Dagur - 12.05.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGVR 12. MAÍ1998
ÞJÓÐMÁL
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjórar: stefán jón hafstein
ELIAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVlK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo og soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 KR. Á MÁNUÐl
Lausasöluverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Sfmar auglýsingadeildar: CREYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
CAKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Simbréf ritstjórnar: 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 creykjav(K)
Hvert er vandamálið?
í fyrsta lagi
Vikum saman hafa andstæðingar Reykjavíkurlistans dreift milli
manna ýmsum samhljóma gögnum um fjármál Helga Hjörvar
og Hrannars B. Arnarssonar frambjóðenda. Frumgagnið virðist
samantekt sem Sveinn Andri Sveinsson, fyrrverandi borgarfull-
trúi, vann fyrir D-listamenn. Gunnar Jóhann Birgisson borgar-
fulltrúi sendi dreifirit um efnið og nafnlaus plögg eru í umferð.
Það sem birtist loks í nafni tveggja manna á Netinu hefur ver-
ið opinbert, sumt árum saman. Enginn ábyrgur D-lista maður
hefur viljað koma fram með þetta opinberlega. Gögnin voru
fyrir löngu send fjölmiðlum, sem ekki sáu ástæðu til gera neitt
með þau.
í öðru lagi
Þrír ffambjóðendur D-lista hafa nú sagt álit sitt: Guðrún Pét-
ursdóttir, að Helga og Hrannari „sé ekki treystandi“; Vilhjálm-
ur Þ. Vilhjálmsson krefst „rannsóknar"; Árni Sigfússon að
rannsókn sé óþörf á opinberum gögnum. Arni hefur rétt fyrir
sér. Þar sem þetta innlegg í opinberu kosningabaráttuna kem-
ur beint úr höfuðstöðvum sjálfstæðismanna á ögurstundu fyr-
ir framboð, sem stefnir í sögulegt afhroð, hljótum við að spyija:
hvert er vandamálið? Árni Sigfússon, oddviti Sjálfstæðismanna
í borginni, er hér með spurður beint: hvað er það í þessum
gögnum sem sýnir vanhæfni frambjóðendanna tveggja? Ná-
kvæmlega hvað?
1 þrið ja lagi
Kjósendur eiga sannarlega rétt á að vita hvort frambjóðendur
hafí sýnt af sér framferði sem gerir þá ótraustvekjandi. Erfíður
fyrirtækjarekstur getur verið dæmi um dómgreindarbrest, þó
svo þurfí ekki að vera. Viðbrögð þeirra sem lenda í erfíðleikum
geta sýnt siðferðisbrest. Draga má hæfni og heiðarleika í efa
með því að rekja feril frambjóðenda. Jafnvel krefjast afsagnar
kjörinna fulltrúa ef svo ber undir. En þeir sem sækja slík mál
verða að sýna ábyrgð og færa fram rök. Ella fellur aðförin um
sjálfa sig og verður þeim til hneisu sem að standa. Sjálfstæðis-
menn hafa fullan rétt til að spyrja um hæfni mótframbjóðenda.
Eins og menn, en ekki moldvörpur.
Stefán Jón Hafstein.
Siðvæðin^ar
stafsetning
Höfuðstöðvar siðvæðingarinn-
ar þessi dægrin eru á Morgun-
blaðinu. Þar eru menn orðnir
svo heilagir eftir Sverrismálin,
að ritstjórarnir hljóta fljótlega
að verða teknir í dýrlingatölu.
Og ekki nóg með það. Morgun-
blaðið hefur tekið upp hin
ýmsu mál Sverris og fylgt þeim
vel eftir. Þannig komst upp um
strákinn Tuma hjá
Ríkisendurskoðun,
sem var nú hvorki
meira né minna en
giftur systur Jóhönnu
Sigurðardóttur. Auð-
vitað getur enginn
sem tengist Jóhönnu
starfað í opinberri
stjórnsýslu, og gildir
þá einu hvort málin
sem í skoðun eru
tengjast Jóhönnu eða eru til-
komin vegna beiðni frá óskyld-
um aðilum, eins og núna. Enda
tók Mogginn málið upp í leið-
ara.
