Dagur - 12.05.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 12.05.1998, Blaðsíða 5
 ÞRIDJUDAGUR 12.MAÍ 1998 - S FRÉTTIR Tíu hugmyndir að kj ördæmaskipan Tillögur kjördæmanefndar hafa fengið misjafnar viðtökur hjá þingmönnum. Mörgum landsbyggðarþingmönnum þykja þær ganga of langt. Kjördæmanefnd hefur skilað frá sér til al- þingismanna. Þetta er hugmyndaplagg um breytingar á kjördæmaskipun landsins. Um er að ræða 10 hug- myndir að breytingum sem þing- menn fá til skoðunar. Síðan verð- ur unnið úr þeim athugasemdum sem þeir koma með og endanleg tillaga lögð fram næsta vetur. Vinsælasta hugmyndin Sú hugmynd að breytingum á kjördæmaskipaninni sem mestra vinsælda nýtur er eftirfarandi: Vesturland, Vestfirðir og Norður- land vestra með 10 þingmenn. Norðurland eystra og Múlasýsl- ur með 10 þingmenn, A-Skafta- fellssýsla, Suðurland og Suður- nes með 10 þingmenn, þá Reykjanes án Suðurnesja með 11 þingmenn og Reykjavík verði tvö kjördæmi með 11 þingmönn- um hvort. Tilbrigði Næsta hugmynd er tilbrigði við hugmyndina að framan. Þá er talað um saman í kjördæmi Vest- urland, Vestfirði og Norðurland vestra með 8 þingmenn, Norður- land eystra og Austurland með 9 þingmenn, Suðurland og Suður- nes með 8 þingmenn, Reykjanes án Suðurnesja 10 þingmenn, Reykjavík tvö kjördæmi með 10 þingmenn hvort. Samtals 55 þingmenn. Þrjú þéttbýlis og þrjú lands- byggðarkjördæmi Næsta hugmynd er að Vestur- Iand og Vestfirðir verði eitt kjör- dæmi með 7 þingmenn. Þá verði Norðurlandskjördæmin samein- uð með 10 þingmenn. Austur- land og Suðurland með 10 þing- menn. Reykjanes sunnan Reykjavíkur með 12 þingmenn. Reykjavík A og Seltjarnarnes með 12 þingmenn og loks Reykjavík B, Mosfellsbær, Kjal- arnes og Kjós með 12 þingmenn, samtals 63 þingmenn. Flóknara dæmi Næsta hugmynd er flóknari en þær fyrri. Þá er talað um Vestur- land og Vestfirði án Strandasýslu með 7 þingmenn. Strandasýsla, Norðurland vestra og eystra án Þingeyjarsýslu austan heiðar með 8 þingmenn. Þingeyjarsýsla, austan heiðar, Austurland og V- Skaftafellssýsla 7 þingmenn. Suðurland, utan V-Skaftafells- sýslu, og Suðurnes með 8 þing- menn, Reykjanes án Suðurnesja 11 þingmenn, Reykjavík tvö kjör- dæmi með 11 þingmenn hvort. Ýmis afbrigði Næst er komið að hugmynd sem byggir á Vesturlandi, Vestíjörð- um og V-Húnavatnssýslu með 7 þingmenn. Norðurland vestra án V-Hún. og Norðurland eystra án Þingeyjarsýslu austan heiðar með 8 þingmenn. Þingeyjarsýsla austan heiðar, Austurland, V- Skaftafellssýsla og Vestmanna- eyjar með 7 þingmenn. Rangár- vallasýsla, Arnessýsla og Suður- nes með 8 þingmenn. Reykjanes án Suðurnesja með 11 þing- menn og Reykjavík tvö kjördæmi með 11 þingmenn hvort. Þá er önnur hugmynd eins nema hvað Norðurlandskjör- dæmin eru saman án Þingeyjar- sýslu austan heiðar. Nýstárleg hugmynd er Vestur- land, Vestfirðir, Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós með 8 þing- menn. Norðurlandskjördæmin saman án Þingeyjarsýslu með 8 þingmenn. Þingeyjarsýsla og Austurland með 5 þingmenn, Suðurland og Suðurnes 9 þing- menn, Reykjanes án Suðurnesja 11 þingmenn og Reykjavík tvö kjördæmi með 1 1 þingmenn hvort. Tíu kjördæmi Hugmynd er um Vesturland og Vestfirði án Strandasýslu með 6 þingmenn. Strandasýsla, Norð- urland vestra, Eyjafjarðarsýsla ásamt Akureryi, Dalvík og Ólafs- firði með 8 þingmenn. Þingeyj- arsýslur og Austurland með 6 þingmenn. Suðurland með 6 þingmenn. Reykjanes A sunnan Reykjavíkur 7 þingmenn, Reykjanes B sunnan Reykjavíkur með 6 þingmenn, Reykjavík A og Seltjarnarnes með 6 þing- menn, Reykjavík B með 6 og Reykjavík C með 6 þingmenn, Reykjavík D, Mosfellsbær, Kjal- arnes og Kjós með 6 þingmenn. Átta kjördæmi Síðasta hugmyndin er Vestur- land og Barðastrandasýslur með 5 þingmenn. Vestfirðir og Norð- urland vestra 5 þingmenn. Norð- urland eystra án Þingeyjarsýslna að undanskildum Svalbarðs- strandarhreppi og Grýtubakka- hreppi með 6 þingmenn. Þing- eyjarsýsla án Svalbarðsstrandar- og Grýtubakkahreppa og Austur- land án A-Skaftafellssýslu með 5 þingmenn. A-Skaftafellssýsla og Suðurland með 6 þingmenn. Reykjanes sunnan Reykjavíkur með 12 þingmenn. Reykjavík A og Seltjarnarnes 12 þingmenn og Reykjavík B, Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós með 12 