Dagur - 05.08.1998, Blaðsíða 8
8- MIBVIKUDAGUR S. ÁGÚST 1998
[ FRÉTTASKÝRING
„Landinn er að
SIGRÚN
ERNA
GEIRS
DOTTIR
SKRIFAR
Að frátöldimi dauða-
slysum í umferðnmi á
mánudag gekk mesta
ferðahelgi ársins vel
fyrir sig og skipuleggj-
endur hátíða eru
ánægðir með sitt. Þótt
ölvun væri víða tals-
verð vakti athygli hve
hátíðir fóru vel fram
og segja sumir að ís-
leudingar séu að læra
að hegða sér á útihá-
tíðum.
Þúsundir manna streymdu á
skipulagðar hátíðir sem haldnar
voru víða um landið um verslun-
armannahelgina. Mótshaldarar
eru yfirleitt ákaflega ánægðir með
helgina. Það mega þeir einnig
vera því hátíðirnar fóru vel fram.
Talsverð ölvun var á þeim stöðum
sem unglingar sóttu hvað mest en
ekki hlutust þó af nein alvarleg
vandamál, ákaflega lítið var um
líkamsárásir og engin nauðgun
hefur enn verið kærð.
Unglingamir prúðmannlegir
Talið er að um þrjú hundruð
manns hafi dvalið á Vopnafirði
vegna Vopnaskaks ‘98. Mikið var
um að brottfluttir kæmu og því
var dágóður hópur sem dvaldi í
heimahúsum. Sigríður Dóra
Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri
hátíðarinnar, segir að þar að auki
hafi verið mikið um fólk sem kom
og sótti einhveija viðburði hátíð-
arinnar, enda væru margir í sum-
arhúsum í nágrenninu. Búist
hafði verið við um 1.000 manns,
líkt og í fyrra, en þá komu um
fimm til sex hundruð unglingar.
Þá vantaði hins vegar á hátíðina í
ár og sagði Sigríður að greinilegt
væri að þeir færu þangað sem all-
ir hinir færu. „Það er greinilegt að
það er ekki nóg að hafa góðar
hljómsveitir, þær höfðum við. Það
spyrst út að allir ætli eitthvað
ákveðið og þangað fara svo krakk-
arnir. Það er ekkert hægt að ráða
við það.“ Hátíðin hefði hins vegar
verið vel styrkt og menn hefðu
ekki miklar áhyggjur af fjárhagsaf-
komu.
A laugardeginum var fullt á
dansleiknum og sagði Sigríður að
hljómsveitirnar hefðu haft á orði
hvað krakkarnir voru snyrtilegir
til fara og hegðuðu sér vel. í það
heila tekið hefði fólk hegðað sér
afburða vel og mótshaldarar væru
bara ánægðir.
Fjölgim milli ára
Fjölmennasta hátíðin var að öll-
um líkindum Halló Akureyri,
þangað mættu milli tólf og fimmt-
án þúsund manns sem er fjölgun
milli ára. Búist hafði verið við átta
til tólf þúsund, þannig að móts-
haldarar voru að vonum ánægðir.
„Markmiðið var að stuðla að al-
hliða afþreyingu bæði hér og í
Eyjafirði og það tókst. Afleiðingin
var sú að mannfjöldinn dreifðist
mikið og við urðum aldrei vör við
að fjöldinn væri í raun svona mik-
ill, þótt það hafi kannski verið að
skemmta sér 25-30 þúsund
manns á svæðinu öllu,“ segir Arni
Steinar Jóhannsson, umhverfis-
stjóri Akureyrar og einn af skipu-
leggjendum hátíðarinnar. Hann
segir hátíðina hafa farið vel fram,
engin nauðgun var kærð og fáar
líkamsárásir. A slysadeild komu
einungis tvöfalt fleiri en um góða
venjulega helgi þannig að menn
mættu vel við una. „Við lögðum
mikið upp úr löggæslu, bæði á
tjaldstæðunum og í bænum og
það skilaði árangri. Engar
skemmdir urðu heldur á mann-
virkjum eða gróðri."
Arni segir fólk hafa hagað sér
vel og of mikið væri rætt um ölv-
un unglinga. Þótt hún hefði verið
meiri en æskileg væri þá færu
unglingar að hans mati betur með
vín en fyrri kynslóðir og þeir
hefðu hagað sér vel. Magnús Már
Þorvaldsson, mótsstjóri, tók undir
þessi orð Ama og sagði að hann
væri ekki frá því að jákvæð þróun
ætti sér stað á þessu sviði í samfé-
laginu. „Drykkjan er auðvitað
smánarblettur en ég held samt að
landinn sé að þroskast.“
„Góð löggæsla og skilaboð til
fólks um að stílað sé upp á fjöl-
skylduhátíð á Akureyri skila sér
vel. Við erum mjög ánægðir og
Ijóst að því fjölbreyttari sem há-
tíðin er, því fleiri koma,“ sagði
Arni Steinar að lokum.
