyngst af þeim þáttum sem hafa
áhrif á bæði afkomu og þróun
greinarinnar en fleira kemur til
sem ekki má gleymast og hefur
bein eða óbein áhrif á rekstraraf-
komu fólks til sveita.
Eg hef nýlega í þessu blaði far-
ið nokkrum orðum um nýjan bú-
vörusamning í mjólk, sauðfjár-
samninginn frá 1995 og frum-
varp til búnaðarlaga sem nú er
til umfjöllunar á Alþingi. Vil ég
nú fara nokkrum orðum um aðr-
ar þær breytingar sem ég hef
fengið afgreiddar eða er að vinna
að í landbúnaðarráðuneytinu og
ég tel hafa mikla þýðingu fyrir
framtíð íslensks Iandbúnaðar.
Sjóðagjöldin
Heildarendurskoðun á inn-
heimtu sjóðagjalda í landbúnaði
lauk á síðasta ári. Þessi endur-
skoðun var gerð með það að
markmiði að einfalda innheimt-
una og gera hana öruggari og
ódýrari. Nú greiða bændur eitt
gjald, búnaðargjald, þar sem
gjaldstofn er einungis einn í stað
tveggja. Gjaldið sem er 2,65%, er
lagt á veltu búvöru og tengdrar
þjónustu hjá búvöruframleið-
endum. Hér er ekki um nýja
skattheimtu að ræða heldur er
verið að einfalda það innheimtu-
fyrirkomulag sem var og færa
innheimtuna alfarið yfir á fram-
leiðendastigið.
Samhliða þessum breytingum
voru heildarsjóðagjöld lækkuð
um þriðjung og þar með dregið
úr þeim millifærslum sem verið
hafa í Iandbúnaðarkerfinu.
Lánasjóður landbimaðarins
A síðasta ári voru samþykkt ný
lög um Lánasjóð landbúnaðarins
í stað Iaga um Stofnlánadeild
landbúnaðarins. Var þetta liður
í þeirri vinnu sem ríkisstjórnin
setti af stað um endurskoðun
fjárfestingalánasjóðanna. Mark-
mið breytinganna er að ná lág-
marks rekstrarkostnaði og sterkri
eiginljárstöðu að teknu tilliti til
sérþarfa landbúnaðarins. Lána-
sjóðurinn með nýrri stjórn tók
formlega til starfa nú um áramót
en stjórnarinnar bíða ærin verk-
efni við endurskoðun Iánareglna
auk þess að endurskoða rekstur-
inn við breyttar rekstraraðstæð-
ur.
Átak í landgræðslu og
skógrækt
A síðasta hausti var mikil um-
ræða á Alþingi, í fjölmiðlum og
Frá Hvanneyri. Ráðherra fól starfshópi aö vinna við nefndaráiit sem fjaiiar um „Búnaðarháskóla". Hann gerir ráð fyrir að bráðlega skili starfshópurinn afsér útfærðum hug-
myndum um fyrstu skref í þessu máli.
meðal fólks um Kyoto fundinn
og undirbúning nýs sáttmála
Sameinuðu þjóðanna um loft-
Iagsbreytingar. Um einn þátt í
niðurstöðum þess fundar hefur
lítið verið rætt, en hann mun
skipta okkur Islendinga miklu
máli í framtíðinni. En þá á ég
við að samþykkt var að taka mið
af bindingu koltvísýrings í líf-
massa þegar heildar útstreymi
gróðurhúsalofttegunda er reikn-
að fyrir hveija þjóð. Þetta auð-
veldar okkur að verða aðilar að
samningnum þegar að því kem-
ur, en útheimtir í staðinn mikla
aukningu í skógrækt og land-
græðslu.
í þessu sambandi er rétt að
minna á að á síðasta ári hófst
sérstakt átak í landgræðslu og
skógrækt á vegum Iandbúnaðar-
ráðuneytisins sem gerir ráð fyrir
því að staðið verði við þann hluta
framkvæmdaáætlunar Islands
sem samþykkt var í kjölfar
Riófundarins 1992. Hlutur land-
búnaðarráðuneytisins i þeirri
framkvæmdaáætlun er að sjá til
þess að árið 2000 verði árleg
binding koltvísýrings í gróðri
100.000 tonnum meiri en hún
var árið 1990. Þetta markmið og
það að gera átak í landgræðslu
með stöðvun hraðfara gróður-
eyðingar og jarðvegsrofs og að
gera átak í skógrækt meðal ann-
ars á Suðurlandi varð til þess að
ákveðið var að setja viðbótarfjár-
muni, 450 milljónir, til verkefn-
anna fram til aldamóta.
Með þessu átaki verða framlög
hins opinbera til beinna fram-
kvæmda í landgræðslu og skóg-
rækt árið 2000, 60% hærri en
þau voru árið 1996. Sérstök lög
um Suðurlandsskóga sem lands-
hlutaverkefni voru síðan sam-
þykkt í maí og er þá hafið sams-
konar átak á Suðurlandi og verið
hefur á Austurlandi með Hér-
aðsskógum frá 1991. Ennfremur
var samþykkt á síðasta þingi að
hefja vinnu við heildstæða skóg-
ræktaráætlun fyrir Iandið allt
sem verður að teljast eðlilegt
framhald þeirrar þróunar sem
verið hefur í skógrækt á Islandi
og þess áhuga á skógrækt sem
nú gætir um allt Iand.
