Dagur - 12.05.1998, Blaðsíða 8
I
8 - ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 19 9 8
"4
FRÉTTASKÝRING
rO^fir
% J
Spurning Dags:
\
Hverheldurþú að verði
úrslit kosninga á aust-
anverðu Héraði í vor?
Hulda Björg Víðisdóttir
Þetta verður mjög tvísýnt og ég
held að sameiningin hafi mikil
áhrif á úrslit þeirra. Það er nýtt
fólk í framboði og svo koma
sveitirnar inn í þetta, þannig að
þetta verður mjög tjörugt.
Kristján Björgvinsson
Eg hef nú ekki velt því mikið fyr-
ir mér, en ég held að framsókn-
armenn og sjálfstæðismenn
verði sterkastir.
Mínerva Haráldsdóttir
Ég gæti trúað að Framsókn verði
í meirihluta. Mér líst vel á þá
sem eru á D-lista, en ég hef ekki
kynnt mér frambjóðendur á F-
lista. Skólamálin eru mikið
rædd og málefni Tónlistarskól-
ans og mér finnst fólk vera tilbú-
ið að kjósa þann sem býður best.
Það er ekki hægt að segja til um
það. Það er nýtt fólk á öllum
listum og þessir gömlu eru ekki
Iengur með, þannig að það er
erfitt að spá. Það verður samt
ekki harka í þessari kosninga-
baráttu.
Saineining og sl
EGILSSTAÐIR
HAFLIÐI
HELGASON
SKRIFAR
Óvissa er uni úrslit
kosninga í nýju sveit-
arfélagi á Austur Hér-
aði. Hvernig sem aUt
fer er ljóst að aUir
frambjóðendur eru
sammála um brýn
verkefni í skólamál-
um.
í sveitarstjórnarkosningunum í
vor verður gengið að kjörborði í
nýju sveitarfélagi á austanverðu
Héraði. Fámennir hreppar í ná-
grenni Egilsstaða hafa sameinast
bænum og er sú sameining fram-
bjóðendum í sveitarfélaginu ofar-
lega í huga.
Þrír listar eru í kjöri. Samtökin
Félagshyggja við fljótið hafa lista-
bókstafinn F, en auk þess bjóða
Framsóknarflokkur og Sjálfstæð-
isflokkur fram undir sínum hefð-
bundnu listabókstöfum, B og D.
Nokkur óvissa er um það hvernig
kosningarnar fara, enda ekki ver-
ið listakosning í hreppunum.
Frambjóðendur Ieggja mikið
upp úr því að sameiningin takist
vel og að fullt tillit verði tekið til
allra þeirra sveitarfélaga sem að
sameiningunni standa. Þar horfa
menn til framtíðar og möguleika
á frekari sameiningu á svæðinu.
Menn eru almennt á því að í
stærra sveitarfélagi skapist fleiri
sóknarfæri í atvinnumálum, auk
þess sem stærra sveitarfélag bjóði
upp á möguleika til hagræðingar.
Skólamál og menningarmál eru
áherslumál framboðanna, auk at-
vinnumála. Frambjóðendur eru á
einu máli um að fábreytni í at-
vinnulífi standi þróun samfélags-
ins fyrir þrifum.
Samgðngur mikilvægar
Þrjár konur skipa efstu sætin hjá
Sjálfstæðisflokknum og segir Sig-
rún Harðardóttir oddviti listans
Líkt og annars staðar á landinu eru skólamál mál málanna í komandi sveitarstjórnarkosningum á Héraði. Um það markmið að skapa
frambjóðendur ekki á enda þótt þeir skipi sér hver í sinn flokkinn. - myndir: bús
að keppikefli sjálfstæðismanna sé
að koma að „manni“ í kosningun-
um. Hún segist vona að þeir nái
fjórum fulltrúum af níu og líst vel
á samstarf með F Iista eftir kosn-
ingar, en núverandi meirihluti er
í höndum sjálfstæðismanna og
Alþýðubandalags.
