Dagur - 12.09.1998, Síða 5

Dagur - 12.09.1998, Síða 5
 FRÉTTIR LAÚGÁRDAGÚR Búist við uppgj örí á þmgflokkslimdl Hjörleifur Guttormsson sagði sig úr Aiþýðubandaiaginu eftir að auka- landsfundur þess ákvað að skella sér í sameiginlegt framboð. Búist er við að hann yfigefi einnig þingflokkinn eftir helgi við þriðja mann. Svavarr Gestsson ætlar hins vegar að vera um kyrrt og því hefur Margrét Frí- mannsdóttir, formaður flokksins, fagnað. Fyrsti þingflokks- fundur Alþýðubanda- lagsins eftir klofning- inn í sumar verður á mánudag. Búist er við sogulegum fundi. Þingflokkur Alþýðubandalagsins hefur verið kallaður saman til fundar næstkomandi mánudag. Það er fyrsti þingflokksfundur- inn sem haldinn er síðan auka- landsfundur flokksins var hald- inn í sumar og margt hefur gerst síðan. Þeir Hjörleifur Guttorms- son og Steingrímur J. Sigfússon hafa háðir sagt sig úr Alþýðu- bandalaginu en eru enn báðir í þingflokknum. Þeir ásamt Og- mundi Jónassyni, sem er í þing- flokknum sem óháður, vinna nú af fullum krafti að undirbúningi vinstra framboðs næsta vor. Fast- lega er gert ráð fyrir að þar komi til uppgjörs og þeir þremenning- ar segi sig úr þingflokknum. Getux dregið til tíðinda „Eg veit ekki hvort maður á að kalla það uppgjör. Hins vegar er ljóst að á dagskrá þessa fundar verður einkum og sér í lagi rætt um samstarfið í þessum þing- flokki og ég held að allir hljóti að skilja að dregið getur til tíðinda í því,“ sagði Steingrímur. Hann var spurður hvort hann gæti hugsað sér að starfa í þing- flokknum í vetur vinnandi að framboði vinstramegin við Al- þýðubandalagið næsta vor? „Helst vil ég losna við að tjá mig um þetta nú, þar sem fund- urinn er á mánudaginn. Eg bið menn að bíða hans og þeirra tíð- inda sem á honum verða. Menn geta auðvitað velt þ\'í fyrir sér og giskað á hvað sé líklegast í þess- um efnum. Það er auðvitað Ijóst að þarna er breytt pólitískt landslag, breyttar pólitískar að- stæður og allir geta reynt að ráða í þessar aðstæður. Að öðru leyti vil ég ekki segja meira á þessu stigi,“ sagði Steingrímur. Breytir engu Svavar Gestsson hefur sem kunnugt er ákveðið að starfa að sameiginlegu framboði A-flokk- anna og Kvennalista en margir áttu von á því að hann myndi yf- irgefa Alþýðubandalagið og taka vinstri beygju með Steingrími J. og félögum. Steingrímur segir ákvörðun Svavars engin áhrif hafa á sín áform um framboð vinstra megin við Alþýðubanda- Iagið. Hann og hans félagar haldi sínu striki. Kristinn H. Gunnarsson al- þingismaður segir sína stöðu óbreytta. Hann ætli að bíða og sjá hvað útúr málefnavinnunni og öðru varðandi sameiginlegt framboð komi. Þegar það liggi allt fyrir taki hann ákvörðun um framhaldið hjá sér. Ákvörðun Svavars breytti engu í þeim efn- um. - S.DÓR 12. SEPTE MBER 199 8 - S * Afkoma Landssímans er góð og hagnaður hans á fyrri árshelmingi nam rúmum milljarði króna. Landssím- inn græðir mmjarð Landssíminn hagnaðist um rúman milljarð íyrstu sex mán- uði ársins. Þetta er fyrsta starfs- ár fyrirtækisins eftir að Pósti og síma var breytt í hlutafélag og síminn og póstþjónustan gerð að sjálfstæðum hlutafélögum. Tekjur Landssímans jukust um 12 prósent miðað við fyrri helming síðasta árs en sökum samrekstrar með póstinum í fyrra er erfitt að bera kostnaðinn saman. Velta Landssímans á fyrri árs- helmingi var 5,6 milljarðar króna og rekstrargjöldin tæpir þrír milljarðar. Fyrirtækið greiddi rúmar 600 milljónir í skatta og hagnaður tímabilsins því eins og áður sagði rúmur milljarður. Eig- ið fé Landssímans er nærri 12,3 milljarðar króna og skuldir 8,8 milljarðar. Eiginfjárhlutfall fyrir- tækisins er 57 prósent. Náttúrustofa vel sett í fjárlaganefnd Árni Johnsen, Hjálmar Jónsson, Arnbjörg Sveinsdóttir og ísólfur Gylfi Pálma- son á fjárlaganefndarfundi. Árni og ísólfur eru einnig í stjórn Náttúrufræði- stofu Suðurlands en telja enga hættu á hagsmunaárekstrum þess vegna. Fjárlaganefndarmennirnir Árni Johnsen og ísólfur Gylfi Pálma- son sitja báðir í þriggja manna stjórn Náttúrustofu Suðurlands (NS). Þeir voru kosnir f stjórnina í vor. „ÖIl mál varðandi náttúrustof- ur og aðrar slíkar stofnanir eru af- greidd í samhengi við aðrar stof- ur. Seta okkar Isólfs í stjórninni hefur því ekkert