Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 20

Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 20
RADAUGLÝSINGAR A T V I N N A Verkefnisstjóri Vinnuklúbbsins í Menntasmiðjunni Laust er til umsóknar starf verkefn- isstjóra/ráðgjafa/kennara í Vinnuklúbbnum á Akureyri. Um er að ræða tímabundið tilraunaverkefni með góðum likum á framhaldi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf nú þegar. Verkefnið verður unnið á vegum Menntasmiðjunnar í samvinnu við Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra. Það er byggt á svipuðum hugmyndum og Vinnuklúbbur- inn í Reykjavík, og er fyrir bæði konur og karla. Umsækjandi skal hafa menntun á sviði félagsvísinda eða kennslufræði, s.s. náms- og starfsráðgjöf, félagsráðgjöf, kennaramenntun, iðjuþjálfun, sálarfræði o.s.frv. Hún/hann skal búa yfir færni í samskiptum, staðgóðri þekkingu á íslensku samfélagi og reynslu af að starfa með fullorðnu fólki. Umsóknir skal senda fyrir 27. október til Menntasmiðju kvenna, Glerárgötu 28, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar veitir verkefnisfreyja Menntasmiðj- unnar í síma 462 7255 eða í gegnum netfang: mennta- smidjan@nett.is. Prentnemi/ aðstoðarmaður Óskum eftir að ráða prentnema eða aðstoðarmann í prentsmiðju okkar. olprent Glerárgötu, Akureyri sími 462-2844 Rafvirkjar rafvélavirkjar Getum bætt við vönum rafvirkjum og rafvélavirkjum. Upplýsingar á staðnum. Rafveg hf., sími 581-2415. Ý M I S L E G T UTBOÐ I F. h. Vatnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í jarðvinnu vegna lagningar á 600 mm lögn í Elliðaárdal, Hraunbrú - Vatns- veitubrú. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: miðvikudaginn 28. október 1998 kl. 14:00 á sama stað. wr 110/8 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir til- boðum í múrverk i Félagshúsi Próttar í Laugardal. Helstu magntölur: 780 m! ' 360 m2 1.800 m2 600 m2 330 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: fimmtudaginn 5. nóvember 1998 kl. 11:00 á sama stað. bgd111/8 INNKA UPASTOFNUN REYKJA VÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 ílögn gólfa: Terrazzogólf: Múrhúðun veggja: Hlaðnir veggir: Flísalögn: Vinnueftirlit ríkisins Umdæmisstjóri á Austurlandi Laust er til umsóknar starf umdæmisstjóra í Austurlands- umdæmi með aðsetur á Egilsstöðum. Umdæmisstjóri hefur umsjón með starfi stofnunarinnar í umdæminu en það byggir á lögum nr. 46/1980 um aðbúnað og holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Starfið felur í sér auk stjórnunar eftirlit með fyrirtækjum og ýmiskonar tækjabúnaði s.s. farandvinnuvélum, kötlum, lyftum o.fl., fræðslu af ýmsu tagi, sem einnig er töluverður þáttur í starfinu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf á reyklausum vinnustað. Leitað er að sjálfstæðum, framtakssömum einstaklingi, konu eða karli með staðgóða tæknimenntun, t.d. tækni- eða verkfræðimenntun. Önnur menntun getur þó komið til greina. Starfsþjálfun er ¥boði við upphaf starfs. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Pórarins- son, deildarstjóri eftirlitsdeildar, í síma 567-2500. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til Vinnueftirlits ríkisins, Bíldshöfða 16, fyrir 7. nóvember ‘98. Reykj avíkurborg Reykjavíkurborg auglýsir eftir almennum styrk- umsóknum og ábendingum vegna fjárhagsáætl- unargerðar 1999. Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1999. Auglýst er eftir ábendingum og tillögum borgarbúa, svo og hagsmunasamtaka (t.d. íbúasamtaka) um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar. Félagsmálaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til verk- efna á sviði félags- og heilbrigðismála í Reykjavík. (þrótta- og tómstundaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfa í Reykja- vík og eftir styrkjum vegna sumarnámskeiða fyrir börn. Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar auglýsir eftir umsókn- um um styrki til verkefna sem hafa það að markmiði að jafna stöðu kynjanna, til verkefna á sviði jafnréttisfræðslu í skólum og á öðrum uppeldisstofnunum og til annarra sérstakra þróunar- eða samstarfsverkefna. Menningarmálanefnd auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfs í borginni. Fræðsluráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til skóla- og fræðslumála, einkum vegna nemenda á grunnskóla- aldri. Auglýst verður sérstaklega eftir umsóknum í þróun- arsjóð grunnskóla í Reykjavík í janúar 1999. Stjórn Dag- vistar barna auglýsir eftir umsóknum um styrki til menn- ingarstarfsemi fyrir leikskólabörn. Auk þess auglýsir stjórn Dagvistar barna eftir umsóknum um styrki til þró- unarverkefna í leikskólum borgarinnar og geta umsækj- endur verið leikskólar, starfsmannahópar eða einstaka leikskólakennarar og fagmenn á sviði leikskólamála. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi í upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur. Hægt er að fá umsóknareyðublöð send ef óskað er. Um- sóknir skulu sendar í Ráðhús Reykjavíkur, 101 Reykjavík fyrir 27. nóvember 1998. Umsóknir sem berast eftir þann tíma munu að jafnaði ekki fá meðferð við gerð fjár- hagsáætlunar fyrir árið 1999. Þeir umsækjendur sem fengu styrk á síðasta ári þurfa að skila inn greinargerð um ráðstöfun þess fjár. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563-2000 alla virka daga milli kl. 10 og 12. Borgarstjórinn í Reykjavík 12. október 1998. UifMflAf UÍQIf ic WW V W WW s W ■ «ui ■ ■ m ■ «9 FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Guðrún Óladóttir reikimeistari verð- ur með námskeið og kynningarfund á Akureyri dagana 23.-31. okt. Námskeiðin verða sem hér segir: Helgina 24.-25. okt. verður Sjálfstyrkingar- og sam- skiptanámskeið. Skemmtilegt og uppbyggjandi námskeið þar sem þú lærir að ná betri tökum á tilfinningum þínum og afstöðu sem trufla líðan þína í dag. Þetta er gott framhald fyrir þá sem hafa farið á reiki- námskeið og alla þá sem eru tilbúnir að taka svolítið til í lífi sínu, og hefja nýtt líf þar sem þú hefur tökin í þínum höndum. Ef þú þarft að læra að segja „nei“ þá er þetta rétta námskeiðið fyrir þig. Á námskeiðinu verður kennd hugleiðsla og pendúlnotkun. Námskeiðinu fylgir einkatími í heilun og sjálfstyrkingu. Kvöldin 25.-27. okt. verður I. stigs Reiki-heilunarnám- skeið. Allir fá heilunareiginleikann í vöggugjöf, þegar þú ert tilbúinn getur þú lært að nýta þér þennan eiginleika. Ert þú tilbúinn núna? Á þessu námskeiði lærir þú að nota heilun til orkujöfnun- ar og til lækninga fyrir þig og aðra. Þetta er einstök náttúruleg aðferð til að bæta líf sitt og líðan að öllu leyti. Þú verður heil- brigðari, jákvæðari og sterkari. Gott gegn streitu og áhyggjum. Kvöldin 28.-30. okt. verður II. stigs Reiki-fjarheilunar- námskeið. Þetta námskeið er aðeins fyrir þá sem hafa farið á I. stigs reiki- námskeið. Þú lærir að gefa fjarheilun, og verður hæfari til að hjálpa þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Þú lærir einning Reiki-hugleiðslu. Ath. kenni einnig III. stigs Reiki og þjálfa meistara sem vilja kenna Reiki (1 árs þjálfun). Kynningarfundurinn verður föstudagskvöldið 23. okt. kl. 20:30 í Glerárgötu 32, 3. hæð, vestursal (gengið inn að austan). Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Sími í Rvk. 553 3934, GSM 897 7747. Sími á Ak. 462 1312 (Árný). Menntamálaráðuneytið Auglýsing um sveinspróf Innritun stendur yfir í sveinspróf í löggiltum iðn- greinum sem fara fram í janúar og febrúar á næsta ári. Umsóknarfrestur er til 1. desember nk. Ekki er tekið við umsóknum er berast eftir þann tíma. Sótt er um á eyðublöðum sem liggja frammi í mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, sími 560 9500. Einnig er hægt að nálgast umsókn- areyðublöð á heimasíðu ráðuneytisins, www.mrn.stjr.is. Með umsókn skal fylgja afrit af námssamningi og brautskráningarskírteini iðn- menntaskóla. Sérstök athygli er vakin á því að þetta er í síðasta skipti sem einstaklingar er fengið hafa heimild til verklegs sveinsprófs geta gengist undir slík próf. Menntamálaráðuneytið, 12. október 1998. Frá fjárlaganefnd Alþingis. Viðtalstímar um fjárlagafrumvarp 1999. Fjárlaganefnd Alþingis veitir nú eins og undanfarin ár viðtöku erindum frá stofnun- um, félögum, samtökum og einstaklingum er varða fjárlög næsta árs. Viðtöl við fulltrúa stofnana fara fram 2.-5. nóvember en önnur viðtöl verða eftir nán- ari ákvörðun nefndar. Þeim sem vilja er gefinn kostur á því að fylgja erindum sínum eftir á nefndarfundi. Panta ber tíma eigi síðar en 31. október í síma 563 0700.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.