„Megin verkefni nýrrar sveitar-
stjórnar er að skapa hér nýtt sam-
félag eftir sameiningu og skipu-
leggja skólamál og félagsmál út
frá því,“ segir Sigrún. Hún telur
ekki mikinn ágreining milli fram-
boðanna um hver séu forgangs-
málin. „Við leggjum áherslu á að
styrkja skólana í hreppunum
hvern fyrir sig. Sameiningin snýst
um hagræðingu og því er nauð-
synlegt að skoða þá möguleika
sem bjóðast. Það er til dæmis
biðlisti á leikskóla á Egilsstöðum,
en laus pláss á Eiðum. Það mætti
því athuga hvort ekki mætti bjóða
foreldrum upp á pláss þar.“ Hún
leggur hins vegar áherslu á að til
þess að hægt sé að nýta slíka
möguleika sé nauðsynlegt að efla
samgöngur innan sveitarfélags-
ins. „Það þarf að koma upp leið-
arkerfi. I Menntaskólanum á Eg-
ilsstöðum er fólk í heimavist, þó
það búi á Eiðum. Það hvarflar
ekki að neinum sem býr í Mos-
fellsbæ og er í Verslunarskólan-
um að vera í heimavist."
Sigrún Ieggur áherslu á að það
þurfi að bregðast við þeirri fólks-
fækkun sem verið hefur á svæð-
inu. „Við þurfum að gera þetta að
eftirsóknarverðu svæði og til þess
þurfum við að skapa fjölskyldu-
vænan bæ. Eitt af því sem stend-
ur þessu samfélagi fyrir þrifum er
að þetta er láglaunasvæði og fá-
breytt atvinnutækifæri. Við vilj-
um því leggja áherslu á að auð-
velda fyrirtækjum að koma hing-
að og setjast hér að,“ segir Sigrún
og bætir því við að samgöngur við
firðina skipti miklu um atvinnu-
uppbygginguna og að menn verði
að standa saman um Austljarða-
göng.
Traustur fjárhagur skilyrði
Broddi B. Bjarnason oddviti
framsóknarmanna tekur undir
það að sameiningin sé mikilvæg-
asta verkefni nýrrar sveitarstjóm-
ar. „Það er mikilvægt að friður
skapist um þessa sameiningu, því
til hennar verður horft af öðrum
sveitarfélögum á Héraði. Við
þurfum að stefna að frekari sam-
ÚrsUt
á EgUsstödum 1994
atkv fulltr.
Framsóknarflokkur 297 2
Sjálfstæðisflokkur 251 2
/Uþýðubandalag 238 2
Óháðir 115 1
Meirihlutasamstarf er með
Sjálfstæðisflokki (D) og Al-
þýðubandalagi (G)
I hreppunum fjórum var óhlut-
bundin kosning.
Heimild: Sveitastjórnarmann-
tal Sambands íslenskra sveitar-
félaga.
Félagshyggja vlð Fljótið
1. Jón Kr. Arnarson
2. Skúli Bjömsson
3. Helga Hreinsdóttir
4. Emil Björnsson
5. Þórhildur Kristjánsdóttir
6. Ruth Magnúsdóttir
7. Arni Ólason
8. Þorsteinnn Bergsson
9. Óli Metúsalemsson
10. Hlynur Gauti Sigurðsson
Framsóknarllokkiir
1. Broddi B. Bjarnason JL l
2. Katrín Ásgrfmsdóttir
3. Halldór Sigurðsson ,vac
4. Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir
5. Eyþór Elíasson
6. Björn Ármann Ólafsson Broddi B.
7. Stefán Sveinsson Bjarnason.
8. Sólveig Dagmar Bergsteinssdóttir
9. Ástvaldur Anton Erlíngsson
10. Gunnar Þór Sigurbjörnsson
=1