þing- menn. -S.DÓR Guðlaugur Tryggvi Karisson. Guðlaugur útlægur Hópur krata í Reykjavík er æfur út af breytingunni sem gerð var á framboðslista Reykjavíkurlist- ans og enn reiðari út í Guðlaug Tryggva Karlsson fyrir að selja Stöð 2 myndir frá fundi þeirra um málið. A fundinum kom fram mjög hörð gagnrýni á þá breytingu að listinn er ekki lengur borinn fram af flokkunum fjórum sem að honum standa heldur af Reykjavíkurlistanum, m.a. frá Pétri Jónssyni, borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2 um helgina. Mál hafa hins vegar þróast þannig að fundarmenn eru enn reiðari yfir fréttinni en breytingunni á framboðslistan- um. Pétur segir að enginn hafi haft hugmynd um að Guðlaugur Tryggvi Karlsson hafi verið að taka fundinn upp til að selja efnið fjölmiðlum. Þetta hafi ver- ið lokaður fundur, menn rifist og tekið mikið upp í sig en aug- Ijóslega hefðu þeir hagað orðum sínum öðruvísi hefðu þeir vitað að fundinum yrði að einhverju leyti sjónvarpað. Guðlaugur segir að það hefði ekki átt að fara fram hjá neinum að hann hafi verið að mynda og hann væri búinn að vera í lausa- mennsku við að selja fjölmiðlum efni í 25 ár. -vj Loftkastalinn á Renniverkstæðið Stefnt að stofnun „léttara“ lefkhúss á Renniverkstæðinu. Helgina 21. til 23. maí nk. verð- ur sýnt á Renniverkstæðinu á Oddeyrinni á Akureyri leikritið „A sama tíma að ári“ þar sem Tinna Gunnlaugsdóttir og Sig- urður Sigurjónsson fara með aðalhlutverkin, og raunar þau einu. Fjórar sýningar verða þessa helgi og síðan verða þijár sýning- ar um hvítasunnuhelgina 29. maf til 1. júní. Miðapantanir eru hjá Sportferðum. Um er að ræða samstarfsverk- efni Loftkastalans og aðila á Ak- ureyri, m.a. Sportferða og Pizza 67, um sýningar á þeim verkum sem Loftkastalinn mun sýna. Marínó Sveinsson er frumkvöð- ull að þessu og hann segir að verið sé að athuga með frekara framhald á sýningum á Akureyri í sumar og lífga þannig þá flóru sem ferðamönnum og bæjarbú- um standi til boða í sumar. Leik- félag Akureyrar hefur ákveðið að hætta sýningum á Renniverk- stæðinu. „Ef framhald á að verða á sýn- ingum er auðvitað nauðsynlegt að Akureyringar og nágrannar sæki þessar sýningar á léttum og skemmtilegum verkum sem verða á Renniverkstæðinu. Hér er alls ekki um samkeppni að ræða við Leikfélag Akureyrar, því við erum nú að fara af stað með okkar Ieikár á sama tíma og Leik- félag Akureyrar er að fara í sum- arfrí. Ekkert er hins vegar ákveð- ið með það hvort við hættum þessari starfsemi í haust. Ef vel gengur er ekki ólíklegt að um starfsemina á Renniverkstæðinu verði stofnað félag um „léttara" leikhús." Marínó segir það álitlegan kost að bjóða leikfélögum í Eyjafirði og nágrenni að setja upp létt verk á Renniverkstæðinu auk leikfélaga af höfuðborgarsvæð- inu og ekki sé stefnt að því að reka starfsemina á opinberum styrkjum. — GG Tvær þotur kyrrsettar Tvær Atlantaþotur, Boeing 737, voru í gær kyrrsettar eftir að í ljós kom við neyðarskoðun að rafmagnsvírar nærri eldsneytistönkum voru trosn- aðir. I gær var unnið að því að skipta um þessa víra. A föstudag komu tilmæli frá bandarískum flugmálayfirvöldum til eigenda þotna af þess- ari gerð sem höfðu meira en 50 þúsund flugtíma að baki að kanna þessa víra þar sem 17 svona vélar höfðu reynst hafa þennan galla. Ríkisendurskoðaudi endurráðinn? Að sögn Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis, hefur fjármálaráðu- neytið dregið til baka ósk um skoðun á vinnubrögðum Ríkisendurskoð- unar vegna ÞÞÞ-málsins á Akranesi. I vetur er leið lýstu bæði Ijármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneyt- ið yfir óánægju sinni með þá gagnrýni sem ráðuneytin fengu frá Ríkis- endurskoðun vegna ÞÞÞ málsins. Upp úr því kom krafan um skoðun sem nú hefur verið dregin til baka. Meðan fura vex „Meðan fura vex, laxar ganga og hreinar renna, valur flýgur vor- langan dag og standi honum beinn byr undir báða vængi. Að svo búnu lýsi ég hálendið full- numið og sættir fullar og fastar milli þjóðar og landvætta. Veri Goðin holl þeim er halda en gröm þeim er rjúfa.“ Þannig lauk þulu Jörmundar Inga \að Beinakerlingu á Sprengisandi þegar hann helgaði þjóðinni allri hálendið um helgina. Jörmundur helgar landið þjóðinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.