Dagur - 12.05.1998, Blaðsíða 4
4 -ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998
Thypr
FRÉTTIR
Afsökimarbeiðni
Vegna mistaka í textavinnslu við Lífið í landinu á fimmtudag kom
fram óheppilegt mishermi um Ferðaþjónustu Ingibjargar Bergþórs-
dóttur í Fljótstungu í Borgarfirði. Rétt er að eiginmaður hennar Arni
Þorsteinsson lést fyrir aldur fram í fyrra. Þau settu ferðaþjónustu á
fót fyrir Flugfélag Islands árið 1969. Ekki var rétt með þetta farið og
er beðist vehárðingar á þessum mistökum.
Ritstj.
Helgi S. hættir hiá VÍS
Helgi S. Guðmundsson, formaður Bankaráðs
Landsbankans, hefur sagt starfi sínu sem sölustjóri
trygginga hjá VIS lausu. Starfsfólki var tilkynnt um
þetta bréflega fyrir helgina en Helgi mun starfa hjá
fyrirtækinu út þennan mánuð. Hann hefur tekið að
sér ýmis verkefni sem hann mun vinna að heima hjá
sér samhliða því að gegna formennsku í bankaráð-
inu. Hann hefur sagt aðdragandann að starfslokun-
um vera nokkurn og alveg ótengdan því uppistandi
sem verið hefur í bankanum síðustu vikur.
Hetgi S. Guð-
mundsson, for-
maður bankaráðs
Landsbankans.
Siunar sögur til Þýskalands
Vaka Helgafell hefur samið við þýskt bókaforlag - Suhrkamp Verlag -
um útgáfu á smásagnasafninu Sumar sögur eftir Elínu Ebbu Gunn-
arsdóttur. Sumar sögur er fyrsta bók Elínar en hún hlaut bókmennta-
verðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir hana í fyrrahaust.
I tilkynningu frá Vöku Helgafelli segir að Suhrkamp Verlag sé eitt
stærsta forlag Þýskalands og hafi gefið út verk höfunda eins og Sam-
úels Beckett, Bertholds Brecht, James Joyce og fleiri. Forlagið hefur
tryggt sér útgáfurétt á bók Elínar á þýska málsvæðinu, á almennum
markaði, í bókaklúbbum, í kiljuformi og til að semja um birtingu á
einstökum sögum í blöðum, tímaritum og útvarpi.
N ámsmannastyrkir Landsbankans
Styrkþegar ásamt Halldóri J. Kristjánssyni bankastjóra, Helga S. Guðmundssyni for-
manni bankaráðs og Gytfa Þ. Gíslasyn/ formanni dómnefndar.
Átta námsmenn fengu styrk úr Námunni, námsmannaþjónustu
Landsbankans, en þeir voru afhentir nýlega. Styrkirnir voru að upp-
hæð 175 þúsund krónur hver. Þetta var í 9. skipti sem styrkirnir voru
veittir en allir sem eru í námsmannaþjónustu bankans geta sótt um
þá. Alls sóttu um 400 námsmenn um styrk að þessu sinni en sérstök
dómnefnd undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrverandi ráðherra,
annaðist úthlutun. Námsmennirnir átta heita Björn Þór Jónsson í
doktorsnámi í gagnasafnsfræði, Brynja Björk Birgisdóttir í fornleifa-
fræði, Hersir Sigurgeirsson í doktorsnámi í hagnýtri stærðfræði,
Björg Þorsteinsdóttir læknanemi, Lena Rós Ásmundsdóttir lækna-
nemi, Björn Margeirsson nemandi Menntaskólans við Sund, Daníel
Brynjar Helgason nemandi í Stýramannaskólanum og Davíð Olafs-
son söngnemi í Vín.
Margir á móti há-
lendisfrumvarpi
Rétt um 72% þeirra sem tóku af-
stöðu í nýrri skoðanakönnun DV
sögðust vera andvíg frumvarpi fé-
lagsmálaráðherra um stjórnsýslu á hálendinu. Á landsbyggðinni var
útkoman þó öll önnur því þar voru tæp 63% fylgjandi frumvarpinu en
á höfuðborgarsvæðinu voru ekki nema rúm 37% fylgjandi því.
Finnhjöm Aðalvíldngur
formaður
Finnbjörn Aðalvíkingur Hermannsson, formaður Trésmiðafélags
Reykjavíkur, var einróma kjörinn nýr formaður Samiðnar á 2. þingi
samtakanna sem fram fór um helgina. Ekkj komu fram aðrar tillög-
ur en tillaga kjörnefndar og var Finnbjörn kjörinn með því að þing-
fulltrúar risu úr sætum og klöppuðu Finnbjörn inn í embættið. Vign-
ir Eyþórsson var kjörinn varaformaður.
Starfsmenn Flugfélags íslands gefa fyrirtækinu falleinkunn þegar kemur að launum, starfskjörum, starfsanda og
samskiþtum við yfirmenn.
Stórfýrirtæki
fá faUeinkunn
Mörg af stærstu og
þekktustu fyrirtækj-
iiiii landsins fá fall-
eiukunn frá starfs-
mönnum sínum sam-
kvæmt könnun Félags-
vísindastofnunar.
