Dagur - 12.09.1998, Page 9

Dagur - 12.09.1998, Page 9
FRETTIR X^ur «»íi n w •• 'mij> c \ vnin * <1 n * aii n ’T* LAUGARDAGUR 12. SEPTEMRER 1998 - 9 áfann landi og framkvæmdastjóri Þróun- arfélags Vestmannaeyja sagðist glaður í gær yfir því hve Keikó dafnaði vel. Félagslífið hefði verið fjörugt. Keikó hefði fengið hrefnur og fleiri hvali í heimsókn. Sex Vestmannaeyingar hafa nú beina atvinnu af Keikó í kvínni vegna ör- yggisgæslu. Bjarki sagði að ekki hefði sérstaklega verið tekið tillit til Iíflátshótana Keikós þegar sól- arhringsgæsla var ákveðin heldur hafi gæslan verið skipulögð áður en bréfin bárust. Mikil timsvií Aðspurður um sumarið segir Bjarki að erfitt sé að slá á hvað Keikó hafi þýtt fyrir bæjarfélagið. Mjög mikill túrismi hafi verið í sumar og Keikó eigi þar einhvern þátt. Síðan hafi umfangsmiklar Ijárfestingar verið tengdar kvínni hjá trésmiðum rafvirkjum og köf- urum sem dæmi. „Þetta eru tölu- verðar fjárhæðir," sagði Bjarni en vildi ekki fara nánar út f það. Síð- ast en ekki síst starfa 10 Banda- ríkjamenn f bænum vegna Keikós sem þýðir töluverða innkomu fyrir bæjarfélagið. Nýttur í þágu visindanna Af framansögðu Iiggur Ijóst íyrir að stærð Keikós er mikil í efna- hagslegu tilliti fyrir Vestmannaeyj- ar. Annar angi er vísindahliðin. „Við erum að skoða möguleikana í tengslum við rannsókna- og vís- indastörf í framtíðinni í samvinnu við Keikósjóðinn. Bandaríski sendiherrann var hjá okkur í morgun og hann fullvissaði okkur um að Keikósjóðurinn hefði fullan hug á að taka þátt í rannsóknum. Keikó verður nýttur í þágu vísind- anna. Við höfum m.a. mikinn áhuga á að byggja upp alþjóðlegt rannsóknasetur hér fyrir ungt fólk,“ sagði Bjarni. Börnin í Eyjum fjölmenntu á hafnargarðinum þegar stóra stundin rann upp. Nokkur príluðu upp á nótadræsu til að fá betri yfirsýn. Haiiur Hallssson, talsmaður Keikósamtakanna á íslandi, stóð í ströngu og var létt þegar allt var um garð gengið. Einn af þjálfurum Keikós er með Halli á ' myndinni. Mannlíf á íslandi hefur batnað mikið ef marka má lífsgæðavísitöluna eða um 14 sæti á 5 árum. ísland fiuunta best Lífsgæðavísitala ís- lendinga var 1995 sú fimmta hæsta í heim- iiiiun að mati Samein- uðu þjóðanna og hafði þá hækkað úr 14. sæti á ijónim árum. Islendingar eru í fimmta sæti á lista sem Sameinuðu þjóðirnar raða á 174 þjóðum heims, eftir útreiknaðri „lífsgæðavísitölu" (Human Development Index), míðað við aðstæður 1995. Út- reikningarnir byggjast á; meðal- tekjum á íbúa, lífslíkum, heilsu- fari og skólagöngu. Kanada er á toppnum, í fimmta sinn í röð, en Frakkland, Noregur og Bandarík- in eru í öðru til fjórða sæti. Sjötíu siunum meiri neysla Hin mikla skýrsla (230 blaðsíður) Iýsir ekki síst gríðarlegum og vax- andi ójöfnuði í lífskjörum bæði milli þjóða heims og hópa innan þeirra. Þau 20 prósent íbúa heimsins (1.200 milljónir manna) sem minnst hafa, neyta aðeins 1,3 prósent af öllum seld- um vörum og þjónustu. En hlut- ur þeirra 20 prósenta sem búa við bestu lífskjörin er 86 prósent, eða næstum 70 sinnum stærri að meðaltali. Þessi 20 prósent nota til dæmis 84 prósent alls pappírs í heiminum, eiga 87 prósent allra bílanna, 74 prósent allra síma- lína, nota nær 60 prósent allrar orkunnar og éta um 45 prósent af öllu heimsins kjöti og fiski. Bilið lrreikkar Þótt neysla hafi stóraukist í flest- um heimshlutum breikkar bilið milli hinna fátæku og ríku hröð- um skrefum. Neysla meðalfjöl- skyldunnar í Afríku er til dæmis 20 prósentum minni en fýrir ald- arfjórðungi. Að mati skýrsluhöf- unda lifir meira en milljarður manna á hungurmörkunum. Þetta er sá hópur sem um heim allan býr næst óþrifalegustu verk- smiðjuhverfum, hávaðasömum hraðbrautum og ruslahaugum. Jafnvel í ríkustu Iöndum heims- ins lifa meira en 100 milljónir manna neðan við fátækramörk. Yfir 100 milljónir manna eru heimilislausar, 37 milljónir at- vinnulausar og 200 milljónir eiga minna en 60 ára lífslíkur. Mestur jöfauður í Sviþjóð Með sjö prósent íbúanna búandi við fátækt kom Svíþjóð samt best út þegar iðnríkjum heims var rað- að eftir „mannlegri fátæktarvísi- tölu“. - HEI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.