Dagur - 30.04.1998, Page 1

Dagur - 30.04.1998, Page 1
Sparigrís er nýjasta heimilisdýr íslend- inga. Enþað erekki á allrafæri að temja skepnuna. Sumir þola hana ekki og svo eru hinir sem vilja vingast við hana en kunna ekki að fóðra hana. Sparigrís er viðkvæm skepna sem þarf að umgangast með gát, en verðlaunar þá sem kunna á hana. Lífið í landinu er helgað íjár- málum heimilanna og hinum ýmsu sparnaðarleiðum sem hafa verið að ryðja sér til rúms að und- anförnu. Ekkert svar er einhlítt í Ijármálum - og við reynum ekki að veita það hér. En það má reyna. Unga fólkið sem við hitt- um segist Iíta á íbúðarkaup sem fjárfestingu til framtíðar. Slíkt tekur í og kostar yfirlögð ráð. Hinir eru svo ófáir sem hafa upp- götvað að þeir kunna vel að hafa ráð á að leggja meira til hliðar en þeir gera einmitt nú, kannski 10 þúsund á mánuði, ef til vill meira eða örlítið minna. Og hvað gerir maður þá? Verðbréfafyrirtækin hafa tekið við af gömlu góðu bankabókinni hjá flestum. Ný stétt manna hefur komið fram: fjármálaráðgjafar. Hvað segja þeir fólki? I þeim viðræðum tog- ast á tvennt: öryggi og ábati. Hefur þú efni á að tapa? Hreinskilinn fjármálaráðgjafi hlýtur að spyrja lítinn Ijárfesti sem tekist hefur að nurla saman nokkrum heimiliskrónum: „hefur þú efni á að tapa þessu?" Ef ekki, þá eru til örugg bréf. En af því að heimurinn er ekki jafn fullkom- inn og hann mætti vera eru slík bréf ekki jafn ábatasöm og hin - hin sem fela í sér áhættu. Hversu mikla áhættu vill maður taka? Hún er mikil ef maður kaupir bréf í hugsanlegu stórgróðafyrir- tæki sem engin reynsla er komin á. Stórgróðinn gæti snúist í tap. Ahættan er minni ef maður kaupir einn lítinn hlut í stórum dreifðum sjóði þar sem allt er vegið og metið i útreiknuðum hlutföllum. En... þá græðir mað- ur minna. Hefur þú efni á að spara? Kannski er það fyrsta spurningin. Svarið við henni fæst ekki nema farið sé í saumana á útgjöldum og tekjum og nauðsynjar vegnar og metnar á vogarskálum með hinu sem ekki skiptir öllu. Komi í ljós mánaðarlegur smáskammt- ur sem má leggja fyrir eru til ráð, komi í ljós dulítil upphæð sem nemur einu sjónvarpstæki eða hugsanlega jafnvel andvirði einn- ar bíldruslu - þá eru möguleik- arnir margir. Sá á kvölina sem á RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐA- OG GRÓÐURRÆKT fiarftu a> ey> a illgresi? Eru pöddur í gar> inum flínum? Veistu ekki hvernig á a> breg> ast vi> ? Leyf> u okkur a> a> sto> a flig. (II í RáSgjöf sérfræSinga um garö- og gróðurrækt , ^ , \W/M * •• Munið wGROÐURVORUR Fagmennska í fyrirrúmi! VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA Smiðjuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 554 321 1 • Fax: 554 2100

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.