Dagur - 14.10.1998, Qupperneq 1
Miðvikudagur 74. október 1998
81. og 82. árgangur- 193. tölubtað
Mimist fyrir hlý-
hug og glæsileika
Þjóðin syrgir
Guðníiiu Katrínu
Þorbergsdóttur,
forsetafrú, sem lést á
sjukráhúsi í Seattle í
Baudaríkjunum seint
í fyrrakvöld, 64 ára
að aldri. Heunar var
víða minnst í gær
fyrir glæsileika,
hlýhug og hetjuskap í
langvarandi glíinu við
hanvænan sjúkdóm.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Islands, var við sjúkrabeð
eiginkonu sinnar til hinstu
stundar, ásamt dætrum þeirra
Guðrúnu Tinnu og Svanhildi
Döllu. Forsetafrúin andaðist
seint að kvöldi mánudagsins, en
þá var liðið meira en ár frá því
hún greindist með bráðahvít-
blæði.
Forsætisráðherra tilkynnti
þjóðinni fráfall Guðrúnar
Katrínar í ávarpi sem var sjón-
varpað og útvarpað klukkan tíu í
gærmorgun. „Hún ávann sér
velvild og virðingu þjóðarinnar,
ekki síst vegna fágaðrar fram-
komu og einlægs áhuga á velferð
lands og þjóðar. Þjóðin mun því
syrgja tnjög hina látnu
forsetafrú," sagði forsætisráð-
herra.
Vakti aðdáun
Forseti Alþingis minntist
Guðrúnar Katrínar við upphaf
þingfundar síðdegis og sagði að
„því hlutverki sem henni var
fengið við hlið forseta Islands
gegndi hún með sannri prýði og
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir ávann sér sérstakan sess í hjörtum íslendinga fyrir glæsileik, virðulega framkomu,
einstakt þrek í baráttu við erfiðan sjúkdóm og einlægan áhuga sinn á landi og þjóð.
vakti aðdáun hárra sem lágra."
Venjubundin þingstörf féllu
niður í gær.
Margrét Frímannsdóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins, segir
Guðrúnu Katrínu hafa „áunnið
sér virðingu og hlýhug þjóðar-
innar vegna glæsilegrar fram-
komu sinnar þar sem virðing
fyrir landi og þjóð einkenndi öll
hennar störf.“
Minnst á kirkjuþingi
Fánar voru dregnir í hálfa stöng
um allt land þegar fregnin barst
um andlát Guðrúnar Katrínar.
Efnt var til bænastundar í
Háteigskirkju síðdegis undir
leiðsögn biskups íslands, herra
Karls Sigurbjörnssonar, sem
sagði að hugsað yrði með samúð
til forseta íslands og ástvina.
Hann hafði áður minnst
forsetafrúarinnar á kirkjuþingi
og lagt áherslu á að fordæmi
hennar andspænis alvarlegum
sjúkdómi hefði gefið mörgum
öðrum kjark til að mæta
hliðstæðum þjáningum.
Minningarathöfn var einnig
haldin í Landakotskirkju
síðdegis.
Samkvæmt upplýsingum frá
skrifstofu forseta Islands seint í
gær hafði ekki verið ákveðið
hvenær lík Guðrúnar Katrínar
verður flutt til Islands né heldur
hvenær útför hennar fer fram.
ESj/SDÓR
Sjú viðbrögð forsætisráðherra,
forseta Alþingis, biskups Islands
og formanns Alþýðubandalagsins
á bls. 7, sv'rpmyndir afforsetafrú á
bls. 8-9 og forystugrein á bls. 6.
Gabriebv
(höggdeyfar)
QS
varahlutir
Hamarshöfða 1-112 Reykjavík
Sími 567 6744-Fax 567 3703
Afgreiddir samdægurs
Venjulegirog
demantsskomir
trúlofunarhringar
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI - SÍMI 462 3524