Dagur - 05.08.1998, Blaðsíða 6
6 -MIÐVIKUDAGUR S. ÁGÚST 1998
ÞJÓDMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Simar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.680 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símar auglýsingadeildar: (reykjavík)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pátursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRi) 551 6270 (REYkjavíK)
Kosningaij árlög?
í fyrsta lagi
Véfréttarleg tíðindi hafa borist af fyrsta fjárlagafrumvarpinu
sem nýr fjármálaráðherra mun leggja fram við upphaf þings í
haust. Það sem þegar hefur komið fram lofar ekki góðu um
ríkisreksturinn á kosningaárinu 1999. Tekjur ríkisins munu
aukast verulega á næsta ári, eins og þessu, vegna vaxandi veltu
í þjóðfélaginu. En svo virðist sem fjármálaráðherrann ætli að
auka útgjöldin mun meira. Að minnsta kosti hefur hann gefið
til kynna að til að koma í veg fyrir nokkurra milljarða halla á
fjarlögum næsta árs þurfi snarlega að selja mikinn hluta af
gróðavænlegustu eigum samfélagsins.
í öðru lagi
Islenskir stjórnmálamenn hafa lengi átt í vandræðum með að
stjórna þjóðarbúskapnum í góðæri. Að ekki sé nú talað um
þegar góðæri og kosningar fara saman. Þá hafa ríkisútgjöldin
gjarnan farið úr böndum með hörmulegum afleiðingum fyrir
efnahagslífið. Þess vegna vekja fréttirnar að undanförnu um
að ríkisstjórnin áformi verulega aukningu ríkisútgjalda á tím-
um vaxandi þenslu í þjóðarbúskapnum óneitanlega hroll með-
al þeirra sem þekkja sögu síðustu áratuga. Það þarf að sjálf-
sögðu að fá forgang að standa traustan vörð um velferðarkerf-
ið. En fjölmargar fyrirhugaðar opinberar framkvæmdir mega
vafalaust bíða þar til hægist um.
í þriðja lagi
Því verður ekki trúað að óreyndu að nýi fjármálaráðherrann
ætli að byrja ferill sinn á því að leggja fram frumvarp að dæmi-
gerðum eyðslufjárlögum kosningaárs og reyni að stoppa í
milljarðagat með því að selja eignir ríkisins í hvelli. Vissulega
er hægt að finna ýmis rök fyrir sölu sumra opinberra fyrir-
tækja, en þau þarf að meta á eigin forsendum. Sú röksemd
sem skín í gegnum málflutning fjármálaráðherra að hefja þurfi
stórfellda eignasölu til að stoppa upp í milljarðagat í kosninga-
fjárlögum er alls ekki frambærileg.
Elias Snæland Jónsson.
Blómótti kjólliim
Agata Christie segir á góðum
stað - eða lætur öllu heldur
eina af sögupersóum sínum
segja - að hinn fullkomni
glæpur sé ekki til. Glæpa-
manninum yfirsjáist alltaf eitt-
hvað sem hægt sé að hanka
hann á. Það þarf ekki að vera
mikið eða merkilegt, en nóg
samt. Garri hefur tilhneigingu
til að yfirfæra þessa speki á
stjórnmálin því stjórnmála-
menn eru auðvitað dauðlegir
menn með kosti og galla hvat-
ir og þrár. Hins vegar þurfa
þeir sífellt að láta líta svo
út að þeir séu eitthvað
meira en mannlegir, þeir
þurfa eiginlega að láta
líta svo út að þeir séu of-
urmannlegir og alveg
gallalausir. Þetta kallar
því á stöðugan leikara-
skap af þeirra hálfu og Bill
þeir verða stöðugt að
passa að þeim yfirsjáist
ekki eitthvert smáatriði, sem
kjósendur geta síðan hankað
þá á.
Stórpólitík og óhreina
tauið
Hverjum hefði t.d. dottið í hug
að stórpólitíska kreppu sem
skekur innviði mesta stórveld-
is heims og hefur víðtæk áhrif
í alþjóðastjórnmálum mætti
rekja til þess að ung stúlka
gleymdi misserum saman að
kafa nægjanlega neðarlega í
óhreinatauskörfuna hjá sér.
Fyrir vikið lá blómótti kjóllinn
hennar þarna óþveginn alveg
frá því að hún hafði hitt forset-
ann á „Oralskrifstofunni“ í
Hvíta húsinu. Örlögin hafa nú
hagað því þannig að framtíð
BiIIs Clinton á forsetastóli eru
samofin þessum óhreina
blómótta kjól, því stúlkan,
Monica Lewinsky mundi
nefnilega allt í einu eftir því að
það voru einmitt sæðisblettir
úr forsetanum í kjólnum.
