Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 17. OKTÚBER 1998 - 25 Óperusöngur og barneignir Eitt lag enn „Ég ætla að vona að það líði ekki svona langur tími aftur þar til ég syng með Kristjáni Jó- hannssyni," segir Diddú. Sigrún Hjálmtýsdóttir, títtnefnd Diddú, segist Ieggja það að jöfnu að syngja á tónleikum og eignast börn. Henni segist svo frá um þennan ólíka samanburð á hlutunum . „Eg söng með Kristjáni Jóhannsyni í Iþróttahöllinni á Ak- ureyri vorið 1995. Mér fannst í raun ekkert jafnast á við það og þótti það stórkostleg stund. A síðasta ári eignaðist ég svo litla dóttur og þá hugsaði ég með mér að engin ópera kæmist í neinn samanjöfnuð við það að eignast barn. En svo er það þannig að þegar maður eignast börn þá tekur hversdagsleikinn fljótt við; bleyjuþvotturinn og allt það. Því fannst mér það alveg stórkostleg stund síðasta Iaugardag þegar ég átti þess kost aftur að syngja með Kristjáni á tón- leikum á Akureyri, svo stórkostlegum að við sem á sviðinu voru vorum ekki minna heilluð en fólkið út í sal. Eg ætla bara að vona að það Iíði ekki svona Iangur tími aftur þar til ég syng á ný með Kristjáni. En auðvitað er barneignin miklu stjórkostlegra fyrirbæri, að sjá nýtt líf kvikna og Iitla manneksju vaxa úr grasi,“ segir Diddú. Iíf mitt tók vinkilbeygju „Um fertugt breyttust persónutegar aðstæður mínar. Lífið tók vinkilbeyju,“ segir Guðmundur Gunnarsson. „Um fertugt breyttust persónu- legar aðstæður mínar og það varð til þess að ég breytti um takt í lífinu. Fór að hreyfa mig, tók upp annað mataræði og skipti um starfsvettvang. Lífið tók vinkilbeyju," segir Guð- mundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsamband Islands. „Aður hafði ég starfað að fræðslumálum rafiðnaðarmanna og kennsla átti vel við mig. En þarna ákvað ég að snúa mér að félagsmálum og sinna þeim um að minnsta kosti einhvern tíma. Árið 1986 var ég kjörinn for- maður Félags íslenskra rafirkja og íyrr en varði var ég kominn í þúsund nefndir. Ekki varð aftur snúið. Arið 1993 var ég svo kjör- inn formaður Rafiðnaðarsam- bandsins." Guðmundur segir að hann hafi ekki verið fyrst í stað sáttur við þessa breytingu. „Ég er hins- vegar sáttur í dag og mér finnst margt gott hafa áunnist í þágu stéttarinnar. Það sem ég er kannski ánægðastur með, af því sem ég hef komið nærri, er upp- bygging menntunarmála. Hún hefur miklu skilað og er helsta trompið í réttinda- og kjarabar- áttu okkar." Svo fór ég á kné Lotniiigfyrir líftnu „Líklega er minnisstæðasta stund Iíks míns og jafnframt sú áhrifamesta þegar ég bað konunnar minnar, Hrefnu Brynju Gísladótt- ur, fyrir einum 26 árum síðan. Ég mætti með blóm- vönd og gaf henni gjafir og undirbjó þannig jarðveginn fyrir það sem koma skyldi. Svo fór ég á kné, einsog þegar ég tala við minn himneska föður, og spurði hana hvort hún vildi giftast mér. Þetta virk- aði, hún vildi giftast mér,“ segir Snorri Óskarsson, safnaðarhirðir í Bethel í Vestmannaeyjum. Snorri segir að sér sé líka mjög minn- isstætt þegar hann ffelsaðist og tók trú á bænasamkomu í Bethel í Eyjum, níu ára gamall. „Þar fann ég þennan djúpa innri frið færast yfir mig. Ég bað frelsarann um að fyrirgefa syndir mínar og það gerði hann. Æ síðan hef ég líka verið á fullu í safnaðarstarfi okkar hvítasunnu- fólks hér í Eyjum.