Dagur - 05.08.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 05.08.1998, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 - 3 FRÉTTIR Allt að 8 nriHiarða hækkun miln ára Jón Kristjánsson formaður fjárlaganefndar hafnar því alfarið að verið sé að undirbúa kosningafjárlög. Líkur eru á að fjárlög næsta árs verði um átta milljörðum króna hærri en síðustu fjár- lög vegna þess m.a. að nú eru allar skuld- hindingar ríkisjóðs teknar inn í fjárlögin. Jón Kristjánsson for- maður fjárlaganefndar hafnar því að um kosningafjárlög verði að ræða. Jón Kristjánsson, formaður fjár- laganefndar Alþingis, telur Iíkur á að fjárlög næsta árs verði um 8 milljörðum hærri en fjárlög þessa árs. Hann segir þó að þessi tala sé án ábyrgðar og með öllum fyrirvörum. Fjárlög síðasta árs voru upp á 162 milljarða króna en fara Iíklega í um 170 millj- arða króna. Hann var spurður hvernig á því stæði að menn segðu nauð- synlegt að selja eignir ríkisins fyrir 11 milljarða króna á næsta ári, til þess að endar nái saman, í þeirri miklu efnahagslegu upp- sveiflu sem nú ríkir. „Þegar talað er um að endar nái saman erum við að tala um að skila afgangi til að greiða nið- ur skuldir. Sömuleiðis er það nýtt að þurfa að standa við allar skuldbindingar ríkisins. Aður voru fjárlögin bara á greiðslu- grunni og væri það bókhald not- að áfram værum við ekki í vand- ræðum. Eftir þær breytingar sem gerðar voru á ríkisreikningunum f fýrra verður að ætla fyrir þeim skuldbindingum sem ríkið gengst í ábyrgð fyrir, svo sem líf- eyrisgreiðslur og fleira, sem ekki þurfti fyrir breytinguna. Þetta er megin munurinn, því nú er ríkis- sjóður gerður upp hliðstætt og fyrirtæki. Og þegar menn tala um að selja eignir lyrir 11 millj- arða króna á næsta ári liggur í augum uppi að sú upphæð kem- ur ekki ölí inn það ár. Það er í mesta lagi 30 prósent af henni sem kæmi inn á næsta ári,“ segir Jón. Hann var spurður um hverjar væru helstu ástæðurnar fyrir um átta milljarða króna hækkun fjárlaga á næsta árir1 „Þar má nefna vegaáætlun sem samþykkt var á Alþingi sl. vor. Verði staðið við hana óbreyt- ta, sem ég býst við að verði, þá mun það leiða til töluvert mikils útgjaldaauka. Síðan hefur orðið umtalsverð gjaldahækkun á ýms- um sviðum. Þar má nefna Iauna- hækkanir opinberra starfsmanna og þá um leið öll launaútgjöld svo sem lífeyrisgreiðslur. Aður voru þær ekki teknar inn í fjár- lögin eins og menn vita,“ sagði Jón. Ekki kosniugafjárlög Hann hafnar því alfarið að fjár- lög næsta árs verði kosningaljár- lög eins og fjárlög hafa alltaf ver- ið á kosningaári. „Eg tel að það sé allt annar andi ríkjandi í þjóðfélaginu en verið hefur. Ef við færum að ausa út peningum úr ríkissjóði á kosningaári hygg ég að það gæti bara verið neikvætt. Eg held að menn hafi almennt skilning á því að það þurfi að halda ríkissjóði í jafnvægi og eitthvert sjónarspil komi því ekki til greina," segir Jón Kristjánsson, formaður fjár- laganefndar. - S.DÓR ViU kaupa Landshanka Ástþór Magnús- son, forstjóri Friðar 2000, hefur sent Finni Ingólfssyni, Halldóri Ás- grímssyni, Geir H. Haarde og Davíð Oddssyni bréf, þar sem hann lýsir því yfir að hann og Friður 2000 vilji kaupa Landsbankann. Hann seg- ist hafa reiknað það út að bank- inn sé 11 milljarða króna virði og vilji kaupa hann á þá upphæð. Ástþór hefur líka ritað Friðbert Traustasyni, formanni Sambands bankamanna, bréf og farið fram á það að bankamenn á Islandi komi með í þann hóp sem kaupi Landsbankann. I bréfinu til Frið- berts segir Ástþór að hann hafi mjög þekktan einstakling úr bankaheiminum til að taka að sér stjórnarformennsku í bankanum. Einnig annan slíkan aðila sem hefur þegar sannað hæfni sína við rekstur á íslenskri fjármála- stofnun, sem er tilbúinn í fram- kvæmdastjórastöðuna. Loks hef- ur einn fyrrverandi bankastjóri boðist til að vera Ástþóri innan handar við kaupin. Ástþór segist vera að tala um kaupin í fullri alvöru. Hann seg- ist vilja þróa hér á landi hugmynd að nýjum alþjóðabanka í sam- vinnu við Sameinuðu þjóðirnar og segir í bréfinu: „Landsbankinn gæfi okkur tækifæri til að koma þeirri hugmynd á framfæri.