Dagur - 04.07.1998, Qupperneq 12

Dagur - 04.07.1998, Qupperneq 12
28 - LAUGARDAGU R 4 . JÚLÍ 19 9 7 MATARLÍFIÐ í LANDINU Sumarsamlokur í nestispakkann Á tímum ferðalaga og útiveru er nauðsyn- legt að hvíla snakkið og sleppa pylsunum og jjárfesta frekar í spennandi og heilsu- samlegum efnivið í sumarsamlokur. Hér koma hugmyndir að nokkrum samlokum sem auðvelt er að gera, pakka inn í plast- þynnu og taka með sér í kœliboxinu í úti- leguna. Bragðið erfrábœrt, brauðið er gróft og áleggið heilnœmt. Betra getur það ekki verið! Brauð með sil- ungi eða laxi Tekur 20 mtnútur að matbúa 'h bolli sýrður rjómi mjúkur rjómaostur 2 tsk. niðurskorið ferskt dill 1 tsk. sítrónusafi 12 grófar, þunnar brauðsneiðar 1 agúrka, skorin í 24 þunnar sneiðar 6 sneiðar lax eða silungur rif af sítrónuberki og/eða dill 1. Hrærið saman sýrðum rjóma, rjómaosti, dilli og sítrónusafa og blandið vel. 2. Smyrjið blöndunni jafnt og vel á brauðsneiðarnar. Setjið tvær agúrkusneiðar á hveija brauðsneið og eina sneið af laxi. Skreytið með sítrónuberki og/eða fersku dilli. 3. Breiðið yfir brauðsneiðarn- ar og kælið í ísskáp. Sveitasamloka með skinku Tekur 21 nu'nútu að matbúa 'h. bolli góð dressingsósa 'h- tsk. hvítlauksduft 'h tsk. pipar 8 sneiðar heilhveitibrauð kál tómatsneiðar 1 pakki skinka (reykt) 8 ostsneiðar 1. Smyrjið sósunni á brauð- sneiðamar. 2. Raðið káli, tómatsneiðum, skinku og ostsneiðum á brauð- sneiðarnar. 3. Setjið brauðsneiðar ofan á og skerið í tvennt, horn í horn. Samlokuna er girnilegt að bera fram með salati. Grilluð kalkúna- samloka Undirbúningur og matreiðsla: 15 mímitur. Með því að grilla kalkún- sneiðar, beikon og ost á samloku er hægt að búa til frábæra mál- tíð án mikillar fyrirhafnar. girnilegar ostsneiðar tómatsneiðar Majónesinu er smurt á tortillakökurnar. Káli, kalkún, osti og tómötum er raðað á kök- urnar og kökunum svo rúllað saman, þó þannig að neðri end- inn sé þrengri þannig að matur- inn fari ekki út um allt. Gjarnan má festa kökuna saman með tannstöngli. Berja- og kjúklmgasalat Gott er að bera fram ferskt salat með brauðsneiðunum. Hér kemur hugmynd að salati. Tekur 30 mínútur að matbúa Smátt skornar kjúklingabringur (takið skinnið af) 1 bolli dressing Salatblöð 1 bolli jarðarber 'h bolli möndlur 1. Sjóðið kjúklinginn í 1/4 bolla af dressing á miðlungshita í 8 mínútur eða þar til kjötið er soðið. 2. Bætið út í káli, möndlum, kjúklingi og jarðarbeijum í stóra skál ásamt afganginum af dress- ing-sósunni. 3. Salatið dugar í sex skammta. 2 brauðsneiðar 4 sneiðar kalkúnakjöt tómatsneiðar 2 sneiðar beikon 2 góðar ostsneiðar smjör eða smjörlíki 1. Kalkúnasneið er lögð á brauðsneiðina ásamt tómat- sneið, beikoni, osti og brauð- sneið svo lögð ofan á. 2. Brauðsneiðarnar eru smurðar að utan með smjöri eða öðru viðbiti. 3. Brauðsneiðarnar eru settar inn í ofn eða á grillið þar til þær hafa brúnast fallega. 4. Sneiðarnar eru svo skornar í tvennt og helmingarnir eru svo aftur skornir í tvennt. Löngum tannstönglum er stungið í sneið- arnar og skreytt með ólívum, tómötum eða öðru litríku. Samanvafin kafkúnasamloka Samanvafðar kalkúnasamlokur er sniðugt að gera áður en Iagt er af stað og taka með í ferðalag- ið, Fjölskyldu- og Húsdýragarð- inn, í Jólagarðinn í Eyjafjarðar- sveit, á Reykjanesið eða hvert svo sem leiðin liggur. Tekur að- eins augnablik að gera ef hrá- efnið er fyrir hendi. Mexíkóskar hveitikökur (tortilla) majónes kálblöð kalkúnasneiðar Sniðugt að festa samlokurnar saman með löngum tannstöngli og skreyta með til dæmis ótivum. Aft- ar á mvndinni arillir í samvafða skinkusamloku.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.