Dagur - 12.05.1998, Síða 1

Dagur - 12.05.1998, Síða 1
Þridjudagur 12. maí 1998 Hefur kvittanir fyrir launagreid slimxun Sjálfstæðismenn vilja óháða rannsókn á fjárreiðum framhjóð- enda. Oddviti sjálf- stæðismanna í Kópa- vogi segir þetta ekki tilhlýðilegt. „Mér finnst þessi umræða um fjármál tveggja frambjóðenda Reykjavíkurlistans ekki eiga heima í kosningabaráttu. Þær upplýsingar sem þarna er verið að bera á borð komi málinu ekk- ert við, nema menn hafi orðið uppvísir að glæpsamlegu atferli. Að vera róta upp úr fortíð manna og týna til að þeir hafi Ient í erf- iðleikum er ekki tilhlýðilegur kosningaáróður," segir Gunnar I. Birgisson, leiðtogi sjálfstæðis- manna í Kópavogi, um ávirðing- ar á hendur Hrannari B. Arnars- syni og Helga Hjörvar. Gunnar hefur sjálfur lent í erf- iðleikum í atvinnurekstri og ver- ið sakaður um fjármálaóreiðu. Eins er með meðeiganda hans í rekstrinum, sem skipar efsta sætið á lista sjálfstæðismanna á Alftanesi. Hlutlaus rann- sókn Sjálfstæðismenn í Reykjavík gáfu í gær út yfirlýsingu um að fram fari hlutlaus rannsókn á ásökunum um fjármálaóreiðu Hrannars Arnars- sonar og Helga Hjörvar og Ieggja til að fulltrúar R og D-lista komi sér saman um aðila til að fara yfir öll gögn og skili skýrslu um niður- stöðuna. A kosningaskrifstofu ________ Reykjavíkurlistans fengust þær upplýsingar í gær að Reykjavíkurlistinn teldi sig búinn að rannsaka þessi mál fyrir sitt leyti, en ef sjálfstæðis- menn vildu rannsaka málið gætu þeir það auðvitað. Enda hafi Arni Sigfússon upplýst í útvarpi að öll gögn málsins væru opin- ber. A heimasíðu Hlyns Jóns Michelsen og Gísla Björnssonar á Internetinu er því haldið fram að Hrannar og Helgi hafi verið Hrannar B. Arnarson segist hafa kvittanir fyrir iaunagreiðsium til ann- ars þeirra sem ásaka hann um svik óreiðumenn í fjármálum árum saman, svikið fólk um Iauna- greiðslur og skil- ið fyrirtæki og einstaklinga eftir með tugmilljóna króna tapaðar kröfur. Jafnframt segir þar að starfsmenn hafi sumir fengið svartar greiðslur fyrir vinnu sína. Einnig að Hrannar og Helgi hafi nýlega greitt gamlar skatta- _________ skuldir sem fyrir- tæki þeirra skuld- aði og spurt er hvort það sé vegna þess að málið var orðið opinbert og hvort kosn- ingasjóður Reykjavíkurlistans hafi greitt skattskuldirnar. Hefur kvittanir Hrannar viðurkennir að hafa greitt gamlar skattaskuldir ný- lega. Hann hafi verið að vinna sig út úr gömlum vanda og þetta hafi verið lokahnykkurinn. „Ég skulda enga vörsluskatta og hef staðið við nauðasamninginn," segir hann. Hrannar þvertekur fyrir að Reykjavíkurlistinn hafi greitt fyr- ir hann skattaskuldir. Hann seg- ist hafa kvittanir fyrir því að Hlynur Jón hafi fengið sínar verktakagreiðslur að fullu greiddar en það sé að sjálfsögðu hans að skila skatti af þeim. Hrannar segist ekki vita til þess að Gísli hafi nokkru sinni unnið hjá sér. Svartar greiðslur hafi aldrei átt sér stað í sínum rekstri. Skítur og ógeð Þrjú fyrirtæki Hrannars hafa far- ið á hausinn og í ljósi þess er eðlilegt að spurt sé hvort hægt sé að treysta honum í forystu í borgarstjórn. „Það er ekkert óeðlilegt við að þetta sé rætt og auðvitað vissi ég að þetta kæmi upp. Skíturinn og ógeðið sem fylgir er hins vegar