Dagur - 04.07.1998, Side 17

Dagur - 04.07.1998, Side 17
Xfe^ur LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 - 33 LÍFIÐ í LANDINU Athqfnamaðurinn Sveinn íKálfsskinni er ekki einhamurí hug- myndum sínum um viðreisnferðaþjónustu við Eyjafjörð. Hann leggur til dæmis til að þjóðsögumar verði sviðsettarog hann tel- urverðugt verkefni að setja upp kláfferju í Hlíðarfjalli, en aðþví verkefni vinnurhann nú. „Nú, ertu kominn, ég sem æti- aði að vera búinn með hafra- grautinn áður en þú kæmir. Sestu niður inni í stofu, ég er að koma,“ sagði Sveinn í Kálfs- skinni, þegar ég bankaði þar uppá einn nýlega. Eg gat þó ekki stilit mig um að fylgjast með því þegar hann spændi í sig graut- inn. Það var af krafti gert; því verklagi sem honum er tamast. En hugmyndin var aldrei sú að tala um hafragraut, heldur spyrja Svein um hann sjálfan, hans framandlegu hugmyndir um ferðaþjónustu á Eyjafjarðar- svæðinu - og sumt það sem hann hefur þegar gert að veru- leika. Ekki nógu mörg ár eftir „Eg er 66 ára og kannski á ég ekki nógu mörg ár eftir til að koma í framkvæmd öllu sem ég viidi. Það eru alltaf næg verkefni til fyrir þá sem vilja taka til hendi, en ekki þá sem láta sér Ieiðast," segir Sveinn. Hann hefur, ásamt eiginkonu sinni, Asu Marinósdóttur, stundað búskap á bænum Ytra- Kálfsskinni á Arskógsströnd frá 1959 en allan þann tíma hefur hann jafnframt fengist við smíð- ar víðsvegar um Eyjaljarðar- svæðið á vegum fyrirtækis síns; Byggingafélagsins Kötlu. - Nú hefur Sveinn hinsvegar Ieigt bú- reksturinn frá sér og sonur hans, Jón Ingi, er tekinn við byggingastarfseminni. Vilja kjafta við karliim Það var árið 1983 sem Sveinn og Ása hófu rekstur ferðaþjón- ustu í Ytri-Vík á Árskógsströnd, sem er skammt frá Kálfsskinni. Erla Gerður, dóttir þeirra, sem þá stundaði nám við Mennta- skólann á Akureyri, fór út í þessa starfsemi með þeim „...svona til þess að gera eitthvað annað á sumrin en hreinsa naglaspýtur," einsog Sveinn kemst að orði. Og ferðaþjónust- an í Ytri-Vík hefur byggst upp örugglega á síðustu árum, en þar eru í dag þrjú sumarhús, auk gistihúss með sextán rúm- um. Þar er jafnframt salur sem tekur um þrjátíu manns í sæti. „Síðan er alltaf nokkur hópur ferðamanna sem gistir hér Sveinn i Kálfsskinni við jeppa merktan fyrirtæki sínu, Sportferöum. Fyrirtækið hefur elfst mikið á síðustu árum, en það býður uppá fjölbreytta afþreyingu fyrir ferðafólk á Eyjafjarðarsvæðinu. mynd: -sbs. heima hjá okkur. Sumir beinlís óska eftir því til þess að geta set- ið hér og kjaftað við mig. Einmitt það finnst mér skemmtilegt; að tala við fólk og þekkja fólk,“ segir Sveinn. - Hann segir útlitið með bókanir í gistingu í Ytri-Vík vera gott í sumar. Vænst sé Ijölda ferða- manna frá Sviss og og sömuleið- is frá Danmörku, en þar í landi var Sveinn um nokkurra missera skeið við nám og störf sem ung- ur maður. Hann hefur haldið við samböndum sínum við land og þjóð, sem gagnast með þessum hætti nú. Kafað í firði og gengið um Tröllaskaga Sveinn segist fljótt hafa séð þegar hann fór út í ferðaþjón- usturekstur að efla þyrfti af- þreyingar- möguleika. Fljótlega var fyrir hans til- stilli farið af stað með sjóferðir frá Hauganesi, þar sem gert var út á sjóstangveiðar og hvala- skoðun, sem í dag eru vinsælar og ganga vel. Einnig fór Sveinn og hans fólk af stað með hestaleigu og þetta varð upphafið að þeirri starfsemi sem Ijölskyldan á Kálfsskinni rekur í dag; það er fyrirtældð Sportferðir hf., en þar eru Sveinn og synir hans tveir, Jón Ingi og Marinó, veitingamaður á Pizza 67 á Akureyri. Starfsemi Sportferða er í dag orðin býsna