Dagur - 05.08.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 05.08.1998, Blaðsíða 10
10 -MIÐVIKVDAGUR 5. ÁGÚST 1998 FRÉTTIR Dítgtur Rólegt og fámeiuit í Reykjavík um helgina Umferðin inn og út úr höfuðborginni gekk almennt séð vel þó hún væri þung. Fátt fólk var í mið- bæniun uin helgina og tiltölulega rólegt. Það eru þó alltaf einhverj- ir til vandræða og t.d. voru fjórir teknir fyr- ir ótímabær þvaglát samkvæmt dagbók lögreglunnar í Reykja- vík um verslunar mannahelgina. Umferðin gekk mjög vel á svæði Reykjavíkurlögreglu og ökumenn almennt til fyrirmyndar þegar miðað er við hvað umferðin var mikil. Þó voru 50 ökumenn tekn- ir fyrir of hraðan akstur og 16 fyr- ir ölvun við akstur. Færri innbrot Lögreglunni var tilkynnt um 7 innbrot um helgina sem er fækk- un frá síðasta ári en þá voru þau 10 og árið þar áður 22. Um þessa helgi var Iögreglan Iíka með sér- stakt eftirlit til að koma í veg fyr- ir innbrot. Síðdegis á föstudag var tilkynnt um þjófnað á nokkur hundruð þúsund krónum úr skúffu á bensínstöð í vesturbæn- um. Þetta voru peningar sem voru tilbúnir fyrir uppgjör. A föstudagskvöld var farið í póstkassa í húsi við Kelduland og póstur tekinn úr þeim og rifinn. M.a. fundust rifnar ávísanir frá ríkisféhirði í nágrenninu. A laugardagsmorgun var til- kynnt um innhrot í íbúð við Vita- stíg. Stolið var útvarpi, úrum og fl. Akveðinn maður er grunaður. Síðdegis á laugardag var til- kynnt um innbrot í íbúð við Skeljagranda. Þar var stolið verð- mætum hljómflutningstækjum. Snemma á sunnudagsmorgun var gerð tilraun til innbrots í úr- smíðaverslun við Laugaveg með því að henda gijóti í rúðu. Orygg- isgler var í rúðunni og því kom aðeins lítið gat á hana og engu var hægt að stela. Uppúr hádegi á mánudag var tilkynnt um innbrot f hús við Nesbala. Þar hafði verið stolið verulegum verðmætum í skart- gripum og myndbandstæki. Síðdegis á mánudag var brotist inn í vinnuskúr við Sóltún og stolið allmiklum verðmætum í verkfærum. Undanfarið hefur verið talsvert mikið um slíka þjófnaði á verkfærum af vinnu- stöðum og ástæða til að brýna fyrir mönnum að geyma dýr verk- færi á öruggum stöðum. A mánu- dagskvöld var tilkynnt um inn- brot í tvær íbúðir við Hverfisgötu. Ur annarri var stolið símtæki en ekki er vitað um hvort einhveiju var stolið úr hinni. Arasagjarnir unglingar Maður var fluttur á slysadeild úr Hafnarstræti á föstudagskvöld, bólginn og blóðugur í andliti. Kvaðst hann hafa orðið fyrir árás unglingahóps. Aðfaranótt laugardags var mað- ur fluttur á slysadeild sem kvaðst hafa orðið fyrir árás dyravarða á veitingastað í miðbænum er hann ætlaði inn í veitingahúsið. Um svipað leyti voru tveir menn teknir í Pósthússtræti fyrir að sparka í liggjandi mann. Á sama tíma varð maður fyrir árás tveggja manna f Lækjargötu. Hann tapaði úlpu og peninga- veski á flóttanum en árásarmenn- irnir fundust ekki. Maðurinn var fluttur á slysadeild. Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um með- vitundarlausan mann utan við veitingahús við Laugaveg. Mað- urinn var slasaður á hnakka og í andliti og var fluttur á slysadeild. Arásarmaðurinn var handtekinn. Skemmdur gróöur A laugardagsmorgun var tilkynnt um menn að skemma gróður í Hljómskálagarðinum. Þetta voru 5 ungir menn og reyndust þeir vera með fíkniefni í fórum sínum. Fyrir hádegi á laugardag var til- kynnt um kettling fastan uppi á þaki á húsi við Seljaveg. Kisa var bjargað niður með aðstoð slökkvi- liðs. Aðfaranótt sunnudags var til- kynnt um konu sem væri komin niður á dekk sem hanga utan á Miðbakkanum. Henni var bjarg- að upp áður en hún fór í sjóinn og ekið á sjúkrahús. Um hádegi á Iaugardag var maður tekinn fyrir að bijóta með kúbeini allar rúður í bifreið fyrr- verandi eiginkonu. Honum var sleppt eftir skýrslutöku. Fjögurra ára gamalt barn brenndist í sturtu á sunnudag er krani fyrir heitt vatn brotnaði af. Barnið var flutt á Landspítala með brunasár á neðri hluta Iík- amans. Um miðnætti féll maður þrjá metra og lenti á gangstétt við Laugaveg. Maðurinn var fluttur á slysadeild og reyndist lærbrotinn. Vatnsæð sprakk á Einimel Kl. 08.34 á mánudag var tilkynnt um að vatnsveituæð hafi farið í sundur við Einimel 19. Garður- inn við húsið og kjallari