Dagur - 05.08.1998, Blaðsíða 16

Dagur - 05.08.1998, Blaðsíða 16
WWll^wPc fcAH'ff? 3> EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 Reykjavík SSV3 VSV2 VSV2 VSV2 SSV2 V3 VSV3 SSV3 SV3 Stykkishólmur 3 V3 SV2 VSV2 S3 VNV3 SV3 SSV3 SV3 Bolungarvík ? F/m Fös Lau Sun 15-f 10 -10 - 5 0 SSV2 NNV1 A1 VSV1 SV1 NNV2 SSA2 SV2 VSV2 Blönduós !? Fim Fös Lau Sun mm NNV1 N1 LOGN NV1 Akureyri VSV3 V3 N2 SV2 SV2 V3 NV3 NV2 VNV3 Egilsstaðir iG-i F,m Fös Lau Sun V2 V2 S1 S2 SSV2 SSV2 SSA2 SA2 SSA2 Kirkjubæjarklaustur !? F'm Fös Lau Sun SV2 V2 V2 VSV2 VSV2 VSV2 V2 VSV2 VSV2 Stórhöfði c F,m Fös Lau Sun SV5 V5 V4 VSV4 SV3 V4 V3 SV3 VSV5 Miðvikudagur 5. ágúst 1998 Veðrið í dag... Suiman- og suðvestan gola eða kaldi. Rigning eða súld meö köflum, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi. Hiti 10 til 17 stig. ÍÞRÓ TTIR íslenska liðið mætti ofjarli sínrnn í leiknum gegn Norðmönnum og tapaði stórt, 8-2. íslenska liðið á Opna KEA- Norðurlandamótinu í knatt- spyrnu lék sinn fyrsta leik í mót- inu á Akureyrarvelli í gær gegn Norðmönnum, og beið ósigur, 2- 8. Norðmenn skoruðu fyrsta markið en Island jafnaði fljót- lega 1-1 með marki Ólafs Páls Snorrasonar, Val. Næstu tuttugu mínútur voru hins vegar martröð fyrir íslenska liðið, vörnin opn- aðist illa og eftir hálftíma Ieik var staðan 1-4 fyrir Norðmenn og þannig var staðan í hálfleik. I seinni hálfeik byrjuðu Norð- menn af krafti og var staðan orð- in 1-6 eftir 20 mínútur. Þá minnkaði ísland muninn í 2-6 en tvö síðustu mörkin skoruðu Norðmenn og unnu mjög sann- gjarnt. Lið þeirra var mjög heil- steypt, oft brá fyrir frábærum samleik, sem oftar en ekki byij- aði hjá miðjumanninum Fredrik Strömstad. Flest mörk Noregs gerði Trond Ludvigsen, eða 4; en eitt mark gerðu Ruben Hansen, Kurt Heggested, Vidar Hoseth og Ole Talberg. Bæði mörg Is- Iands gerði Ólafur Páll Snorra- son. Magnús Gylfason, þjálfari, sagði að þetta hefði ekki verið dagur íslenska Iiðsins, fátt hefði gengið upp og vörnin verið mjög slök auk þess sem Norðmenn væru með mjög sterkt Iið sem ef- laust næði langt. Þegar staðan hefði verið 1 -4 hefði íslenska lið- ið misst trúna og ekkert gengið eftir það. A Dalvíkurvelli léku fyrst Svíar og Færeyingar, og sigruðu Svíar 3-0 og var sá sigur síst of stór. Síðari leikurinn á Dalvík var Ieikur Englands og Finnlands þar sem England hafði forystu 3- 1 allt fram til loka er Finnar skoruðu tvívegis, seinna markið með Iokaspyrnu leiksins, ogjöfn- uðu, 3-3. A Ólafsfirði sigruðu Irar Dani 4-0 og var Iið Ira mun heilsteyptara. Irarnir eru Evr- ópumeistarar U16 og U18 og því ættu þessi úrslit ekki að koma á óvart. A morgun leika á Sauðárkróki Noregur og Danmörk og síðan Island gegn Irlandi og hefst fyrri Ieikurinn klukkan 15.00. A Húsavík leika England og Fær- eyjar og Finnar gegn Svíum og hefst fyrri leikurínn þar einnig klukkan 15.00. Mótið heldur síðan áfram á föstudag og því lýkur á laugardag. — GG Við undirskrift samnings KSÍ og KEA sem er styrktaraðili mótsins. F.v. Árni Magnússon fjármálastjóri KEA, Eggert Magnússon, formaður KSÍ og Þór- arinn £ Sveinsson aðstoðarkaupfélagsstjóri KEA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.