Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 14

Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 14
30 - LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 19 9 8 Tkyptr Kvef, hnerri og hósti er nokk- uð semfylgirhausti og vetri, alla vega hérá norðurslóð. Árlegafáum við svo inflú- ensu í viðhót við þetta venju- lega kvefog við henni er hægt að bólusetja. Þegar einhver segist vera með flensuskít þá er að öllu jöfnu um að ræða einhverja kvefpest en ekki eiginlega inflúensu sem er miklu skæðari sjúkdómur. A hverju hausti má sjá auglýsingar frá heilsugæslu- stöðvum þar sem fólk er hvatt til að koma í inflúenslusprautu svo inflúensan leggi það ekki að velli. „Inflúensan er aðallega í tveimur stof- um, A og B stofni, sem ekki hegða sér eins,“ segir Páll Þorgeirsson, yfirlæknir á heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi. „A stofninn veldur meiri veikindum og er frekar í faröldrum en B stofninn, sem er ekki eins faraldstengdur. En þar sem hann er mildari og veldur oft á tíðum óljósari veikindum er líklegt að fleiri fái inflú- ensu af B stofni en gera sér grein fyrir.“ A heilsugæslustöð Seltjarnarness voru bólusettir um 1200 manns á sl. ári og lík- legt að talan verði svipuð eða ívið hærri í ár. Bólusetning hófst í októberbyrjun og landlæknir mælist til þess að henni sé lok- ið í nóvemberlok. „Elstu einstaklingarnir fara að jafnaði verst út úr inflúensunni,“ segir Páll. „Landlæknisembættið ráðleggur að allir einstaklingar sem eldri eru en sextugir séu bólusettir og öll börn og yngra fólk sem þjáist af hjarta-, lungna- og nýrnaveiki, ill- kynja sjúkjómum og öðrum ónæmis- bælandi sjúkdómum og svo starfsfólk heil- brigðisþjónustu ásamt öðrum þeim sem annast sjúkt fólk. Aður en farið var að bólusetja gegn inflúensu var talsverð dán- artíðni hjá eldra fólki vegna hennar en sem betur fer hefur hún minnkað mjög.“ Snögg veíktndi Þegar fólk veikist af hinni eiginlegu inflú- enslu veikist það oft mjög hastarlega og snögglega og fær hita, höfuðverk, bein- verki og skjálfta og fljótlega fylgja særindi í hálsi og bijósti. Best er að fara vel með sig ef þessi einkenni koma upp og leita læknis til greiningar. „Það sem er líka alvarlegt við inflúensu er að henni fylgja gjarnan fylgikvillar," segir Páll. „Oftast eru þetta bakteríusmit- anir sem geta verið kinnholubólgur og berkjubólga, og svo lungnabólgur. En það er kannski ekki öllum kunnugt að sótt- varnarlæknir ráðleggur bólusetningar gegn lungnabólgubakteríum fyrir alla sem orðnir eru 60 ára og eldri á tíu ára fresti og á fimm ára fresti fyrir þá sem eru í sér- stökum áhættuhópum. Þessar bólusetn- ingar eru alltaf í gangi og aðeins þarf að biðja um þær á heilsugæslustöðvum.11 Páll segir aðspurður að stundum heyrist að fílhraust fólk, sem aldrei hafi kennt sér nokkurs meins taki slæma veikindarispu eftir að hafa fengið inflúensusprautu. Hann segist ekki vita hvers vegna það er, en þó mætti hugsa sé að ástæðan gæti ver- ið sú að sprautan hitti á að vera á sama tíma og viðkomandi er að koma sér upp veikindum og því verði þau kannski verri fyrir vikið. En þó sé það ekki algilt. „Það er full ástæða til þess að láta bólu- setja sig fyrir inflúensu sé fólk í einhverj- um ofangreindra flokka og eins þá sem ekki telja sig mega við því af ýmsum ástæðum að verða veikir, þó kannski sé ekki brýn þörf á því fyrir fílhraust fólk á besta aldri. Það getur komið sér illa fyrir fólk að veikjast af inflúensu á einhverjum ákveðnum tíma og engin ástæða til annars en að reyna að koma í veg fyrir það,“ seg- ir Páll að lokum. - VS HEILSUMOLAR I Bandaríkjunum er það sívaxandi vanda- mál að fólk sem er geðstirt eða pirrað tek- ur til ofbeldisráða í umferðinni við minnstu truflun. Þannig er ökumönnum ráðlagt að mæti þeir öðrum ökumanni sem virðist árásargjarn eða lítur út fyrir að hafa farið vitlausu megin fram úr rúminu, að hægja á sér og reyna að komast sem Iengst frá viðkomandi. Alls ekki svara háttalagi þeirra með því að gretta sig eða á annan hátt gera nokkuð það sem valdið getur því að ökumaðurinn móðgist því hann sé líldegur til að ráðast á hinn og jafnvel gera út af við hann. Olestra fituefnið Olestra er nýjasta töfraefnið til að fólk geti haldið áfram að borða og borða en fái samt færri hitaeiningar en matarinntakan segir til um. Það gerist á þann hátt að hluti fitunnar fer ómelt í gegnum melting- arveginn og þykir þetta