Dagur - 05.08.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGVR 5. ÁGÚST 1998 - 7
Xfc^MT.
ÞJÓÐMÁL
Frá Hrísey til HLroshima
eða sagan af Sadakó
Minnismerkið um Sadako í Friðargarðinum í Hiroshima
sem Þóra Björk fjallar um í greininni.
Að kvöldi þessa dags 5. ágúst er
kominn 6. ágúst í Japan. Þann
dag fyrir 53 árum féll kjarnorku-
sprengja á borgina Hiroshima í
Japan.
Af því tilefni ætla ég að segja
frá hvernig Hrísey og Hiroshima
tengjast í mínum huga og segja
frá friðarvinnu kennara og barna
í Japan og um allan heim.
Veturinn 1974-5 kenndi ég í
Hrísey. Hríseyingar tóku mér vel
og voru mér mjög góðir þennan
vetur. Eg bjó ein ( húsi Arna
Tryggvasonar og Kristínar konu
hans, reyndar ekki alveg ein því
ég var með köttinn minn hana
Grásu með mér. I húsi Arna var
ekkert sjónvarp og ég hlustaði
því mikið á útvarpið, gömlu guf-
una, einu rásina sem þá var. Á
sunnudagseftirmiðdögum var
flutt útvarpsleikrit barnanna sem
ég fylgdist gjarnan með þegar ég
var að undirbúa kennsluna. Eitt
leikritið hét Sadakó vill Iifa og
hafði mikil áhrif á mig. Þar
kynntist ég söguhetjunni
Sadakó, 12 ára stelpu í Hiros-
hima og baráttu hennar fyrir líf-
inu og trú hennar á þúsund
pappírströnur.
Eg gleymdi síðan Sadakó alveg
þangað til tíu árum sfðar. Þá
kenndi ég í Skagafirði.
Við vorum í bekknum að
vinna með samfélags-
ffæðiefnið „Sinn er siður
í landi hverju“. Þar er
fjallaö um Japan og bekk-
urinn útbjó m.a. japanska
máltíð sem borðuð var
með prjónum. Eg kenndi
nemendum að brjóta
pappírströnur og fór í
framhaldi af því að leita
að leikritinu um Sadakó.
Hafði samband við Rfkis-
útvarpið og spurðist fyrir
um leikritið, sem þá var
gleymt, athugaði hjá Máli
og menningu hvort þeir
ættu eitthvað efni um
Sadakó eða gætu fundið
það, nei ekkert fannst, og
ég var farin að halda að
þetta hefði verið skáld-
saga sem ætti sér ekki
stoð í raunveruleikanum.
Enn líður langur tími,
nú meira en tíu ár og ég
er alveg búin að gleymá
henni Sadakó. Þá gerist
það núna í haust á ferð
um Japan, ég var að koma
til Hiroshima og hún
Matsi-san leiðsögumaður
sagði okkur söguna af
Sadakó og kenndi öllum
að brjóta trönur. Loksins fann ég
Sadakó aftur sem ég hafði
kynnst fyrir 23 árum og hún var
alls ekki nein skáldsagnapers-
óna.
Sadakó var bara tveggja ára
þegar sprengjan féll á Hiroshima
6. ágúst 1945. Amma hennar
fórst f sprengjunni sem kostaði
140.000 manns lífið, en aðrir í
fjölskyldunni hennar komust af.
Þeir sem lifðu af þessa gereyð-
ingu byggðu sér nýtt líf þrátt fyr-
ir alla eyðilegginguna og hörm-
ungarnar. Sadakó óx úr grasi
samhliða enduruppbyggingu
borgarinnar. Hún var ósköp
venjuleg stelpa, heil-
brigð, atorkusöm og
mamma hennar sagði
að hún hefði verið á
hlaupum frá því hún
fæddist. Hún hafði
líka mikinn áhuga á
íþróttum, sérstaklega
hlaupum og æfði með
skólaliðinu fyrir árlega
keppni. A einni æfing-
unni fór allt að hring-
snúast og hún féll nið-
ur og gat ekki staðið
strax upp aftur. Eftir
þetta greindist hún
með hvítblæði, sem
kallað var „the atomic
bomb disease“. Hún
var lögð inn á spítala
og þar byrjaði barátta
hennar \áð sjúkdóm-
inn. Sadakó hafði
heyrt gamla þjóðtrú
um trönur, en trönur
eru háfættir glæsilegir
fuglar. Trönur eru
taldar tákna langlífi og
hamingju og ef þú get-
ur brotið þúsund
pappírströnur á ósk
þín að rætast. Sadakó
fór að brjóta pappírs-
trönur alla daga til að
hennar heitasta ósk
rættist, að verða heilbrigð aftur.
