Dagur - 29.10.1998, Qupperneq 8
f
8 - FIMMTVDAGVR 29. O K T Ó B F. R 1998
FRÉTTASKÝRING
T>j&pr-
GUÐMUNDUR
RÚNAR
HEBDARSSON
SKRIFAR
Farmenn berjast gegn
undirboðum í kjörum.
Baráttan harðnar. Ars-
störfum fækkað inn
56% frá 1990. Fæst
kaupskip sigla undir
íslenskum fána. Sam-
keppnisstaðan ræður.
„Við erum að skipta okkur af
þessu vegna þess að við höfum
samningsréttinn. Við kærum okk-
ur ekki um að það sé verið að
koma hér með lágiaunaáhafnir til
þess að ýta okkar mönnum út af
markaðnum með því að undir-
bjóða okkur í launum," segir
Jónas Garðarsson, formaður Sjó-
mannafélags Reykjavíkur. Hann
segir átökin í Straumsvík alveg
hliðstæð þeirri baráttu sem Raf-
iðnaðarsamband Islands stóð í
gegn rússneska fyrirtækinu sem
unnið hefur við Iagningu Búr-
fellslínu fyrir Landsvirkjun.
AlJjjóðleg skípaskráning
Hann segir að félagið hafi ekki
áhuga á því að hérlendis verði
innleidd alþjóðleg skipaskráning
kaupskipa, eins og hvatt var til á
ráðstefnu sem haldin var hér ekki
alls fyrir Iöngu. Rökin gegn því
eru í stuttu máli þau að alþjóðleg
skipaskrá hefur það markmið
gagnvart áhöfnum kaupskipa að
geta ráðið til sín fólk á þeim kjör-
um sem henta útgerðinni. Það
þýðir að mati Sjómannafélagsins
að þótt skipin sigldu undir ís-
lenskum fána mundu útgerðirnar
deila og drottna um kjör far-
manna með skírskotun til alþjóð-
Iegrar samkeppni.
Bara smjörþefurmu
„Við höfum átt aukið samstarf við
stéttarfélög í heiminum. Það er
vegna þeirrar tilhneigingar út-
gerða að vera með útflögguð
skip,“ segir Jónas.
Hann segir að málið í Straums-
vík sé dálftið magnað. Sérstaklega
þegar haft er í huga að félagið fær
á sig lögbann af kröfu Eimskipa-
félagsins og álversins á sama tíma
og það á f deilum við þýska út-
gerð. Jónas telur því ekki fráleitt
að ætla að sýslumannsembættinu
í Hafnarfirði hafi hreinlega verið
fjarstýrt úr höfuðstöðvum VSI í
Garðastrætinu. Hann telur alveg
einsýnt að félagið muni ráðast í
frekari aðgerðir gegn Ieiguskipum
Eimskipafélagsins áður en langt
um líður.
„Þetta er svona lyktin af réttun-
um,“ segir Jónas. Hann segir að
Eimskipafélagið sé með þijú er-
lend leiguskip í áætlunarsigling-
um til landsins að viðbættum
tveimur ffystiskipum sem hafa
viðkomu á Islandi og eitt í mjöl-
flutningum. Þessi skip hafa meira
eða minna reglulega viðkomu
hérlendis og eru að mestu mönn-
uð útlendingum.
Engiim kjarasamningur
Hann segir að Sjómannafélagið
hafi staðið í bréfaskriftum við
nokkrar útgerðir þessara skipa
sem hafa tfða viðkomu í íslensk-
um höfnum vegna kjaramála
áhafna. Laun áhafna á mörgum
þessum skipum eru allt að þrefalt
minni en samkvæmt íslenskum
kjarasamningum. Jónas áréttar að
þýska leiguskipið í Straumsvík
hafi t.d. ekki verið með gildandi
kjarasamning Alþjóða flutninga-
verkamannasambandsins, ITF,
fyrir fastar áætlunarsiglingar.
Þýska stéttarfélagið hafi sagt upp
samningnum í sumar sem leið og
áréttað við útgerðina að ganga frá
samningum við Sjómannafélagið.
I júní hefði félagið sent útgerð
sldpsins kröfu um gerð samnings
og í síðari hluta sl. september-
mánaðar hefði Eimskipafélaginu
verið send krafa um undirritun
kjarasamnings. í stuttu máli
hefði engum bréfum Sjómanna-
félagsins verið svarað. Af þeim
sökum verður enginn stundíegur
friður um þetta skip fyrr en út-
gerðin gengur frá kjarasamning-
um við Sjómannafélagið.
Baráttan harðnar
„Þeir geta sótt okkur í löggubílum
og allt það. Það er ekkert vanda-
mál. Við eigum nóg af fólki til að
slást við þá. Næst þegar við mæt-
um þurfa þeir að koma með fjöl-
mennara lögreglulið. Fyrir okkur
er ekkert annað en að duga eða
drepast," segir formaður Sjó-
mannafélags Reykjavíkur.
