Dagur - 12.05.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 12.05.1998, Blaðsíða 2
i' * Z . ; V • J ? ■ l : \ l ‘ I 2 — ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 FRÉTTIR Slipp s tr ákamir eru í góðu lagi Alþjóðadagur hjúkranar- fræðinga er í dag. Boðið upp á ráðgjöf um heilsuna í verslunum og víðar. Blóð- þrýstiugur slippara á Ak- ureyri var mældur í gær - og reyndist í góðu lagi. „Strákarnir í Slippnum eru ágætir að at- gervi öllu. Þó mátti mæla aukið kolmónoxíð í útöndunarlofti þeirra sem reykja í réttu hlutfalli við reykingarnar. Einnig mældust hækkuð gildi í útönd- unarlofti reykJausra sem gæti bent til ákveðinnar umhverfismengunar á vinnustað. Einnig mældum við blóð- þrýsting þeirra, sem virtist vera í góðu Iagi,“ segir Halldóra Bjarnadóttir, hjúkr- unarfræðingur. Alþjóðadagur hjúkrun- arfræðinga er í dag, 12. maí, en hjúkr- unarfræðingar á Akureyri þjófstörtuðu og heimsóttu starfsmenn í Slippstöðinni hf. á Akureyri í morgunkaffinu í gær- morgun. Ráðgjöf í Hagkaup og Nettó „Strákarnir tóku þessari heimsókn okk- ar vel og spurðu margs, til dæmis í sam- bandi við mataræði. Við ráðlögðum þeim að minnka almennt við sig notkun á smjöri, smjörlíki og öðru feitmeti - og neyta matar sem ekki er bráðfitandi. Nokkrir þessara Slippstráka þurfa reyndar að taka sér tak í reykingunum og hreinlega að hætta þessum ósið,“ segir Halldóra Bjarnadóttir. Hjúkrunarfræðingar bjóða upp á sitt- hvað á alþjóðadegi sínum í dag. Boðið verður upp á ráðgjöf fyrir almenning í verslunum Hagkaups og KEA-Nettó á Akureyri milli kl. 14 og 18, það er mæl- ingu á blóðsykri, kólesteróli og blóð- sykri. I Hagkaup verður einnig ráðgjöf fyrir fólk sem vill hætta að reykja og þar verður einnig kennd leit að krabbameini í bijósti, með hjálp sérstaks gervibijósts. A Heilsugæslustöðinni á Akureyri verð- ur fyrir hádegi boðið upp á ráðgjöf og fræðslu um heilsueflingu. - Þá verður I boðið upp á sambærilega þjónustu af hálfu hjúkrunarfræðinga víða um land í dag og er það auglýst nánar á hveijum stað. Að tala fyrir forvömiun „Fólk tekur því almennt mjög vel að við förum svona út og kynnum hvernig á að efla og bæta heilsuna og karlarnir taka þessu einmitt mjög vel. Þetta vekur upp í mfnum huga spurningar um hvort við hjúkrunarfræðingar séum nægilega að- gengilegir almenningi. Þennan þátt í starfinu má ef til vill auka og ég sé líka fyrir mér að Iæknar ættu að minnka við- veru sína á heilsugæslustöðvum og gera meira af því að fara til dæmis í vinnu- staðaheimsóknir til að tala fýrir forvörn- um,“ segir Halldóra Bjarnadóttir. — SBS yo^tr í gærkvöld átti aó boða til fund- ar í baráttuhópi gegn „hálendis- frumvarpinu" til að sainhæfa frekari aðgerðir. Margt er áform- að, það eina scm lá fyrir er að þingmenn verða ekki látnir óá- rcittir við að knýja málið í gegn. Meðal skálda sem láta sig málið varða fara Steinunn Sigurðardóttir, Pctur Gunn- arsson og Ehsabet Jökulsdóttir framarlega. í heita pottinum á Akureyri kom mönnum ekki á óvart að heyra að Þórunn Bergsdóttir hafi ver- ið ráðin skólastjóri í Lundarskóla. Þeir pottverj- ar sem telja sig þekkja innri rök bæjarkerfisins á Akureyri telja sig sjá mun víðtækara samkomu- lag í þessu, sem feli í sér að eiginmaður Þórunn- ar, Helgi Þorsteinsson bæjarritari á Dalvík, muni cinnig hyggja á flutning til Akureyrar, en bæjarritarastóllinn þar losnar íljótlega þegar Valgarður Baldvinsson hættir vegna aldurs. í pottinum var frá því sagt að á Degi hafi síðustu vikur verið óvenjumikiö um myndabrengl og kenna