Dagur - 05.08.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 05.08.1998, Blaðsíða 11
Xk^MT MÍÐVIKVDAGUR S. ÁGÚST 1998 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR IMFkannað verða fjár vant DAGUR ÞORLEIFS- SON SKRIFAR Áhyggjur af kreppunni, sem hófst í Suðaustur-Asíu fyrir rúmu ári og hefur síðan látið á sér kræla víða um heim, eru áfram miklar. Fjármálamenn og efnahagsmálafræðingar eru beggja blands um hvers vænta megi í þeim efnum. Gengisfall japanska jensins í júní kom fjármálamörkuðum mjög úr jafnvægi, enda er Japan annað mesta veldi heims í efna- hagsmálum og myndar ásamt Vesturlöndum máttarstólpa heimsefnahagslífsins. Mikið veltur á stjórn Obuchis Von kvað vera til þess að með nýrri ríkisstjórn í Japan, undir forystu Keizos Obuchi, muni óheillaþróuninni í Ijármálum þar snúið við. En fjármálafræðingar eru áfram mjög uggandi fyrir hönd Japans. Þeir telja sumir að róttækar ráðstafanir til umbóta á bankakerfi Japans séu óhjá- kvæmilegar til þess að landið geti rifið sig upp úr yfirstandandi vandræðum. Láti stjórn Obuchis þær ráðstafanir undir höfuð Ieggjast taki jenið nýja dýfu. Martraðarkenndra hugmynda gætir um hugsanlegrar afleiðing- ar slíkrar dýfu. Haldi kreppan áfram í Japan, sé hætta á að við það dragist öll Austur- og Suður- Asía niður í fjár- og efnahags- málum. Fyrir hinu sama muni verða lönd annars staðar þar sem meiri eða minni gróska hefur verið í efnahagsmálum undan- farið, þrátt fyrir nokkurn óstöð- ugleika í þeim efnum. Áhrifa kreppunnar á ýmis slík ríki er raunar þegar farið að gæta. Fjármálamenn ýmsir segja stöðnunina í efnahagslífi Japans hafa reynst alvarlegri en búist hafi verið við. Sé þetta ein af ástæðunum til þess að kreppan haldi áfram. Af hálfu Alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins (International Monetary Fund, IMF) er sagt að þar á bæ hafi að vísu verið húist við minnkandi hagvexti í Japan, en ekki „kollsteypu fram af hömrum." BandaríMn tregari á framlög IMF stóð fyrir björgunaraðgerð- um í efnahagsmálum Rússlands nýverið, en þrátt fyrir það hefur bið orðið á því að álit fjárfesta á efnahagslífi þess lands hafi auk- ist á ný. Verðbréf héldu áfram að hríðfalla í verði í Moskvu eftir að áminnstar aðgerðir IMF höfðu verið tilkynntar. Ymsir töldu að þar væri of mikið fé Iagt fram, sökum þess hve vonir um árang- ur væru hæpnar. Við það bætist að komin er slík ólga í fjármál Malasíu, Suður-Afríku, Úkraínu o.fl. ríkja að margir telja viðbúið að þeim verði svo að segja á hverri stundu brýn þörf á neyð- arhjálp utan frá, hliðstæðri þeirri er Rússland fékk. Við þetta hefur vaknað kvíði um að IMF verði fjár vant. Ekki Baksvið Ráðstafanir IMF til að halda aftur af kreppunni hafa kost- að hann ærið fé. Á Bandaríkjaþingi þyk- ir sjóðurinn ekki hafa gætt nægrar for- sjálni við þær hjörg- unaraðgerðir. er Iaust við að farið sé að draga úr trausti á sjóðnum í ríkjum þeim, sem mest fé Ieggja í hann, þ.e. ríkustu Iöndum heims. Þar er með í myndinni grunur, sem færðist £ vöxt við neyðarhjálpina við Rússland, um að IMF fari ekki nógu gætilega með fé sitt. Leiðtogar repúblíkana á Banda- ríkjaþingi ákváðu þannig nýlega að fresta til hausts afgreiðslu til- lögu um að Bandaríkin láti 18 milljarða dollara af hendi rakna við IMF. Bandaríkin hafa undan- farið fengið IMF fé mikið til áríðandi björgunaraðgerða. Fjár- málaráðuneyti Bandaríkjanna og gagnrýnendur IMF á Banda- ríkjaþingi telja að hann hafi þrátt fyrir þetta til þess að gera lítið fé í handraðanum til frekari björg- unaraðgerða og álíta einnig að sjóðurinn hafi ekki undirbúið nógu vel hjálparaðgerðir við rík- in sem kreppan hefur slegið hvað harðast, eins og Suður- Kóreu og Taíland. Naudganir og fjármagns- flótti Talsmenn IMF benda aftur á móti á að stöðugleiki hafi komist á gjaldmiðla landa þessara tveggja og telja það vott um þau séu komin í afturbata í efnahags- málum, þótt mikið vanti á að þar hafi verið gert nóg til bóta. Af kreppulöndum Austurlanda fjær er nú lndónesía mesti vand- ræðagripurinn í augum IMF. Þar virðist stefna í upplausn og stjórnleysi. I dreifbýli þar er ráð- villt fólk, sem skortir mat, farið að taka yfir eignir háttsettra ráðamanna. Ofbeldið þarlendis beinist þó einkum að Kínverjum, sem haft hafa um þrjá fjórðu hluta efnahagslffsins þar í sínum höndum. Fyrir utan rán, brenn- ur