Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 17

Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUIt 17. OKTÓBF.R 19 9 8 - 33 Tkgur LÍFIÐ í LANDINU Sunlight-auglýsingin frá 1898 er elsta kvikmyndaauglýsing sem til og er lang- ur vegur milli hennar og sjónvarpsauglýsinga sem við eigum nú að venjast, með ógnarhröðum klippingum ogýmiss konar tæknibrellum. Ertu auglýsingafíkill? Beiðstu spennt/ur eftir framhaldinu í kafftást- arsögunni? Ferðu í nostalgíukast þegar þú heyrir: „ Veistu hvað Ljóminn erljómandi góður... “ Efsvarið er jáifarðu íHáskólahíó nk. laugardagskvöld. Þetta hljómar heldur ótrúlega en í kvöld verður rösklega sex ldukkustunda sýning í Háskóla- bíói á - auglýsingum. Um er að ræða franska farandsýningu sem hefur gengið um heiminn síðast- liðin 17 ár. Þannig var að maður að nafni Jean Marie Bouriscot áttaði sig á því að enginn héldi auglýsingum skipulega til haga og stofnaði því kvikmynda- og auglýsingasafn í París árið 1978. Þremur árum síðar setti hann saman sýningu á nýlegum og eldri auglýsingum og síðan hafa verið árlegar sýningar á auglýs- ingum sem hann hefur safnað frá 25 löndum. Island er 26. Iandið. Rocky Horror stemning Megnið af sýningunni eru nýleg- ar auglýsingar, segir Benóný Ægisson, einn af aðstandendum hátíðarinnar. „Stemmningin í salnum er mögnuð og minnir um margt á þennan kúltúr sem kom í kringum Rocky Horror myndina. Fólk situr í salnum, fagnar og púar, syngur með, veifar blöðrum og þeytir popp- korni í hausinn á hvert öðru. Þetta er dálítið sérstök sam- koma.“ Þó slæðast eldri auglýsingar með, m.a. má þar sjá elstu kvik- myndaauglýsingu .sem til er. Sú er frá árinu 1898 og er henni ætlað að hylla Sunlight-sápuna fyrir fólki. Nótt auglýsingaæt- anna sýnir því að nokkru leyti þróun sjónvarps- og kvikmynda- auglýsinga. Benóný segir það helst áberandi hve miklu meiri áhersla er núorðið Iagt á mynd- málið, sem skiptir orðið meira máli en hið talaða orð. „Svo hef- ur tækninni náttúrulega fleygt fram. Eins og þessi gamla Sunlight auglýsing. Þar er bara ein tökuvél í víðu skoti sem tek- ur mynd af því sem gerist.“ - Hvað gerist? „Það gerist ekki neitt í raun og veru. Það eru tvær konur að þvo þvott og hengja upp á snúru og svo eru einhver tvö börn að skottast í kringum þær. Það er allt annað en þessar hröðu klippingar og mikla áreiti sem er í nútímaauglýsingum. En við erum þarna eiginlega að sjá rjómann af auglýsingum heims- • U ms. Óskiljanleg en flott - Er áberandi munur á að- ferðafræði t auglýsingagerðinni milli ólíkra heimshoma? „Já og nei. Þegar verið er að auglýsa vörur þá er ekki stór munur á milli landa. Það er frekar þegar verið er að auglýsa einhver huglæg gildi eða bæta ímynd t.d. orkufyrirtækja, Greenpeace, ríkisstofnana eða eitthvað slikt. Þá er farið eitt- Hálfgerð Rocky horror stemmning ríkirá þessum maraþonaug- lýsingasýningum, segirBenóný. hvað öðruvísi að. Eins og uppá- haldsauglýsingin mín sem kem- ur frá Kína - og ég veit ekkert hvað er verið að auglýsa - þar er t.d. maður sem hleypur yfír nán- ast allt Kínaveldi með rauðan fána og undir þessu berja fleiri tugir trumbuslagara á stórum trommum sem eru næstum tveir metrar í þvermál. Það skiptir mann engu máli þó maður viti ekki hvað er verið að auglýsa, hún er bara svo flott. Svo er ansi sterk auglýsing frá Greenpeace þar sem ballerína dansar á skýi, \ið tónlist úr Svanavatninu. Hún beygir sig aðeins niður í skýið og rís síðan upp og er þá með olíu á sér. A endanum er hún orðin svo olíublaut að hún getur sig hvergi hreyft. Þetta er sterkt.