að segja. Þeir sem sitja í íjárlaganefnd sinna ýmsum verkefnum líka,“ segir Ami Johnsen. Taka vel á móti sjálfum sér ,Áttu við að Náttúrustofa Suður- lands fái ef til vill of mikið í sinn hlut? Eg hafði satt að segja ekki leitt hugann að þessu, enda ekk- ert farið að reyna á þetta,“ segir ísólfur Gylfi. „Eg er skipaður í stjórnina af bæjarstjórn Vestmannaeyja og ég held að það sé annars vegar vegna þess að þeir vilja tengja starf nátt- úrustofunnar í Vestmannaeyjum betur upp í Iand og hins vegar vegna þess að ég er mikill áhuga- maður um umhverfismál. En þeir í Eyjum eru glöggir og það má fmynda sér að þeir haldi að þeir fái meiri peninga í gegnum fjár- Iögin að hafa okkur Árna þarna. Það hefur ekld reynt á það enn.“ En mun Isólfur Gylfi taka vel á móti stjórnarmönnum NS þegar þeir mæta fyrir fjárlaganefnd? „Eg tek mjög vel á móti öllum sem koma til fjárlaganefndar, bæði fulltrúum hennar sem ann- arra,“ segir hann. Dr. Armann Höskuldsson, for- stöðumaður NS, segist ekki eiga von á því að seta Árna og Isólfs í stjórninni breyti miklu hvað fjár- veitingar varðar. „Eg held að þetta geti þá virkað á báða vegu. Eg er ekki viss nema að þetta hafi þver- öfug áhrif á Ijárveitingarnar,“ seg- ir Ármann. — FÞG Verðbólgan enn í dvala Vísitala neysluverds hækkar bara brot af því sem fjármálaspek- iugar höfðu spáð. Vísitala neysluverðs skaut spá- mönnum Fjárfestingarbankans ref fyrir rass, því hún hækkaði að- eins um 0,1% í september en ekki 5 til 7 sinnum meira eins og FBA spáði fyrir fáum dögum að sögn Viðskiptablaðsins. Þær miklu verðhækkanir á matvælum, fatn- aði og íbúðaverði sem þar var ráð fyrir gert komu ekki fram nema að litlu leyti. Septembervísitalan er um 0,7% Iægri en fyrir þrem mánuðum - en nán ast sú sama og í mars sl. Almennt verðlag hefur því nær ekkert hækkað undanfarið hálft ár. Samkvæmt útreikningum Hag- stofunnar hækkaði fatnaður um tæp 2% milli mánaða, en matur og húsnæðiskostnaður aðeins 0,1% að meðaltali. A móti kom 4% verðlækkun á flugfargjöldum, 3% Iækkun á sjónvörpum og myndbandstækjum og því um líku og rúmlega 1% lækkun á hús- gögnum. — HEI íslendingar auðugastir af vatni Nýtilegt vatn á Islandi samsvarar rúmlega 600.000 rúmmetrum á hvern Islending - hlutfallslega sex sinnum meira en í Kanada og Nor- egi, 66 sinnum meira en í Banda- ríkjunum og um 200 sinnum meira vatn á mann heldur en íbúar Evr- ópusambandsins hafa jafnaðarlega til ráðstöfunar, aðeins um 3.000 rúmmetra á mann samkvæmt nýrri þróunarskýrslu frá Sameinuðu þjóð- unum. I Israel og Túrkmenistan, tveim af vatnslausustu löndum veraldar, færu bænir íslendings Iíklega fljótt að snúast um rigningu og aftur rign- ingu. Israeli hefur jafnaðarlega um 290 rúmmetra af vatni til ráðstöf- unar á ári, eða aðeins 0,05 prósent af vatnsauði meðal Islendingsins. - HEI íslenskt vatn, alltafgott. Bergur forstöðumaður Snorrastofu Bergur Þorgeirsson bókmenntafræðingur hefur verið ráðinn forstöðu- maður Snorrastofu, fræðaseturs í Reykholti. Bergur hefur undanfarin ár stundað doktorsnám f íslenskum fornbókmenntum við Háskólann í Gautaborg. Snorrastofa er sjálfseignarstofnun og er hlutverk hennar að stuðla að kynningu og rannsóknum á miðaldafræðum og sögu Borgarljarðarhér- aðs. Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd til að koma með tillögur um hvernig þessari starfsemi verði komið á fót. Starfræksla Snorrastofu er liður í endurreisn Reykholts sem menn- ingarseturs í kjölfar þess að skólastarfi var hætt á staðnum. Fegurðardrottniiig til Japans Guðbjörg Hermannsdóttir, feguroardrottning Islands, heldur til Tokyo í Japan á þriðjudaginn þar sem hún mun keppa um titilinn Ungfrú al- heimiur. Sú keppni hefur verið haldin síðan 1961 og 1964 sigraði Guð- rún Bjarnadóttir í henni og var það fyrsti sigur íslenskrar stúlku í alþjóð- legri fegurðarsamkeppni. Fortirn með fýrirlestnr Fyrirlestur doktors Micnaels Fortun verður ekki í Háskólanum á þriðju- daginn eins og sagt var í blaðinu fyrir helgi. Fortun heldur fyrirlestur á mánudag klukkan 17 í hátíðarsal Háskóla Islands í aðalbyggingu. Fyr- irlesturinn fjallar um siðfræði, upplýsingar og erfðamengi manna á ólík- um menningarsvæðum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.