hið besta mál. Megrun án fyrirhafnar, draumur þeirra sem ekki geta hamið lystina en sjá fyrir sér áhyggjulaust át í framtíðinni. Nú hefur komið á daginn, eins og svo oft áður að um vandamál er að ræða. Því um 20% þeirra sem borða mat er inniheldur olestra fá magaverki vegna þess. Því hefur verið farið fram á í Bandaríkjunum að matvæli sem innihalda olestra, sem lýst er þannig: Gerfiefni gert úr sykri og grænmetisolíu sem fer í gegnum líkamann ómelt og tek- ur með sér fituleysanleg vftamín, verði tekin af lista FDA, Matvæla- og lyfjastofn- un Bandaríkjanna. Að vera góður elskandi Það sem helst prýðir góðan elskanda öðru fremur er sjálfsagt það, að sjá til þess að ástarsambandið sé sífellt lif- andi/spennandi. Með góðum elskanda á ég ekki við karla fremur en konur, því það er jú á ábyrgð beggja einstaklinga, sem velja það að deila saman ást sinni og kynlífi, að sambandið sé lifandi og ekki síður spennandi og fullnægi andlegum jafnt sem líkamlegum þörfum beggja að- ila. Elskendur sem laðast hver að öðrum sem einstaklingar geta lifað mjög gjöfulu qg nánu kynlífi, ekki síst ef þeir gæta þess að hlúa stöðugt að sambandinu og hafa ástúð, traust og heiðar- leika að leiðarljósi. Stundum virðast karlmenn í hita leiksins gleyma því að konur eru bæði tilfinningaríkar og munúðarfullar og leggja oft mest upp úr góðum forleik, þar sem gott tæki- færi gefst til að tjá tilfinningar sínar á blíðlegan hátt, líkt og þegar þið voruð í tilhugalífinu, þegar koss, faðmlag eða jafnvel augnagotur veittu þessa spennandi unaðs- kennd, sem oft einkennir tilhugalíf og ný ástarsambönd. Eins og ég hef margoft komið inná í pistlum mínum, þá getur enginn fundið á sér hvað rekkjunautinum þykir gott og hvað ekki og er það því undir hverjum og einum komið að tjá sig opið og einlæglega og má nánast telja það óhugsandi að hægt sé að þróa gott kynlíf án opinna og hreinskilinna tjáskipta. Fólk þarf að geta tjáð sig óhik- að um það sem þeim finnst kynæsandi og gott, ekki síð- ur en það sem því finnst óþægilegt eða jafnvel vont. KYIMLIF Halldóra Bjarnadóitii' skrifar Leyndar óskir Elskendur þurfa jafnframt að hafa kjark til að stinga upp á nýjum aðferðum f ástarleikjum og/eða nýjum stöðum til að stunda ástarleiki á. Með því að skiptast á leyndum óskum þroskast oft líkamlegt samband elskenda og verður inni- legra. Mikilvægt er að taka ekki hvort öðru sem sjálfsögð- um hlut og semja, þegar óskir ykkar annaðhvort stangast á, eða þegar kynörvunin er ekki samstíga. Jafnvel samstígustu elskendur geta þegar fram líða stundir orðið Ieiðir á ástar- Ieikjum sem árum saman eru nákvæmlega eins, jafnvel í sömu röð, sömu stellingum og kannski alltaf á sama stað. Það þarf ákveðinn kjark og ekki síður heiðarleg og opin samskipti til að bijóta upp slíkt munstur, en orð eru til alls fyrst og sé sambandið að öðru Ieyti gott, ætti það að þola þá umræðu. Fólk fær sjaldnast mikið út úr leiðinlegu kyn- Iífi, en til er fjöldi ástarleikja, sem geta glætt kynlífið nýju Iífi og verið bæði örvandi og freistandi í senn. Viljir þú fá meira út úr ástarsambandinu, sem þú ert þátttakandi í núna, krefst það fullrar innlifunar ykkar beggja og þið þurfið bæði að vera móttækileg fyrir atlotum hins og ekki síður að geta notið þess að veita hinum aðil- anum atlot. Því meiri blíðuhót sem elskandi þinn sýnir þér, þeim mun tilbúnari ert þú að endurgjalda þau. Opínská íunræða Það eru ótrúlega margir sem eiga erfitt með að tala opin- skátt og af einlægni við maka sinn um óskir sínar og jafn- vel áhyggjur eða vandamál f kynlífinu. Ekki er ólíklegt að slíkt megi rekja til uppeldis. Margir hafa fengið þau skila- boð í uppeldinu, að öll umræða um kynlíf sé svo persónu- leg og mikið feimnismál, að viðkomandi upplifir sig ber- skjaldaðan í umræðunni, og hikar þá jafnvel við að tjá sig við maka sinn, þó þau hafi verið gift árum saman. Vissulega er kynlíf hvers og eins persónulegt mál og ekki umræða sem fólk vill eða ætti að bera á torg, en gera verður þó greinarmun á umræðu almennt og tjáningu milli elskenda. Viss er ég um það að draga má verulega úr misskilningi, deilum og togstreitu milli elskenda ef fólk gerði sér far um að ræða opinskátt í samböndum sínum um líkamlegar og andlegar óskir sínar. Halldóra Bjamadóttir er hjúkrunarfræðingur og skrifar um kynUffyrir Dag. iAife tfeí .fKdSÍNtsKl 'iinövíii iádð rs3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.