Alþýðublaðið - 01.02.1967, Side 10

Alþýðublaðið - 01.02.1967, Side 10
I- HÚN er 169 em. á hæð, kringlu- leit með ljósbrún augu. Og hún hefur alltaf nóg að gera, ýmist við kvikmyndaleik eða á bað- ströndum eða skíðastöðum. Hún á að leika í kvikmyndinni: „Ég drap Rasputin", sem Robert Hos- sein er um þessar mundir að hefja töku á. Og um hverja er svo verið a'ð tala? Iru prinsessu frá Furstenberg, en hennar draumur hefur alltaf verið blaða- efni, fyrst þegar hún fimmtán ára giftist ítalska prinsinum Alfonso. Hann var prins, en fátækur. — Næsta ár eignuðust þau son, sem var skírður Christophe og tveim- ur árum seinna fæddist Robert. En þá var hjónabandið þegar far- ið út um þúfur. Og nú heimsækir Ira börn sín tvisvar sinnum á ári í tvær vikur. í kvikmyndinni leikur Ira prinsessu, Youssopof prinsessu. Ira segist vilja vera kvikmynda leikkona, ekki prinsessa; hún seg- ir að starfið sé vel launað og hún hafi gaman af 'að leika gaman- hlutverk. Robert Rossein skamm- ar mig, segir hún, ef ég mæti ekki á réttum tíma til upptök- unnar. Og ég hef gott af því. Hann er leikstjórinn og ég gæti vel orðið ástfangin af honum, ef ég væri ekki þegar ástfangin í öðrum. Og sá er Francois d’Alan markgreifi, sem er erfingi að Piper Champagne auðæfunum. Hann er svo góður við börnin mín, segir hún. Ég er víst slæm leikkona, segir Ira. Ég vildi svo gjarnan vera góð leikkona eins og Anouk Aimée. Grönn og tauga styrk. En ég er bara lítil og feit. Mér finnst samt afskaplega gam- an að láta mynda mig og ég horfi tímunum saman á myndir af mér í blöðunum. Vaby var ástarævin- týri lífs míns, segir hún, og á þar við brazilíska kvennagullið Baby Pignatari, sem hún átti ástarævintýri með í Mexícó. Börnin mín eru prinsar og ég reyni að ala þá vel upp þennan stutta tíma, sem ég er með þeim. Uppáhaldshöfundurinn minn er Karen Blixen. Ira hefur íbúð í París á Place Vendome. En hvað á ég að gera við hana, segir hún. Ég get ekki matreitt og börnin mín fá ekki að koma þangað. — Faðir þeirra viil að ég hitti þau á sumardvalarstað. — Og það er kannski líka það bezta. Þarna er prinsessan á skautum, vonast til að fá mörg hlutverk í kvikmyndum í framtíðinni, því að hún vill gjarnan öðlast frægð sem kvikmyndaleikkona, — ekki bara sem prinsessa. Markgreifi Francois d’Aulan er núverandi vinur Iru, S-V-;:; ''i Ira með sonum sínum tveimur, sem hún sér tvisvar á ári, Ira á baðströndinni 1 10 1 febrúar 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.