“ - Er við því að búast að fólk flykliist í Háskólabt'ó til að horfa á auglýsingar fram á rauðanótt? „Ja, miðað við reynslu í öðrum Iöndum þá reiknum við nú með því. Það mæta um 15.000 manns á frumsýninguna í París og ef maður lítur bara á auglýs- ingageirann þá eru nú einhverj- ar þúsundir manna sem vinna við hann, fyrir utan þá sem eru í viðskipta- og markaðsnámi. Þar fyrir utan er líka til fólk sem hefur bara gaman af þeim. Aug- lýsingar geta verið andskoti skemmtilegar." - Nú stendur þetta fram á miðja nótt - verða einhverjar vfnveitingar þama? „Ja, einhverjar vínveitingar verða. Absolut er einn aðal- styrktaraðili hátíðarinnar þannig að þeir verða þarna að kynna sína vöru... Sýningin hefst ld.20.30, er öllum opin og kostar 1200 kr. inn. - LÓA Hann spilar á gítar, bassa og trommur. Hann syngur. Hann er að verða tólfára og innan skamms sendir hannfrá sérsólóplötu - Upplifun. Ragnar Sólberg Rafnsson segist hafa verið óður Iagahöfundur frá því hann var sex ára. Hann sem- ur Iög og segist ekki vera undir áhrifum neins - semur og spilar rokk. Hann er að senda frá sér sjö laga plötu sem á að koma út nú í október. „Þetta eru Iög og textar eftir mig,“ segir Ragnar Sólberg í samtali við Dag. „Egill bróðir minn spilar á trommur og Omar Freyr bassaleikari í Woofer spilar líka með mér.“ Á plötunni eru tveir gestasöngvar- ar, Hildur söngkona í Woofer og Heiðar í Botnleðju. Ragnar spil- ar Iíka í hljómsveit sem heitir Rennireið - með honum í hljóm- sveitinni eru Frosti Örn Gunn- arsson syngur og semur texta og Matthías Arnalds spilar á hljóm- borð. Allt hitt sér Ragnar um, hann spilar á gítar, trommur og bassa í Rennireið, sem var valin sú efnilegasta á Músíktilraunum Ragnar Sóiberg Rafnsson: „Eg bara fæddist svonaí" mynd: teítur Tónabæjar í vor. En plata Ragn- ars er sólóplata. „Fflar“ tónlistma - Það er ekkert venjulegt að ellefu ára gamall strákur geft út sólóplötu. Hvemig kom þetta til? „Ég hef verið alveg óður laga- höfundur frá því ég var sex ára. Pabbi tók sig bara til og tók upp lög með mér,“ segir Ragnar. - Er ekki mikið mál að taka upp og gefa út plötu? „Nei. Eg hef að minnsta kosti Jíilikljty Ijl an etÚ8agwvl?qili»fl.¥i89$c| “ gaman af því. Ég veit ekki hvað þetta hefur tekið langan tíma, ég er ekkert að skynja tímann," seg- ir Ragnar og samsinnir þva að hann sé bara að „fíla“ tónlistina. Upptökur hófust í endaðan maí og tóku tíu daga. „Þetta eru allt gömul lög, tveggja til þriggja ára gömul," segir hann spurður um lögin á plötunni. Hann samdi þessi lög semsé þegar hann var átta og níu ára! Hreinn unaðux Ragnar Sólberg hefur verið í sjö ár í Gítarskóla Islands þar sem Tryggvi Húbner hefur kennt honum á gítarinn. „Ragnar Sól- berg byrjaði að læra hjá mér þeg- ar hann var sex ára gamall,“ seg- ir Tryggvi, „og það var hreinn unaður að kenna þessum strák að spila. Hann er alveg sérstak- lega músíkalskur og duglegur. Ég vona að platan hans muni vekja athygli og menn muni hlusta á þenrian unga mann,“ segir Tryggvi og er greinilega stoltur af þessum nemanda sínum. „Þegar hann kom í fyrstá tím- ann spurði ég hvort hann kynni eitthvað að spila. „Já smávegis," sagði hann. „Ertu búinn að spila lengi á gítar,“ spurði ég. „Nokk- ur ár,“ sagði Ragnar. Hann er svo sjálfstæður og hefur svo gott eyra og vinnur eins og tónlistar- maður sem er miklu eldri. Ég þekki marga góða tónlistarmenn og þeir eru ekki margir sem eru færari en Ragnar. Það streymir alveg frá honum - ég hef að vísu ekki heyrt neitt af því sem er á plötunni. En ég hef heyrt í hon- um það sem hann hefur verið að dunda og það er alveg sérstak- lega frísklegt," segir Tryggvi. Fæddist svona Ragnar Sólberg er sonur Rafns Jónssonar gítarleikara og því liggur beint við að spyrja um tónlistina í fjölskyldunni. Bróðir Ragnars, Egill, er í hljómsveit- inni Woofer og spilar á trommur á plötunni. „Mamma er ekki hljóðfæraleikari en hún er samt mjög lagvís," segir Ragnar. - Fórstu út í tónlist af þvt' að pabbi þinn er tónlistarmaður - hvatti hann þig til að fara í tón- listina? „Ég bara fæddist svona," svar- ar Ragnar að bragði. Ragnar kemur fram á tónleik- um í Hafnarborg á sunnudags- kvöldið í tilefni af afmæli Hafn- arfjarðar. „Maggi Kjartans var búinn að heyra lögin mín héld ég,“ segir Ragnar „óg hann hafði samband við pabba." Meðal þeirra serh fram koma með Ragnari er Maggi Kjartans sjálf- ur. - En hvað um framttðaráform? „Bara að lifa af tónlistinni og gera góða tónlist," segir Ragnar Sólberg Rafnsson gítarleikari, bassaleikari, trommuleikari og laga- og textahöfundur. - m

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.