Alþýðublaðið - 01.02.1967, Page 1
Miðvikudagur 1. febrúar Í967 - 48. árg. 26. tbl. - VERÐ 7 KR,
breytt í
almenningshlutafélag
■ Brezki togarahringurinn ■
: ROSS hefur gert tilboð í I
; Maí, togara Bæjarútgerðar :
■ Hafnarfjarðar, og vill kaupa ;
| hann fyrir 21 milljón króna. ■
; Tilboðinu var svarað með :
; gagntilboði upp á 27 millj- ;
■ ónir. Maí er mesta aflaskip ■
: Framhald á 13. síðu.C
■ ■
Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði í gærkvöldi var samþykkt til-
laga þess efnis, að bæjarstjórnin beiti sér fyrir stofnun almennings-
hlutafélags til öflunar skipað, sem afla skulu hráfenis fyrir fiskiðju
ver Bæjarútgerðarinnar og ef til vill til þess að yfirtaka síðar rekst-
ur fiskiðjuversins^ Fulltrúar Alþýðuflokksins greiddu atkvæði gegn
þessari tillögu. Ennfremur koin fram á fundinum, að brezki Ross-
hringurinn hefur gert tilboð í togarann Maí, en bæjarstjóri svaraði
með gagntilboði eftir að hafa ráðfært sig við ákveðna bæjarfulltrúa,
en án þess 'að hafa samráð við útgerðarráð bæjarútgerðarinnar, eða
bæjarráð.
rtyrrgreind tillaga var löng og
ítarleg og einnig var í henni kveð-
ið svo á. að útgerðarráð skuii nú
ieita eftir manni í stöðu fram-
kvæmdastjóra Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar til bráðabirgða,
Xinz; endanleg ákvörðun verður
tekin um framtíð fyrirtækisins.
Eins og fram kemur h.ér að of-
an gerir annar liður þessarar til-
iögu ráð fyrir að breyta Bæjarút-
gerð Hafnarfjarðar í almennings-
lilutafélag og var samþykkt að
kjósa 3 menn í nefnd til að undir-
toúa félagsstofnunina.
saman í dag
Alþingi kemur í dag saraan á
nýjan leik til að halda áfram
störfum þar sem frá var horfið
fyrir jólin. Hafa alþingismenn yf
irleitt farið til kjördæma sinna í
janúarmánuði, enda allmikið um
ýmiskonar fundahöld,'bæðí til að
ákveða framboð, undirbúa kosn-
ingabaráttu eða í sambandi við
einstök hagsmunamál . héraðanna.
Veigamesta mál þingsins verður
nú án efa lausn á vandamálum
sjávarútvegsins. Mun þurfa að
afla fjár, að minnsta kosti um
100 milljóna, til að tryggja það
fiskverð, sem ákveðið var rétt eft
ir áramótin. Má og búast við, að
gera þurfi einhverjar frekari ráð
stafanir fyrir einstakar greinar
litvegs eða fiskvinnslu.
Eins og venjulega um þetta
leyti eru uppi bollaleggingar um
að ljúka þingstörfum fyrir páska
Þeir eru að vísu snemma að þessu
sinni. Páskadagur 26. marz. Eitt
livað kunna þingstörf að tefjast
vegna flokksþings Framsóknar-
flokksins í marzmánuði, og verði
þingstörfum ekki lokið fyrir páska
taka fundir Noröurlandaráðs viku
rétt eftir páskana,. Er venja að öll
þing Norðurlandanna geri hlé á
Btörfum sínum á meðan.
- Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins
greiddu atkvæði gegn þessari til-
lögu, þar eð þeir töldu, að ekki
mundi hægt að yfirfæra ei'gnir
gerðarinnar til Jilutafélags’
þessu tagi án verulegs eignatjóns
fyrir Hafnarfjarlðarbæ.
G unnarsson benti ennfremur á,
áð! félagsformið; það ihvort um
væri að ræða bæjarfyrirtæki eða
hlutafélag, gæti varla ráðið úr-
slitum um rekstrargrundvöll.
Hann taldi að rétt mundi að doka
við með endanlegar ákvarðanir í
m'álefnum útgerðarinnar, unz
sýnt væri hvað ofan á yrði al-
mennt í sjávarútvegsmálum. Til-
lagan var samþykkt með sex at-
kvæðum gegn tveim.
Það upplýstist ennfremur á
þessum bæjarstjórnarfundi í gær-
kveldi, að brezki togarahringur-
inn Ross gerði nýlega tilboð í tog-
arann Maí. Nam tilboðið 175 þús.
sterlingspundum eða 21 milljón
króna. Barst það bæjarstjóra fyr-
ir milligöngu Magnúsar Z. Sig-
urðssonar, forstjóra Atlantors.