undir bíl- skúr fóru undir vatn. Talið er að stofnæð hafi þversprungið og varð að loka fyrir vatn á svæðinu. A mánudagskvöld var kvartað yfir hávaða frá vekjaraklukku sem hafði verið í gangi nánast alla helgina. í ljós kom að eigandinn var í Vestmannaeyjum og gat ekki stoppað klukkuna. Nágranninn ætlaði að umbera hávaðann þar til eigandinn kæmi heim. Grunnskólakennarar Við Grundaskóla vantar ennþá kennara til að sinna al- mennri bekkjarkennslu í 1. og 8. bekk (2 stöður). Vakin er athygli á að Akraneskaupstaður hefur gert sérstakt sam- komulag við kennara bæjarins. Góð vinnuaðstaða er fyrir kennara og þróttmikið skólastarf. Verið er að vinna að mati á skólastarfi og fleira skemmtilegt er á döfinni. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í vs. 431 2811, hs. 431 2723 og 899 7327 (Guðbjartur Hannesson). Umsóknarfrest- ur framlengdur til 11. ágúst nk. Menningar- og skólafulltrúi. FfÖLBRAUTASKÓLI VESTURLANDS Á AKRANESI auglýsir: Kennara vantar í: • Hjúkrunarfræði, 'A staða • Rafvirkjun fullt starf • Þýsku, 'A staða Ráðið verður í störfin frá 1. ágúst 1998 og kennsla hefst 24. ágúst. Umsóknarfrestur er til 12. ágúst. Umsóknir skulu sendar Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, Vogabraut 5, 300 Akranesi (ekki er þörf á að nota sérstakt umsóknareyðublað). Heimasíða: http//:rvik.ismennt.is/~fva/ Upplýsingar eru veittar í símum 431 2544 / 431 2528. Skólameistari. Hryllingiir í Vaglaskógi Yfirleitt er friðsælt í Vaglaskógi en annað var uppi á teningnum hjá ungu fjölskyldufólki um verlunarmannahelgina þarsem steinolíu var helltyfir tjald þar sem lítið barn hafðist við. Rifrildi og slagsmál urðu til þess að kona hellti steinolíu yfir tjald í Vaglaskógi. Inni í tjaldinu var ungt bam. Ein alvarlegasta uppákoman um verslunarmannahelgina átti sér stað í Vaglaskógi í Fnjóskadal að- faranótt sunnudags. Þar spunn- ust upp deilur og slagsmál sem enduðu með því að skelfingu lostnir skógargestir létu til sín taka og kölluðu til lögregluna á Húsavík. Ung börn blönduðust í átökin þar sem Bakkus virðist hafa verið í stóru hlutverki. Ekki er nákvæmlega vitað til þess hvað orsakaði ósættið sem leiddi til handalögmála, en mál- in tóku óvænta og ískyggilega stefnu þegar kona um tvítugt hellti steinolíu á tjald kunningja sinna og var ungt barn inni í tjaldinu þegar þetta gerðist. Að sögn Sigurðar Brynjúlfssonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögregl- unni á Húsavík, höfðu áhorfend- ur að ósköpunum þá þegar blandað sér í átökin og reynt að stilla til friðar, auk þess að hringja í lögregluna. Mjög skjótt var brugðist við og var lögreglan komin um 25 mínútum síðar í Vaglaskóg, en um 60 kílómetrar eru milli Húsavíkur og Vagla- skógar. Nærstaddir til bjargar „Við tókum þessa tilkynningu mjög alvarlega, en þegar við komum á staðinn hafði átökun- um linnt. Fjölskyldufólk sem varð vitni að þessu hafði þá tek- ið að sér þijú ung börn sem þetta fólk var með. Hluti deil- enda var farinn en aðrir voru enn á staðnum. Okkar afskipti voru að ræða við viðkomandi og reyna að róa fólk niður. Við fór- um með einn mann til Húsavík- ur, en komum svo aftur í skóginn á sunnudagsmorgun og skildum ekki við fólkið fyrr en sættir höfðu náðst," segir Sigurður. Mjog alvarleg lióftin Samkvæmt Sigurði virðist sá gjörningur konunnar að hella olíu yfir tjaldið meira hafa verið í skyni hótunar en ásetnings. Þannig voru eldfæri aldrei tekin fram svo vitað sé, en málið er engu að síður litið mjög alvarleg- um augum. Hjón með barn sem tengdust deilunni reyndu að flýja vettvang á bifreið. Lögregl- an á Akureyri fékk vísbendingu um ferðir bílsins og tókst að stöðva bílstjórann og Ijúka öku- ferðinni þar með. Hryllingur „Þetta var hryllingur á að horfa og menn voru slegnir yfir því að sjá börnin blandast inn í þennan hildarleik," segir vitni að atburð- unum í Vaglaskógi. Mikið fyllerí mun hafa verið á flestum þeim sem tengdust átökunum og verð- ur barnaverndaryfirvöldum að sjálfsögðu gert viðvart um uppá- komuna, að sögn yfirlögreglu- stjórans á Húsavík. Eftirmál eru óljós á þessu stigi en þess má geta að fólkið sem um ræðir, á lögheimili í Reykjavík. — bþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.