Dagur - 05.08.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 05.08.1998, Blaðsíða 1
Gj örólíkar leiðir stj ómarflokkaima Gruiidvallarin imur í afstöðu stjórnarflokk auna til þess hvernig heri að selja Lands- bankann. Viðskipta- ráðherra segir umræð- una um sölu og sam- einingu hankanna komna fram tír sjálfri sér. Samkvæmt heimildum Dags, innan úr stjórnarflokkunum, eru menn í raun ekki komnir lengra í bankamálunum en svo að ver- ið er að ræða hina ýmsu mögu- Ieika í stöðunni. Hugsanleg kaup sænsks banka á Landsbankanum eru enn aðeins óformlegar þreif- ingar. Það er dagljóst að grundvallar ágreiningur er milli stjórnar- flokkanna um hvaða leiðir eigi að fara í bankamálunum. Því er haldið fram að þessi ágreiningur sé aðalástæða þess hve hægt miðar í málinu. Sjálfstæðismenn vilja selja Landsbankann og láta markað- inn sjá um málið. Það myndi þýða, að sögn þingmanna Fram- sóknarflokksins sem Dagur hef- ur rætt við, að „koIkrabbinn“ sem ræður Islandsbanka, myndi eignast Landsbankann. Þar með væri, að sögn framsóknarmanna, engin samkeppni lengur á mark- aðnum og vextir rykju upp. Alveg það sama myndi gerast ef Lands- banki og Búnaðarbanki yrðu sameinaðir. Framsóknarmenn vilja þess í stað selja erlendum banka stóran hlut í Landsbankanum, jafnvel meirihlutann. Og síðan vilja þeir sameina Framkvæmdabanka at- vinnulífsins og Búnaðarbankann til að viðhalda jafnvægi og sam- keppni á markaðnum. Sömuleið- is halda þeir því fram að virði þessarra tveggja banka sé tvisvar sinnu meira ef þeir eru samein- aðir en ef þeir yrðu seldir hvor í sínu lagi, ef til þess kæmi að þeir yrðu seldir. Finnur Ingólfsson segir umræðuna komna fram úr sjálfri sér. Umræðan á ímdan sjálM sér Sameining bankanna eða sala þeirra hefur verið mál málanna hér á landi síðustu vikurnar. Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra sagði í samtali við Dag í gær að umræðan hefði farið á flug og væri komin langt fram úr hinni raunverulegu stöðu mála. „Eg vil ekkert um þetta mál segja á þessu stigi annað en að umræðan er komin álíka langt fram úr og maður sem væri bú- inn að hlaupa 7 kílómetra þegar allir hinir keppendurnir iegðu af stað í 10 kílómetra hlaupi,“ sagði Finnur þegar hann var spurður um stöðuna í bankamálunum í gær. Hætt við? Ágreiningur stjórnarflokkanna um hvað gera skuli í bankamál- inu er svo mikill að sumir þing- menn sem Dagur hefur rætt við um bankamál halda því fram að vel gæti svo farið að hætt yrði við öll áform um sölur eða samein- ingu. Þeir benda á að áður hafi í alvöru verið rætt um sameiningu bankanna, og raunar oftar en einu sinni, en í bæði skiptin hafi verið hætt við það vegna þess að menn komu sér ekki saman um hvernig að því yrði staðið. Allir þingmenn sem Dagur hefur rætt við um bankamálið eru sammála um að flokkarnir muni ekki láta stjórnarsamstarf- ið brotna á þessu máli. — S.DÓR Natófloti við Faxagarð Fyrir tveimur árum höfðu ís- lensk stjórnvöld frumkvæði að því að bjóða Ermasundsflota Atl- antshafsbandalagsins hingað til lands. Nú er flotinn hingað kom- inn. í flotanum eru sex tundur- duflaslæðarar frá fimm aðildar- ríkjum Nató; Belgíu, Bretlandi, Hollandi, Noregi og Þýskalandi. Fimmtíu sjóliðsforingjar og 204 sjóliðar koma með flotanum. Yf- irmaður hans er norski sjóliðs- foringinn Geir Flage. Tundurduflaslæðararnir munu æfa leit að tundurduflum og eyð- ingu þeirra, með Landhelgis- gæslunni. Einnig mun flotinn æfa viðbrögð við eldsvoða ásamt skipveijum á Tý og sltikkviliðs- mönnum. Flotinn er hér í boði utanríkisráðuneytisins og dvelur hér frá 3.-10. ágúst. I september liggur svo leið Ermasundsflotans til Rússlands, en Flage segir Atl- antshafsbandalagið vilja bæta samskiptin við Rússland. Skipin verða opin almenningi til skoð- unar 8. og 9. ágúst frá kl. 14.00- 15.00 báða dagana. — 1S Nú iiggja sex tundurduflaslæðarar frá Atlantshafsbandalaginu við Faxagarð I Reykjavík. Hér sést skytta á norska skipinu Vidari hreinsa eina affallbyssum skipsins í gærmorgun. - mynd: e.ól. Fimm leituðu á Slysadeild FSA eftir teygjustökk á Akureyri um helgina. Hljóð- himniir og augnæðar sprungu Alls leituðu fimm manns á slysa- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri um verslunarmanna- helgina eftir að hafa stokkið teygjustökk. Að sögn Birnu Sig- urbjörnsdóttur, deildarstjóra á slysadeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri, voru áverkarnir eftir teygjustökkin af ýmsum toga. Sprungnar hljóðhimnur, meiðsli á hné, ökklameiðsli og sprungnar æðar í augum. Gagnrýni áhorfenda Þetta er óeðlilega hátt hlutfall og hefur verið haft á orði að örygg- isviðbúnaði hafi ekki verið sinnt sem skyldi og höfðu þónokkrir samband við blaðið af þeim sök- um. Þannig sagði kona í samtali við Dag í gær að hún hefði fylgst einn dagpart með stökkinu og á þeim tíma hefðu tveir ölvaðir einstaklingar stokkið, setn væri vítavert. Þá hefði henni þótt var- hugavert hvernig fólki var sveifl- að í lítilli Ijarlægð frá grjótgarði sem er við stökksvæðið. Viðmael- endur blaðsins hafa flestir stokk- ið teygjustökk sjálfir og töldu sig því vita um hvað þeir væru að tala. Meðal annars kom þeim ekki á óvart að hlóðhimnur og augnæðar gæfu sig, enda væri það líka þekkt úr teygjustökkum erlendis. Tekið skal fram að þeir sem stukku teygjustökk um helg- ina, gerðu það á eigin ábyrgð og var þeim skýrt frá því að stökkið væri ekki hættulaust með öllu. Dagur náði ekki sa'mbandi við aðstandendur teygjustökksins á Akureyri í gær. — bþ Með Baldri yfir Breiðafjörð Ferðir alla daga: Alltaf viðkoma í Flatey Frá Stykkishólmi kl. 09:00 og 16:00 Frá Brjánslæk kl. 12:30 og 19:30 Flateyjarpakkinn á góða verðinu. Dagstund í Flatey með útsýnissiglingu Ferjan Baldur 438 1120 og 456 2020 I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.