Stafetningm er
Guimlaugs
En ánægjulegast er að sjá
hvernig Morgunblaðið rass-
skellir Gunnlaug Sigmunds-
son. Af því að Gunnlaugur er
óvinur Sverris er hann líka
óvinur Moggans og því leyfir
blaðið okkur að sjá hversu mik-
ill asni Gunnlaugur er. Maður
sem kann ekki einu sinni að
skrifa. Þess vegna prentar
Mogginn allar stafsetningar-
villumar í bréfi Gunnlaugs til
alþingismanna og setur undir
að stafsetningin í þessu sé frá
Gunnlaugi komin. Til að auka
áhrifin er viðtalið við Gunn-
Iaug haft á hráu talmáli þannig
að setningaskipanin verður af-
káraleg. Það er auðvitað rétt
hjá Morgunblaðinu að benda á
þessar mál- og stafsetningar-
villur því allir vita að þeir sem
ekki þekkja muninn á i og y
geta ekki heldur vitað hver er
munurinn á réttu og röngu!!
Allt liggur þetta í augum uppi
nú þegar Mogginn er búinn að
benda á það.
Hvemig
skrifar
Höröur?
Fróðlegt verður að
fylgjast með því þegar
Morgunblaðið fer að
kanna mál- og staf-
setningarkunnáttuna
hjá Herði Sigurgests-
syni í Eimskip, sem
Iíka eignaðist hluta-
bréf í sínu félagi eftir að hann
varð forstjóri. Ætli Hörður
skrifi að „ýmsu Ieyti“ með „ey“
eða „ei“? Þótt Garri líti ekld
beinlínis á sig sem spilltan
mann, og þó hann hafi aldrei
eignast hlutabréf í eigin félagi
með umdeildum hætti eins og
þeir Gunnlaugur og Hörður, þá
telur hann samt öruggara að
fara á réttritunarnámskeið hjá
Námsflokkunum. Það er bara
til að tryggja - ef Garri skyldi
nú einhvern tíma verða ríkur
og byrja að kaupa hlutabréf -
að hann lendi ekki í því að
Morgunblaðið birti einhver rit-
villubréf eftir hann og setji síð-
an undir bréfritara til háðung-
ar: „stafsetningin er Garra".
Ekki er ráð nema í tíma sé tek-
ið, þeir hljóta hvað úr hveiju að
fara að bjóða upp á siðvæðing-
arstafsetningu. GARRI.
Gunnlaugur
Sigmundsson.
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
skrifar
Af hlutdeildarbrota-
mönnum
Esra Pétursson og Ingólfur Mar-
geirsson hafa verið dæmdir í
Héraðsdómi Reykjavíkur. Esra
fyrir brot á trúnaði og þagnar-
skyldu læknis, en Ingólfur fyrir
„hlutdeildarbrot". Brot Ingólfs er
til fleiri fiska metið en brot Esra
og virt til þyngingar að Ingólfur
gerði sér grein fyrir að brot hans
gæti sært tilfinningar fólks.
Ingólfur þarf því að greiða hærri
sekt en Esra.
Spíónar á Mogga?
Þetta er um margt merkileg nið-
urstaða og í fljótu bragði virðist
hún geta haft víðtækar afleiðing-
ar fyrir rithöfunda, sagnfræðinga
og blaðamenn. Sá sem fremur
verknað, brýtur trúnaðarskyldu
og segir frá, er minna sekur en
milliliðurinn sem kemur upplýs-
ingunum á framfæri. Þetta er
svona svipað og ef starfsmaður
utanríkisráðuneytisins til margra
ára arkaði niður á Mogga og ját-
aði á sig njósnir fýrir Sovétríkin
um árabil og Mogginn birti frétt-
ina alþjóð eftir að hafa kannað
staðreynd-
ir málsins.