Eins og venjuleg helgi hjá
löggunni
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er
ætíð fjölmenn og nú voru þar um
níu þúsund manns. Að auki bætt-
ust einhveijir við á sunnudegin-
um. Birgir Guðjónsson, í þjóðhá-
tíðarnefnd, segir það svipað og
búist hafði verið við. „Við fundum
strauminn löngu fyrir þjóðhátíð
þegar allt varð upppantað með
flugi og með Herjólfi."
Birgir segir að hátíðin hafi farið
vel fram og lögreglan hafi verið
ánægð. Þetta hafi verið eins og
venjuleg helgi. Hann segir að
fólkið hafi verið rólegt, það hafi
komið til að skemmta sér en ekki
vera með nein læti. „Stuðmenn
voru líka magnaðir og lögðu sitt af
mörkum til að stemmningin varð
frábær. Stærsti hópurinn var milli
sautján og tuttugu ára og hefði
aidurinn því hækkað á hátíðinni.
Það væri mjög gott.“ Það var álit
Birgis að annað yfirbragð hefði
verið á hátíðinni en til þessa,
drykkja hefði verið minni og færri
vandamál komið upp. Allt væri að
fara upp á við.
. Birgir segir að mikið hafi verið
lagt upp úr barnaefni og hafi það
skilað sér vel. Þeir myndu því
halda áfram að auka það, þetta
ætti að vera fjölskylduskemmtun.
„Aðalástæðu þessa mikla mann-
fjölda tel ég vera óvenju vandaða
dagskrá. Stuðmenn eru hljóm-
sveit aldarinnar og þeir trekktu
mikið. Það hafði líka mikið að
segja að veðrið var gott í byrjun. A
fimmtudag og föstudag var sól og
blíða hér og það dró fólk að. Veðr-
ið hefur mikið að segja.“
Sumariö loksins komið
A síldarævintýri á Siglufirði komu
milli þrjú og fjögur þúsund manns
sem er aukning frá því í fyrra og
voru gestir á öllum aldri. Olöf
Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri
hátíðarinnar, segist mjög ánægð
með hana, bæði vegna mann-
fjölda og með það hve vel hafi tek-
ist til. Okeypis var inn á dansleiki
og var þar fjöldi manns. „Engin
ólæti urðu og fangageymslur voru
tómar. Unglingarnir voru líka al-
veg til fyrirmyndar," segir Ólöf.
Hún segir greinilegt að Islend-
ingar ferðuðust eftir veðri og þar
sem sumarið væri loksins komið
til þeirra hefði ferðafólk tekið vel
við sér. Einnig kom mikið af brott-
fluttu fólki og var það mest í
heimagistingu.
Allt fór vel fram á
Neistaflugi
Bjarni Agústsson, einn af skipu-
Ieggjendum Neistaflugs á Nes-
kaupsstað, segir milli tvö og þijú
hundruð manns hafa komið sem
væri svipaður ijöldi og í fyrra. Þeir
væru því ánægðir með helgina.
„Hátíðin fór vel fram og lítið var
um ölvun. Markhópurinn er líka
fjölskyldufólk," segir hann. Mikið
var líka um brottflutta sem komu
í heimsókn.
Bjarni segir að hátíðin sé aðal-
lega rekin með styrkjum og út-
koman verði í kringum núllið.
Litlar áhyggjur væru því af tapi á
hátíðinni. Hann segir ennfremur
að sér fyndist sem fólk færi þang-
að sem það væri fyrirfram búið að
ákveða að fara, þótt eitthvað væri
farið eftir veðri og skemmtikröft-
um.
Lítill kostnaður
A Kirkjubæjarldaustri voru um
tvö þúsund gestir sem skiptu sér
jafnt á tjaldstæðin og í gistingu.
Nokkur fækkun var milli ára og
vildu skipuleggjendur kenna veðr-
inu um það. Hanna Harðardóttir,
ein af skipuleggjendunum, segir
að þau séu samt þokkalega
ánægð. Lítill kostnaður væri
vegna hátíðarinnar og þetta væri
því ekki skipulögð útihátíð. Engar
fjárhagsáhyggjur væru því að
plaga þau. Ballið var það eina sem
var auglýst og þar varð alveg fullt.
„Gestir hegðuðu sér mjög vel,
enda er þetta mestmegnis fjöl-
skyldufólk. Mér fannst líka sem
fólk væri almennt hæverskara í
akstri," segir Hanna.
Hanna segir að sér finnist veð-
ur stjórna för fólks og því hafi
sennilega komið færri en ella.
Þau væru hins vegar með góðan
viðhurð og haldið yrði áfram á
sömu braut.
Mikið af ungu fólki í
Galtalæk
A bindindismótinu í Galtalæk
voru um þrjú þúsund manns sem
er svipaður fjöldi og í fyrra. Gunn-
Fjölmerinasta útihátíðin var að þessu sinni „Halló Akureyri“ á Akureyri. Lögreglan hefur lýst þvíyfir að þrátt fyrir talsve
fólk safnast saman ui