Dagur - 05.08.1998, Blaðsíða 2
2 - MIÐVIKUDAGUR S. ÁGÚST 1998
lFRÉTTIR ]
Guðmundur krýpur í bæjarstæðinu sem verið er að rannsaka þessa dagana. Vinstra megin á myndinni sér í gangabæinn sem upp
kom í uppgreftrinum 1987. - myndir: ohr
Grafið
Fornleifauppgröftur stendur yfir í
gamla bæjarstæðinu í Reykholti og
göngunum sem Iiggja frá Snorralaug
að bæjarstæðinu, Snorragöngum. Atta
• manna hópur sérfræðinga og nema á
■ sviði fornleifafræði vinnur að verkinu.
■ Hópurinn hefur tekið mikið af sýn-
um úr fomleifunum sem eftir er að
rannsaka nánar. „Það sem við erum að
rannsaka núna er gamla bæjarstæðið
[ sem stendur rétt austan megin við nýju
| kirkjuna og líka göngin sem koma frá
. Snorralaug að bæjarstæðinu og hvern-
ig göngin tengjast þessu bæjarstæði,"
segir Guðmundur H. Jónsson aðstoð-
> arstjórnandi um verldð. Hann segir
' hugsanlegt að eitthvað verði gert til að
- sýna göngin og tengsl þeirra við bæjar-
' stæðið, reyna að gera staðnum ein-
hvern sóma hvað varðar fortíðina, en
það sé ekkert fastmótað hvað gert
verði. Ákveðnar hugmyndir séu í gangi.
, „Við erum mjög ofarlega í bæjarstæð-
inu, í því sem virðast vera átjándu ald-
FRÉTTA VIÐTALIÐ
í Snorragöng
ar mannvistarlög. Við höfum ekki
fundið neitt sérlega athyglisvert, hvor-
ki hluti né byggingar.
Það var grafið hérna 1987 og þá kom
gangabær í Ijós. Það er bær sem sam-
anstendur af megingöngum og svo
koma herbergi út frá þeim. Við vitum
að það eru ákveðnar byggingar þar fyr-
ir neðan. Við ætlum að fara aðeins nið-
ur fyrir þennan gangabæ.“
Guðmundur segir þau hafa fundið
mikið af leir- og keramikmunum, aðal-
lega flöskubrot en sum stór.
„Við höfum farið niður í göngin og
þar höfum við komið niður á það sem
lítur út fyrir að vera gólflög. Það er
eldri strúktúr sem liggur ofan á göng-
unum sem við teljum hugsanlega
yngra stig ganganna. I því lagi höfum
við fundið mikið af gleri sem bendir til
þess að yngra stigið sé frá nítjándu öld,
hugsanlega átjándu, það er erfitt að
segja til um það.“
Guðmundur sagði það hugsanlega
benda til þess að göngin hefðu verið í
notkun fram um eða yfir árið 1800.
„Það er mjög erfitt að aldursgreina
þau, við höfum ekki fundið neina hluti
sem geta sett ákveðinn aldur á göngin.
Þetta eru lögin sem fylla upp í göngin
eftir að þau hafa verið yfirgefin. En
það kemur væntanlega eitthvað í Ijós.“
Hann segir erfitt að sjá samhengi hluta
í rústunum, mikið sé búið að grafa og
byggja og því sé mikið af lögnum þvers
og kruss. „Þetta er meiriháttar púslu-
spil.“
Gamalt íþróttahús sem byggt var
ofan á Snorragöng á fjórða áratug ald-
arinnar var rifið í vor. Húsið stóð á
steinsteyptum súlum og voru nokkrar
þeirra grafnar beint ofan í göngin sjálf.
„Göngin liggja beint undir húsgrunn-
inn og þau virðast koma upp nokkuð
heil á einum kafla. En við sjáum ekki
nákvæmlega hvernig göngin tengjast
bæjarstæðinu, við erum enn mjög ofar-
lega í bænum sjálfum." — OHR
í pottinum heyrist að ýmsir úr
hópi sameiningarsinna í Al-
þýðuflokknum séu að verða
langeygir eftir að eitthvað fari að
gerast í sameiningarmálum
flokkanna. Skýringin sem Al-
þýðuflokksforingjaniir gefa sín-
um mönnum mun vera sú að
Margrét Frímannsdóttir hafi
ekki tíma til að sinna sameiningarviðræðum
vegna þess að hún hafi vart undan við að slökk-
va elda í eigin flokki.J
í pottinum heyrist að stofnun
nýs fyrirtækis á sviði erfðatækni
hafi heldur bctur hrist upp í
þingmönnum stjórnarflokk-
anna. Sagt cr að lykilmenn í
framsókn, flokki heilbrigðisráð-
herra sem áður voru tvlstígandi í
málinu hafi nú mjög verulegar
efasemdir um ágæti þess að gefa
Kára einkaleyii á gagnagrunni. Ingibjörg Pálma-
dóttir eigi þvl eftir að mæta talsverðri andstöðu
við málið í sínum eigin þingflokki...
