Dagur - 17.10.1998, Qupperneq 18

Dagur - 17.10.1998, Qupperneq 18
?4- J «j|! ... .AVGARDAG UR 1 7 . H O 1 HU0 JUAA OKTÓRER 1998 I POPPLÍFIÐ í LANDINU Heiða söngkona. Áfram með Unun. Ein af tvímælalaust skemmtilegri plötum sem komið hafa út á ís- landi á seinni árum, er Æ með Unun, er nánar tilgreint leit dagsins ljós 1995. Með þau Heiðu söngkonu, Ragnheiði Víkingsdóttur, Þór Eldon gítarleikara og Gunnar Hjálmarsson bassaleikara, sem kjarna, var Unun í senn frísk og kröftug innkoma í íslenskt popp á þessum tíma og var búist við miklu af sveitinni í kjölfar þessarar fyrstu plötu. Og það virtist ætla að ganga eftir. Spil í útlöndum og samningur í einhveijum dráttum virtist vera í höfn, en vegna einstakrar óheppni, útgáfan leyst upp og fleira gerði það að verkum, svo sagan sé sögð í mjög stórum og óskýrum dráttum, varð framvindan heldur enda- sleppt. Fyrir nokkru fregnaðist það svo, að Þór Eldon ætlaði að hætta og í kjölfarið þeir Valgeir Sigurðsson hljómborðsleikari og Birgir Baldursson trommari, sömuleiðis. Virtist því í fljótu bragði að Unun heyrði þar af leiðandi sögunni til, en annað hefur nú komið á daginn. Þau Heiða og Gunnar ákváðu nefnilega að halda áfram og hafa nú ásamt ýmsum hjálparkokkum lokið við að taka upp nýja plötu. Mun hún að sögn bera heitið Ótta og kemur á markað í byij- un næsta mánaðar. Unun er sem sagt ekki ennþá „dauð“ og verður fróðlegt að heyra hvernig til hefur tekist með nýsmíðina. * Síðastliðinn þriðjudag, 13. október, hefði skáldið Steinn Steinarr (Aðalsteinn Krist- mundsson), orðið níræður ef hann hefði lifað. I tilefni þess er nú komin út plata þar sem ýmsir tónlistarmenn flytja lög er samin hafa verið við ljóð Steins. Þar á meðal eru Val- gerður Guðnadóttir, Helgi Björnsson, Páll Rósenkranz, Magnús Eiriksson, KK o.fl. Umsjón með gerð plötunnar og höfundar laga á henni er Jón Ólafsson. Auk laganna, sem eru eftir hina og þessa, er svo einnig upplestur skáldsins sjálfs. Utgáfu fregnir Unghetjan Jonny Lang. Nýja platan að koma. Ungur mað á uppleið Fyrir tveimur árum kom fram á sjónarsviðið kornungur gítarleik- ari og söngvari, Jonny Langer, sem þá þegar hafði á unga aldri vakið milda athygli og út- gáfurisar glenntu upp augun yfir. Er í fáum orðum sagt um sannkallað ævintýri að ræða með unga manninn, því fyrsta platan hans, Lie to me, sló ræki- lega í gegn og náði hátt á banda- ríska Billboardsölulistanum. í kjölfar vinsælda plötunnar fylgdi svo ýmis vegsemd, m.a. að hita upp fyrir enga aðra en risana í Rolling Stones. Verður víst ekki komist lengra á því „upphitunar- sviði" að margra mati. Annað sem svo má nefna í þessu sam- bandi, er að stráksi er gestur á nýjustu plötu blúsjöfursins, Buddy Guy. Nefnist hún Heavy love og er m.a. íyrir hlut Langs hin fínasta skífa. Mitt í tónleika- haldi víða og ýmsum öðrum verkum, hefur Lang svo undan- farna mánuði verið að vinna nýja plötu. Lauk þeirri vinnu fyrir nokkru og er platan að koma út nú eftir helgina, nánai tiltekið á þriðjudaginn. Ber hún heitið Wander this world og inniheldur hún m.a. smáskífu- lagið, Still raining... Blanda af blús, rokki og poppumbúnaði ei lýsing á því sem Lie to me bauð upp á og má búast við svipuðu nú, bara betra og þroskaðra ef að Iíkum lætur. Spá menn Lang annars, sem aðeins er um 18 ára gamall, áframhaldandi velgengni með nýju plötunni og má því segja, að hann sé ungur maður á uppleið. „Diimnhjarta“ Nafn söngkonunnar og New York búans Suzanne Vega varð líklega fyrst þekkt hér- lendis og víðar er hún söng bakrödd með rokksveitinni góðu, Smithereens, á fyrstu stóru plötunni þeirra, Especially for you, árið 1986. Var það í laginu fráþæra, In a lonely place, sem hún Ijáði röddu sína auk þess að koma fram á myndbandi við lagið. Ferill Vega hefur svo risið nokkuð hátt upp frá því og hún átt mörg vinsæl Iög og plötur er selst hafa í bílfarmavís. Eins og með fleiri alvöru tónlistarkonur á borð við Tori Amos og hana Björk blessaða, svo tvær góðar séu nefndar, eru textarnir ekki sfður mikilvægir hjá Suzanne Vega heldur en tónlistin. Hún hefur t.a.m. oft dregið upp litlar myndir af fólki í sínum textum og þá ekki alltaf mjög fallegar. Hún er nú að koma með nýja plötu og er óhætt að segja að hún sé dökk, eins og titill hennar gefur jafnframt til kynna, Dark hearted, „Dimmhjarta“. Þar fjallar hún m.a. um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum, barnaofbeldi og annað fleira í þeim dúr, sem Iengi vel hefur ekki þótt þola dagsins Ijós, en er nú sífelft meir í umræðunni og það ekki að ástæðulausu. Suzanne Vega hefur jafnan fyrr þótt bera athygliverða hluti á borð og verður vart undantekning á því nú. Suzanne Vega. Hreyfir enn við því dökka í samfélaginu á nýrri plötu. Metsöluplatan Einu sinni var aftur komin út * Vísnaplatan gríðarvinsæla, Einu sinni var, er seldist á sínum tíma fyrir um tuttugu árum eða svo, í mörg þúsund eintökum, er nú að nýju fáan- leg í geislaplötuformi. Voru það þeir kappar Gunnar Þórðarson og Björgvin Hall- dórsson er höfðu veg og vanda af útgáfunni, en platan er ein sú mest selda frá upp- hafi á íslandi. * Ef fólk skildi ekki hafa tek- ið eftir því, þá er nýja Bubba- platan komin út. Arfur nefn- ist gripurinn og er Bubbi þar að skírskota vítt og breitt til landsmanna, bæði í þjóðar- arfinn sem slíkan, ljóðin og sögurnar, en líka í aðaldeilu- efni samtímans, kvótakerfið og „erfðaréttinri' tengdan honum. ¥ Það er svo rétt að minna aftur á að Hrekkjusvínaplatan margfræga, sem Spilverkið gerði í samvinnu við aðra góða krafta á borð við Leif Hauksson o.fl. er komin út. Þessi óvenjulegasta barna- plata Islandssögunnar hefur elst sérdeilis vel og á pólitíkin sem í henni felst ennþá rétt á sér í mörgum tilfellum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.