Alþýðublaðið - 01.02.1967, Síða 4
Bitstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — RitstjórnarfulK
trúi: EiÖur GuOnason — Símar: 1490014903 — Auglýsingasími: 14906,
Aðsetur Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Seykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-.
blaðsins. - Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið,
Útgefandi Alþýðuflokkurinn.
Náttúruvernd
ÞAÐ ER ÁNÆGJULEGT, að samtök stúdenta í
Reykjavík skuli hafa boðað til almenns fundar um
fiiáttúruvernd, Er svo rösklega til verks gengið, að
boðaðir eru til fundarins allir þeir, sem eitthvað hafa
með að gera Þingvelli, iðjuver við Mývatn eða aðra
staði, þar sem sérstaklega þykir þj'armað að frægum
og fögrum stöðum,
Náttúruvernd er eitt stórbrotnasta verkefni ís-
lendinga í dag. Þjóðin hefur búið í landinu í tæp-
lega ellefu aldir og alla tíð verið fámenn. Samt sem
áður hefur mannfólkinu tekizt að gera furðuleg
spjöll í náttúrunni, fyrst og fremst með eyðingu skóga
og þeim áhrifum, sem sú þróun hefur haft á uppblást
ur, en einnig á annan hátt, til dæmis með því að út-
rýma geirfuglinum. Þrátt fyrir þetta hefur mestöll
náttúra landsins notið verndar af nálega algerri ein-
angrun.
Nú er sú einangrun á enda. Þjóðinni fjölgar ört og
hún hefur komizt yfir farartseki og ann>an vélakost,
sem er þess eðlis, að nú er friðland á fáum stöðum
í landinu. Vélarnar eru svo stórvirkar, að þær geta
gert varanlegt tjón, ef ekki er að gáð. Þess vegna er
einmitt nú brýn þörf fyrir stórauknar ráðstafanir til
siáttúruverndar.
Hin tiltölulega lítt spillta náttúra íslands er einn
mesti fjársjóður, sem þjóðin á. Það mun skiljast bet
ur á komandi árum, þegár þúsundir manna verða inni
lokaðir af malbiki og steinsteypu og þrá hverja þá
stund, cr þeir geta skroppið nieð fjölskyldur sínar
út á grænt gras. Það mun einnig skiljast, ef meira
spillist af því fábreytta en sérstæða lífi, sem er í
landinu.
Aldarbygging
IÐNAÐARMENN hafa jafnan sett mikinn svip á
Reykjavík og átt ómetanlegan þátt í uppbyggingu
borgarinnar. Þess 'vegna er- 100 ára afmæli Iðnaðar-
mannafélagsins í höfuðstaðnum merkur viðburður,
sem leiðir hugann að langri og viðburðaríkri sögu.
Segja má, 'að „samtök, menntun og framkvæmdir"
hafi verið kjörorð Iðnaðarmannafélagsins á aldarferli.
Með samtökum hafa iðnaðármenn lyft stétt sinni og
aukið skerf hennar til þjóðarinnar. Með miklu starfi
í þágu menntunar hafa þeir stuðlað að aukinni kunn
áttu stéttarinnar. Loks sýndu þeir stórhug og smekk
vísi með byggingaframkvæmdum við Tjörnina á sín
um tíma. Hefur ekki verið myndarlegar byggt í aðra
tíð, ef miðað er við ástæður þeirra ára. Alþýðublaðið
sen'dír Iðnaðarmannafélaginu árnaðaróskir á þessum
tímamótum.
4 1. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
VAPlTAR BLAtlBURÐAR
FÚLK í
EFTIRTALGN HVERF9:
MIÐBÆ, I. og II.
HVERFISGÖTU,
NJÁLSGÖTU
LAUFÁSVEG
RAUÐARÁRSTfG
ESKIHLÍÐ
TJARNARGÖTU
BRÆÐRABORGARSTÍG
GNOÐARVOG
SÓLHEIMA
SÖRLASKJÓL
LAUGAVEG, EFRI
LAUGAVEG, NEÐRI
SKJÓLIN
FRÁMNESVEG
Sf Ml 14 9 0 0
Auglýsið í AlfaýBublaöinu
Auglýsingasími AlþýSublaSsins er I49@l
★ STYRJÖLD VIÐ SVART-
BAKINN.
Ég hjö eftir því í útvarpserindi
veiðimálastjóra á dögunum, að hér geisar ennþá
blóðúg styrjöld við svarthákinn, þrátt fyrir ein-
róma álit sérfróðra manna, svo sem fuglafræðinga
okkar, um algert tilgaiigsleysi slíkra hernaðarað-
gerða.
Svartbakurinn er fallegur fugl,
en ekki að sama skapi vinsæll, eins og ráða má af
framansögðu. Honum er fundið hitt og þetta til
foráttu, sumt með réttu, annað með röngu. Sér-
staklega eru það bændur, sem ráða yfir góðu æð-
arvarpi, sem hafa sagt honum stríð á hendur, en
einnig laxveiðibændur og fiskimenn. Honum er
jafnvel borið á brýn lambadráp og sitthvað fleira
glæpsamlegt. Erfitt mun að sýkna hann af öllu
þessu, en sumt mun þó naumast þekkjast í telj-
andi mæli, eins og t. d. lambadrápið. Hins vegar
er sannanlegt, að hann gerir usla í varplöndum,
rænir eggjum og drepur unga, og er það líklega
ein stærsta syndin, sem hann drýgir gegn atvinnu-
vegunum, að minnsta kosti sú illræmdasta. Um
laxaseiðiát hans ganga að vísu miklar tröllásögur,
en sýnilega orðum auknar, hvað sem er um aðra
nytjafiska að segja.
Svartbakurinn er stór og harð-
gerður fugl og þarf mikiö að eta, enda leggur
hann sér flest til múnns, sem að kjafti kemur, en
þó einkum fiskmeti og alls konar fiskúrgang, og
er hann tíður gestur í nágrenni fiskvinnslustöðva
í bæjum og þorpum og lifir þar sældarlífi. En
einnig kcmur fyrir, að hann leitar annarra fanga,
bregður sér jafnvel á berjamó og keppir við Þórð
á Sæbóli og aðra góða berjatínslumenn, en þar
hygg ég að Þórður hafi betur.
★ KJÁNALEG LÖG.
Það kom fram í erindi veiðimála-
stjóra, að enn eru veitt verðlaun fyrir skotna svart-
baka samkvæmt lögum um eyðingu svartbaks. En
Alþingi hunzaði, sem kunnugt er, álit fuglafræð-
inga í þessu máli, þar sem sýnt var fram á með
fullum rökum, að þessi svartbakshernaður væri
gersamlega tilgangslaus, árangur yrði nákvæmlega
enginn. Hins vegar fylgir öllum þessum bægsla-
gangi talsverður kostnaður, svo sem verðlaun o.fl.,
sem greiddur er úr sameiginlegum sjóði lands-
manna.
Alþingi, sem nú er að koma sam-
an, ætti' að sjá sóma sinn í því að fella þessi
kjánalegu lög úr gildi og leita þess í stað álits og
tillagna fuglafræðinga okkar og annarra sérfróðra
manna um skynsamleg úrræði. Það er fráleitt, að
Alþingi sé að hvetja bændur eða aðra til eltinga-
leiks við svartbak út um allar jarðir í þeirri góðu
trú, að þeir séu að gera eitthvert gagn með því
eða vinna eitthvað verðlaunavert, enda fjármun-
um ríkissjóðs betur varið til annarra hluta. Steinn.