Eilífur slagur
Barátta Sjómannafélagsins við út-
gerð þýska skipsins í Straumsvík í
vikunni Ieiðir hugann að þeirri
þróun sem orðið hefur í íslenskri
farmannastétt á þessum áratug.
Þetta er jafnframt ekki í fyrsta
immnRta
Kenni á Subaru Legacy.
TÍMAR EFTIR SAMKOMULAGI. ÚTVEGA NÁMS-
GÖGN. HJÁLPA TIL VIÐ ENDURNÝJUNARPRÓF.
ingvar ujornsson
ökukennari frá KHÍ Akurgerði 11 b, Akureyri
Sími 899 9800 Heimasími 462 5692
skipti og trúlega ekki það síðasta
þar sem kastast í kekki á milli
stéttarfélaga og kaupskipaútgerða
vegna kjarasamninga útlendinga
um borð í kaupskipum. Meðal
annars lenti Sjómannafélagið í
átökum við Eimskipafélagið sl.
vor vegna Iauna áhafnar um borð
í erlendu kaupskipi. Sömuleiðis
hefur Vélstjórafélagið þurft að
hafa afskipti af málum er snerta
réttindi og mönnun erlendra vél-
stjóra um borð í erlendum Ieigu-
skipum íslenskra útgerða.
íslenskiun fannönnum
fækkar
Samkvæmt upplýsingum frá
Skipstjóra- og stýrimannafélagi
Islands hefur stöðugildum ís-
lenskra farmanna á skipum, í
rekstri hjá útgerðum innan Sam-
bands íslenskra kaupskipaútgerða
á þessum áratug, fækkað úr 375 í
165, eða um 210 stöðugildi. Það
jafngildir því að ársstörfum fs-
lenskra farmanna hafi fækkað um
315, eða 56%. Þá bendir fátt til
annars en áframhald verði á þess-
ari þróun verði ekkert að gert. A
sama tíma hefur stöðugildum út-
lendinga fjölgað um borð í ís-
lenskum kaupskipum. Um mitt
þetta ár voru þau um 43,30%.
Það hefur hins vegar vakið at-
hygli að Samskip eru með ís-
lenskar áhafnir um borð í þeim
skipum sínum sem stunda áætl-
unarsiglingar til og frá landinu.
Þessu er öðruvísi farið hjá Eim-
skipafélaginu. Sjómenn fullyrða
að á undanförnum árum hafi
steininn tekið úr í þessum efnum
hjá félaginu þar sem útlending-
um í áhöfn áætlunarskipa hafi
fjölgað verulega á kostnað ís-
lenskra farmanna.
A aðalfundum hagsmunafélaga
farmanna á þessum áratug hafa
verið samþykktar fjöldi ályktana
þar sem þessi þróun hefur verið
harðlega gagnrýnd. Sem dæmi þá
Þeir geta sótt okkur í
löggubílum og allt
það. Við eigum nóg af
fólki til að slást við
þá. Næst þegar við
mætum þurfa þeir að
koma með fjölmenn-
ara lögreglulið. Fyrir
okkur er ekkert annað
en að duga eða drep-
ast,“ segir formaður
Sjómannafélags
Reykjavíkur.
sendi Skipstjóra- og stýrimanna-
félag íslands frá sér harðorða
ályktun sl. vor þar sem því er
mótmælt að skip með útlendum
áhöfnum skuli árum saman
Þá hafi náðst verulegur áfanga-
sigur á Alþingi þegar þingið sam-
þykkti Iög sem tóku af allan vafa
um rétt íslenskra farmanna, sem
stunda störf á íslenskum skipum
sem sigla undir erlendum fánum.
Lögin tryggja að þessir íslensku
sjómenn eiga rétt til greiðslna
samkvæmt lögum um almanna-
Lauii ábafna á mörg-
um leiguskipum eru
allt að þrefalt lægri en
samkvæmt íslenskum
kjarasamningum. Ars-
störfum íslenskra far-
manna hefur fækkað
um 315, eða 56%.
tryggingar á jafnréttisgrundvelli
\ið annað launafólk sem stendur
skil á öllum sköttum og skyldum
til ríkisins. Þetta var hins vegar
óljóst samkvæmt eldri lögum og
skapaði óvissu um þessa réttar-
stöðu farmanna í almannatrygg-
ingakerfinu.
Samkeppnin ræður
„Það er sjálfsagt samkeppnisstað-
an sem gerir það,“ segir Ólafur
Briem, framkvæmdastjóri Sam-
taka íslenskra kaupskipaútgerða,
aðspurður af hverju flest kaupskip
íslenskra útgerða sigla undir er-
lendum fánum.
Hann segir að innflytjendur geri
þá kröfu að fragtin sé flutt inn
með sem minnstum tilkostnaði.
