Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 4
Jg» LEIKFELAG H @£reykjavíkurj® BORGARLEIKHÚSIÐ KORTASÖLU LÝKUR 15. OKT. Stóra svið kl. 20:00 eftir Jim Jacobs og Warren Casey í dag lau. 17/10, kl. 15.00, Uppselt í kvöld lau. 17/10, kl. 20.00, Uppselt lau. 24/10, kl. 15.00, Uppselt Stóra svið kl. 20:00 SEX í SVEIT eftir Marc Camoletti ( kvöld lau. 17/10, kl. 23.30, uppselt lau. 24/10, uppselt lau. 31/10, uppselt, Litla sviðið kl. 20:00 OFANUÓS eftir David Hare Sun. 18/10. fös. 23/10 lau. 24/10. fim. 5/11 lau. 7/11, lau. 14/11 ATH. takmarkaður sýningarfjöldi Stóra svið kl. 20:00 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN NIGHT, Jorma Uotinen STOOLGAME, Jiri Kylián LA CABINA 26, Jochen Ulrich 4. sýning sun. 18/10 fim. 22/10 Takmarkaður sýningafjöldi. Miðasalan er opin daglega frá kl. 13 - 18 og fram að sýningu sýningadaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sýnt á stóra sviði ÓSKASTJARNAN - Birgir Sigurðsson íkvöld Id. 17/10 -föd. 23/10- Id. 31/10 Ath. takmarkaður sýningafjöldi. SÓLVEiG - Ragnar Arnalds 4. sýning. fim. 22/10 nokkur sæti laus 5. sýning Id. 24/10 uppselt BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA - Astrid Lindgren sud. 18/10 kl. 14:00 örfá sæti laus sud. 25/10 kl. 14:00 uppselt Sýnt á Smíðaverkstæði kl. 20:30 MAÐUR í MISLITUM SOKKUM sud. 18/10 uppselt fid. 22/10 uppselt Id. 24/10 örfá sæti laus Sýnt á litla sviði kl. 20:30 GAMANSAMI HARMLEIKURINN - Hunstadt/Bonfanti í kvöld Id. 17/10 - föd. 23/10 - Id. 24/10. uppselt Sýnt á Renniverkstæðinu Akureyri LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza Id. 17/10 nokkur sæti laus sud. 18/10 nokkur sæti laus Sala áskriftarkorta stendur yfir. Innifalið í áskriftarkorti eru 6 sýningar. Almennt verð áskriftarkorta er kr. 8.700 Ellilífeyrisþegar og öryrkjar kr. 7.200 Miðasalan er opin mánud. - þriðjud. 13-18, miðvikud. - sunnud. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga í síma 551-1200. MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Þá hafa Portúgalir fengið sitt Nóbelsskáld. Jose Saramago, sem sænska akademían heiðrar að þessu sinni með bókmenntaverð- launum Nóbels, er um margt óvenjulegur, orðhvass með afbrigðum og fastheldinn á skoðanir sínar; hann er til dæmis enn eld- heitur kommúnisti. Saramago, sem er 75 ára, er af fátæku bændafólki kominn. Hann fæddist 16. nóv- ember 1922 í bænum Azinhaga skammt frá Lissabon, höfuðborg Portúgals. Fjölskyldan var „fátæk, fátæk, fátæk,“ sagði hann eitt sinn í viðtali. „Það var moldargólf í húsinu okkar og á nóttunni gat ég séð stjörnurnar út um rifurnar í þakinu. I hellidembum rigndi líka innan dyra.“ Hann stundaði nám í höf- uðborginni en neyddist til að fara að vinna vegna slæms fjárhags og lauk aldrei háskóla- prófi. Lengst af starfaði hann við útgáfu og blaðamennsku. Sló í gegn sextugur Það var hins vegar ekki fyrr en á níunda ára- tugnum sem hann gat helgað sig ritstörfum; hann sló ekki í gegn fyrr en hann var orðinn sextugur. Fyrsta skáldsaga hans birtist þó miklu fyrr, eða árið 1947 þegar hann var 25 ára. „Terra do Pecado“ vakti litla athygli og Saramago sneri sér að öðrum verkefnum. Það var ekki fyrr en 1982 að hann sló í gegn með skáld- sögunni „Memorial do Convento" sem í enskri útgáfu heitir „Baltasar and BIimunda.