Dagur - 13.03.1998, Síða 13
FÖSTVDAGUR 13. MARS 19 9 8 - 13
GOLF
Birgir Leifur: Vantar enn leikæfingu, en er ánægður.
„Get ekki airnað en
verið ánægður“
Birgir Leifur Hafþórsson lék
Royal d’Agadir völlinn í
Marokkó á 74 höggum á fyrsta
keppnisdegi Opna Marokkó-
mótsins sem er hluti af evrópsku
PGA-mótaröðinni og hófst í gær.
Birgir Leifur er því tveimur
höggum yfir pari, rétt ofan
miðju, og á enn góða möguleika
á að komast í gegn um niður-
skurðinn eftir annan keppnis-
dag. Fresta varð mótinu um
miðjan dag í gær vegna mikils
vinds og margir keppendur þurfa
að ljúka fyrsta hring sínum í dag.
„Eg get ekki annað en verið
ánægður. Það er meiriháttar
gaman að fá að taka þátt í móti
sem þessu og ég get ekki neitað
því að hjartað tók nokkur auka-
slög á fyrsta teignum," sagði
Birgir Leifur. „Miðað við það, að
þetta voru fyrstu kynni mín af
vellinum, tel ég mig vera í góð-
um málum og mér finnst líklegt
að par á morgun (í dag) muni
fleyta mér áfram í gegn um nið-
urskurðinn," sagði Birgir Leifur,
sem hefur leik í hádeginu í dag.
Birgir Leifur hóf Ieik á 10.
holuna og lék hana á einu höggi
yfir pari, en hringurinn í gær var
án allra stórslysa. „Eg var ósáttur
við áttundu holuna þar sem ég
átti tvö misheppnuð vipp inn á
flötina og þá misnotaði ég tvö
stutt pútt. Eg hefði því hæglega
getað komið inn á betra skori, en
í heildina er ég mjög sáttur. Það
Samvinnuferðir Landsýn geng-
ust fyrir móti á Maspalomas
vellinum á Kanaríeyjum, fyrr í
þessum mánuði.
Úrslit urðu eftirfarandi, en
leikið var með „sprengjufyrir-
komulagi":
Karlar:
Hilmar Herbertsson, GR 72
Haraldur Sumarliðason, GK 73
Viktor Helgason, GV 74
Þorsteinn Ragnarsson, GHR 75
MÓROCCAN OPEN
Merki Opna Marokkómótsins.
er greinilegt að mig vantar enn
leikæfingu, en ég var mjög
ánægður með upphafshöggin hjá
mér í dag sem voru bæði bein og
Iöng,“ sagði Birgir Leifur, sem
tók aldrei „dræverinn" upp úr
pokanum.
Um 27 stiga hiti var í gær í
Marokkó og heiðskírt, en þegar
líða tók á daginn fór að hvessa
og þá þurfti að fresta keppninni
um stund. Vindurinn gæti hæg-
lega spillt skori þeirra keppenda
sem hófu leik seint í gær og lík-
urnar á því að Birgir Leifur kom-
ist áfram ættu að vera meiri fyr-
ir vikið.
Irinn Des Smyth gerði sér lítið
fyrir að jafnaði vallarmetið, þeg-
ar hann kom inn á 64 höggum,
átta höggum undir pari. Fræg-
ustu keppendur mótsins voru
ekki jafn „heitir"; Spánverjinn
Severiano Ballesteros náði að
klára 12 holur í gær og hann lék
þær á 13 höggum yfir pari og
Italinn Constantino Rocca, sem
Konur: Sigurður Sigurjónsdóttir, GK 76
Asa Asgrímsdóttir, GR 78
Sigríður Hannesdóttir, GHR 79
Bára Björgvinsdóttir, GR 81
Heldri flokkur - 65 ára og eldri: Guðmundur I. Guðmundss., GV 65
Gísli Jóhannesson, NK 67
Pétur Auðunsson, GK 72
Eiríkur Smith, GK 75
Helgi Eysteinsson, GR 79
einnig náði að ljúka 12 holum í
gær, var á 5 höggum yfir pari.
