Dagur - 13.03.1998, Síða 8

Dagur - 13.03.1998, Síða 8
8- FÖSTUDAGUR 13. MARS 1998 Kaupfélag Eyfirðinga óskar eftir starfsmanni í bókhald. Starfsreynsla nauðsynleg. Þarf að byrja sem fyrst. • Umsóknir skulu sendar Kaupfélagi Eyfirðinga, pósthólf 500, 602 Akureyri, fyrir 18. mars merktar „starf“. Upplýsingar veitir Soffía í síma 463 0304. Aðalfundur íslandsbanka hf. Aðalfundur íslandsbanka hf. 1998 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu mánudaginn 23. mars 1998 og hefst kl. 14:00. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta bankans. 2. Tillaga um heimild til bankaráðs til kaupa á hlutabréfum í íslandsbanka lif. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í fslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík, 2. hæð, 19. og 20. mars frá kl. 9:15 - 16:00 og á fundardegi frá kl. 9:15 - 12:00. Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur félagsins fyrir árið 1997 verður hluthöfum til sýnis á sama stað frá og með mánudeginum 16. mars 1998. Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út þriðjudaginn 17. mars n.k. kl. 17:00. Framboðum skal skila til bankastjórnar, Kirkjusandi. Illuthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna fyrir kl. 12:00 á hádegi fundardags. 10. mars 1998 Bankaráð íslandsbanka hf. ISLANDSBANKI FRÉTTIR Þessir ungu Húsvíkingar kunna að gera sér glaðan dag án vimuefna. Vaxandi vímuefnaneysla er vandamál hér á landi sem og annars staðar og á ráðstefnu á Húsavik lögðu menn áherslu á að allir tækju höndum saman gegn þessum vágesti. Við getum betur - neysla fQoiiefna eykst „Áraiiguriim af bar- áttuuni gegn eitur- lyfjaneyslu imglinga byggir á vatnsþéttri samstöðu samfélags- ins alls,“ sagði Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavik. Ráðstefnan, undir formerkjun- um „Við getum betur“, var hald- in á vegum áætlunarinnar ísland án eiturlyfja 2002 og Húsavíkur- bæjar í samstarfi við önnur sveit- arfélög á Norðurlandi eystra, Landssamtökin Heimili og skóla og SAA. Þetta var jafnframt fyrsta ráðstefnan f fyrirhugaðri ráðstefnuröð verkefnisstjórnar átaksins Island án eiturlyfja 2002. Snjólaug Stefánsdóttir, verk- efnisstjóri áætlunarinnar Island án eiturlyfja 2002, sagði að vissulega væri þetta markmið e.t.v. draumsýn. En það skipti ekki máli hvort það næðist 2002 eða 2010, heldur hitt að stefna saman fjölmörgum aðilum í samfélaginu til að vinna að þessu markmiði. GrundvöIIur að árangri væri svo samtakamáttur þjóðarinnar allrar. Alþjóðlegur vandi Dr. Þórólfur Þórlindsson pró- fessor flutti mjög athyglisvert er- indi um fíkniefnaneyslu ung- linga. Hann sagði m.a. að rannsókn- ir sínar og félaga sinna hefðu Ieitt í Ijós vaxandi fíkniefna- neyslu á Islandi. Og skipti ekki máli hvort um væri að ræða tób- ak, áfengi eða ólögleg fíkniefni, neysla færi vaxandi á öllum svið- um. Islensk könnun meðal allra nemenda í 9. og 10. bekk hefði sýnt fram á þetta. T.d. hefði hlutfall nemenda í 10. bekk sem prófað höfðu hass árið 1984 ver- ið 8,3% en í mars 1997 var hlut- fallið komið í 13%, „sem er hæsta hlutfall sem við höfum séð í hassneyslu hjá íslenskri æsku.“ Og 21,2% unglinga í 10. bekk eru farin að reykja daglega f dag. Þórólfur segir að Jrróunin sé allstaðar sú sama. A Islandi, í Bandaríkjunum, í Astralíu, á Norðurlöndunum. Þetta væri al- þjóðlegur vandi. „Neysla ólög- legra vímuefna fer vaxandi, áfengisneysla einnig en þó í minna mæli og það sem undrar mann kannski mest er að reyk- ingar hafa aukist meðal ungl- inga.“ Þórólfur Þórlindsson: „Neysia ólöglegra vímuefna fer vaxandi, áfengisneys/a einnig." Fé í poppstjömur Þórólfur gat um ýmsar ástæður fyrir þessari þróun. M.a. breytta markaðssetningu tóbaksfram- leiðenda eftir að þeir töpuðu áróðursstríðinu um óhollustu reykinga. Nú reyni söluaðilar að hafa áhrif á tískuna, á lífsstíl ungmenna með því að bera fé í poppstjörnur og kvikmyndaleik- ara, sem eru fyrirmyndir unga fólksins, og Iáta þá reykja í bíó og sjónvarpi. Aðrir söluaðilar fíkniefna hefðu svo lært af mark- aðssetningu tókbaksframleið- enda. Hann gat um breytta samfé- lagsmynd, þar sem jafningjahóp- urinn hefði miklu meira vægi en áður. Ekki er langt síðan að 14- 15 ára unglingar höfðu mun nánara samneyti við fullorðna og voru hluti af atvinnulífinu. „En þegar jafningjahópurinn er far- inn að lifa eigin lífi og byggja á engilsaxneskri afþreyingarmenn- ingu, þá opnast leiðir sem ekki voru opnar áður. Niðurstaðan er sú að það er mjög sterkt sam- band milli þess sem vinirnir gera og þess sem maður gerir sjálfur á þessum árum.“ Með öðrum orðum, vandinn breiðist út innan hópsins. Og því fyrr sem neyslan byrjar, því hrað- ar breiðist hún út og verður al- varlegri eftir því sem árunum íjölgar. Argangur í grunnskóla þar sem neysla er Iítil, dregur úr neyslu í framhaldsskóla. „Það er því mjög brýnt að grípa snemma á vandanum því hann stigmagn- ast og breiðir úr sér,“ sagði Þórólfur. Foreldrar og unglingar Þórólfur Þórlindsson kom víða við í erindi sínu. Fjallaði m.a. um mismunandi Iífsstíl ung- linga, viðhorf þeirra til skólans, tilgangsleysistilfinninguna, tóm- stundaiðju eða skort þar á, en allt þetta hefði mikil áhrif á það hvort unglingar leiddust út í neyslu fíkniefna. Ennfremur hefði samband eða sambands- leysi milli foreldra og unglinga mikið að segja í þessum efnum. Hann vék að könnun á fíkni- efnaneyslu unglinga á Norður- landi eystra og sagði að hún væri í heildina litið um eða undir miðju miðað við landið allt. Suð- ur-Þingeyjarsýsla væri t.d. með eina lægstu tíðni reykinga meðal ungmenna á landinu. Að loknu erindi Þórólfs voru fluttar fróðlegar tölur um for- varnastarf á Dalvík, Akureyri og Húsavík og ennfremur um sveit- arfélagaverkefni SÁA. Að loknum erindaflutningi voru starfræktar málstofur á ráð- stefnuni þar sem m.a. var fjallað um samræmdar aðgerðir gegn sölu tóbaks og áfengis til barna og unglinga; aga og gildismat í uppeldi; hlutverk nemenda- verndarráða og fleira. — JS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.