Dagur - 12.05.1998, Blaðsíða 10
10- ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998
Leikfélag Akureyrar
auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns saumastofu
leikhússins frá og með 15. ágúst nk.
Ráðið verður í starfið, sem er 50% starf, til eins árs.
Forstöðumaður saumastofú sér jafnframt
um búningasafn leikhússins.
Óskað er eftir starfsmanni sem hefur menntun
og reynslu á sviði fata- og búningasaums.
Skriflegar umsóknir berist
Leikfélagi Akureyrar fyrir 26. maí nk.
Nánari upplýsingar veitir leikhússtjóri í síma 462 5073.
Borgarstjórmn í Reykjavík
' KJÖRSKRÁ
Kjörskrá vegna borgarstjórnarkosninga, sem fram
fara 23. maí n.k., liggur frammi almenningi til sýnis
á Manntalsskrifstofu Reykjavíkurborgar, Skúlatúni
2, alla virka daga frá 13. maí til kjördags, þó ekki á
laugardögum.
Kjósendur eru hvattir til þess að athuga hvort nöfn
þeirra séu á kjörskránni.
Athugasemdum við kjörskrá skal beina til
borgarráðs.
Reykjavík 12. maí 1998
Borgarstjórinn í Reykjavík.
Handavinnusýning og
kaffisala í Hlíð
Handavinnusýning heimilis- og dagvistarfólks á
DVALARHEIMILINU HLÍÐ,
verður næstkomandi sunnudag 17. maí kl. 14.00-18.00.
Söluhorn verður með handavinnu auk þess sem kaffisala
verður í borðstofu milli kl. 14.30-17.00.
Fólkið í Hlíð.
O^ur
FRÉTTIR
Kvartað imdan
imglingahópiun
Fimm sinnum var tilkynnt um bruna i höfuðborginni um heigina.
Dagbók lögreglunnar
í Reykjavik helgina
8.-11. maí 1998.
Á föstudagskvöld var ekki margt
fólk í miðborginni en mikið um
unglinga og samtals um 30 ungl-
ingar fluttir í athvarfið. Nokkur
ölvup var um nóttina en ekki
slaerpt ástand.
Á! laugardagskvöldinu var
fremur fátt fólk í miðborginni,
nokkur ölvun en ástandið þokka-
legt. Víða um borgina var kvart-
að yfir unglingahópum með há-
vaða um helgina.
Stakk af úr klóðprufu
6 voru teknir fyrir ölvun við akst-
ur og 53 fyrir hraðakstur. Þá
voru allmargir stöðvaðir sem enn
voru á nagladekkjum og eiga þeir
von á að verða sektaðir. Snemma
á laugardagsmorgun reyndi ölv-
aður maður að stela mótorhjóli.
Hann missti hjólið yfir sig og var
handtekinn. Um svipað leyti var
bifreið stöðvuð í austurborginni
og reyndist ökumaður réttinda-
laus ep með tæki til fíkniefna-
neyslu meðferðis. Á laugardags-
kvöld stöðvaði lögreglan bifreið í
austurborginni vegna gruns um
ölvunarakstur o.fl. Þegar færa
átti ökumann til blóðtöku tók
hann til fótanna og hljóp heim
til sín. Hann var eltur þangað en
hljóp þá að heiman aftur. Vitað
er hver ökumaðurinn var. Síð-
degis á laugardag var ekið á
konu og barn á Miklubraut, við
gangbrautarljósin við Stakka-
hlíð. Barnið slasaðist ekki en
konan hlaut minniháttar meiðsl.
Aðfaranótt sunnudags var ekið
á mann í Austurstræti og stung-
ið af. Okumaður var handtekinn
stuttu síðar. Sá sem var ekið á
fékk áverka á fæti og mjöðm.
Týndi 50.000 kr. í slagsmál-
UIIl
Ágreiningur varð milli starfs-
manns og gesta á veitingahúsi í
miðborginni á föstudagskvöld.
Einn maður hlaut minni háttar
meiðsl. Aðfaranótt laugardags
komu á lögreglustöð þnr menn
sem höfðu lent í átökum en við
það glataðist veski með kr.
50.000.
Á laugardagskvöld var tilkynnt
um ofurölvi hestamann sem
reyndi að ríða fólk niður á gang-
stígum við Korpúlfsstaði. Reið-
maðurinn reyndi einnig að ríða
niður lögreglumenn sem hand-
tóku hann og fluttu í fanga-
geymslu. Aðfaranótt sunnudags
var tilkynnt um slagsmál innan-
dyra í veitingahúsi í austurborg-
inni. Enginn slasaðist en gler-
augu að verðmæti kr. 50 þús.
glötuðust.
Aðfaranótt sunnudags kom
nefbrotinn maður á Miðborgar-
stöð. Hann kvaðst hafa verið
sleginn á veitingahúsi í miðbæn-
um. Lögreglan flutti manninn á
slysadeild. Tilkynnt var um
slagsmál í austurborginni um
svipað leyti. Einn maður var
fluttur á slysadeild með áverka á
höfði og er hann talinn hafa
dottið. Uppúr kl. hálffjögur á
sunnudagsmorgni var tilkynnt
um slagsmál á Ingólfstorgi. Það-
an var flutt stúlka, sem hafði
verið brennd með vindlingi, á
slysadeild. Um sama leyti voru
slagsmál í Þingholtunum, einn
var handtekinn og annar fór
sjálfur á slysadeild.
Fimm sinnum var tilkynnt um
sinubruna um helgina. Þeir voru
allir minniháttar og strax slökkt-
ir. Vert er að minna á það að nú
eru allir sinubrunar bannaðir
enda fara fuglar að verpa.