Efstu metvn:
64 Des Smyth, Irlandi
67 Matthias Grönberg, Svíþj.
67 Pedro Linhart, Spáni
68 Stephen Leaney, Austurr.
68 Raymond Burns, N-írlandi
68 Alexander Cejka, Þýskal.
69 Diego Borrego, Spáni 69
69 Bob May, Bandaríkjunum
69 José Coceres, Argentínu
Aðeins rúmlega helmingur
keppenda, um sjötíu talsins,
náði að ljúka leik í gærdag og bú-
ast má við því að 50-60 efstu
keppendurnir vinni sér réttinn
til að keppa í þriðju og fjórðu
umferð.
Skorkort
Birgis Leifs
Árangur Birgis Leifs varð þessi á
fyrsta keppnishring hans á Opna
mótinu í Marokkó sem hófst í
gærdag. Fremst er að finna
númer og lengd viðkomandi
holu, par hennar og þá loks
höggafjölda Birgis Leifs.
Fyrri ntu holur:
3.071 m (par 36) 36
1. 485 m (par 5) 4
2. 191 m (par 3) 4
3. 353 m (par 4) 4
4. 328 m (par 4) 4
5. 483 m (par 5) 4
6. 380 m (par 4) 4
7. 318 m (par 4) 4
8. 179 m (par 3) 5
9. 348 m (par 4) 3
St'ðari ttt'u holur
3.015 m (par 36) 38
10. 445 m (par 5) 6
11. 336 m (par 4) 4
12. 185 m (par 3) 3
13. 360 m (par 4) 4
14. 148 m (par 3) 3
15. 474 m (par 5) 5
16. 182 m (par 3) 3
17. 467 m (par 5) 5
18. 418 m (par 4) 5
Samtals 18 holur:
6.086 m (par 72) 74
Mót á Maspalomas
NDUR
Knattspyrnufélags Akureyrar fer fram í
KA-heimilinu mánudagínn 23. mars nk. kl. 20.30.
HB I
1. Venjuleg
2. Ön
larstörf.
Sýslumaðurinn á Akureyri
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri
Nauðungarsala lausafjármuna.
Eftirtalið lausafé úr eigu Óðals ehf. verður boðið upp að Hafnar-
stræti 67, Akureyri, föstudaginn 20. mars 1998 kl. 13.30:
ísmolavél af gerðinni Philips, strauvél af gerðinni Nýborg, náttborð
og 18 olíumálverk eftir Óla G. Jóhannsson.
Krafist verður greiðslu við hamarshögg og verða ávísanir ekki
teknar gildar nema með samþykki gjaldkera.
Uppboðsskilmálar eru til sýnis á skrifstofu embættisins og þar
verða einnig veittar frekari upplýsingar ef óskað er.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
12. mars 1998.
Harpa Ævarrsdóttir, fulltrúi.
H úsa víku r ka u pstaðu r
óskar hér með eftir tilboðum í malarefni.
Tilboðið innifelur að flytja til Húsavíkur 5.500 m3 af malarefni.
Innifalið er öflun malarinnar, akstur til Húsavíkur og losun.
Skiladagur verksins er 15. ágúst 1998.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rekstrardeildar Húsavík-
urkaupstaðar, Ketilsbraut 9, Húsavík, frá og með mánudegin-
um 16. mars 1998 og kosta kr. 2.000.
Opnun tilboða fer fram á sama stað
fimmtudaginn 16. apríl kl. 11.00.
Bæjarverkfræðingur Húsavíkurkaupstaðar
liil
Framsóknarflokkurinn
Sjávarútvegsráðstefna 27. mars
Framsóknarflokkurinn heldur ráðstefnu um
sjávarútvegsmál föstudaginn 27. mars nk. á Grand Hotel við
Sigtún í Reykjavík og hefst hún kl. 14.00.
Dagskrá verður auglýst síðar.
Ráðstefna um sveitarstjórnarmál 28. mars
Framsóknarflokkurinn heldur ráðstefnu um sveitarstjómarmál lau-
gardaginn 28. mars nk. á Grand Hotel við Sigtún í Reykjavík.
Ráðstefnan er ætluð forystumönnum og frambjóðendum við
sveitarstjómarkosningamar í vor. Dagskrá verður auglýst síðar.
Framsóknarflokkurinn