Dagur - 04.07.1998, Qupperneq 2
18-LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998
LÍFIÐ í LÁNDINU
Nýja DV-blaðið, Fókus, vek-
ur athygli unga fólksins
þessa dagana og þykjast
menn þar sjá Kkindi við er-
lend blöð af sama tagi enda
upplag og útlit allt hið
sama. Á forsíðu er andlit
imgrar stúlku, sem enginn
þekkir, en þegar nánar er að gáð inni í blaðinu kemur í ljós
að þar er á ferðinni snótin Díanna Dúa sem margnr telur
vera norðlenska kynskiptingmn sem Dagur hefur birt nokk-
ur viðtöl við. Það er þó ekki rétt. Díanna Dúa er allt önnur
manneskja en Díanna Ómel þó að báðar séu þær í skyldum
bransa, lyrirsætu- og dansbransanum.
Pollamót Þórs er nú haldið á Akureyri. Einu
þátttökuskilyrðin eru þau að þú sért kom-
inn yfir þrítugt. Liðin eru rúmlega 60 í ár og
bera ýmis nöfn eins og Verjurnar, Bjórbræð-
ur og Skósólar auk þess sem þekktari nöfn
eins KR og Valur eru einnig meðal þátttak-
enda. Um 700 kcppendur af öllum stærðum
og gerðmn spila á mótinu og reynsla síðustu
ára segir okkur að mörg kunn andlit mimu
leynast í hópnum. Sjálfur Ásgeir Sigurvinsson er á staðn-
um að þvi er fullyrt er og fær mótið þar með
heimsklassabrag. Líklegt þykir aö aldursforseti síðustu ára,
Ellert B. Schram, láti sig ekki vanta. Minni spámenn,
a.m.k. fótboltalega séð, eru einnig á staðnum. Þannig skráði
Ingvar B. Viktorsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði,
sig til leiks með öðrum FH-ingum. Ekki er vitað um knatt-
spymuhæfileika Ingvars en gott er að gamli ungmennafé-
lagsandinn skuli eim við lýði. Bara að vera með...
Fulltrúar bandaríska tímaritsins „Details“ eru nú hér á
landi að taka Ijósmyndir í tískuþátt með islenskum fyrirsæt-
um í Vík í Mýrdal og eru þeir Detail inenn mjög hrifnir að
landinu. Það eru forsvarsmenn Saga fihn sem hafa veg og
vanda af skipulagningunni hér á landi og hefur fyrirtækið aö
undanfömu verið í mikilli samvinnu við erlenda kvik-
myndagerðamenn og aðra í auglýsingabransanum og eru
greinilega búnir að koma íslandi á kortið í bransanum.
Útvarpsstöðin FM er nú að stækka hlustunarsvæði sitt og
kom norður yfir heiðar um helgina. Með í för er hljómsveit-
in SkítamóraU og byrjaði reisan á Ráðhúskaffi Akureyri á
fimmtudagskvöld. Á föstudagskvöld var svo lítil útihátíð í
Miðgarði í Skagafirði og ball á Eskifirði í kvöld. Reisan neöi-
ist einu nafni Andrés 98 og er stefht á að hafa flciri svipaðar
hátíðir á næstu árum. Þess má einnig geta aó Jóhann Bac-
mann, liðsmaður Skítamórals, er nýbakaður faðir; til ham
ingjumeð það!
Hálandaleikarnir áAkureyri eru þeir fimmtu í röðinni í sumar.
Tekist á í pilsum
Kraftakarlar munu
taka á því í skotapils-
um ídag. „Góð loft-
ræsting ípilsunum, “
segirHjalti Úrsus og
spáirharðri keppni.
„Þetta hefur gengið alveg svaka-
lega vel og við höfum fengið
mikið af fólki til okkar,“ segir
Hjalti „Úrsus“ Árnason afl-
raunakappi og mótshaldari. I
dag verða Hálandaleikarnir
haldnir á Akureyri.
Kraftakarlar í pilsiun
Hálandaleikarnir eru ævaforn
hefð í Skotlandi og eru gríðar-
lega vinsælir þar. I dag eru þeir
haldnir um heim allan. Þetta
eru fimmtu Hálandaleikarnir
sem haldnir eru í sumar en þeir
verða alls tíu og eru nú haldnir
vítt og breitt um landið, þriðja
árið í röð.
