Dagur - 12.09.1998, Síða 1

Dagur - 12.09.1998, Síða 1
BLAÐ Verð í lausasölu 200 kr. 81. og 82. árgangur - 171. tölublað Skemmti- ferðaskip í nepjimni Það var heldur hryssingslegt veðrið sem mætti farþegum skemmtiferðaskipsins Vision of the Seas á Akureyri í gær, enda gránuðu fjöll þar eins og víðar á landinu og snjóbylur var á heið- um á norðaustanverðu landinu. Einnig sást snjór á kolli Esjunnar í fyrsta sinn í haust í gær. Farþegaskipið Vision of the Seas kom til Akureyrar í gær frá Færeyjum og hélt þaðan til Reykjavíkur og síðar Kanada. Þetta er síðasta skemmtiferða- skipið sem kemur á þessu vota sumri fyrir norðan, og jafnframt það stærsta en það er 74 þúsund tonn að stærð og 280 metra langt með 677 manna áhöfn. Til sam- anburðar má geta þess að fræg- asta skip allra tíma, Titanic, var „aðeins“ 46 þúsund tonn og 268 metra langt. Farþegarnir eru 1907 talsins, aðallega bandarísk- ir. Skipið er gert út frá Miami, skráð í Liberíu en í norskri eigu. Farþegar á skemmtiferðaskipinu Vision of the Seas norpa í kuldanepjunni á Akureyri í gær en í baksýn er far- kosturinn sem er stærsta skipið sem komið hefur til Akureyrar. gg/mynd:brink íslandsflug ætlar að höfða mál vegna tekjutaps sem orðið hefur vegna C-17 vélarinnar sem lokar flugvellinum í Eyjum. Hvern á að lögsækja? Islandsflug undirbjó í gær mál- sókn þar sem flugfélagið hefur orðið fyrir miklu tekjutapi vegna Iendingar C-17 flugvélarinnar. Vestmannaeyjaflugvöllur hefur verið tepptur frá því að vélin stöðvaðist á miðri flugbraut á fimmtudag en óljóst er hvern á að lögsækja. Flugmálastjórn, Keikó-samtökin, Boeing verk- smiðjurnar og Bandaríkjaher eru meðal þeirra sem gætu verið bótaskyldir en staðan er mjög snúin vegna óvenjulegra kring- umstæðna. Stærri vélar hafa ekkert flogið til eða ífá Vestmannaeyjum síðan C-17 vélinni hlekktist á. Dorni- ervél Islandsflugs varð innlyksa í Eyjum í fyrradag og segir Sigfús Sigfússon, markaðsstjóri Islands- flugs, að tjón fyrirtækisins nemi á aðra milljón króna á fimmtu- dag, samanlagt í leigu- og áætl- unarflugi. Um hálfrar milljónar króna tjón hafi bæst við í gær. „Lögfræðingar okkar eru að und- irbúa málsókn en við munum ekki sjá það fyrr en á mánudag hvern við munum lögsækja," seg- ir Sigfús. Góð ráð dýr Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að Flugmálastjórn sé vissu- lega ábyrg fyrir rekstri flugvallar- ins en gerð sé sú krafa til aðila að þeir fjarlægi sínar vélar af flug- völlum. „Við erum búin að vera í miklu sambandi við yfirmenn Varnarliðsins og eins beint við Flugvöllurinn í Eyjum hefur verið lokaður síðan á fimmtudag. ameríska herinn en það eru góð ráð dýr.“ Þorgeir sagðist þó ekki geta fullyrt hvort Bandaríkjaher bæri að borga brúsann vegna röskun- arinnar. Það væri alkunna að flugvellir gætu Iokast vegna óhappa. „Eg hef lagt áherslu á að öllum tiltækum ráðum verði beitt til að fjarlægja vélina eins fljótt og auðið er. Fg geri mér vonir um að þetta verði leyst á morgun en þetta er allt mjög snúið og vegna hinna sérkennilegu kringum- stæðna.“ FerlíM Vestmannaeyjaflugvöllur er ekki byggður fyrir flugvél af þeirri stærð sem C-17 vélin er. Farkost- urinn er fullhlaðinn 265 tonn en án lestar er vélin 126 tonn. Þor- geir segir ekki tímabært að tjá sig um lendinguna sem slíka fyrr en nánar hefur verið unnið úr skýrslum. Fullyrt var í frétt frá Varnarliðinu { gær að ekkert hefði verið athugavert við lend- inguna. Guðjón Hjörleifsson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, segist ekki vita hver sé ábyrgur fyrir röskuninni. Hann telur hins veg- ar óhugsandi að bærinn sé bóta- skyldur. Bt> Sjá nánar um Eyjar og Keikó bls. 8-9. Lögsókn vegna C-17 vélarínnar Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra: „Ég sé ekkert sem bendir til þess að um ein- hverjar meiriháttar breytingar verði að ræða." Frumvarpið að mestu óhreytt Aðstoðarmaður heilbrigðisráð- herra á ekki von á meiriháttar breytingum á gagnagrunnsfrum- varpinu, þrátt fyrir alla þá gagn- rýni sem fram hefur komið. „Þá yfirlýsingu okkar, að það sé ekkert í þessum umsögnum sem ekki hafi verið rætt um í undirbúningnum, ber ekki að túlka á neinn annan hátt en að þessi álitaefni hafi öll verið uppi á borðinu hingað til. I framhaldi af umsögnunum verður farið í gegnum frumvarpið á mjög gagnrýninn hátt og ég held að það liggi alveg fyrir að frumvarp- inu verður breytt í einhverjum atriðum áður en það verður lagt frarn," segir Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráð- herra. Á Þórir von á að einhverju verði breytt hvað grundvallarat- riði varðar, eins og um miðlæg- an gagnagrunn, persónuvernd og einkaleyfið? „Eg sé ekkert sem bendir til þess að um einhverjar meirihátt- ar breytingar verði að ræða - en auðvitað er matsatriði hvað telst meiriháttar. Við erum til dæmis að fara enn betur yfir það hvort skýra þurfi orðalagið um per- sónuverndina og fleiri grund- vallarhugtök og bæta greinar- gerðina mjög mikið hvað svona atriði varðar," segir Þórir. Vinnuhópur heilbrigðisráðu- neytisins hefur farið yfir á Ijórða tug umsagna um breytt frum- varp, tekið saman svör við 15 grundvallarspurningum Lækna- félagsins og kynnt sér ítarlega alþjóðalög og umræður um gagnagrunnsmál. Umsagnirnar eru yfirleitt mjög gagnrýnar á frumvarpið, misgagnrýnar þó og margir fagna hreytingum frá frumvarpinu í vor. - FÞG ■■■■ Með Baldri yfir Breiðafjörð Ferðir alla daga: Alltaf viðkoma í Flatey i Frá Stykkishólmi kl. 09:00 og 16:00 fk Frá Brjánslæk kl. 12:30 og 19:30 Fiateyjarpakkinn á góða verðinu. « '- m. Dagstund í Flatey með útsýnissiglingu ipfe. Ferjan Baldur 438 1120 og 456 2020 wmwwtœ express Ein NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.