Garra er raunar ekki kunnugt
um hvernig, hvar eða hvenær
þessir sæðisblettir eiga að hafa
komist í kjólinn, en þegar á
allt er litið hlýtur það að teljast
ótrúleg heppni fyrir hinn sér-
lega saksóknara Kenneth
Starr, að Monica skuli hafa
gleymt að skola úr kjólnum all-
an þennan tíma.
Stjómmálaiunræðan
Stjórnmálaumræðan í Banda-
ríkjunum og raunar víðar á nú
eftir að verða virkilega
spennandi - ekki síður
en reyfarar Agötu
Christie. Hinar pólit-
ísku lykilspurningar
verða nú ekki um ein-
hver leiðinda efnahags-
mál, velferðarmál, utan-
Ctinton. ríkismál eða jafnréttis-
mál. Þær verða um kyn-
ferðismál og heimilis-
venjur. Talsmenn forsetans
munu eflaust leggja ríka áher-
slu á spurningar sem lúta að
því að kjóllinn hefur ekki verið
þveginn. Af hverju var kjóllinn
ekki þveginn? Líða mörg miss-
eri milli þess sem Monica
þvær af sér? Hvar fékk Monica
þennan kjól? Er þetta kannski
gamall kjóll af Hillary? Pólit-
ískir andstæðingar forsetans
munu hins vegar einbeita sér
að spurningum um hvernig
sæðið komst í kjólinn? Hvar
komst það í kjólinn og
hvenær? Fyrir íslendinga, sem
gjarnan telja stjórnmálaum-
ræðuna hér heima líkjast ban-
analýðveldisumræðu, er hollt
að fylgjast með og læra af því
hvernig stjórnmálaumræðan
er í háborg vestræns lýðræðis
- sjálfum Bandaríkjum Norður
Ameríku. GARRI
Mikið brall er með heilsufarssögu
og litninga fslenska kynstofnsins,
enda er þar auðsjáanlega um mik-
il dýrmæti að ræða. Sjúkraskýrsl-
ur og ættfærsla eru til hægri verka
kallaðar gagnagrunnur á sviði
heilbrigðismála, eða sjúkramála
þegar svo ber undir, sem kvað
vera oftast nær í þessum tilvikum.
Nú er stofnað hvert erfðagrein-
ingarfyrirtækið af öðru og er lagt í
þau mikið fé á mælikvarða ís-
lenska efnahagskerfisins, þótt það
séu smámunir einir miðað við út-
Iánatöp ríkisbankanna. Deilur um
Ieyfi til að fá að nota gagnagrunn-
ana, sem að miklu Ieyti eru skýrsl-
ur sjúkrahúsa og gögn Hagstofu
og sitthvað sem er í vörslu Þjóð-
skjalasafns. Hér er því um að
ræða auð sem embættismenn og
starfsmenn opinberra stofnana
hafa safnað saman og varðveitt.
Enda er raunin sú að það þarf
leyfi stjórnvalda til að vinna úr og
nýta þau miklu verðmæti sem fel-
ast í þeim gögnum sem nú eru
Onýtt og arðbær auðlind
kölluð gagnagrunnur heilbrigðis-
mála og helst að fá einkaleyfi til
að vinna úr og margfalda þau
miklu auðæfi sem greinilega eru
grafin f sjúkraskýrslum og kirkju-
bókum.
Miklir íjármunir
Nú er ekki á færi leik-
manna að vita nákæmlega
með hvaða hætti erfða-
greiningarfyrirtækin
margfalda verðgildi svona
gagnagrunna, og kannski
verður notagildið aldrei metið til
fjár, ef rannsóknir og niðurstöður
geta leitt til stórstígra framfara
læknavísindanna og til eflingar
betri heilsu íbúa táradalsins Jarð-
ar.
Fjárfestar heima og heiman eru
reiðubúnir að ávaxta sín pund í
erfðagreiningu og vita væntanlega
hvað þeir eru að gera. Dýrmæt-
ustu og nauðsynlega þekkingu er
að sækja í spítalana þar sem
sjúkrasaga einstaklinga er geymd
og þegar þau gögn eru fengin er
auðvelt að bera þau saman við op-
inber plögg ættfræðinnar.
Ekki fer það fram hjá neinum
að spítalarnir og heilbrigðiskerfið
allt er í fjársvelti og er
langt því frá að það geti
sinnt lögboðnu hlutverki
sínu. En hvað um það, í
skjalasöfnum fjársveltra
sjúkrahúsa er eftirsótt
auðlind sem mikil ásólur er
í og fá færri en vilja.