“ Þetta er saga um ást og hrylling á tímum spænska rannsóknarréttarins og lýs- ir einstaklingnum andspænis opinberum trú- arbrögðum. Hafi Sagamago „ekki gert neitt sérstakt1' í nokkra áratugi, eins og hann orðaði það sjálf- ur í viðtali, hefur hann svo sannarlega bætt fyrir það síðasta einn og hálfa áratuginn eða svo. Skáldsögurnar sem nú hafa leitt til Nóbelsverðlaunanna eru frá þeim tíma og Fyrsta Nóbelsskáld Portúgala, Jose Saramago, hefur aðeins einbeitt sér að skáldsagnagerð síðastliðinn hálfan annan áratug. hafa flestar komið út í enskri þýðingu. Þeirra á meðal eru „The Year of the Death of Ricardo Reis“ frá árinu 1984, „The Stone Raft“ (1986), „The History of the Siege of Lisbon“ (1989) og „Blindness" (1997). Þess- ar og aðrar enskar þýðingar er hægt að nálg- ast á Netinu. Á verðlaunin skUið Einn kunnasti bókmenntamaður Bandaríkj- anna, Harold Bloom, er ákaflega ánægður með sænsku akademíuna að þessu sinni. „Þetta eru góðar fréttir," sagði hann í viðtali. „Svo fáir þeirra sem fengið hafa Nóbelinn síðustu fimmtán árin eiga það skilið. En Saramago á það.“ Hann líkir skáldsögum nýja nóbelsskálds- ins við verk eftir Borges, Kafka og Beckett. „Saramago hefur mikla tilfinningu fyrir smá- atriðunum jafnvel í furðulegustu draumsýn- um. Þetta er hrífandi texti." Ekki eru þó allir jafn hrifnir. Saramago hefur lengi átt í stríði við kaþólsku kirkjuna, ekki síst eftir að skáldsaga sem á ensku nefn- ist „The Gospel According to Jesus Christ" kom út árið 1991. Enda gagnrýndi málgagn páfaríkisins niðurstöðu sænsku akademíunn- ar. „Kaþólikkarnir krossfestu mig,“ sagði Sara- mago í nýlegu viðtali um viðbrögðin við þess- ari umdeildu skáldsögu, en þá bárust honum ótal svívirðingabréf. Hann er lítið fyrir að fara troðnar slóðir og lætur þannig ekki kollsteypur í Austur-Evr- ópu hrekja sig frá kommúnismanum. „Það hefur aldrei verið auðveldara að vera komm- únisti en núna,“ sagði hann nýverið, „vegna þess að við erum svo fáir!“ Undanfarin ár hefur Saramago átt heima á Kanarýeyjum ásamt konu sinni Pilar, sem er mun yngri en hann. Hann gekk í hjónaband öðru sinni einmitt um svipað Ieyti og hann fór að slá í gegn sem rithöfundur, og lítur á það sem eina mikilvægustu ákvörðun lífs síns að hafa þorað að taka á móti ástinni þegar hún varð á vegi hans. Allt sem gerst hafi áður en hann kynntist síðari konu sinni hafi að- eins verið undirbúningur þess sem var í vændum Sóttu í sig veðrið á móti vindi Þeir sem ekki hafa snefil af áhuga á fótbolta skilja eðlilega ekki þaulsetur fíkla fyrir framan sjónvarpið þegar Island er að spila landsleiki. Þetta skilningsleysi er eðlilegt og byggir á fáfræði og for- dómum, eins og yfirhöfuð og er sömu tegundar og forpokun á sviði menningar og lista. Oupplýstir halda sem sé að Iandsleikur í fótbolta snúist um 22 menn sem hlaupa á eftir bolta eins og pungsveittir grísir á grasi í 90 mínútur. En Iandsleikur £ fótbolta er annað og miklu meira. Hann snýst að vísu um knattspyrnu, en að auki um landafræði, alþjóðaviðskipti, tónlist, veðurfræði, menningarsögu, Iík- ams- og heilsufræði, bókmenntir, eðlisfræði, heimspólitík, mat- vælafræði, sálfræði og sitthvað fleira eins og hér kemur vonandi fram á eftir. Beluga kavíar A slaginu fimm