Dagur - 29.10.1998, Qupperneq 2

Dagur - 29.10.1998, Qupperneq 2
t 2 —FIMMTUDAGUR 29 .OKTÓBER 1998 FRÉTTIR Durex kairnar kvnlíf landans Framleiðendur Durex smokkanna ætla á næst- unni að beina spjótum sínum að íslandi og kanna kynlíf landans. Könnunin er gerð í framhaldi af opnun nýrrar vefsíðu fyrirtækisins en þátttak- endur geta einmitt svarað spurningum heima hjá sér með því að fara inn á vef- síðuna. Upplýsingar úr könnuninni dregist saman eins og tíðnin. Þó svo verða síðan birtar á síðunni síðar á ár- þátttakendur í könnunum gefi til kynna inu. að þarfir félagans séu mikilvægari en Fyrirtækið hefur rannsakað kynlíf eigin þarfir virðast ástarleikirnir taka fólks víða um heiminn. Ein athyglis- styttri tíma á þessu ári en því síðasta. verðasta niðurstaða í könnun fyrirtæk- Meðaltalið í fyrra var 17,9 mínútur en isins er að þriðjungur ungs fólks vill fá hefur styst um 42 sekúndur og er nú fræðslu frá foreldrum sínum um kynlíf 17,2 mínútur. Bandaríkjamenn virðast en aðeins 13 prósent fá þá fræðslu. veija mestum tíma í ástarleikina, eða Helmingur ungs fólks fræðist um kyn- að meðaltali 28 mínútum á meðan líf af vinum og félögum, en aðeins 12 prósent í skólanum. Færri skipti, minni tími Tíðni kynlífs virðist fara minnkandi. Meðaltalið var 112 skipti á ári í könn- unum síðasta árs en er komið niður í 106 skipti nú. Frakkar eru ötulastir samkvæmt könnuninni með 141 skipti á ári, meðaltal hjá Bretum er 112, hjá Norðmönnum 100, hjá Dönum 86 en 85 hjá Svíum. Meðallengd ástarleikja hefur einnig Spánverjar segjast ekki veija nema að meðaltali 14,7 mínútum í hvert skipti. Spánverjar trúir Samkvæmt könnuninni eru Spánveijar hinsvegar allra þjóða trúastir maka sín- um því þar viðurkenndu 22 prósent að hafa átt í meira en einu ástarsambandi samtímis. Helmingur Bandaríkja- manna viðurkenndi slíkt og 42 prósent Breta. Bandaríkjamenn byija yngstir, 16,3 ára gamlir, Frakkar og Kanadamenn byrja við 16,6 ára aldurinn, Bretar þeg- ar þeir eru 16,7 ára. Meðaltalið yfir heiminn er 17,6 ár. Sjö af hverjum tíu á aldrinum 16-19 segjast hafa notað verjur við fyrstu mök en aðeins þriðjungur þeirra sem eru eldri en íjörutíu ára. Ungir Norður- Iandabúar eiga vinninginn en um 86 prósent þeirra notuðu getnaðarvarnir. - HI ÍTTAVIÐ TALIÐ Thigur Formaður stjómar veitustofn- ana - Alfreð Þorsteinsson - geng- ur líklega drjúgur með sig um þessa dagana. Forstjórastaða nýja sameinaða veitufyrirtæk- isins (rafmagn og hiti) er nú cinn feitasti biti í augsýn fyrir alvöru fólk. Borgarstýran mun að sjálfsögðu brýna iýrir sínu fólki að þetta geti (líka) verið kvenmannsstaða. Hitt er vlst að hún og Alfreð gætu slegið sér upp á því að draga fram ungan og kraftmikinn forstjóra sem hefði eitt- hvað að sýna: menntun, reynslu og árangur. í pottinum er fullyrt að þreifarar séu komnir út víða. Svanurhm eftir Guðherg Bergs- son fær flottar umsagnir í Þýskalandi, eins og reyndar annars staðar í veröldinni. Die Welt talar um „tmflandi áihrifa mátt“ Guðbergs og fleiri stór- Guðbergur blöð era í skýjunum. Góðar við- Bergsson. ^vansjns vjöa um veröld hafa mtt hraut fyrir fleiri verk GB: „Hin kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma“ fer nú út á mörgum tungumálum. Össur Skarphéðinsson, ritstjóri og þingmaður, hefur krafist þess að hjá samfylkingunni í Reykjavík verði haldið gaiopið prófkjör. Því hafnar Svavar Gestsson og ástæðan fyrir þvl er fyrst og fremst sú að hann tel- Össur Skarp- ur að keppnin við Össur í próf- héðinsson. kjörinu sé mjög svo ójöfn á meðan Össur er ritstjóri DV. Svavar Gestsson, var lengi ritstjóri og þekkir vald þeirra í pólitík ef þeir beita sér. Menn spyrja nú hvort Össur velji heldur ritstjórastólinn eða þingmannsstól- inn. Hæpið sé að hann haldi báðum. Sigfús Helga- son