Stofan hennar varð full af
trönum sem hún hengdi upp f
lengjum og hún og kepptist við
að reyna að ná því að bijóta
1000 trönur. Hún varð stöðugt
veikari og veikari en hélt alltaf
áfram að brjóta og hélt í vonina
að henni batnaði að lokum. Við
rúmið sitt hafði hún alltaf
Kokeshi-dúkkuna, hefðbundna
japanska trédúkku sem bekkjar-
félagar hennar höfðu gefið
henni. Sadakó náði að brjóta
644 trönur áður en hún dó, 25.
október 1955. Bekkjarfélagar
hennar brutu 356 trönur svo að
hún var grafin með 1000 trönur.
Eftir dauða hennar hófu
bekkjarfélagar hennar söfnun
fyrir minnismerki. Minnismerki
hennar og allra barnanna sem
létu lífið vegna kjarnorku-
sprengjunnar á Hiroshima.
Söfnunin var kölluð Kokeshi eft-
ir trédúkkunni sem hún hafði
alltaf hjá sér. Börn um gjörvalla
Japan tóku þátt og 1958 var
minnismerki barnanna afhjúpað
í Friðargarðinum í Hiroshima.
Minnismerkið er af Sadakó sem
teygir hendur móti himni og
heldur á trönu. A því stendur:
jpetta er ákall okkar,
þetta er von okkar:
að skapa jrið á jörðu.
A hverju ári, 6. ágúst, á degi
friðarins í Hiroshima, setja börn
úr skólum í Hiroshima trönur
við minnismerki Sadakó. Trön-
urnar koma frá börnum í skólum
í Japan og nú í seinni tíð einnig
frá börnum hvaðanæfa úr heim-
inum.
Heilmikil umfjöllum um
Sadakó og pappírströnurnar er á
internetinu og friðarvinnu sem
kennarar og börn um allan heim
taka þátt í. Sláið bara inn leitar-
orðið Sadako.
Eignarhald skiptir máii
ÖGMUNDUR
gjgp^ m JÓNASSON
:: ALÞINGISMAÐUR
' ^
SKRIFAR
Finnur Ingólfsson ætlar ekki að
gera það endasleppt. Þessi full-
trúi Framsóknarflokksins, stjórn-
málaflokks sem vill kenna sig við
miðju íslenskra stjórnmála, geng-
ur nú manna harðast fram í að
einkavæða almannaeignir. Sama
formúlan er uppi höfð í banka-
kerfinu og við einkavæðingu
annars staðar. I fyrstu var látið í
veðri vaka að einvörðungu stæði
til að breyta bönkunum í hlutafé-
lög, um væri að ræða svokallaða
formbreytingu sem engum ætti
að verða meint af. Ekki man ég
betur en viðskiptaráðherrann
segðist vilja kanna hvort ekki
væri rétt að bankarnir höfnuðu í
eign lífeyrissjóða eða almanna-
samtaka ef á annað borð væri far-
ið út í að selja hlutafé.
Finnur, Ágúst og „jafnaðar-
menn“ vilja einkavæða
Þetta var í upphafi stjórnartím-
ans. Síðan gekk það eftir að ríkis-
bönkunum var breytt í hlutafé-
lös. A skjön við fyrri yfirlýsingar
stendur nú til að selja bankana
og ekki nóg með það, öllu skiptir
að koma eignarhaldinu í hendur
útlendinga, „það er íslenskum
fjármagnsmarkaði mikilvægt að
fá erlenda Ijárfesta til þátttöku í
þessu starfi" segir bankamálaráð-
herrann Finnur Ingólfsson á for-
síðu Dags 28. júlí.
Undir þetta sjónarmið hafa al-
þýðuflokksmenn tekið. I grein í
Degi 23. júlí segir Agúst Einars-
son alþingismaður m.a. undir
millifyrirsögninni, hvað vilja jafn-
aðarmenn-1: „Fulltrúar jafnaðar-
manna í efnahags- og viðskipta-
nefnd, Jón Baldvin og undirritað-
ur, lögðu til við breytingu ríkis-
bankanna í hlutafélög að annar
bankinn yrði einkavæddur þann-
ig að stór hluti hlutaljárins yrði
seldur erlendum banka...“
Agúst vill hins vegar ekki Iáta
hér við sitja og hefur gagnrýnt
aðferð viðskiptaráðherrans um
fyrirhugaða sölu hlutabréfa hér
innanlands á þeirri forsendu að
eignarhaldið verði ekki nægilega
dreift og talar um einkavinavæð-
ingu í því sambandi. Hann vill að
þeim hlutabréfum sem ekki yrði
ráðstafað út fyrir landsteinana
yrði dreift jafnt til allra lands-
manna auk þess sem starfsmenn
bankans fengju hluti í honum.
