Dagur - 05.08.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 05.08.1998, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR S. ÁGÚST 1998 - 9 irða ölvun hafi hátíðahöldin farið vel fram og minnir á að mun auðveldara sé um alla gæslu og eftirlit í þéttbýli en þegar fan bæjar. - mynd: brink ar Þorvaldsson mótsstjóri er ánægður með mótið og segir að sérlega gleðilegt hafi verið að mik- ið af ungu fólki skyldi koma. „Mótið fór vel fram og veðrið var betra en spáin sagði til um. Ekkert var um ólæti og engin truflun varð vegna ölvunar. Engin vandamál komu upp og eini ljóðurinn var banaslysið sem varð í nágrenninu. Okkur þykir það mjög miður," sagði Gunnar. Gunnar segist hafa heyrt að fólk almennt hafi hegðað sér vel um helgina og væri það gott mál. Þeir hafi einkum merkt bætta um- gengni fólk um skóginn. Fjárhagurinn verður líklega réttu megin við strikið að mati Gunnars. Enginn stórgróði væri á svona hátíð og allt byggðist á sjálf- boðavinnu. Aðalatriðið væri að fólk hefði þennan valkost, að halda útihátíð í fögru umhverfi og án áfengis. ..Það er ekki spurning um að fólk fer mikið eftir veðurspá. Fólk vill líka sjá nýja staði,“ segir Gunn- ar. Stór hluti mótsgesta er fasta- gestir og jafnvel hafa sumar fjöl- skyldur komið á mótið í margar kynslóðir. Undanfarið hefur leik- svæði barna verið byggt mikið upp og segir Gunnar að svo verði áfram. Það sýndi sig að ef börnin væru ánægð væru foreldrarnir það líka. Umgengnin alveg einstök I kringum þrjú þúsund manns lögðu leið sína á Kántrýhátíð á Skagaströnd. Magnús Jónsson, sveitarstjóri og einn af skipuleggj- endum, segir að um 1500 manns hafi komið þangað í fyrra og þótt búist hefði verið við aukningu hefðu komið fleiri en búist hafði verið við. „Við erum mjög ánægð hérna. Þetta er líka svo sérstaklega gott fólk sem hingað kemur, það geng- ur vel um og er ákaflega þægilegt. Umgengnin var slík að eftir að tjaldstæðin urðu tóm var ekki hægt að sjá að hátíð hefði átt sér þar stað. Það var greinilega mjög vant útilegum og kunni að skemmta sér og ganga frá,“ segir Magnús. Gestir voru mestmegnis íjölskyldufólk og afar lítið um ung- linga. Ekkert var um ólæti og mátti segja að slökkt hafi verið á bænum um fjögur á nóttunni. Magnús segir að hagsmunaaðil- ar kæmu sennilega ágætlega út úr hátíðinni en ekki væri öruggt með skipuleggjendur. Sveitarfélagið hafi kostað miklu til við að hafa alla aðstöðu sem besta. Magnús segir að þrennt hafi einkum valdið vinsældum hátíðar- innar, veðrið, fastagestir og svo löngun fólks til að sjá nýjan Kán- trýbæ. Sjá einnig Lífið t' landinu, bls. 22-23. r LANDSPITALINN ...í þágu mannúðar og vísinda... Aðstoðardeildarstjóri Staða aðstoðardeildarstjóra á skurðdeild er laus til umsókn- ar. Stöðunni fylgir m.a. ábyrgð á skipulagningu hjúkrunar á sviði hjartaskurðlækninga. Umsækjendur skulu vera hjúkrun- arfræðingar með viðbótarnám í skurðhjúkrun og reynslu í skurðhjúkrun á sviði hjartaskurðlækninga. Staðan veitist frá 1. september 1998. Upplýsingar veita Kristjana Ellertsdóttir í síma 560 1379 og Elín J. G. Hafsteinsdóttir í síma 560 1000. Hjúkrunarfræðingar óskast á eftirtaldar deildir: 1) Fræðslu- og rannsóknardeild hjúkrunar Um dagvinnu er að ræða og er starfshlutfall og vinnutími samkomulagsatriði. Starfið er laust nú þegar. Starfið er fólgið í vinnu við sjúklingaflokkunarkerfi spítalans. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á sjúklingaflokkun og reynslu af notkun á legudeildum. Einhver tölvukunnátta er æskileg. Færni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg svo og hæfileiki til að starfa sjálfstætt. Upplýsingar veita Helga H. Bjarnadóttir og Hrund Sch. Thorsteinsson sími 560 1000 (kalltæki). 2) Lyflækningadeiid 11-B Um er að ræða fastar næturvaktir frá 10. ágúst nk. Deildin er rannsóknardeild og er opin frá mánudegi til föstudags. Æski- legt starfshlutfall er 60% eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Bjarney Tryggvadóttir í síma 560 1300. 3) Skurðdeild Landspítalans Á deildinni eru framkvæmdar allar almennar skurðlækningar, æða-, lýta-, þvagfæra- og bæklunarskurðlækningar. Á Land- spítala er auk þess miðstöð barnaskurðlækninga, hjarta- skurðlækninga og augnskurðlækninga á íslandi. Umsækj- endur skulu vera með viðbótarnám í skurðhjúkrun. Upplýs- ingar veita Kristjana Ellertsdóttir í síma 560 1379 og Elín J. G. Hafsteinsdóttir í síma 560 1000. Sjúkraliðar óskast til afleysinga nú í ágúst á hinar ýmsu deildir Landspít- alans. Einnig eru nokkrar stöður lausar til frambúðar. Upplýs- ingar veita deildarstjórar og Bjarney Tryggvadóttir í síma 560 1300 eða 560 2800. Sálfræðingur óskast að endurhæfingarskor geðdeildar Lanaspítalans. Um er að ræða afleysingastöðu fyrir tímabilið 1. september 1998 til og með 30. júní 1999. Starfið felst í sérfræðilegri þátttöku í endurhæfingarteymi á legudeiid, dagdeild og göngudeild. Sálfræðingurinn þarf að hafa löggildingu og æskilegt er að hann hafi starfsreynslu í endurhæfingu geðsjúkra og reynslu í vísindarannsóknum. Upplýsingar veita Gylfi Ásmundsson og Jón G. Stefánsson, sími 560 1000. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Rannsóknir á svefni og öndun Starfsmaður óskast til að aðstoða við að rannsaka sjúklinga sem lagðir eru inn á lungnadeild Vífilsstaðaspítala með grun um svefn- og öndunartruflanir. Starfið er fjölbreytt og felur í sér mikii mannleg samskipti. Vinnutími er breytilegur og samkvæmt samkomulagi. Grundvallarþekking á tölvum er nauðsynleg. Æskilegt er að væntanlegur starfsmaður hafði grunnmenntun á sviði heilbrigðisvísinda (hjúkrunarfræði, líf- fræði, sálfræði). Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir lungna- deildar Vífilsstaðaspítala í síma 560 2800. Umsóknir sendist til skrifstofu Ríkisspítala, merktar starfsmannastjóra fyrir 17. ágúst nk. Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást hjá starfs- mannahaldi Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.