formaður hestamannafélagsins Léttis á Akureyri Þing Landssambands hestamannafélaga hefst í íþróttahöllinni áAkureyri á föstudagsmorgun en ekhi er búist við miklu átakaþingi. Þingfulltrúar verða um 140 talsins. liO „Hrossum mætti fækka um helming“ Landsþingið er í umsjón hestamannafé- laganna Funa í Eyjafjarðarsveit og Léttis á Akureyri. Sigfús Helgason segir að á þessu þingi komi fram tillaga um að þingin verði framvegis annað hvert ár en árin sem ekki er landsþing verði haldin formannaráð- stefna. „Þessi þing eru orðin svo viðamikil að það er löngu orðið tímabært að halda þau aðeins annað hvert ár svo þingfulltrúar hafi tíma til að vinna úr öllu þessu pappírsflóði og tillög- um. Því vona ég að tillagan fái brautargengi. Svo þarf þingið að fjalla um nær 30 tillögur um breytingar á keppnisreglum sem ekki eru stórmál, en þurfa sína umfjöllun.“ Verður þetta þing hestamanna friðsamt þing? “Já, það sýnist mér en hins vegar stefnir í byltingu í stjórnarkjöri til Landssambands- ins því fjórir af sjö aðalmönnum hætta, þar á meðal formaðurinn Birgir Sigurjónsson sem ekki gefur kost á sér til endurkjörs. Það gefa fleiri kost á sér í stjórn en fjöldi iausra stóla er, en ég hef ekki orðið var við neina kosningabaráttu. Eg gef kost á mér í Lands- sambandsstjórnina, þó ekki í formennsk- una. Halldór Gunnarsson, sem bjó austur í Kelduhverfi en er fluttur til Akureyrar, var í aðalstjórn, en hann hefur aldrei verið sér- /ify.' stakur fulltrúi okkar Eyfirðinga þó hann hafi staðið okkur nær. Léttir er þriðja elsta hestamannafélag landsins en hefur aldrei átt mann í aðalstjórn. Nú er lag, þingið á okkar heimaslóð og frábært landsmót í sum- ar á Melgerðismelum undir stjórn Léttis og Funa er mönnum í fersku minni." Þegar hitasótt í hestum var sem skæðust á höfuðborgarsvæðinu og ekki vitað um eðli hennar var reynt að hindra útbreiðsl- una með banní á flutningi hesta milli landshluta. Þetta olli nokkrum titringi og hörðum orðaski-ptum milli talsmanna einstaka hestamannafélaga. Hefur gróið um heilt milli landshluta eða hesta- mannafélaga ? “Ég held að það sé nú búið að slíðra sverðin að mestu. Þetta var ástand sem við þekktum ekki og menn fóru í algjört „panik“ og ég var engin undantekning þar á. En ég held að menn séu ekki lengur Iátnir gjalda fyrir yfirlýsingar eða fúkyrði sem þá var kas- tað milli manna. Á þessu þingi verður lögð fram tillaga um neyðaráætlun sem á að grípa til ef svona ástand kemur upp aftur í íslenska hestinum. Mín tilfinning er sú að við höfum alls ekki séð allar afleiðingar þessarar hitasóttar. Markaðsmál eru t.d. óskaplega erfið og það er sannað að sóttin dró úr aðsókn í sumar að Landsmótinu á Melgerðismelum. Við þurftum líka að fresta framkvæmdum á Melgerðismelum sem urðu fyrir vikið mun dýrari þegar þurfti að fara í þær með trompi." Er loksins orðin sátt meðal hestamanna um að landsmót verði lialdin til skiptis á Melgerðismelum, Gaddstaðaflötum, Reykjavtk og á Vindheimamelum í Skagafirði, og hvergi annars staðar? “í dag geta aðeins þessir Ijórir staðir tekið landsmót. Næst verður það árið 2000 í Reykjavík og árið 2002 í Skagafirði. Sam- kvæmt því ætti landsmót að verða aftur á Melgerðismelum árið 2006. Þau verða nú á tveggja ára fresti og um leið leggjast fjórð- ungsmótin af. Það verða þó væntanlega haldin einhver mót fyrir kynbótahross, en við hestamenn verðum að fara að fækka og stækka hestamannamótin." Það liefur verið sagt að hrossin í landinu séu allt of mörg, en þau munu vera um 100 þúsund. Ertu sammála þvt? “Ég tel að hrossum mætti fækka um helming en menn þurfa að vera mun gagn- rýnni á eigin ræktun og blindast ekki af eig- in ágæti og beita hnífnum meira. En þetta er erfitt mál.“ - gg > Ö': Hijti i

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.