og manndráp, sem Kínverjar sættu íjakarta, höfuðborg lands- ins, og víðar, áttu sér þar stað hópnauðganir á kínverskum konum. Níðingsverk þessi á kín- verskum konum hafa haldið áfram, a.m.k. í Medan á Súmötru og þar í grennd, þótt dregið hafi úr öðru ofbeldi gegn kínverska þjóðernisminnihlutan- um. Þar sem fjármálin þarlendis hafa að mestu verið í höndum Kínverja hefur þetta Ieitt til mik- ils fjármagnsflótta úr landi. Einn helstu ráðamanna í IMF segir að Indónesía hafi ekki mikla mögu- leika á að rétta úr kútnum í efna- hagsmálum nema öryggi IG'n- verja þar sé tryggt. Þá fyrst muni fjármagn laðast aftur til lands- ins. Ofan á annað hefur síðustu daga heyrst að Kína kunni að lækka gengi gjaldmiðils síns, haldi jenið áfram að falla, til að tryggja að Kína tapi ekki útflutn- ingsmörkuðum. En stöðugleiki kínverska gjaldmiðilsins hefur skipt miklu við að hindra að ekki færi enn verr en farið hefur í efnahagsmálum Austurlanda Ijær. Viðrædur vopnaeftirlitsnefndar sigla í strand Richard Butler, aðalvopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna, fór frá Baghdad í gær eftir að viðræður við háttsetta embættismenn Iraksstjórnar um afvopnun Iraks, fóru út um þúfur. Talsmaður vopnaeftirlitsnefndarinnar sagði að með Butler hefðu farið nítján vopnasérfræðingar og væri Butler á Ieið til New York. Viðræðunum Iauk í raun á mánudag, en Butler vildi ekki segja hvers vegna viðræð- ur hans við Tariq Aziz aðstoðarmann, forsætisráðherra íraks, hefðu siglt í strand. Uppreisnarástand íKongó Velai Laurent Kabila forseta er nú ógnað ar fyrrum bandamönnum hans. Kabila hefur fyrirskipað út- göngubann í höfuðborg landsins, sett upp vegartálma með hermönnum á vakt víða um borgina og fyrirskip- að skipulagða leit að málaliðum frá Rwanda. í aust- urhluta Kongó hafa herforingjar nú hafið uppreisn gegn Kabila og reka áróður fyrir því að steypa forset- anum af stóli. Kabila, forseti Kongó. Talibanar á sigurgöngu Talibanar náðu í. gær þorpi sem hafði verið á valdi stjórnarandstæð- inga, þetta er enn einn áfanginn að því að taka borgina Mazar-e- Sharif, sem er helsta vígi andstæðinga þeirra. Þessar upplýsingar komu frá fulltrúa Talibana, en ekki tókst að fá óháðar fregnir af at- burðinum. Talibanar stjórna nú meirihluta Afghanistan og virðast reiðubúnir til að taka það sem eftir er af Iandinu. Síðustu fulltrúar hjálparstofnana hafa nú yfirgefið Mazar-e-Sharif. Hrói Höttur í framboði Hugo Chavez, sem reyndi að steypa ríkisstjórn Venezúela fyrir sex árum, býður sig nú fram til forsetaembættis þar í landi. Hann sér ekki eftir neinu og fjölmargir stuðningsmenn hans eru sammála hon- um um það að valdaránstilraunin hafi verið réttlætanleg. Gagn- rýnendur Chavez eru ekki á sama máli og segja hann vera lýð- skrumara, glæpamann og tilvonandi einræðisherra. Chavez hefur forystu í skoðanakönnunum og milljónir landsmanna, sem orðnir eru þreyttir á spillingu og slæmu stjórnarfari, líta á hann sem hetju. v.,- «r<'... •' ‘. A. Reynt að koma í veg fyrir frekari tjón af völdum flóðanna í Gulafljóti. Maunskæð flóð í Kína Nærri eitt þúsund manns er sakn- að eftir að stífla í Gulafljótinu (eða Yangtzefljóti) í Kína brást. Úr- hellisrigningar í suðvesturhluta Sichuanhéraðs hafa einnig komið af stað flóðum sem að minnsta kosti 20 manns hafa látist í. Nú er talið að samtals 1288 manns hafi látið lífið í flóðunum. Ástæða þeirra er óvenjumiklar sumarrign- ingar sem þar á ofan koma óvenju snemma. Búist er við að aftur fari að rigna og er óttast að enn fleiri skörð komi í varnargarðana sem verja bæði landbúnaðarsvæði og milljónir manna frá ógnarkrafti Gulafljótsins, sem er þriðja lengsta á í heimi. BORGARSKIFULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Austurstræti 18, breyting í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðborgar Reykjavíkur, þ.e. hvað varðar breytingu á götuhlið 1. og 2. hæðar Austur- strætis 18. Kynningin fer fram í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00-16:15 og stendur til 2. sept. 1998. Ábendingum og athugasemdum vegna ofangreindrar kynningar, ef einhverjar eru, skal skila skrifiega til Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 16 sept. 1998. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Borgarskipulag Reykjavíkur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.