Dagur - 12.05.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 12.05.1998, Blaðsíða 11
X^ur ÞRIDJUDAGUR 12. MAÍ 1998 - 11 ERLENDAR FRETTIR Wim Duisenberg [t.v.] og Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Frakklands, sem vera kann að taki viö stöðu yfirbankastjóra Evrópska seðlabankans eftir fjögur ár. Hádegisverðurinn langi DAGUK ÞORLEIFS- SON SKRIFAR Ákveðið hefur verið að Efnahags- og myntbandalagið (Economic and Monetary Union, EMU) verði stofnað um næstu áramót með því að 11 af 15 aðildarríkj- um Evrópusambands taki upp nýja sameiginlega mynt, euro eða evruna, eins og hún hefur verið kölluð á íslensku. Er ætlast til að evran leysi af hólmi gamalþekkta gjaldmiðla ríkjanna 11, þýska markið, franska frankann o.s.frv. Ríki þessi eru Austurríki, Belgía, Finnland, Frakkland, Flolland, írland, Ítalía, Lúxem- borg, Portúgal, Spánn og Þýska- land. Af hinum ESB-ríkjunum fjórum vildu þrjú (Danmörk, Bretland, Svíþjóð) ekki vera með og það fjórða (Grikkland) fékk það ekki. Vel til forystu fallinn Evrópski seðlabankinn, stjórnun- arstöð EMU, verður raunar stofnaður þegar í þessum mán- uði. Honum verður stjórnað af sex manna framkvæmdastjórn og ráði, sem samanstanda mun af framkvæmdastjórn og seðla- bankastjórum aðildarríkjanna 11. Einhverntíma hefur af minna tilefni verið talað um tímamót í sögunni. En fyrsta ganga hins nýja bandalags, ef svo mætti segja, þótti takast miður gæfu- lega er alvarlegur ágreiningur varð um yfirbankastjórastöðuna. Svo hafði virst að samkomulag hefði náðst um að fyrsti formað- ur framkvæmdastjórnar Evr- ópska seðlabankans og þar með yfirbankastjóri yrði Hollending- urinn Wim Duisenberg, sem er rúmlega sextugur að aldri. Duisenberg er að marga mati vel til þess fallinn. Hann hefur sem forstöðumaður Evrópsku mynt- stofnunarinnar, fyrirrennara Evópska seðlabankans, staðið fyrir undirbúningnum að stofnun bankans og því að búa í haginn fyrir evruna. Þar sem hann er frá Niðurlöndum, svæði sem er á milli tveggja öflugustu EMU- ríkjanna, Þýskalands og Frakk- Iands, var talið líklegt að bæði þessi ríki gætu fallist á hann. Enginn ánægður nema Chirac En þegar til kom, krafðist Jacques Chirac Frakldandsfor- seti þess að Frakki yrði fyrsti yfir- bankastjóri hins nýja sameigin- Iega banka. Taldi Chirac það nauðsynlegt til að tryggja jafn- vægi milli Fralddands og Þýska- lands. Þar sem nýi bankinn verð- ur í Frankfurt, eins og þýski seðlabankinn (Bundesbank), yrði fyrsti yfirbankastjórinn að koma frá Frakklandi. Eftir 11 tíma þvarg milli leiðtoga ESB-ríkja (sem starfsmenn í ESB-bákninu í Brussel kalla „langa hádegisverð- inn“) átti svo að heita að sam- komulag næðist um að Duisen- berg yrði yfirbankastjóri næstu fjögur árin, en sfðan tæki við maður valinn af Frakklandi. Embættistími yfirbankastjóra bankans nýja á að vera átta ár. Með þessa niðurstöðu var eng- inn leiðtoganna ánægður nema Chirac. I fjölmiðlaumfjöllun gætir gremju í garð Frakklands fyrir þetta og skrifar finnskur fréttaskýrandi f því samhengi um „þrálátt