Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 12
28 - LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 19 9 8 rD^tr Rækjur þola vel sterkt krydd ogframandi grænmeti. Um alhn heim, þar semfólk kemst að sjó eru rækj- urvinsælartilátu, enda henta þæríflesta rétti og mikið úrval til afrækjum, alltfrá ör- smáum til risarækja semverða allt að 20 sm langar. Jambalaya Þessi réttur dugar fyrir 4-6 og tekur um eina klukkustund í vinnslu. 2 msk. ólífuolía 1 stór rauður laukur eða tveir litlir, ffnt saxaðir 1 -2 hvítlauksrif, pressuð 2 beikonsneiðar, fínt skornar 1 'h bolli Iöng hrísgijón 1 rauð eða græn paprika, fínt skorin 150 g skinka í bitum 425 g dós af niðursoðnum tómötum 425 g dós af tómatmauki 1 tsk Worcestersósa örlítið Tabasco 'h tsk. thyme 'h bolli fersk steinselja, smátt skorin 250 g rækjur, pillaðar og soðn- arsmávegis af smátt skornum vorlauk til skrauts Hitið olíuna á stórri pönnu, setj- ið lauk, hvítlauk og beikon útí, steikið í 5 mfn og hrærið stöðugt á meðan. Bætið hrís- grjónum í og hrærið áffam í 2 mín. Bætið nú papriku, tómöt- um, skinku, Worchestersósu, Tabasco og thyme. Hrærið í um eina mín. Setjið þétt lok á og lækkið hitann í lægsta og látið sjóða í um 40 mín. Ath. hrís- grjónin, ef þau eru ekki alveg soðin látið þá sjóða í 5 mín. í viðbót. Bætið nú við rækjunum og steinselju. Saltið og piprið að smekk. Hrærið saman, setjið í volga skál og berið fram strax. Skreytið með vorlauk ef vill. Rækjur í kókos- mjolk Hún kemur frá Indlandi þessi ljúffenga uppskrift og tekur mat- Chilli rækjur, stórar og góðar. Jambalaya er góður réttur sem inniheldur, rækjur, kjöt og grænmeti. Ekki mjög sterkkryddaður og með ákveðnu tómatbragði. reiðslan í heild um 25 mín. Dugar fyrir 4-6. Bananar fara mjög vel með karrýréttum. 350 g meðalstórar rækjur, pill- aðar I msk. ghee (skírt smjör) eða olía 2 ffemur stórir laukar, fínt skornir 2 hvítlaukrif, pressuð 1 tsk. tumeric 2 rauðir chile, fræhreinsaðir og fínt skornir 8 karrýlauf eða 1 msk. karrý 2 bollar kókosmjólk (fæst í heilsubúðum) 'h - 1 tsk. salt Hitið smjörið eða olíuna á pönnu við meðalhita. Setjið laukinn útí og steikið hann glæran. Bætið hvítlauk, tumeric, chile og karrý við og látið malla í 1 mín. Setjið nú kókosmjólkina á pönnuna ásamt salti. Látið malla í um 10 mín. og setjið svo rækjurnar útí. Látið sjóða við lít- inn hita í 10-12 mín. Berið fram með grænmeti og banana ásamt góðu brauði. Chile Pepita rækj- ur, sterkar Þessi réttur er bragðsterkur og góður og skemmtileg tilbreyting frá grilluðu kjöti. 24 stk. stórar rækjur, pillaðar og hreinsaðar en ef hægt er þá að skilja halann eftir 'A bolli graskerafræ, ristuð 'h bolli ristuð sesamfræ 'h bolli fersk koriander lauf, söx- uð 1 msk. lime eða sítrónusafi 3 tsk. sambal olek (chile mauk) 1 rif hvítlaukur, fínt saxaður 1 msk. sykur Blandið öllum hráefnum nema rækjum saman og setjið í mixara örstutt. Gætið þess að blandan verði ekki of mjúk. Setjið rækj- unar útí og hrærið vel saman, geymið í lokaðri skál í ísskáp í að minnsta kosti 3 klst. Þræðið 3 rækjur á hvern pinna og grillið í nokkrar mín á hvorri hlið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.