margþætt, boðið er uppá vélsleðaferðir yfir vetrartímann og á sumrin til dæmis hálendis- ferðir, gönguferðir um Trölla- skaga, siglingar, köfun í Eyjafirði og fleira mætti telja. Þjóðsögumar í leikræna út- færslu „En síðan finnst mér um að gera að flétta túrismann saman við sögu landsins," segir Sveinn. „Síðustu tvö sumur höfum við staðið fyrir ferðum sem tengjast Jónasi Hallgrímssyni, þar sem gengið er að Hraunsvatni, en kvöldið áður höfum við samkomu þar sem kvæði eft- ir hann hafa verið höfð yfir og ýmis fróð- leikur fluttur. Þá greina traustar heim- ildir frá því að hér rétt utar, á Hámundar- staðahálsi, hafi á söguöld verið háðir blóðugir bardagar og fund- ist hafa kuml sem staðfesta þetta. Það væri náttúrlega rakið dæmi að setja þetta á svið og það væri verðugt verkefni fyrir góða stílista að koma þessu í búning," segir Sveinn og heldur áfram: „Sjáðu þjóðsögurnar, að ég tali ekki um þegar Jón á Hærings- stöðum drap tófuna £ hitteð- fyrra. Það væri bráðsniðugt að koma því í leikrænan búning." - Sveinn kveðst raunar vænta þess eitthvað í þessa veru verði gert í leikhúsi því sem nokkrir kapp- samir ungir menn eru að setja upp í Renniverkstæðinu við Strandgötu á Akureyri. Sameinaðir stöndum vér Sveinn segir að sér þyki leitt í ferðaþjónustunni hve menn sundri kröftum sínum. Betra væri að menn sameinuðust í rík- ari mæli um hagsmunamál einsog uppbyggingu afþreyingar- þjónustu. Reyndar vanti ekki að menn tali fallega um samstöð- una þegar mikið liggi við, en á það skorti stundum þegar til kastanna kem- ur. „Það er mis- jafnt hverju menn vilja og geta offrað fyr- ir sína eigin hagsmuni. En ég tel nauð- synlegt að menn samein- ist um þau hagsmunamál sem brýnust eru hér á Eyja- fjarðarsvæðinu. Eg hef til dæmis alltaf verið sameiningarsinni og vil sjá þetta svæði verða allt að einu sveitarfélagi. Hreppapólítík er okkur fjötur um fót og ég sé fyrir mér að Eyjafjörður verði eitt sveitarfélag eftir fá ár,“ segir Sveinn. Hann telur mikilvægt að hugað verði að frekari atvinnu- uppbyggingu á svæðinu og segir að setja verði þrýsting á stóriðju- mál, annað en álverksmiðju. Til staðar sé góð lóð undir slíka starfsemi á Árskógsströnd og vill Sveinn að menn vinni að því að þar verði byggð til dæmis vetnis- verksmiðja, enda sé vetni fram- tíðarorkugjafi Islendinga einsog annarra þjóða. Kl«ifur og veitingahús á Hlíd- arfjalli Einsog frá var greint í Degi á dögunum hefur Sveinn viðrað hugmyndir um að setja upp kláf í Hlíðarfjalli, sem yrði frá skíða- hótelinu og alveg uppá efstu brún Ijallsins - en sfðan eru hugmyndir um að setja þar upp veitingastað. Sú leið sem kláfur- inn færi er um 2,3 km löng, og áætlanir segja til um að hér sem um að ræða 300 millj. kr. dæmi. „Við eigum von á því að fá hingað norður verkfræðing, sem ætlar að líta hér á að- stæður og þá möguleika sem fyrir hendi eru. Sá sýndi hug- myndinni áhuga og bauðst að fyrra bragði að koma norður og leggja málinu lið. Við þekkjum erlendis frá kláfferju í fjöllum, til dæmis í Sviss og Austurríki, og því ekki að gera þetta þá hér, það er ef til þessa fæst Ijármagn og nú erum við að leita þess. Veitingastaður á Hlíðarfjalli gæfi lífinu nýja vidd, þá ættum við ekki síðri Perlu en þeir fyrir sunnan,“ segir Sveinn og leggur áherslu á orð sín. -SBS. „Á ekki nógu mörg ár eftirtil aðkomaí framkvæmd öllu sem ég vildi. Það em verk- efni til fyrirþá sem vilja taka til hendi. “ „Um aðgera aðflétta túrisma saman við sögu landsins. Höfum við staðiðfyrirferðum sem tengjast Jónasi Hallgrímssyni. “ Sfó m ÁPJÍfíÍíiíh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.