Margir af helstu kraftakörlum
landsins eru saman komnir og
munu reyna með sér f alls kyns
þrautum eins og steinkasti,
sleggjukasti og staurakasti. „Það
verða einnig tveir erlendir kepp-
endur frá Skotlandi. Annar
þeirra, Francis Brebmer, er
heimsmeistari í Hálandaleikum
og honum verður stillt upp
gagnvart Sæmundi Sæmunds-
syni, sem er búinn að vinna allar
keppnirnar í sumar." Hjalti segir
keppnirnar hingað til hafa verið
mjög jafnar. „Það er stundum
ekki nema hálft stig sem skilur
að fyrstu þrjá menn.“ Keppend-
ur eru allir í Skotapilsum á með-
an á keppni stendur og segir
Hjalti pilsið vera þægilegt. „Það
er góð loftræsting í pilsunum,"
segir hann og hlær. „Það eykur
skemmtanagildið að sjá krafta-
karla djöflast í pilsum."
Fram úr fjárlögiutum
Fjölbreytt dagskrá er í boði sam-
fara sjálfri keppninni. Leikarnir
byrja á reiðhjólakeppni fyrir
yngstu kynslóðina og einnig
verður Tívolí á svæðinu ásamt
ýmsum Ieiktækjum. „Við erum
að reyna að fá fjölskyldu-
stemmningu inn í þetta sem
okkur finnst oft hafa vantað."
Áhorfendur mega einnig spreyta
sig í aflraunum. „Það er mikil
kraftadella í íslendingum.
Hérna áður fyrr glímdu menn og
reyndu við stóra steina áður en
fótboltinn kom til sögunnar. Það
komast yfirleitt færri að en vilja
til að reyna sig.“ Karlmenn mega
reyna að Iyfta 110 kg. steini upp
á tunnu en þessi þyngd er byrj-
unarþyngdin í venjulegum afl-
raunamótum. Konur geta reynt
við 70 kg. þungan stein. „Mjög
sterkur og harður náungi getur
Iyft þessum steini. Það hefur nú
engin kona tekið 70 kg. steininn
svo við erum að hugsa um að
létta hann svolítið,“ segir Hjalti.
Kristján Þór Júlíusson setur
Ieikana með ræðu og fyrsta kasti
í steinakastinu. Iveppendur
kasta 8 kg. steini og íslandsmet-
ið er 9,26 metrar. Hjalti þorir
ekki að giska á hve langt Krist-
ján muni kasta. „Bæjarstjórarnir
sleppa með 6 kg. stein og fá að
fara fram úr kastgeiranum alveg
eins og þeir fá að fara fram úr
fjárlögunum alltaf. Þeir eru svo
vanir að fara fram úr öllu og því
fá þeir rýmri reglur en við.“
Keppnin byrjar kl. 15 á flöt-
inni fyrir neðan Samkomuhúsið
og er aðgangur ókeypis. Kynnir
á keppninni er sjálfur Hjalti
„Úrsus." -jv
Helgi H. Jónsson , frétta-
stjóri Sjónvarpsins, hefur
breyst allnokkuð síðustu
tuttugu árin eða svo þó að
ætla mætti af blaði gærdag-
ins að svo sé ekki. Vcgna
mistaka í myndvinnslu
föstudagblaðsins vantaði í
þættinum „Þá og nú“ nýni
myndina af Helga H. Jónssyni. Aðeins birtist eldri myndin
sem sýndi hann ungan og myndarlcgan, þá fréttamann á Út-
varpinu. En hér koma báðar myndirnar og má sjá að Helgi er
jafn unglegur og myndarlegur og áður þó að aldursárunum
hafi fjölgað.
V
Maöur vikunnar
er Allaballi
Maður vikunnar er Alloballi. Eftir mtkla
sálarangist og innri íhugun rennur upp
landsfundur þar sem mikil örlög kunna
að ráðast. Hvað her að gera? Söguleg spurn-
ing gengur aftur með þunga þessa helgi - og 500 Alla-
hallar þurfa að svara. Enginn stendur frammi fyrir jafn
erfiðu vali þessa hugljúfu sumarviku og hinn fundar-
sitjandi Allahalli: maðurinn sem kýs á landsfundi Al-
þýðuhandalagsins er maður vikunnar.