s.l. miðvikudag settist ég framan við sjónvarpið. Konan var búin að þvo klósettið, ryksuga, þurrka af og vökva blómin og því gat ég sest með góðri samvisku að svo aðkallandi heimilisstörfum afloknum. Það voru þrjú kortér í Island - Rúss- land og tími til kominn að fara.að byggja sig upp andlega fyrir kom- andi átök. Ég lét hugann reika til barnaskólaáranna þegar maður þurfti með formælingum og lýsi að læra allt um árnar Don, Dnépr og Volgu og borgirnar Vla- divostok og Arkhangelsk. Daginn áður hafði dóttir mín bölvað sundrun Sovétríkjanna í sand og ösku því hún var að læra um öll þessi nýju lönd fyrir austan þar sem áður var bara eitt, þannig að ég og mín kynslóð sluppum sjálf- sagt nokkuð vel í landfræðinni. Ég fór að hugsa um gamlan kunningja, Pjotr Voronov, sem var með mér á Gamla-Garði um árið og varð vitlaus í hvert skipti sem einhver hallmælti Breshnev heitnum. Hvar skyldu þeir vera nú, Pjotr og Leonid? Pjotr hafði lofað að redda mér einhverntím- an Beluga-kavíar en það hafði misfarist. Skyldu verkamennirnir fá Technopromexport fá Beluga- kavíar oná brauðið sitt? Bond, James Bond Nei, þetta var ekki nógu góður undirbúningur undir leikinn. Málið var að leggja áherslu á nei- kvæðar hugsanir um Rússa, þan- nig að ég yrði orðinn gríðar gramur þegar leikurinn hæfist og gæti því úthúðað Rússunum uppstyttulaust þar til yfir lyki. Svo ég riíjaði upp ógnir komm- únismans þar eystra og þá stað- reynd að kommúnistar höfðu dregið mig og Laxness á hug- myndafræðilegar tálar tímabund- ið og Jón Múla og Helga heitinn hvíta alfarið. Ég minntist líka allra þeirra Satans spíóna sem raskað höfðu bólförum Bond, James Bond, í höfuðbókmenntum uppvaxtarára minna. Og sömuleiðis rússneska vodkans sem ég hafði ómælt þambað fyrir margt löngu og löngum leitt mig á hálar brautir. Ég átti sem sé Rússum grátt að gjalda og nú var komið að skuldadögunum! Ég teygði mig í hreinræktað kapítalista popp- korn frá Orville heitnum Reden- bacher og Ieikurinn hófst. Jeltsín-heilkeimi Mínir menn hófu Ieikinn og í fyrstu sókninni tognaði Doddi (og var nú Eyrnalangur fjarri góðu gamni). Þetta voru greini- Iega áhrif vindkælingar á vöðva- trefjar áður en adrenalínflæðið náði upphafshámarki og slóansið gufaði upp. Rússarnir voru ekki líklegir til að lenda í því sama, þessir túndru-strákar með sín gaddfreðnu Síberíu-gen. Þrátt fyrir áfallið vörðust okkar menn vel og Rússum tókst ekki að brjóta niður Berlínar-múr ís- lendinga. íslendingar sóttu í sig veðrið á móti vindinum í seinni hálfleik og hömuðust eins og þeir væru á premíu við uppskip- un á sementi og svitinn vökvaði svörð. Rússar hengdu haus og slöguðu stjarfir, glaseygir og ut- angátta um völlinn, rétt eins og þeir þjáðust allir af Jeltsín-heil- kennum. Og þar kom að þeir skutu sig í fótinn, eða öllu held- ur skölluðu í eigið net og vantaði ekkert nema Don Kósakka-kór- inn til að raula nokkrar dapurleg- ar stemmur í leikslok við þessa endanlegu útför Rússlands í undankeppninni. Og ég hvarf aftur glaður í bragði í faðm fjölskyldunnar, bjartsýnni, upplýstari og um- burðarlyndari en ég var tveimur klukkustundum áður og hefði verið ef Rússland hefði valtað yfir Islendinga. JÓHANNESAR- SPJALL skilningsleysi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.