Veiðimál
Á síðasta þingi voru gerðar tölu-
verðar breytingar á starfsum-
hverfi Veiðimálastofnunar og
veiðimálastjóra, breytt var lögum
um Iax- og silungsveiði þannig
að stjórnsýsla samkvæmt lax- og
silungsveiðilögum er nú aðskilin
frá framkvæmda- og rannsókna-
verkefnum sem Veiðimálastofn-
un hefur á hendi. Veiðimála-
stjóri er því ekki lengur forstjóri
Veiðimálastofnunar heldur er
þar sérstakur framkvæmdastjóri.
Þessar breytingar má rekja m.a.
til þess að hann gat þurft að taka
afstöðu til mála sem hann hafði
til meðferðar sem stjórnvald á
fyrri stigum.
Ennfremur var mikilvægt fyrir
Veiðimálastofnun að geta sýnt
fram á að hún stundaði óvilhall-
ar og hlutlausar rannsóknir. Að
rannsóknastofnun taki þátt í að
rannsaka hugsanlegar afleiðing-
ar leyfisveitinga sem forstöðu-
maður hefur átt aðild að gat ekki
samrýmst kröfunni um hlutleysi
í vinnubrögðum. Því voru þess-
ar breytingar bæði eðlilegar og
nauðsynlegar og tókst um þær
samkomulag, bæði gagnvart
hlutaðeigandi aðilum svo og hjá
Alþingi.
Raimsóknir, leiðbemmgar
og fræðsla
Hinn 10. júnf 1997 skipaði ég
starfshóp sem fékk það hlutverk
að „móta tillögur um samþætt-
ingu rannsókna, leiðbeininga og
fræðslu í landbúnaði með það að
markmiði að bæta afkomu í
greininni," eins og segir í skipun-
arbréfinu. Aðdragandinn að
skipun þessa starfshóps hófst f
raun með starfi og niðurstöðum
nefndar um stefnumótun um
framtíðarverkefni Bændaskólans
á Hvanneyri og könnun á því
hvernig skólinn geti komið at-
vinnugreininni að sem mestu
gagni. I því nefndaráliti var lagt
til að stofnuð verði sérstök end-
urmenntunardeild við skólann,
að tengsl við annað nám á fram-
haldsskólastigi verði aukið, haf-
inn verði undirbúningur að
stofnun landbúnaðarháskóla og
tengsl við rannsóknir og annað
nám á háskólastigi verði aukið.
Tengsl við rannsóknir verði
síðan tryggð með einni stjórn yfir
Bændaskólann á Hvanneyri,
Rannsóknarstofnun landbúnað-
arins og Hagþjónustu landbún-
aðarins. Þessar hugmyndir
fengu síðan frekara brautargengi
í starfshópi sem ég skipaði í byrj-
un sumars 1997. Starfshópur-
inn skilaði áliti í desember byrj-
un, en þar er Iagt til að komið
verði á einni stofnun sem verði
miðstöð rannsókna, fræðslu og
leiðbeininga, sem eru á ábyrgð
landbúnaðarráðuneytisins.
Stofnunin verði landbúnaðarhá-
skóli sem hafi fjórþætt hlutverk:
Hagnýtar rannsóknir, starfs-
menntun, leiðbeiningar og há-
skólamenntun. Einnig var horft
til leiðbeiningastarfsemi Bænda-
samtakanna, en í frumvarpi til
búnaðarlaga sem áður er getið,
er gert ráð fyrir sveigjanlegra og
opnara fyrirkomulagi með enn
meiri samvinnu leiðbeininga,
rannsókna og fræðslu. Þannig
er lagt til að landbúnaðarháskól-
anum verði heimilt að annast og
veita aðstöðu fyrir leiðbeininga-
starfsemi sem Bændasamtökin
bera faglega og fjárhagslega
ábyrgð á.
Almennt virðast mér þessar
hugmyndir fá góðar viðtökur og
fólk sé sammála um nauðsyn
breytinga eða uppstokkunar í
þessu mikilvæga stoðkerfi land-
búnaðarins. Vissulega eru skipt-
ar skoðanir um nálgunina eða
aðferðafræðina. Nefndarálitið
hefur verið kynnt nokkuð í þeim
stofnunum sem hlut eiga að
máli, en mikil vinna við úr-
vinnslu og samræmingu sjónar-
miða er framundan á næstu vik-
um.
Með bréfi dags. 4. desember
síðastliðinn fól ég starfshópnum
að vinna áfram við þann hluta
nefndarálitsins sem Ijallar um
„Búnaðarháskóla". Ég geri ráð
fyrir því að bráðlega skili starfs-
hópurinn af sér útfærðum hug-
myndum um fyrstu skref í þessu
máli sem ég hef lagt mikla áher-
slu á að unnið sé fljótt og vel.
Vissulega þarf þó að gefa verldnu
þann tíma sem nauðsynlegur er
til að ná sem bestri sátt um mál-
ið og ekki er víst að öll sú sam-
þætting sem stefnt er að með há-
skólahugmyndinni verði tekin í
einu skrefi en takist að vinna
endanlegri útfærslu fylgi er ég
sannfærður um að hér er á ferð-
inni gríðarlega mikilvægt hags-
munamál fyrir fslenskan land-
búnað.