Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 11
LAUGARDAGVR 17. OKTÓBER 1998 - 27 Vgptr. Matar UMSJÓN: VIGDÍS STEFÁNSDÓTTIR gaftid Rækjukokkteill á heimsmælikvarða Litlar rækjur og stórarrækjur, syndandi í majoneslegi eðafallega glóðarsteiktarfreista svangs maga. Uppskriftirafrækjuréttum eiga greiða leiða að hjartaþeirra sem halda kajfiboð eða sauma- klúbba því auðvelt erað matreiða þæráýmsa vegu. Rækjur eru kostafæða, eru próteinríkar og ekki mjög feitar, en innihalda nokk- uð magn kól- esterols og þurfa því hjartasjúkl- ingar að gæta svolítið að sér varðandi neyslu þeirra. Til rækju- stofnsins teljast úthafsrækjur, miðlungsstórar af ýmsum tegundum, risarækjur sem þá eru um 50 g að þyngd og pínulitlar gráar rækjur sem veiðast undan strönd Bretlands og Norður- Frakklands en þær eru bragð- mildar og nánast kryddaðar. Rækjur hafa oft þótt fremur dýrt hráefni og fremur notaðar í fínni rétti af þeim sökum. Hins vegar hefur það breyst svolítið á seinni árum og nú eru þessar venjulegu rækjur ekki mikið dýr- ari en ýsa, og stundum jafnvel ódýrari komist maður að góðum samningum og nýtast auðvitað vel vegna þess að yfirleitt eru þær seldar pillaðar. Þær eru mjög hentugar í fiskrétti ýmis- konar og í salöt, en gæta þarf þess að sjóða þær ekki of lengi, aðeins nokkrar mfnútur í mesta lagi. Sinn er siður í hverju landi Hefðbundnir rækjuréttir eru til dæmis úthafsrækja í bragð- sterkri sósu frá Bretlandi, Risotto con gambertti in bianco, rækjur með hrísgrjónum og hvítvíni frá ftalíu; kreólarækja með tómötum, blaðselju, víni og cayennepipar frá Suðurríkjum Bandaríkjanna og gambas al ajillo með hvítlauk og grænum chillipipar frá Spáni. Hér á landi tíðkaðist lengi vel að bjóða upp á rækjukokkteil í forrétt á fínni veitingahúsum en það var smá- skammtur af rækjum í gler- glasi með bleikri majo- nessósu útá og ristaðri franskbrauðsneið með. Þetta þótti afskaplega fínn réttur og eftir því dýr en sést sjaldan núorðið þegar rækjur eru farnar að sjást í hvers- dagssalötum í stórmarkaðnum. Hrá rækja í skel geymist í 2 dag í kæli en 6 mán. í frysti. Soðin geymist hún í 2 daga í kæli en einn mánuð í frysti. Það verður að passa vel upp á ferskleika rækjanna, því þær geta skaðast illilega við lé- lega meðhöndlun eða langa geymslu og ætti aldrei-að borða rækju sem grunur leikur á að sé orðin gömul eða ekki hafi verið gætt fyllsta hreinlætis við með- höndlunina. Hiunar eda dulbúin rækja? Leturhumar (scampi) er oft ruglað saman við risarækjur þótt þeir séu í raun smávaxnir með- limir humarættarinnar og með langar ldær. Þeir ganga undir ýmsum nöfnum, svo sem Dublin Bay rækjur, Noregshumar og langoustines í Frakklandi. Þeir eru á stærð við stór- ar úthafsrækj- ur en áferðin er viðkvæmari og bragðið minna. Þetta er það sem hér- lendis er stund- um kallað ís- lenskur humar eða humarhalar. Þegar rækjur, úthafsrækjur eru skornar í sundur og soðnar, fá þær á sig einskonar fiðrildalög- un sem er mjög skemmtileg. Til að ná þessu útliti á að skelfletta rækjuna og rista langsum eftir bakinu, svo sem hálfa leið í gegnum holdið. Fjarlægja þarm- inn sem liggur meðfram bakinu og fletja rækjuna út fyrir suð- una. Þetta er bæði góð skreyting og hentar líka vel í ýnmsa rétti. Mörgum þykir glóðarsteikt rækja hið mesta Iostæti og góður lögur fyrir glóðarsteikingu á teini er til dæmis: 2 msk. olía 2/ dl hvítvín 1 msk. ferskar kryddjurtir, t.d. garðablóðberg, bergmynta og steinselja 75 g bráðið smjör. Blandið öllu saman og látið rækjurnar Iagerast í kæli í 2-4 klst. Þegar rækjurnar hafa verið þræddar upp á teininn er gott að strá yfir þær paprikudufti og svörtum pipar fyrir steikingu. -VS ■ MflTflR- MOLAR Leyndarmál kokksins Stundum langar mann til að búa til eitthvað gott, finnur uppskrift bara til að uppgötva að eitthvað í henni fæst ekki í matarbúðinni. Þá getur verið gott að hafa við hendina lista yfir aðila sem geta útvegað hvað sem er með skömmum fyrirvara, kannski ekki fyrir kvöldmat en næstu daga. A Netinu er að finna slíkan lista á síðunni StarChefs og er net- fangið: http://www.starchefs.com/secr etingrdtients.html Olíuúði I stað þess að nota úða með tefloni eða olíu- líki er betra að bleyta pappír með smá ólífuolíu o nudda þunnri húð á pönnuna. Við það kemur ofurlítil fita, nóg til að steikja á en ekki mikið meira og maður sleppur við öll aukaefnin sem eru í olíulík- inu. Svo er olían miklu ódýr- ari en olíulíki. Koparskálar Koparskálar og pottar eru mjög fallegir í eldhúsinu, sér- staklega ef þess er gætt að halda þeim glansandi fínum. En koparskálar eru ekki bara til skrauts, heldur eru þær al- veg frábærar til að þeyta eggjahvítur og annað sem þarf að þeyta. Notið þeytara sem kemur miklu lofti í eggjahvit- urnar og þær geta orðið allt að fjórum sinnum rúmmeiri þannig að því stærri sem skál- in er, því betra. Hreinsið skál- ina fyrir og eftir notkun með blöndu af ediki og salti og skolið vel með heitu vatni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.