Njósnar-
inn yrði
síðan
dæmdur í
5 ára fang-
elsi fyrir
föður-
landssvik
og trúnað-
arbrot en
Styrmir
Gunnars-
son í 10
ára fang-
elsi fyrir
„hlutdeild-
arbrot" þ.e.
að koma
trúnaðarupplýsingum á framfæri
vitandi að þær gætu sært tilfinn-
ingar fólks.
Lekabyttur
Og er ekki einmitt eitthvað í
þessa veru að gerast á Moggan-
um þessa
dagana? Er
ekki verið að
væna Sverri
Hermanns-
son um að
brjóta
bankaleynd,
eða a.m.k. að
koma á
framfæri
upplýsingum
sem byggja á
trúnaðar-
brotum í
bankakerf-
inu? Ef
Sverrir verð-
ur dæmdur
fyrir að
brjóta þagnarskyldu, mun þá
Mogginn ekki fá mun þyngri
dóm fyrir „hlutdeildarbrot"?
Og hvað um afturvirkni hlut-
deildarbrota? Það er borðliggj-
andi að ritarar sjálfsævisagna og
ævisagna hafa oft gerst sekir um
svipuð brot og Esra og Ingólfur
ef grannt er skoðað. Og blaða-
menn hafa birt fréttir sem byggja
á trúnaðarbrotum, „lekum“ héð-
an og þaðan úr kerfinu. Og oft
og tíðum eru þetta mál sem særa
tilfinningar fólks. Verður hægt
að lögsækja skrásetjara og fjöl-
miðlamenn fyrir brot af þessu
tagi sem ekki eru þegar fyrnd?
Og má búast við holskeflu af
kærum á næstu árum vegna
frétta og frásagna af einkamálum
og ríkisleyndarmálum sem geta
hugsanlega sært taugar við-
kvæmra sálna? - (ef við gefum
okkur að sálir hafi taugar sem
ekki mun sannað).
Við blaðamenn og aðrir blek-
berar bíðum spenntir niðurstöðu
Hæstaréttar í málinu.
spurtoB
sv<ai)rad
Vareitthvað athugavert
við hlutabréfahaup
Gunnlaugs Sigmunds-
sonar í Kögun hf. af
Þróunaifélaginu, með-
an hann varfram-
hvæmdastjóri á báðum
stöðum?
Valgerður Sverrisdóttir
þingmaður Framsóknaiflokks.
„Miðað
við
hvernig
Gunn-
laugur
hefur
skýrt sín
mál,
bæði
fyrir
þing-
flokki
okkar framsóknarmanna og eins
í útvarpsviðtali á mánudags-
morgun, tel ég svo ekki vera.“
Lúðvík Bergvinsson
þingmaðurjafnaðannanna.
„Ég
þekki
forsend-
ur þess-
ara
hluta-
bréfa-
kaupa
ekki
nægi-
lega vel
til þess
að geta tekið afstöðu, en það eitt
að sú staða var uppi að Gunn-
laugur Sigmundssonar var fram-
kvæmdastjóri beggja félaganna á
sama tíma þegar kaupin áttu sér
stað kallar á greinargóðar skýr-
ingar af hans hálfu."
Kristinn H. Gunnarsson
þingmaðurAlþýðubandalags.
„Eg veit
það
ekki, en
Agnesi
Braga-
dóttur
tekst
ekki að
sýna
fram á
það í
grein
sinni í sunnudagsblaði Moggans.
I greininni kemur enginn fram
undir nafni sem heldur því fram
að þessi viðskipti hafi verið
óeðlileg - og þá er ég að tala um
einhvern þann sem hefur þekk-
ingu á þessum málum. Það eru
þessir nafnlausu heimildarmenn
sem fella Agnesi í grein hennar,
enda sanna slíkir menn aldrei
neitt.“
VHhjálmur EgUsson
þingmaður Sjálfstæðisflokks.
„Ég er
nú bú-
inn að
heyra
svo
margar
hliðar á
þessu
máli að
ég vil
ekki
þurfa að
setjast í dómarasæti án þess að
þurfa þess.“