Bæjarstjóri svaraði þessu tilboði
eftir að hafa ráðfært sig. við „á-
kveðna bæjarfulltrúa", en án þess
að kalla saman íund, eða ræða við
útgerðarráð. Taldi bæjarstjóri, að
tími hefði verið svo naumur, að
slíkt hefði ekki verið unnt. Var
Framhald á 13. síðu.
• •
Biaðinu hefur borlzt eftirfar-
andi fréttatilkynning frá sjávar-
útvegsmálaráðuneytinu;
Verðlagsráð sjávarútvegsins hef
ur með bréfi, dagsettu 25. jan.
marksverð á loðnu
Á fundi yfirnefndar VerS-
lagsráðs sjávarútvegsins í dag
varð samkomulag um, að lág
marksverð á loðnu í bræðslu
á loðnuvertíð 1967 skuli vera
41 eyrir hvert kg. komið á flutn
ingatæki við hlið veiðiskips,
auk 5 aura flutningsgjald i
verksmiðjuþró.
í yfirnefndinni áttu sæti:
Bjarni Bragi Jónsson, framkv.
stj. sem var oddamaður nefnd
arinnar, Ólafur Jónsson fram-
kv.stj. Sandgerði og Guðmund
ur Kr. Jónsson framkv.stj. Rvík
tilnefndir af fulltrúum fisk
kaupenda í Verðlagsráði og
Guðmundur Jörundsson, út-
gerðarmaður Reykjavík og Jón
Sigurðsson., formaður Sjó-;
írta'nnasambands íslánds, til-
nefndir af fulltrúum fiskselj
enda í Vérðlagsráði.
|
I
Reykjavík 31. janúar 1967
Verðlagsráð sjávarútvegsins.
1967, tjáð ráðuneytinu, að sökum
'hins mikla verðfalls, sem orðið
hafi á loðnumjöli og loðnulýsi frá
síðustu loðnuvertíð, hrökkvi verð
mæti þessara afurða ekki fyrir
algjörum lágmarkskostnaði við
veiðarnar og vinnslu aflans, nema
útflutningsgjald af afurðunum
verði gefið eftir.
Samkvæmt þeim útreikningum,
sem oddamaður yfimefndar verð-
la'gsráðs við ákvörðun loðnuverðs
á komandi vertíð hefur lagt fram,
nemur algjör lágmarkskostnaður
við að gera út bátana, fremur en
að leggja þeim, um 40 aurum á
hvert kg veiddrar loðnu, og er
þá miðað við reynslu bátaflotans
af loðnuveiðum síðasta árs. Til-
svarandi lágmark kostnaðar við
bræðsluna er 55 aurar á hvert kg
hráefnis. Til viðbótar kemur kostn
aður við akstur frá skipshlið að
verksmiðjuþró, 5 aurar á hvert
kg. Afurðaverðmætið þarf því að
nema kr. 1,00 á hvert kg hr’áefn-
is, svo að svarí lágmarki kostnað-
ar við að veiða og vinna loðnuna.
Til samanburðar skal tekið fram,
að heildarkostnaður, a:5 meðtöld-
um öllum föstum kostnaðarliðum,
er ekki breytast með úthaldst;íma
báta eða vinnslutíma yerksmiðja,
mundi samkvæmt framlögðum á-
ætlunum beggja aðila nema kr.
1,51 eyri á hvert kg hráefriis, einn-
ig að meðtöldum aksturskostnaði.
Afurðaverðmæti nemur samkv.
áætlun kaupenda 87 aurum á kg
hráefnis. Eftirgjöf útfiutr.ings-
gjaldsins nemur á sama grundvelli
6 aurum á hvert kg, þannig að
eftirgjöf þessi mundi hækka á-
ætlun afurðaverðmætisins upp í
93 aura á hvert kg hráefnis.
Með tilliti til þeirrar þýðingar,
sem veiðar og vinnsla loðnunnar
getur haft fyrir þá, ei þann at-
vinnuveg stunda, hefur ríkisstjórn
in ákveðið að verða við þeim til-
mælum, er fram koma í igreindu
bréfi Verðlagsráðs sjávarútvegs-
ins. Mun ríkisstjórnin þvi leggja
fyrir Alþingi frumvarp um, að á
yfirstandandi ári verði fellt nið-
ur útflutningsgjald á loðnu mjöli
og loðnulýsi, en í núgildandi lög-
Framhald á 13. síðu.