Alþýðublaðið - 01.02.1967, Síða 16

Alþýðublaðið - 01.02.1967, Síða 16
rAT (mssop Minnstu ástamennirnir Blöðin eru ekki alltaf nærgæt in við lesendur sína. Þau mættu gjarnan stundum að minnsta kosti hugsa eilítið um afleiðingar þess, sem á prenti kemur, og hafa þá Siugfast máltækið góða: „Oft velt- ir lítil þúfa stóru lilassi". Ef til vill kæmu einnig að haldi í þess um efnum orð Einars Benedikts- eonar: „Hið smáa er stórt í hugar ins heim. . Einhverju sinni hringdi ævareið frú á ritstjórn blaðs og spurði hverju það sætti, að verið væri a'ð gera frétt úr öðru eins lítil ræði og því, að hún hefði lent í á- rekstri og beyglað annað skítbrett ið lítils háttar. Blaðamaðurinn kvaðst ekki-hafa vitað, að frúin hefði oft áður lent í árekstri, en viðurkenndi að fyrst hún væri eýknt og héilgat að lenda í þessu i— þá teldist það náttúrlega ekki til neinna stórtíðinda. — Við þetta varð frúin að sjálfsögðu enn þá reiðari og á endanum varð hún grátklökk og sagðist hafa farið með bílinn beint á verkstæði, feng ið brettið fyrir einstaka náð og miskunn rétt á örskömmum tíma og síðan ekið sigri hrósandi heim, rétt eins og ekkert hefði gerzt. Áreksturinn liefði því ekki komizt upp, ef þssi déskotans klausa hefði ekki þurft að blasa við sjón um eiginmannsins, þegar hann var að lesa blöðin með morgunkaffinu daginn eftir. Ósjálfrátt datt baksíðunni þetta atvik í hug, þegar hún las svohljóð andi fyrirsögn í Mogganum í gær: „Skagfirðingar eru minnstu ásta menn í heimi:“ Það er kannski allt í lagi fyrir einn mann að demba þessu yfir alþjóð, sérstaklega þeg ar hann • er nú skáld og þarf að í Innstihaus - IN MEMORIAM — Lag: Malabrokk eh död i krigen. Hausinn innsti er nú fallinn, syrgir Eyjafjallaskallinn :/ þann hinn gamla kjarnakallinn, sem keikur lengi stóð. /: Og hann fórst á fylliríi. Og með feiknalegum gnýi :/ stakkst á kaf í djúpu dýi og dauðans leitt var það./: En slíkt henti margan herra. Og sig hæfir ekki að derra, :/ fleirum varð af drykkju verra en veslings Innstahaus./: j láta bera á sér í þjóðfélaginu. En blaðamaðurinn hefði átt að gera sér ljóst, að saklaus almúginn er vís til þess aö trúa því, sem kem ur á prenti, — og auk þess eru menn óvenjulega minnisgóðir, þeg ar efni af þessu tagi á í hlut. Bak síðan þakkar sínum sæla fyrir að vera ekki ættuð úr Skagafirði, og sendir öllum núlifandi Skagfirð ingum samúðarkveðjur í tilefnÞaf þessum hörmulega atburði, Það gefur auga leið, að hér eftir þýð ir ekki fyrir nokkurn Skagfirðing að fara á svolítið kvennafar í öðr um landsfjórðungum. Enginn kven maður vill láta það spyrjast að hann hafi átt svolítið ævintýr með Skagfirðingi, þegar þeir eru yfir lýstir á prepti „minnstu ástamenn á landinu." Sá, sem kvað upp þennan dóm í Morgunblaðinu í gær mætti hafa í huga orð Einars Benediktsson ar, svo að aftur sé vitnað í þann skáldjöfur: „Aðgát skal höfð í nær veru sálar. . Kannski er ör- uggara að bæta við spakmælið . og líkama" — því að Skagfirð ingar munu vera menn langrækn ir og hefnigjarnir. . . A m % w Hann er þekktur fyrir mann* hatur og hunzku í dómum, en margir hafa engu að síður gam an af að lesa greinar hans, þar á meðal sá sem þetta ritar, vegna þess hvað hann er einatt útsmoginn og skemmtilega neyðarlegur í illkvittni sinni. AUSTRI í Þjóðviljahúm Það er til fólk, sem lætur enga erfiðleika á sig fá, nema sína eigin. Mikið lifandis ósköp svaf ég vel í nótt! Mér er sama hvað þið segið, ég vil verða síöastur. — Nei, því miður ekki núna frú Hansen, ég á átján liolur eftir fyrir matinn! Kellingin heimtar alltaf a'ð kallinn segi henni sannleikann nema þegar hann liælir henni. Að ég hef ekki gifzt cnn þakka ég aðallega því að ekki er hægt að giftast öðru en karlmönnum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.