Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 2
fck »itn .vi íí ,vt,vv» k ;t\i*.á 18-LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 Rafn Jónsson tónlistarinaöur gerir það ekki endasleppt. Nú er væntanleg frá hon- ura þrettán laga jólaplata sem kemur á markað snemma í nóvember. Af hverju þrettán laga? Jú, eitt lag og texti um hvem jólasvein. Rabbi semur sjálfur lögin ásamt Rúnari Þórissyni, fyrrum félaga hans úr Grafík, en textana semur Kristján Hreins- son. Einvalalið sér um sönginn: Ómar Ragnarsson, Öm Ámason, Sævar Sig- urósson, Jóhann Sigurðarson, Halldór Gylfason leikari og Rúnar Friðriksson söngvari í Sixties. Rabbi er að auki að vinna með hljómsveitinni Botnleðju og er að klára nýja plötu með þeim. Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri mun hafa nóg að gera í vetur ef marka má frétt- ir af áformum nokkurra leikfélaga fyrir veturinn. Sigrún leiksfyrir nú Rummungi ræningja hjá Leikfélagi Akureyrar. Hug- leikur ætlar að sýna nýtt verk eftir Áma Hjartarson, Nóbelsdrauma - í leikstjóm Sigrúnar. Þá ætlar Leikfélag Dalvíkur að Sigrún Valbergs- sýna nýtt verk eftir Hjörleif Hjartarson, dóttir - nóg að gera. bróður Áma, í leikstjóm Sigrúnar! Áður hefur Sigrún leikstýrt uppsetningum á verkum systur þeirra Áma og Hjörleifs, Ingibjargar Hjartardóttur. Af öðmm áhugaleikfélögum er meðal annars það að frétta að Leikfélag Keflavlkur ætlar að sýna Máttarstólpa þjóðfé- lagsins eftir Henrik Ibsen. Leikfélag njótsdalshéraðs er með My Fair Lady á prjónunum. Leikstjóri verður Oddur Bjami Þorkelsson. Leikfélag Rangæinga verður í sakamál- unum og þar á fjölunum verður Músagildra Agöthu Christie í leikstjóm Benedikts Ámasonar. Slagurinn á tímaritamarkaðnum heldur áfram og nú hefur Þórarinn Jón, fyrrverandi ritstjóri Vikuimar og fleiri blaða gefið út ný tölublöð af Allt blaðinu og Lífsstíl. Hann heldur verði blaðanna staðfastlega niðri og spuming hvort ekki er einhver titringur á skrifstofum Fróða, þar sem svipuð blöð era gefin út en sum seld á hærra vcrði eins og Hús og híbýli sem er mun dýrara en Lífstíll. Brynja Benediktsdóttir hcfur verið á þeysireið meö leikrit sitt Ferðir Guðriðar. Verkið var fruinsýnt í Færeyjum í ágústlok. Síðan var haldiö til Kanada og sýnt í stærsta leikhúsi í Charlottetown og þar var meðal leikhúsgesta Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Washington. Loks lá leið Brynju og félaga til Stokkhólms. í nóvem- bcr stendur til að halda til fjórða landsins, írlands. Áður verða nokkrar sýningar hér á landi, sú fyrsta nú í kvöld. Sýnt er í Skemmtihúsinu við Laufásveg. Sigríður Beinteinsdóttir fór í hljóðver í vikunni og ætlar í einum rikk að taka upp barnaplötu sem mun koma út fyrir jólin. Lögin verða úr ýmsum áttum, nokkur innlend en fleiri þó erlend. „Melódísk lög,“ segir hún sjálf um lögin á plötunni. Og Sigga ætlar svo sannariega ekki að ganga í björgiii hjá Jóni Ólafssyni, heldur taka sjensinn og Sigrídur gefa plötuna út sjálf, sem reyndar er Beinteinsdóttir tekur alveg rokdýrt dæmi. En vogun vinnur og sjensmn. vogun tapar segir máltækið og Sigga Brynja Benedikts- dóttir - á ferð með Ferðir Guðríðar. Rafn Jónsson - Ný jólalög á leiðinni. .Xfc^wr BjarniAra syngur á hátíðartónleikunum í Hafnarborg annað kvöld ásamt fleira góðu fólki. Bjarni er raunar nýstimplað- ur Hafnfirðingur. „Ég er kallaður aðfluttur andskoti, held ég, “ sagði hann i spjalli við blaðið en hann nýtur þó þess heiðurs að fá að syngja lagið Fyrr var oft í koti kátt, sem mun hafnfirskt að uppruna. „Annars hafa Hafnfirðingar bara tekið mér mjög vel...