„Þetta yrði alvöru almannavæð-
ing sem kæmi í veg fyrir að ríkis-
eignir færðust á fárra manna
hendur. Þessi aðferð hefur víða
verið notuð og sjálfsagt að reyna
hana hér í Landsbankanum,"
segir Agúst Einarsson í fyrr-
nefndri blaðagrein.
Að hætti Jeltsins og Blöndals
Það er vissulega rétt að þessi að-
ferð einkavæðingar hefur víða
verið reynd, ekki síst í Austurvegi
„Finnur Ingólfsson ætlar ekki að
gera það endasleppt. Þessi fulltrúi
Framsóknarflokksins, stjórnmála-
flokks sem vill kenna sig við miðju
íslenskra stjórnmála, gengur nú
manna harðast fram í að einka-
væða almannaeignir, “ segir
Ögmundur m.a. í grein sinni.
hjá Boris Jeltsín og félögum en
einnig hafa íslenskir fijálshyggju-
menn, Pétur Blöndal, alþingis-
maður og fleiri talað í þessum
dúr.
Staðreyndin er hins vegar sú
að þessi aðferð við einkavæðingu
hefur ekki komið í veg fyrir sam-
þjöppun Ijármagns og hún breyt-
ir því ekki að verið er að færa al-
mannaeignir í hendur einkaaðila.
Ríkisbankarnir eru núna í eigu
almennings, allra landsmanna.
Eftir einkavæðingu yrði svo ekki
lengur, jafnvel þótt eignarhaldið
kynni að vera talsvert dreift til að
byija með. Þess vegna skýtur
skökku við að nota hugtakið al-
mannavæðing um eignarhalds-
breytingu af þessu tagi. Bæði
Agúst Einarsson og Finnur Ing-
ólfsson gera mikið úr nauðsyn
þess að efla samkeppni á þessu
sviði sem öðrum en Agúst hefur
þó af því áhyggjur að einkavæð-
ingin kunni að færa sjálfstæðis-
mönnum aukin völd í hendur því
þeir séu sömu mennirnir og hafi
peningaráðin í þjóðfélaginu.
Jafnframt finnur hann því þó allt
til foráttu að fulltrúar Alþingis
komi að yfirstjórn þessara mála,
slíkt sé ávísun á sukk og svínarí
einsog dæmin sanni.
En stenst þetta nánari skoðun?
Það skyldi þó aldrei vera að eign-
arhald almennings á mikilvæg-
ustu fjármálastofnunum þjóðar-
innar skapi möguleika á opinni
og gagnsærri stjórnun þeirra og
komi í veg fyrir þrönga pólitíska
hagsmunagæslu.
„Fagmenn“ í sama flokki
Þegar allt kemur til alls er það
deginum ljósara og hárrétt at-
hugað hjá þingmanninum að
Ijármálamenn í þessu þjóðfélagi
okkar tilheyra fyrst og fremst ein-
um og sama stjórnmálaflokkn-
um, Sjálfstæðisflokknum og sé
ekki fulltrúum annarra afla
tryggð aðkoma að stjórnun
banakastofnana sem annarra
mikilvægra stofnana samfélags-
ins eru hágsmunir sjálfstæðis-
manna einna tryggðir ef ekki
geirnegldir. Þeir einir kunna skil
á faginu, eru fagmenn eins og
það er kallað.
Og þegar allt kemur til alls, er
ástæða þess að unnt er að
hreinsa til í skúmaskotum ríkis-
bankanna sú að þeir heyra ríkinu
til og lúta almannastjórn. Eða
hafa fengist svör um hlunnindi
íslandsbankamanna í æðstu
stöðum eða stjórnenda og eig-
enda þeirra íslenskra stórfyrir-
tækja sem mala gullið. Og
ímynda menn sér að hinir er-
lendu bankarisar sem verið er að
kalla hér að krásunum muni
leggja öll sín spil á borðið þegar
eftir yrði leitað?
Eignarhald skiptir máli þegar
allt kemur til alls og væri nær að
treysta almannavald yfir þessum
stofnunum, hugsanlega eftir
sameiningu ríkisbankanna, í stað
þess að þrengja eignarhaldið og
koma því úr landi.
S-