Ingibjörg
Pálmadóttir.
Guðbjörg Jó-
hannesdóttir.
Prestar eru sívinsælt efni í heita
pottium og nú ræða mcnn um
prestskosningarnar á Sauðár-
króki á dögunum. Þar var Guð-
hjörg Jóhannesdóttir guðfræð-
ingurkjörintilþjónustumeð 13
atkvæðum en sr. Þorgrímur
Húnvetningur Daníelsson fékk
11 atkvæði. Vitað er að Guð
björg fékk öll atkvæði kjörmanna í Ketu og
Hvammssóknum á Skaga enda höfðu Skaga-
menn sammælst um að styðja hana. Þorgrímur
var hins vegar maður Sauðkrækinga og allir
kjörmenn þar segjast hafa stutt hann en þegar at-
kvæðatölur eru skoðaðar sést að það stemmir
ekki og a.m.k. tveir kristilegir Sauðkrækingar
eru með svartan hlett á tungumn...!!!
Sigurður
Helgason
Umferðarráði
Tvö bamslys urðu í um-
ferðinni um helgina og Um-
ferðarráð telurað þarhefðu
bílbeltin eftil villgetað
bjargað. Umferðin um helg-
ina gekk þó almennt býsna
vel, hraði var skaplegur og
lítið og glæfralegan framúr-
akstur.
►
r
Ökumeim lögðu sig
- Að frátöldum þeivi tveimur banaslysum
sem urðu um helgina, hvernig fannst þér
ökumönnum almennt takast til á þessari
mestu umferðarhelgi ársins?
„Framan af helginni leit þetta mjög vel út
og þeir lögreglumenn sem við töluðum við
sögðu að umferðin væri með allra besta
móti. Okumenn voru að leggja sig fram og
vildu gera vel; hraðinn var hæfilegur og ekki
var mikið um glæfralegan framúrakstur. Ég
var sjálfur talsvert á ferðinni og sá að þetta
var rétt. En síðan komu þessi tvö banaslys á
mánudeginum, annað í Landsveitinni og
hitt vestur í Dölum og vitaskuld bregður
manni alltaf við slík tíðindi."
- Teljið þið að umferðin nú hafi verið
meiri en umfyrri verslunarmannahelgar?
„Ég held að hún hafi kannski dreifst
nokkuð meira nú en stundum áður yfir
helgina. Það er svona okkar tilfinning.
Hinsvegar er ég bara á þessum tímapunkti
ekki kominn með nákvæmar tölur yfir þetta
frá Lögreglunni og Vegagerð.“
- Teljið þið hjá Umferðarráði að þær
hertu aðgerðir sem lögreglan um allt land
hefur viðhaft að undanförnu gegn um-
ferðarlagabrotum hafi skilað sér í bættri
umferðarmenningu landsins?
„Við höfum auglýst þetta þannig að al-
menningur hafi breytt sínu aksturslagi og til
lengri tíma litið mun þetta koma þannig
fram. Það er alveg ótrúlega stór hópur öku-
manna sem hefur dregið úr ökuhraða sín-
um, það hefur sést víða um land enda getur
lögreglan með nýjum tækjum nú betur fyl-
gst með ökuhraðanum úti á þjóðvegum.
Lögreglan í Árnessýslu sagði okkur til dæm-
is að þar hefði til dæmis alveg verið hending
þegar ökuhraði manna fór upp í þriggja
stafa tölu. Hinsvegar fengum við fregnir af
því að hraðinn hefði verið nokkuð mikill á
Holtavörðuheiði og í Húnavatnssýslunum,
þar sem Iögreglan tók um hundrað öku-
menn fyrir of hraðan akstur yfir helgina."
aUa frani
- Hvað finnst þér um þau viðhotf sem
hafa komið fram að lögreglan hafi ef til
vill farið ojfari í aðgerðum stnum gegn
hraðakstri og öðrum brotum á umferðar-
lögum?
„Auðvitað bregður fólki við þegar farið er
að framfylgja lögum og reglum stífar og nú
þarf fólk jafnvel að breyta því aksturslagi
sem það hefur tamið sér á löngum tíma. Því
finnst mér ekki rétt að tala um að lögreglan
hafi farið offari þó almenningur þurfi vissu-
lega að veita störfum lögreglu visst aðhald."
- Nú hefur heyrst það sjónarmið frá lög-
reglu varðandi banaslys helgarinnar að
þar hefðu bílbelti tvímælalaust bjargað,
telur þú að svo sé?
„Það er margt sem bendir til þess, þó auð-
vitað sé ekkert hægt að fullyrða um það. En
aldrei verður nægilega brýnt fyrir fólki að
notp beltin, það mikla öryggistæki." - sbs