“ - S.DÓR Ástþór Magnússon. Vegagerð vlð Grenivík Unnið er um þessar mundir við uppbyggingu og lagningu slitlags á Grenhdkurveg, það er frá bæn- um Syðri-Grund og að Gljúfurá sem er í nágrenni bæjanna Rétt- arholts og Bárðartjarnar. Þetta er um 3,9 km vegarkafli og vinnur Jarðverk ehf. á Dalvík að fram- kvæmdum. Að sögn Sigurðar Oddssonar hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri hófust framkvæmdir nú í vor og átti þeim upphaflega að ljúka þann 20. ágúst, en nú er útlit fyrir að þeim verði ekki lokið fyrr en í septemberbyrjun. Heildar- kostnaður við framkvæmdir var upphaflega áætlaður 31,6 millj. kr., en Jarðverk ehf. vinnur verk- ið fyrir 23,7 millj. kr., sem er um 75% af áætluðum kostnaði. -SBS Banaslys í Landsveit Ungur piltur Iést í bílslysi í ofan- verðri Landsveit í Rangárþingi, skammt frá Leirubakka, síðdegis á mánudag. Slysið varð á beinum slitlagslögðum vegarkafla og virðast tildrög þess vera þau að ökumaður hafi misst bílinn þar út í vegkant hægra megin en tek- ið svo of skarpa beygju inn á veg- inn aftur með þeim afleiðingum að hann missti bflinn út af vegin- um vinstra megin þar sem hann fór út af og valt tvær til þrjár veltur, skv. upplýsingum Iögreglu á Hvolsvelli. Okumaður og tveir farþegar slösuðust nokkuð og voru þeir fluttir með þyrlu Landhelgis- gæslunnar á Sjúkrahús Reykja- víkur. Búist er þó við að þeir út- skrifist fljótlega. Enginn þeirra sem slösuðust var í bílbelti. Far- þegi í framsæti sem var í belti slapp hinsvegar að mestu við meiðsl. - Þess má og geta að tveir þeirra sem Ientu í þessu slysi lentu í umferðaróhappi á Sel- fossi í vor, en allir í bílnum voru þaðan. Pilturinn sem lést í þessu hörmulega slysi hét Jóhann Þór Jóhannsson, fæddur 15. nóvem- ber 1982. Hann var til heimilis að Háengi 8 á Selfossi. - SBS Sigurðirr Líudal aðstoðar Færeyinga Sigurður Líndal, prófessor, mun veita færeyskum yf- irvöldum lögfræðilega ráðgjöf við undirbúning að sjálfstæði Færeyja. I tilkynningu frá forsætisráðu- neytinu kemur fram að þetta hafi verið ákveðið eftir að landstjórn Færeyja hafði samband við ráðuneytið vegna málsins. I bréfi Högna Hoydal formanns landsstjórnarinnar til Davíðs Oddsonar, forsætisráð- herra, kemur fram að Færeyingar sæki fyrirmynd sína £ sjálfstæðismálinu til Islendinga. Eins og fram hefur komið lýsti Anfinn Kallsberg lögmaður yfir nýlega að Færeyingar stefndu að sjálf- stæði og að fullmótaðar tillögur yrðu lagðar fyrir lög- þingið innan tfðar um hvernig staðið yrði að sam- handsslitum við Dani. Sigurður Líndal lagaprófessor aðstoðar Fær- eyinga. Stefán sveitarstjóri Dalabyggðar Stefán Jónsson viðskiptarfræðingur hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Dalabyggð frá 1. september. Þetta var ákveðið á fundi hreppsnefndar í síðustu viku, en alls bárust 18 umsóknir um starf sveitarstjóra. Stefán hefur verið stjórnarformaður Skelfisks á Flateyri og gegnt ýmsum ráðgjafastörfum f sjávarútvegi. Mim betri afkoma hjá Eimskipa- félaginu Hagnaður af reglulegri starfsemi Eimskips og dótturfélaga þess nam rúmum 400 milljónum króna á fyrri hluta ársins samanborið við 244 milljónir á sama tíma í fyrra. Annar hagnaður að teknu tilliti til skatta nam um 740 milljónum króna og er þar fyrst og fremst um að ræða sölu tveggja skipa og hlutabréfa. Eigið fé Eimskips og dótturfélaga þess nam tæpum átta milljörðum króna í lok júní og hafði aukist um milljarð frá því um áramót. Eigin- fjárhlutfallið jókst úr 35 prósentum í byrjun árs í 39 prósent. Kerti á Reykjavíkurtjöm Islenskar friðarheyrfjngar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn í dag, miðvikudag, til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí um þetta leyti árið 1945, og til að leggja áherslu á kröfuna um kjarnorkuvopnalausan heim. At- höfnin hefst með samkomu við suðvesturbakka Tjarnarinnar kl. 22.30 þar sem Einar Olafsson rithöfundur flytur ávarp. iifciiEni íO jyi iiiLjf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.