Dagur - 12.05.1998, Blaðsíða 13

Dagur - 12.05.1998, Blaðsíða 13
 ÞRIDJUDAGUR 12. MAÍ 1998 - 13 ÍÞRÓTTIR i. j Bolton bjarg- aði Everton Jurgen Klinsmann, bjargvættur Tottenham, hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið og skilur ósáttur við liðið. Bolton bjargaði Ev- erton frá falli. Arsenal tapaði öðrum lefknum í röð. Bjarg- vætturinn á White Hart Lane skoraði enn eitt markið. Keppni í ensku úrvalsdeildinni Iauk á sunnudaginn. Oll Iiðin sem komu upp í deildina í fyrra, Bolton, Barnsley og Crystal Palace, féllu aftur í fyrstu deild. Þær voru magnþrungnar síðustu mínúturnar á Goodison Park í Liverpool þar sem Everton barð- ist fyrir lífi sínu í úrvalsdeildinni. Liðið náði forystu á sjöundu mínútu með marki frá Farrfelly en síðan gerðist fátt þar til á 85. mínútu er Everton fékk tækifæri til að gulltryggja sigur sinn með vítaspyrnu. Barmby lét verja ffá sér spyrnuna og á 89. mínútu jafnaði Dion Dublin fyrir Coventry og 1-1 jafntefli var staðreynd. I tvær mínútur lágu stuðningsmenn Everton á bæn og báðu þess að Chelsea sigraði Bolton. Þannig var sætið tryggt, á markahlutfalli. Þeir voru Sæn- heyrðir í þetta sinn. Chelsea vann, 2-0, með mörkum frá Vi- alli og Morris. Það var ótrúlegt að sjá til Bolton liðsins sem var algerlega áhugalaust og virtist lítinn áhuga hafa á að bjarga sæti sínu í deild þeirra bestu. Eigendur liðsins verða að draga veskið úr vasanum og kaupa betri leikmenn ætli liðið sér aft- ur í úrvalsdeildina. Arsenal í basll Arsenal tapaði sínum öðrum leik í röð, nú 1-0, fyrir Aston ViIIa sem lék með tíu Ieikmenn allan seinni hálfleikinn. Metnaður meistaranna virðist lítill og eins gott að þeir taki sig saman í and- litinu fyrir bikarleikinn við Newcastle. Liverpool tapaði einnig 1-0, fyrir Derby. Manchester United vann sinn annan leik í röð er þeir lögðu hinar föllnu hetjur Barnsley, 0- 2. Blackburn hefur hrist af sér slenið í síðustu Ieikjum og lagði nú Newcastle að velli 1-0. Mark- ið lét á sér standa en Ieit dagsins Ijós á 88. mínútu er Chris Sutton sendi boltann í netið. Christal Palace vann sigur í sín- um síðasta leik, 1-0, á Sheffield Wednesday. Þeir yfirgáfu deild- ina með sæmd og sýndu mikla baráttu í síðustu leikjum sínum. Leeds og Wimbledon skildu jöfn, 1-1, með mörkum frá Alf Inge Haaland og Ekoku. Bjargvætturiim Klinsmann Jurgen Klinsmann hefur sannar- lega reynst bjargvættur Totten- ham á lokasprettinum. Allt ann- að er að sjá til liðsins eftir að hann kom til baka. Hann hafði sigur í rimmunni við þjálfarann, Christian Gross, og samvinna Klinsmann og Frakkans Ginola bjargaði liðinu frá falli. A sunnu- daginn gerði liðið jafntefli, 1-1, við Southampton. Le Tissier náði forystu fyrir Southamton en Klinsmann jafnaði sex mínút- um síðar. West Ham kláraði tímabilið með stæl, sigraði Leicester 4-3 í fjörugum Ieik á Upton Park. Uppskera West Ham á tímabil- inu er sú besta í fjölmörg ár. Lokastaða efstu og neðstu liða í deildinni varð þessi: Arsenal 38 23 9 6 68-33 78 Manch. U. 38 23 8 7 73-26 77 Liverpool 38 18 11 9 68-42 65 Chelsea 38 20 3 15 71-43 63 Everton 38 9 13 16 41-56 40 Bolton 38 9 13 16 41-61 40 Barnsley 38 10 5 23 37-82 35 Crystal Pal. 38 8 9 21 37-71 33 - GÞÖ Ríkharður maður lelksins Ríkharður Daðason skoraði tvö mörk í öðrum leiknum í röð. Enn tapa Ágúst Gylfa- son og hans meim í Brann. Rúnar átti góðan leik með Lilleström. Ríkharður Daðason skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Víkinganna á Lilleström á sunnudaginn. Hann átti mjög góðan leik í fremstu víglínu og fékk 7 í einkunn og var valinn maður leiksins í