Átta ára með haglabyssu
Fjögurra ára stúlka týndist á
föstudagskvöld í Fellahverfi.
Hún fannst heil af húfi þremur
tímum seinna í hverfinu.
Um svipað leyti var bifreið
stöðvuð á Hringbraut. Þá fund-
ust 2 gr af amfetamíni og 130
steratöflur.
Snemma á laugardagsmorgun
féll maður í götuna í miðborg-
inni og hlaut skurð á hnakka.
Hann var fluttur á slysadeild. Á
laugardaginn féll kona af hest-
baki í Víðidal og hlaut höfuð-
högg. Hún var flutt á slysadeild.
Á Iaugardagskvöld var tilkynnt
um 8 ára pilt sem sprangaði um
með haglabyssu. Byssan reyndist
óhlaðin og hafði pilturinn náð í
hana úr farangri en fjölskyldan
var að flytja.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. ieitar að nýjum
starfsmanni til þess að veita framleiðsluráðgjöf og hafa
eftirlit með landfrystum afurðum hjá framleiðendum á
Norður- og Austurlandi.
Starfið felur í sér að aðstoða framleiðendur við að uppfylla vöru-
staðla, tengsl við helstu markaði okkar, fylgjast með nýjustu kröf-
um þeirra og koma þeim upplýsingum til framleiðenda.
Starfsmaðurinn þarf að hafa reynslu af vinnu í frystihúsum og
hafa þekkingu á gæðakerfum við framleiðslu sjávarafurða.
Æskilegt er einnig að viðkomandi hafi aflað sér frekari menntun-
ar á sviði sjávarútvegs og framleiðslu sjávarafurða.
Starfsmaðurinn verður með aðsetur á Akureyri eða Austurlandi.
Þeir sem áhuga hafa fyrir starfinu eru vinsamlegast beðnir um að
senda umsóknir til
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf.,
Hvannavöllum 16, 600 Akureyri
fyrir 18. maí nk.
Bylgia óhappa
Umferðaróhöpp voru
með meira móti í síð-
ustu viku samkvæmt
daghók lögreglunnar
á Akureyri.
Unnur umferðaróhöpp vikunnar
voru ekki eins alvarleg en full
ástæða tii að brýna ökumenn til
sérstakrar árvekni og stefna að því
að nýbyijuð vika verði slysalaus.
Hvað umferðarlagabrot varðar
þá voru 35 staðnir að því að aka
of hratt, 2 fyrir að aka ölvaðir og
8 fyrir að vera ekki með bílbelti.
Þá virtu 7 ökumenn stórra bíla
ekki reglur um ásþunga en víða
eru nú í gildi þungatakmarkanir
þar sem frost er að fara úr jörðu
og malarvegir því viðkvæmir fyrir
þungaumferð.
Nú er rétt að hvetja alla sem
enn eru á negldum hjólbörðum
að skipta hið snarasta yfir á sum-
ardekídn því nú er ekki eftir
neinu að bíða, sumarið komið og
senn fer Iögreglan að skipta sér af
málunum og þá er nú betra að
vera fyrri til svo til þess þurfi nú
ekki að koma.
Áfengissala til unglinga
Á föstudag voru nokkrir staðnir
að því að selja unglingum áfengi
og er rétt að þeir sem það hyggj-
ast gera viti það að lögreglan fylg-
ist reglulega með þvf hvort verið
sé að kaupa áfengi handa ungl-
ingum. Helgin gelck að öðru leyti
í heild vel. fyrir sig. .u,,.,. DG
í dagbók lögreglunnar síðustu
viku eru helstu tíðindin af vett-
vangi umferðarinnar en svo virð-
ist sem bylgja umferðaróhappa
hafi gengið yfir landið og við ekki
farið varhluta af henni. AIls eru
skráð 18 umferðaróhöpp og slys í
þremur þeirra þar af eitt banaslys.
Árekstrax
KI. 21:15 á föstudaginn var til-
kynnt um árekstur á gatnamótum
Glerárgötu og Þórunnarstrætis. I
framhaldi af því var tilkynnt fjór-
um mínútum sfðar um aftaná-
keyrslu á sama stað. Þar hafði
ökumaður þurft að hægja á sér
vegna fyrri árekstursins sem varð
til þess að sá sem á eftir honum
fór ók aftan á hann. Allmikið tjón
varð á ökutækjum og þurfti að
fjarlægja eitt með kranabíl.
Kl. 15:13 á laugardag valt bíll á
Eyjafjarðarbraut vestri skammt
sunnan Akureyrar og voru tildrög
þau- að ökumaður, sem ók-norður, —i
„Nú er rétt að hvetja alla sem enn eru
á negldum hjólbörðum að skipta hið
snarasta yfir á sumardekkin því nú er
ekki eftir neinu að bíða, “ segir í dag-
bók lögreglunnar á Akureyri.
fór fram úr tveimur fólksbifreið-
um. Þá var hópbifreið ekið á
móti og þurfti ökumaðurinn sem
fram úr ók að snögg beygja yfir á
hægri vegarhelming til að forðast
árekstur við hópbifreiðina. Við
þetta missti hann stjórn á bifreið-
inni sem valt nokkrar veltur og
hafnaði utan vegar. I bifreiðinni
voru kona og rúmlega ársgamalt
barn og voru bæði flutt á slysa-
deild. Konan, sem var f bílbelti,
slapp með minniháttar meiðsl en
barnið, sem var í barnabílstól,
slapp ómeitt.
Þá varð harður árekstur kl.
16:18 á sunnudag á gatnamótum
Skarðshlíðar og Fosshlíðar. Onn-
ur bifreiðin valt við áreksturinn
og vóru tveir- fluttir á slysadeild,