P. Samúelsson fékk hæstu heild-
areinkunn (um 4,5 af 5 möguleg-
um) í könnun sem Félagsvísinda-
stofnun HI gerði meðal félags-
manna Verslunarmannafélags
Reykjavíkur, starfandi í 126 fyrir-
tækjum. Þátttakendur svöruðu
tíu spurningum m.a. um launa-
kjör sfn, starfsskilyrði, starfsanda
á vinnustað, samskipti við yfir-
menn, stjórnunarhætti þeirra og
framleiðni vinnustaðarins. Með-
aleinkunn var um 3,7. Athygli
vekur að mörg stærstu og þekkt-
ustu fyrirtæki Iandsins - sem sum
hver hafa m.a.s. verið valin fyrir-
tæki ársins - fá falleinkunn frá
starfsmönnum sínum. Flugfélag
Islands (2,5) er í langneðsta sæti,
einkum vegna stjórnunar og yfir-
manna, en Flugleiðir (3,1) í því
þriðja frá botni.
Flugfélög neðaxlega, nema
íslandsflug
Meðal þekktra fyrirtækja neðan
við 100. sæti á listanum (meðal-
einkunn neðan við 3,4) eru Sam-
sölubakarí og Myllan, Samvinnu-
ferðir-Landsýn, Háskólabíó,
Sölumiðstöðin, IKEA, Nóatún,
Hagkaup, Vogue, Nói Síríus, RKI,
Ræsir, VIS, Lyljaverslun Islands
og Flugfélagið Atlanta.
Alls 25 fyrirtæki fengu yfir 4 í
meðaleinkunn. Talið ofan frá má
nefna: Streng, Daníel Olafsson,
A. Karlsson, Kaupþing, Trygg-
ingamiðstöðina, Glóbus, Sjóvá-
Almennar, Ágæti, íslensk-amer-
íska, G.J. Fossberg, Einar J.
Skúlason, Slippfélagið, Bræðurna
Ormsson, Vífilfell, Ölgerð Egils
Skallagrímssonar, Islandsflug, 10-
11 verslanirnar og Húsasmiðjuna.
Um 80% ánægðir með yftr-
inanninn
Urtakið í könnuninni, sem gerð
var í mars, var valið úr hópi íyrir-
tækja sem höfðu I 5 eða fleiri VR-
menn í vinnu og náði til 5 þeirra
að lágmarki, alls um 1.500
manns. Spurningar voru 10 með
fimm svarmöguleikum. Starfs-
menn reyndust almennt nokkuð
ánægðir. Þannig voru 80% (mjög
eða frekar) ánægðir með
starfsandann á vinnustaðnum,
með vinnustaðinn sem slíkan og
samskiptin við yfirmann, um
75% með vinnuskilyrði og yfir
70% með vinnuskipulag.
...en síður með stjómnnaxað-
feiðimax
Þrátt fyrir góð samskipti við yfir-
mann var einungis góður helm-
ingur starfsmanna ánægður með
stjórnunaraðferðir yfirmanna og
eigenda (og konur enn síður en
karlar). Athygli vekur að yfir 60%
starfsmanna telur að hægt væri
að auka afköst á vinnustað sín-
um, jafnvel töluvert, án íjölgunar
starfsmanna. Karlar voru nokkru
fleiri í þessum hópi en konur,
fleiri ungir en gamlir, og hálaun-
aðir fremur en láglaunaðir.
Láglaimaðix margir óánægðix
með launin
Um 60% töldu launakjör sín svip-
uð og 30% betri en á sambærileg-
um vinnustöðum. Ánægjan með
þau réðst hins vegar mjög af
Iaununum. Þannig voru 80%
ánægðir í hæst launaða hópnum
(yfir 200 þús.) en aðeins 45%
þeira Iægst launuðu, þar sem óá-
nægðir voru næstum eins margir
og ánægðir. - HEI
Erfiður rekstur og
engan veginn í höm
Framkvæmdastjóra
Flugfélags íslands
íiimsí hotneinkuim
skiljanleg eftir óvin-
sælar aðgerðir um ára-
mótin.
„í ljósi þeirra aðgerða sem við
urðum að grípa til um áramótin
held ég að þetta sé nú kannski
mjög eðlileg niðurstaða - þó við
séum eðlilega ekki hrifnir af
henni. En þessar aðgerðir voru
auðvitað mjög óvinsælar og skipt-
ar skoðanir um hvernig að málum
var staðið," sagði Páll Halldórs-
son, framkvæmdastjóri Flugfélags
Islands, um líklegar ástæður þess
að FI kom verst út af 126 fyrir-
tækjum í könnun sem gerð var (í
Páll Halldórsson framkvæmdastjóri FÍ
segir að þeir þurfi að standa sig betur.
mars) meðal úrtaks félagsmanna
Verslunarmannafélags Reykjavík-
ur sem starfar í þessum fyrirtækj-
um. Afar lág einkunnagjöf starfs-
manna fyrir samskiptin við yfir-
menn og stjórnunaraðferðir
þeirra voru það sem fyrst og
fremst dró FÍ á botninn.
Höfum botninn til að spyrna í
„En ég er alls ekki að gera lítið úr
þessari niðurstöðu og tvímæla-
Iaust eru þetta skilaboð til okkar
stjórnendanna að við þurfum að
standa okkur betur. Og við höfum
þó botninn til að spyrna okkur í,“
sagði Páll.
Spurður um horfurnar svaraði
hann: „Það hefur aðeins þokað í
rétta átt. En þetta er erfiður
rekstur og við erum engan veginn
í höfn. Eg held að ég geti samt
fullyrt það að við þurfum ekki að
grípa til neinna álíka aðgerða og
um áramótin, en við erum
kannski fyrst núna að sjá árang-
urinn af þeirn." - HEI