VG. Bíkharður er nú í hópi marka- hæstu manna í deildinni með 5 mörk. Rúnar Kristinsson var í byrjunarliði Lilleström í fyrsta sinn á Ieiktíðinni. Hann Iék í 52 mínútur og fékk 5 í einkunn. Auðun Helgason lék ekki með Víkingi vegna meiðsla og óvíst er að hann verði orðinn góður fyrir landsleikinn við Saudi Araba á miðvikudaginn. Ágúst Gylfason og félagar hans í Björgvinjarliðinu Brann riðu ekki feitum hesti frá viður- eign sinni við Óskar Hrafn og hans menn í Strömgodset. God- set vann, 1-0, og nú er það Brann sem komið er í næst neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. Það eru nokkuð óvænt tíðindi því liðinu var spáð öðru sæti deildarinnar áður en leiktíðin hófst. Ágúst og Óskar Hrafn Iéku báðir allan leikinn fyrir lið sín. Óskar fékk 6 í einkunn en Ágúst 4. Valur Fannar Gíslason kom ekki við sögu hjá Godset í leiknum. Molde heldur uppteknum hætti og nú var það Kongsvinger sem mátti þola 3-0 tap á heima- velli sínum. Bjarki Gunnlaugs- son lék síðustu 14 mínúturnar en fékk ekki einkunn. Helgi Sigurðsson er aftur kominn í Iið Stabæk og átti fínan leik, fékk 6 í einkunn, þegar lið- ið vann Tryggva Guðmundsson og félaga í Tromsö 1-0. Tryggvi fékk einkunnina 4 fyrir Ieikinn. Haugasund sigraði Sogndal 4- 0 og Rosenborg burstaði Bodö/Glimt 6-2 á útivelli. I síðasta leik umferðarinnar í gærkvöld sigraði Moss Válerenga með 3 mörkum gegn 2. Þar með hefur Oslóarliðið tapað öllum sínum útileikjum og er nú í 10. sæti deildarinnar. Staðan í deildinni er nú þessi: Rosenborg 7 5 2 0 22- 6 17 Molde 7 5 2 021- 5 17 Viking 7 5 0 2 18-10 15 Stabæk 7 4 2 1 11- 7 14 Moss 7 4 1 2 9-11 13 Tromsö 7 3 2 2 8-711 Lilleström 7 3 0 4 11-21 9 Kongsvinger 7 2 2 3 9-11 8 Bodö/Glimt 7 2 2 3 11-14 8 Válerenga 7 2 1 4 12-17 7 Strömsgodset 7 l 3 3 9-15 6 Haugesund 7 1 1 5 11-15 4 Brann 7 0 3 4 6-10 3 Sogndal 7 0 3 4 6-15 3 - GÞÖ Hjóttu feiðaiinnar ♦ r Nú getur þú lesiö » Dag í loftinu á öllum áætlunarleiðum íslandsflugs. ISLANDSFLUG gorir ttolrum foort að fljúga Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar verður haldinn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju eftir guðsþjónustu sunnudaginn 17. maí nk. Fundurinn hefst kl. 15.15. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sóknarnefndin. Glæsibæjarhreppur KJÖRSKRÁ Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 23. maí 1998 liggur frammi á heimili oddvita að Dagverðareyri frá 13. maí til kjördags. Athugasemdum ber að koma til hreppsnefndar fyrir kjördag. Hreppsnefndin. LAUST EMBÆTTI VEIÐISTJÓRA Laust er til umsóknar embætti veiðistjóra samkvæmt 4. gr. laga nr. 94/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Veiðistjóri hefur umsjón með og stjórn á þeim aðgerð- um af opinberri hálfu sem ætlað er að hafa áhrif á stofnstærð og út- breiðslu villidýra eða tjón þeirra vöidum. Veiðistjóri leiðbeinir þeim sem stunda veiðar og aðrar aðgerðir til að koma í veg fyrir tjón af völdum villtra dýra. Veiðistjóri skal vera líffræðingur með sérþekkingu er nýtist honum í starfi, s.s. á aðgerðum til að koma í veg fyrir tjón af völdum villtra dýra. Um launakjör fer samkvæmt ákvörðun Kjaranefndar. Umsóknarfrestur um embætti veiðistjóra er til 4. júní nk. Embættið veitist frá 1. júlí nk. til næstu fimm ára. Umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar verða ekki teknar til greina. Umsóknir skulu sendar umhverfisráðuneytinu ásamt ítarlegum upp- lýsingum um menntun og störf. Nánari upplýsingar um starfið fást í ráðuneytinu. Umhverfisráðuneytið, 8. maí 1998. www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.