mikilmennskuæði" Frakka. Ymsir þykjast sjá á bak við þennan Ieik Chiracs gamal- Deilur um yíirhanka- stjórastólinn í Evr- ópska seðlabankan- um þykja miður heillavænleg byrjun fyrir hann og EMU. kunna viðleitni Frakklands til að vera forysturíki Evrópu. Þetta þykir ekki boða gott fyrir EMU yfirleitt og ekki heldur samstöðuna innan þess, sérstak- lega samstöðu Þýskalands og Frakklands. I Þýskalandi var EMU-hugmyndin óvinsæl íyrir, því að bæði Bundesbank og al- menningur eiga erfitt með að trúa því að evran verði jafnstöðug og þýska markið, stolt Þjóðverja og einskonar þjóðartákn þeirra á síðari hluta aídarinnar. Evrópski seðlabankinn hefur verið byggð- ur upp með Bundesbank sem fyr- irmynd. Bundesbank hefur mikla sjálfstjórn gagnvart pólitíska valdinu, og í samræmi við það á Evrópski seðlabankinn að vera óháður stjórnum EMU-ríkjanna. Brot á Maastricht-sáttmála? A þetta hafa Þjóðveijar, sem ekki hafa bjargfasta trú á stöðugleika- getu sumra annarra ESB-ríkja f fjár- og efnahagsmálum, lagt kapp. Þeim bregður því illa er hið fyrsta, sem gerist í sögu Evrópska seðlabankans, er að viðhorf, sem varla eru einhliða íjármálalegs eðlis, fá að verða ákvarðandi um stjórnun bankans fýrstu átta ár hans. Duisenberg er traustur maður að mati Þjóðverja. Akveð- ið var að hafa embættistíma yfir- bankastjóra þetta langan ekki síst til að efla stöðugleika í stjórnun bankans og kannski ekki síður til að fá almenning í aðildarríkjun- um til að trúa því að í bankanum væri stöðugleiki í hásætinu. Ennfremur er þess að geta að menn eru ekki á einu máli um, hvort hrossakaupin með yfir- bankastjórastöðuna séu í sam- ræmi við Maastricht-sáttmála. Nýverið lét Duisenberg á sér skiljast að hann teldi ekki fastá- kveðið að hann léti af starfi yfir- bankastjóra eftir fjögur ár. I Þýskalandi er litið á um- rædda niðurstöðu sem mikinn ósigur fyrir Helmut sam- bandskanslara Kohl og það gæti veikt stöðu bæði flokks hans og jafnaðarmanna, hins stóra flokksins í þýskum stjómmálum sem einnig er EMU-sinnaður. Bæði í Þýskalandi og Frakk- landi er atvinnuleysið um 12% og kenna margir ráðstöfunum gerð- um til að gera ríkin EMU-hæf sumpart um það. Ramma óá- nægjuna með EMU í tveimur helstu EMU-löndunum eykur að í Bretlandi, sem ekki verður með „í þetta sinríý er atvinnuleysið „aðeins" 5%. I Danmörku, sem ekki verður heldur með, er efna- hagslífið á uppleið og atvinnu- leysi minnkar. HEIMURINN Sinn Fein fellst á sanrningiim NORÐUR-ÍRLAND - Mikill meirihluti, eða 331 af 350 þátttakendum á ráðstefnu IRA um helgina, greiddi atkvæði með friðarsamningunum sem gerðir voru á Norður-írlandi fyrir skömmu. Þar með hafa stærstu samtök bæði mótmælenda og kaþólskra fallist á friðarsamningana, en síðar í þessum mánuði verður atkvæðagreiðsla meðal þjóðarinnar um samningana. Kj arnorkutilraimir á Indlandi INDLAND - Þrátt fyrir alþjóðleg mótmæli gerðu Indverjar í gær þrjár tilraunir með kjarnorkusprengjur, sem sprengdar voru neðanjarðar í sambandsríkinu Rajasthan. Flokkur þjóðernissinnaðra hindúa, sem