Hugarfar markaðshyggju
Á tímum hins fijálsa markaðar og
samkeppni, þar sem allt er falt ef
nóg er borgað, ætti að vera hægur
vandinn að koma eftirsóttri auð-
Iind í verð. Sjúkraskýrslur og sýni
er sá gjaldmiðill sem ætti að geta
leyst hráðan Ijárhagsvanda spítal-
anna ef staðið er að málum með
hugarfari markaðshyggjunnar,
sem hvort sem er ræður á öllum
sviðum, svo sem i rannsóknum
eða lyfjaframleiðslu.
Hvort sem um er að ræða veit-
ingu einkaleyfa eða sölu á sjúkra-
gögnum á fijálsum markaði ætti
að vera hægt að koma málum
þannig fyrir, að spítalarnir fengju
eitthvað fyrir sinn snúð, eða hluta
af þeim gróða sem erfðagreining-
ar á sjúkrasögum, rannsóknum
meinafræðinga, sýnum og litning-
um einangraðrar þjóðar í Dumbs-
hafi, hlýtur að vera miðað við það
fjármagn sem lagt er í fyrirtækin.
Það er engin ástæða til að gefa
þessa auðlind, fremur en aðrar
sem hægt er að græða á. Stjórn-
völd eru í vandræðum með laga-
frumvörp um nýtingu gagna-
grunna og geta ekki komið þeim
saman svo að öllum líki. En í
frumvörpunum er lítið fjallað um
beina hagsmuni þeirra sem eiga
gögnin og ættu nú slyngir fjárafla-
menn ríkissjóðs að gera bragarbót
og gæta og efla hagsmuni sjálfra
spítalanna, sem sífellt eru meira
og minna Iokaðir læknum og
sjúklingum vegna fjárskorts.
i i -Ýí-íeid •iTBbfíóti 1
-T>*f<ur
Væri rétt að selja út-
lendingum stóran hlut í
Landsbanka íslands?
Gunnlaugur Sigmimdsson
þingmaður Framsóknaijloltks.
„Mér finnst ekki
forgangsverkefni
að selja útlend-
ingum yfirráð í
Landsbanka Is-
Iands. Það er
þjóðernisremb-
ingur í mér og ég
vildi helst sjá bankann áffam f ís-
lenskri eigu. Við megum ekki gley-
ma því að við höfum haldið þess-
um banka í meira en hundrað ár,
þrátt fyrir að ýmis óáran hafi dun-
ið yfir þjóðina á þeim tíma. Mér
finnst því skjóta nokkuð skökku
við ef nú - í mesta góðæri aldar-
innar - þurfi að að leita til útlend-
inga til að ríkisstjórnin nái mark-
miðum sínum að minnka afskipti
af fjármálastofnunum."
Jóhann Arsælsson
Jv. banltaráðsmaðurí Landsb. íslands.
„Það væri rangt.
Eg skil ekki
kúvendingu
stjórnarflokk-
anna í þessu
máli, að minnsta
kosti Framsókn-
ar, því fyrir liggur
stefnumörkun til þriggja ára
hvernig skuli haldið á þessum
málum, þ.e. að hlutafé í ríkis-
bönkunum verði aukið um 35
prósent en ákvörðun um sölu bíði.
Ef selja á eignarhluta í ríkisbönk-
unum eiga stjórnvöld að standa
fyrir hagræðingu með sameiningu
Búnaðar- og Landsbanka og í kjöl-
farið á að selja hlutafé í
bankanum. Það held ég að gæfi
mesta fjármuni fyrir þessa sam-
eign þjóðarinnar."
Tryggvi Tryggvason
Jramkv,stj. Kaupþings Norðurlands.
„I því fælust
ýmsir kostir. Hér
er ég ekki sér-
staklega að tala
um Landsbank-
ann heldur tel ég
almennt að það
hefði góð áhrif á
íslenskt Ijármálalíf að fá erlenda
aðila inn í þennan rekstur. Slíkt
gæti m.a. flýtt fyrir hagræðingu í
greininni - sem og enn frekari
framþróun hennar, en atburðir
síðustu mánaða í bankamálum
benda til þess að sitthvað megi
betur fara í rekstri banka.“
Vilhjáimur Egilsson
alþingismaður.
„Það færi eftir
því á hvaða verði
þeir vilja kaupa
hlutinn. Ég held
að besta Ieiðin
væri að bjóða út
nýtt hlutafé í
bankanum, ein-
sog búið var að ákveða, þannig að
bankinn fái tækifæri til að starfa á
hlutabréfamarkaði og verðbréfa-
þingi um skeið og að markaðsverð
myndist á hlutabréfum í bankan-
um. I framhaldi af því eiga menn
svo að taka næstu skref og þá tel
ég mestu máli skipta hvað hægt er
að gera úr þessari hlutabréfaeign
ríkisins. Mig skiptir engu hvort
eigendurnir eru innlendir eða er-
lendir, mestu skiptir að bankinn
sé rekinn á hagkvæman hátt.“
f ’h flv i’tTfiv u - A • .^ól