“ „Svo fór ég á hnén, einsog þegar ég taia við minn himneska föður, og spurði hana hvort hún vildi giftast mér. Þetta virkaði, “ segir Snorri Óskarsson i Bethel í Eyjum. „Frá fæðingunni blunda alltaf óljósar minningar í undirmeðvitund okkar allra, án þess að við vitum beinlíns afþví, “ segir Sigurjón Benediktsson á Húsavík. „Það hefur náttúrlega ekkert haft önnur eins áhrif og það þegar ég fæddist," segir Sig- urjón Benediktsson, tann- læknir og fv. bæjarfulltrúi á Húsavík. „Ég held að frá þeim atburði blundi alltaf óljósar minningar í undir- meðvitund okkar allra, án þess að við vitum beinlíns af því. Þá trúi ég því að við fæðingu séu okkar sköpuð örlög, enda hef ég alltaf ver- ið ódæll og erfiður." „Það hefur mildl áhrif á hvern mann að fylgjast með fæðingu barna sinna og með því öðlast maður mikla lotn- ingu fyrir lífinu. Og þetta getum við karlmenn ekki, að fæða börn í heiminn, nema á með miklum breytingum. þessu liggur vanmáttur okkar. Því hlundar það í okkar, rétt einsog konur geta alið börn, að láta eitthvað eftir okkur liggja og út á það gengur líf okkar alltaf að stóru leyti.“ „Þá hefði líka aðeins þurft herslumuninn til að við íslendingar sigruðum í keppninni en ekki ítalir, “ segir Sigríður Beinteinsdóttir. „Svona af þvf sem snertir tón- listina þá stendur uppúr Eurovision keppnin árið 1990 sem þá var haldin í Júgóslavíu. Þá vorum við í Stjórninni full- trúar Islands og sungum Eitt lag enn, en lagið lenti í 4. sæti í keppninni," segir Sigríður Bein- teinsdóttir, söngkona. Hún seg- ist ekki hafa verið með miklar væntingar um árangur þegar haldið var utan í ljósi þess hvernig Islendingum hafði geng- ið fyrri ár í keppninni. En lagið hreif og tslendingar lentu í fjórða sæti, en voru í því þriðja að stigum. „Það hefði allt eins getað farið svo að við Islendingar sigruðum í keppninni. Þetta raðaðist allt svo undarlega upp. Hefðu Is- lendingar ekki gefið Frökkum, sem voru í öðru til þriðja sæti og með aðeins tveimur stigum meira en við, fullt hús stiga hefðum við náð öðru sæti. Þá hefði líka aðeins þurft herslumuninn þannig að við sigruðum í keppninni en ekki Italir," segir Sigríður. Hún segir þó að Islendingar hefðu um margt verið sigurvegarar, að minnsta kosti hefðu þeir fengið mikla Ijölmiðlaumfjöllun og Eitt lag enn hefði víða vinsælda not- ið. Það hefði svo aftur skapað Stjórninni traustan sess í tón- listarlífi hér heima. Hiii sára reynsla snjóflóðarma „í mínu persónulega lifi er það fæðing tveggja barna minna sem ég var viðstaddur sem var lang áhrifamesta stund ævi minnar. Það er stór stund að sjá nýtt Iíf vakna og verða til. Það sem stendur svo uppúr í mínu starfi sem þingmaður er sú sára og bitra reynsla sem maður upplifði við snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri árið 1995,“ segir Einar Kr. Guðfinnsson, alþingismaður. „Það er stundum sagt að þroskandi sé að takast á við sára og erfiða reynslu. Ég vil þó eng- um óska þess að þurfa að mæta því sem þarna gerðist, að mæta þeirri hræðilegu sorg sem fólk varð fyrir. Við þessar kringum- stæður var maður í raun gjör- samlega magnlaus og afar Iítill í sér,“ segir Einar. - Hann segir þó að ljósið í myrkrinu hafi verið það ótrúlega baráttuþrek sem Vestfirðingar sýndu við þessar aðstæður og ekki síður hafi verið uppörvandi að finna þann sam- hug f verki sem landsmenn sýndu þeim sem um sárt áttu að binda. „Þau áhrif sem snjóflóðin höfðu til lengri tíma eru mikil - „Það sem stendur uppúr í mínu starfi sem þingmaður er sú sára reynsla sem maður upplifði við snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri," segir Einar Kr. Guðfinnsson, alþing- ismaður. og verða aldrei metin til fulls. Dýpst ristir þó sorgin sem marg- ir urðu fyrir - og það eru sárin sem seint gróa.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.