nú situr í ríkisstjórn, fór ekki dult með það fyrir kosningarnar í mars að stefna þeirra væri að vera með kjarnorkuvopn ef þeim þætti þörf á. Jafnaðarmenn gagnrýna stjómarsátt- málann FÆREYJAR - Bæði Jóhannes Eidesgaard, fráfarandi Iögmaður og for- maður Jafnaðarmannaflokksins í Færeyjum, og Atli Dam, fyrrverandi lögmaður og fyrrverandi formaður flokksins, segjast geta tekið undir flest það sem segir um stjórnskipunarmál og samband Færeyja og Dan- merkur í stjórnarsáttmála nýju stjórnarinnar, en hins vegar sé sáttmál- inn að öðru Ieyti dæmigerður fyrir borgaralega hægri stjórn sem þeir geti engan veginn tekið þátt í. Vísbending Lestu blaðið og taktuþdtt íleiknum! 550 oooo Vi^ Þú greiðir ekkert umfram venjulegt símtal HEILRÆÐI NOTAR BARNIÐ MTT HJÁLM ÞEGAR ÞAÐ LEIKUR SÉR Á JÓLASKAUTUM EÐA HJÓLABRETTI? SLYSAVARNAFELAG ISLANDS RAUÐI KROSS ÍSLANDS iiii iiii m ■■ [TdHiMi !! !! 11 U ISIllU U Aðalfundur Lögmanns- hlíðarsóknar verður í Glerárkirkju sunnudaginn 17. maí eftir messu sem hefst kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri, s. 462 6900. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Ak- ureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Helgamagrastræti 12, (b. 02, 2. hæð, Akureyri, þingl. eig. Flosi Jónsson og Halldóra Kristjánsdóttir, gerðarbeiðendur Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, Sparisjóður Ólafsfjarðar og Sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 15. maí 1998 kl. 10.00. Hjallalundur 7c, Akureyri, þingl. eig. Ólöf Vala Valgarðsdóttir, gerðar- beiðandi Byggingasjóður ríkisins, föstudaginn 15. maí 1998 kl. 10.00. Karlsbraut 2, Dalvík, þingl. eig. Sig- urður Kristmundsson, gerðarbeið- andi Lífeyrissjóðursjómanna, föstu- daginn 15. maí 1998 kl. 10.00. Keilusíða 7h, Akureyri, þingl. eig. Marta Elín Jóhannsdóttir, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður verka- manna, föstudaginn 15. maí 1998 kl. 10.00. Ránargata 26, neðri hæð, Akureyri, þingl. eig. Stefanía Björk Bragadótt- ir, gerðarbeiðendur Akureyrarbær, íslandsbanki, Lífeyrissjóður Norður- lands og samvinnulífeyrissjóðurinn, föstudaginn 15. maí 1998 kl. 10.00. Skarðshlíð 28c, Akureyri, þingl. eig. Guðný Erla Guðmundsdóttir, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður verka- manna, föstudaginn 15. maí 1998 kl. 10.00, Sunnuhlíð 23f, Akureyri, þingl. eig. Fanney Rafnsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingasjóður verkamanna, föstu- daginn 15. maí 1998 kl. 10.00. Sveinbjarnargerði II, Svalbarðs- strandarhreppi, þingl. eig. Fjöregg ehf., gerðarbeiðendur Byggingar- sjóður ríkisins, Sýslumaðurinn á Ak- ureyri og Vátryggingafélag íslands hf., föstudaginn 15. maf 1998 kl. 10.00. Víðilundur 24, íb. 301, Akureyri, þingl. eig. Guðrún Árnadóttir, gerð- arbeiðendur Sjóvá-Almennar trygg- ingar hf. og Vátryggingafélag ís- lands hf., föstudaginn 15. maí 1998 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 8. maí 1998. Harpa Ævarrsdóttir, ftr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.