menn það stríðni draugsins Myndamóra. Hjálmar Jónsson alþingismaður var gerð- ur að Hjálinari Jónssyni for- manni Blaðamannafélagsins og Egili á Seljavölium var gerður að Hagyrðingnum húsvíska Agli Jónassyni. Nú síðast birtist mynd af Martelni Lúter King og hann sagður vera Marteiim Lúter kirkjufaðir Þjóðkirkju vorrar. FuUyrt er að Myndamóri hafi skemmt sér best þegar athugull og stranglúterskur lesandi hringdi og sagði myndbirtingar blaðsins orðnar afar sérkenrúlegar - menn skrifuðu grein um Martein Lúter kirkjuföður en birtu svo mynd af einhverjum blökkumanni! Dagsmaðurinn i pottinum muldraði eitthvað í barm sér um að verið væri að kveða niður Myndamóra en var aö Marteinn Lúter. Steinunn Sig- urðardóttir. FRÉTTAVIÐ TALIÐ Ellert Eiríksson bæjarstjóri í Reykjatiesbæ Launanefnd sveitarfélaga neitar alfarið kennurum um kjarabót, enda sésamningur ígildi. Formaðurlauna- neftidar liefur gagnrýnt sveitarfélög sem gert hafa sérkjarasamninga. Viljum að launa- nefndin láti þau í Mði - Þið hafið gert sérkjarasatnninga við kennara og sú gjörð virðist þyrnir í aug- um launanefndar? „Við höfum gert samkomulag við kennara um aukið vinnuframlag og um Ieið launa- hækkun í tvennu lagi. Annars vegar greiðsl- ur fyrir yfirvinnu og auk þess hækkuðum við laun allra kennara með leyfisbréf. Forsenda þeirrar gjörðar er niðurstaða svartrar skýrslu sem Rannsóknastofa uppeldis- og mennta- mála gerði um hagi grunnskólanemenda á Suðurnesjum og birtist í fyrrahaust. Við fengum slæma einkunn og brugðumst við þvf. Niðurstaðan var að kennarar væru bestu starfskraftar sveitarfélaga til að breyta þessu." - Hverju svarar þú gagnrýni Karls Björnssonar, formanns launanefndar? „Við höfum ekki breytt kjarasamningi kennara á einn eða neinn máta. Hann er í fullu gildi en hins vegar teljum við að við höfum fullt frelsi til þess að taka á vanda- málum innan sveitarfélagsins og greiða fyr- ir það án afskipta launanefndar." - Þið eruð sem sagt ekki að hækka laun- in til þess eins að hæta kjör kennara? „Alveg af og frá. Þetta er hluti af stóru ferli og það samkomulag sem við fólum launanefndinni í heild höfum við ekki brot- ið. A sama hátt teljum við að launanefndin eigi engan rétt á að fetta fingur út í okkar störf.“ - Hvaða árangri hafa ykkar viðbrögð skilað? „Við vorum einmitt að funda í gær og gera úttekt á því sem hefði áunnist. Fyrst og fremst höfum við áunnið okkur viðhorfs- breytingu t.d. hvað varðar fon'arnir. Bæði hjá foreldrum, kennurum, bæjaryfirvöldum og almennt öllum íbúum til að standa að átaki. Brýnasta verkefnið í okkar kosninga- baráttu tel ég einmitt vera að börnin okkar og unglingarnir nái tökum á tilverunni." - Valda þessar aðgerðir þvt að ykkur helst betur á kennurum en fyrr? „Nokkrir kennarar sögðu upp í haust í kjölfar kjarasamninganna. Við hvöttum þá til að draga þær uppsagnir til baka sem þeir gerðu. Það eru eUaust einhveijar uppsagnir og mannaskipti framundan eins og alltaf á vorin en það er Iangt í frá að hér ríki einhver hópóánægja hjá kennurum eins og maður heyrir t.d. á Akureyri.“ - Hve mikil er þessi kjarabót? Ég vil taka það fram að hún nær aðeins til réttindakennara. Hún er mismunandi mikil hjá kennurum, t.d. eftir starfsaldri en við reiknum með að samkomulagið muni kosta bæjarsjóð um 7% á ársgrundvelli árið 1999 á launalið sveitarfélagsins og launatengdum gjöldum. En menn leggja mikla vinnu fram í staðinn." - Hvað er það há fjárhæð? „Þetta gætu verið 16-18 millljónir." — bþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.