“ 16 fermetra afmæliskaka Hafnfirðingarhalda upp á 90 ára ajmæli bæjarins um helgina með því að tjalda öllu til sem hafnfirskt er, hafnfirskum lögum, kökum o.s.frv. Eiginlegur afmælisdagur Hafnarfjarðarbæjar var raunar þann 1. júní í sumar en vegna anna kring- um kosningarnar var ákveðið að bíða með al- menna bæjarveislu þar til liði á haustið. Afmælis- helgin er nú runnin upp og eins og Marín Hrafns- dóttir, menningarfulltrúi bæjarins, segir, er ætlun- in að hafa dagskrána fyrir alla aldurshópa en hún hefst kl.18 í kvöld með tónleikum hafnfirskra ung- lingahljómsveita í Vitanum. Tónleikarnir standa til kl. 23 en þeir verða teknir upp og gefnir út á geisladisk. Kórar, trúðar, lúðrar - Það er greinilega mikið líf í hafnfirskri unglinga- menningu, þarna ætlar fjöldinn allur af hljómsveit- um með aðskiljanlegustu nöfn að spila (Himhrimi, Teknó Atli, Bara hurt Reynir). Hefurðu einhverja skýringu á þessu lífi? „Já. Hljómsveitunum er útveguð aðstaða, þær fá að æfa í félagsmiðstöðvunum og það skilar sér.“ - Unglingahljómsveitir t' kvöld, hvað ætlið þið að gera fyrir fullorðna fólkið og hömin á morgun? „Sunnudagurinn er aðal afmælisdagurinn og þá verður boðið upp á ýmislegt um daginn: skoðunar- ferð um bæinn með rútu [kl.llj í leiðsögn Krist- jáns Bersa Ólafssonar, sigling með Húna II, sem er nú frægastur fyrir hvaíaskoðanir og svo verður siglingaklúbburinn Þytur með skúturnar. Síðan verður frítt í öll söfn og í sund þannig að fólk á að geta haft nóg fyrir stafni þar til klukkan verður þrjú en þá vonum við að allir steðji í íþróttahúsið í Strandgötunni. Þar verður fjölskylduskemmtun með gríni, söng, trúðum og öðru slíku og Steinn Ármann verður kynnir. Þessari dagskrá lýkur klukkan fimm en kl. 16 ræður fólk hvort það fylgir þessari fjölskyldudagskrá til enda eða hvort það röltir yfir í Tónlistarskólann,11 segir Marín, en þar syngja 3 kórar kl. 16-17; Kammerkór, Kvennakór og um 200 manna barnakór, samansettur úr öllum barnakórum bæjarins. MiIIi fimm og sjö á morgun verður líka opið hús í Vitanum fyrir 10 og 11 ára börn. Hafnarfjörður á marsípani - Fá Hafnfirðingar enga köku eins og venja er til á svona afmælum? „Jú, það verður risa kaka, 16 fermetrar, svona eins og meðalherbergi að stærð. Við fundum gamla mynd af Hafnarfirði frá 1908 og hann Jón Arelíusson býr til marsípanhúð eftir þessari mynd.“ - Svo verður eitihvað húllumhæ t Hafnarborg um kvöldið, ekki satt? „Jú, kl. 20.30 annað kvöld verður hápunkturinn. Magnús Kjartansson hóaði í félaga sína Bjögga Halldórs, Guðmund Steingrímsson og fleiri þekkta Hafnfirðinga og þeir ætla að fara yfir sögu tónlist- ar í Hafnarfirði og þar verða bara tekin hafnfirsk lög - Hafið bláa hafíð er t.d. hafnfírskt lag! Og þarna á náttúrulega að vera rífandi stemmning og Maður vikuimar er rússneskur! Að sjálfsögðu erfúríKovtun maðurvikunmráíslandi. Hvaða Júri? Jú, auðvitað rússneski vamarmaðurinn sem skoraði glæsilegt skallamark á Laugardalsvelli - í eigið mark - °g tryggðiþar með íslendingum sigur ogþrjú ný stig í Evr- ópukeppninni. Vonum bara að komandi andstæðingar íþess- ári keppni hafi allir áðminnsta kosti eiriti Júrí í vöminni! Rússneski varnarmaðurinn Júrí Kovtun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.