meira en ég átti von á,“ segir hann. „Þetta er allt hluti af sama vandanum. Eitt fyrirtæki átti ég í félagi við annan en hafði lítil af- skipti af og engin af gjaldþrot- inu. Hin 2 eru hluti af sama vandanum og þann vanda hef ég verið að glíma við síðan." - Vj/FÞG Skapar 11 milljarða Bein og óbein efnahagsáhrif af starfsemi Reykjavíkurflugvallar eru um 1.160 störf og 11-12 milljarða verðmæti að minnsta kosti. „Reykjavíkurflugvöllur hefur gífurlega mikil áhrif á efnahagsstarfsemina," sagði Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar HI, sem Flugmálastjórn fékk til að rannsaka efnahagsleg áhrif af starfsemi vallarins: Annars vegar hve mörg störf verði til vegna Reykjavíkurflugvallar og hins vegar vægi hans í efnahagslífinu. Niðurstaðan var sú að ársvelta fyrirtækja sem starfa á vellinum er um 3,1 milljarður króna og kringum 570 störf. Obein áhrif starfseminnar skapa svo 8,3 milljarða og 590 störf til viðbótar. Listamaðurinn Erró undirritaði í gær 150 tölusett eintök af veggspjaldi sem verður tákn Listahátíðar í ár. Stærsta sýning á myndum Errós sem sett hefur verið upp hér á landi verður opnuð i Hafnarhúsinu á fyrsta degi Listahátíðar þann 16. mai næst- komandi. Árituðu myndirnar verða svo til sölu á 10.000 krónur stykk/ð i miðasölu Listahátíðar. mynd: eól 81. og 82. árgangur - 87. tölublað Guðmundur Bjarnason aflétti í gær varnarlínum gegn hrossasóttinni. Vamarlín- mnaflétt „Með því að veikin greindist í Skagafirði voru allar fyrri for- sendur brostnar og því þurfti að endurmeta þær varnarlínur sem settar höfðu verið upp,“ sagði Jón Ólafur Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Landsmóts hesta- manna á Melgerðismelum, í samtali við Dag. Landbúnaðar- ráðherra gaf í gær út reglugerð þar sem felldar voru úr gildi varnir gegn útbreiðslu hrossa- sóttarinnar. Þar með er horfið frá því að skipta landinu upp í sýkt og ósýkt svæði. I frétt frá landbún- aðarráðuneyti segir að þessi ákvörðun sé tekin því sóttin hafi nú borist norður í Skagafjörð og í „... ljósi reynslu af útbreiðslu veikinnar á Suður- og Vestur- landi eru yfirgnæfandi líkur tald- ar á að smitefni hafi nú þegar borist um Norðurland og jafn- framt að það muni með tíman- um breiðast um allt Iandið,“ seg- ir þar. Engu að síður er varað við því að flýtt sé fyrir útbreiðslu veikinnar. Yfirdýralæknir sagði í gær að óskað yrði eftir rannsókn á því hvernig veikin barst að Flugumýri í Skagafirði, en talið er að þangað hafi verið fluttur hnakkur að sunnan. Banaslys í Kjós Banaslys varða Vesturlandsvegi við bæinn Eyrarkot í Kjós síð- degis síðastliðinn sunnudag. Þar skullu harkalega saman tveir bíl- ar og Iést ung kona sem var í öðrum þeirra og maður sem var í hinum bílnum slasaðist mjög alvarlega. Konan sem Iést hét Kristín Hjaltested, 25 ára að aldri, og var til heimilis að Kúrlandi 23 í Reykjavik. Hún stundaði nám við kennaradeild Háskólans á Akureyri, jafnframt því sem hún þjálfaði íþróttafólk á vegum KA. ■ BMBSiui BHHBH Afgreiddir samdægurs Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI462 3524 Varmaskiptgr Alfa Laval ;o ■ O ;o SINDRI -sterkur í verki BORGARTUNI 31 • SIMI 562 7222 • BREFASIMI 562 1024

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.