Auk þess séu erlend samkeppnis-
fyrirtæki íslenskra kaupskipaút-
gerða sífellt að taka stærri og
stærri bita af þeim. Hann segir
ástæðuna íyTÍr fækkun í röðum ís-
lenskra farmanna stafa af fækkun
kaupskipa. I staðinn hafa komið
skip sem íslensku útgerðirnar hafa
leigt af erlendum útgerðum. Til-
gangurinn með því sé að nota þau
í tímabundin verkefni.
Leigusali ræður áhöfn
Ólafur bendir einnig á að leigu-
samningar þessara skipa séu með
þeim hætti að þau séu skráð er-
lendis, auk þess sem íslensku út-
gerðirnar ráða almennt ekki
hvernig þau eru mönnuð. Það sé í
verkahring hinna erlendu eigenda
viðkomandi skips að ráða áhöfn
og semja um kaup og kjör. I lang-
tímaleigusamningum geta þó ís-
lensku útgerðirnar ávallt séð til
þess einhver hluti áhafnarinnar
sé íslenskur. Það gera útgerðirnar
m.a. með tilliti til hagsmuna
sinna og einnig vegna þess að þær
vilja leggja sitt af mörkum til þess
að viðhalda hérna ákveðinni stétt.
„Það má ekki skilja og túlka
þetta svo eins og mér hefur fund-
ist að menn séu í rauninni að
koma í veg fyrir að þessi skip séu
mönnuð Islendingum,“ segir
Ólafur Briem.
Baráttan á kajanum snýst um störf um borð - og laun.
stunda áætlunarsiglingar til og
frá Islandi á vegum íslenskra
skipafélaga. Jafnframt bendir fé-
lagið á að áætlunarsiglingar til og
frá Islandi séu ekki enn háðar er-
lendri samkeppni. Af þeim sökum
sé það í fyllsta máta óeðlilegt að
þeim sé ekki sinnt af íslenskum
farmönnum á íslenskum skipum.
Niöurgreitt vinnuafl
Til að snúa þessari þróun við hafa
félög sjómanna Iengi barist fyrir
því að stjórnvöld grípi til ráðstaf-
ana til að útgerðir íslenskra kaup-
skipa verði samkeppnisfærar á al-
þjóðlegum flutningamarkaði. I
því sambandi hefur einna helst
verið horft til þess sem Norður-
landaþjóðirnar hafa gert í þessum
efnum. Þær hafa allar að undan-
skildum Islendingum beitt
skattalegum aðgerðum til að
tryggja sínum farmönnum störf
til frambúðar. Sem dæmi hafa
Danir niðurgreitt vinnuafl sinna
farmanna. Afleiðingin af þvi er
m.a. að þarlendar kaupskipaút-
gerðir fóru aftur með skip sín
undir danskan fána og eru að
stærstum hluta mannaðar dönsk-
um farmönnum.
íslenski fáninn sjaldscður
Guðmundur Hallvarðsson al-
þingismaður tekur undir þessa
skoðun að áætlunarsiglingar til
og frá Iandinu séu ekki háðar er-
lendri samkeppni. Hann segir að
erlend samkeppni sé einkum í
mjöli og lýsi en ekki með hefð-
bundna fragt. Þar sé Eimskipafé-
lagið með 70% markaðarins og
Samskip 30%. Hann vekur jafn-
framt athygli á því að aðeins 3
kaupskip íslenska flotans eru
undir íslenskum fána af um 26
skipum. Þingmaðurinn telur
þessa þróun ekki af hinu góða hjá
þjóð sem á allt sitt undir sigling-
um til og frá landinu. í því sam-
bandi minnir hann á að einn hel-
sti grundvöllur að sjálfstæði Is-
lendinga hefur ávallt verið fólginn
í flutningi nauðsynja til og frá
Iandinu með atbeina íslenslvra
farskipa og farmanna. A sínum
tíma hefði skipaskortur í landinu
m.a. leitt til þess að landsmenn
játuðust undir stjórn Noregskon-
ungs sem lofaði að tryggja þeim
ákveðinn fjölda skipsferða til og
frá landinu með innfluttar nauð-
synjar.
Afnám stimpilgjalds
Þingmaðurinn bindur hins vegar
vonir við að þessi þróun muni
snúast við að einhverju leyti þeg-
ar búið verður að samþykkja
frumvarp Ijármálaráðherra um af-
nám stimpilgjalda á nýjum kaup-
skipum. Þetta gjald hefur kostað
skipafélögin töluverða fjármuni á
sama tíma og það hefur ekki átt
við skráningu nýrra flugvéla.
Þetta hefur m.a. leitt til þess að
skipafélögin hafa séð Qárhagsleg-
an ávinning að því að skrá skipin
undir erlendum hentifánum.
FIMMTVDAGVR 29. OKTÓBER 1998
■■ ■■■ ,
: ' ' V ■■■
: : '
■
1
.
:
.
Forstöðumaður starfsmanna
þjónustu Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg óskar eftir að ráða forstöðumann starfsman-
naþjónustu Reykjavíkurborgar.
Helstu verkefni starfsmannaþjónustu:
• Þróun starfsmanna- og launastefnu og undirbúningur
stefnumótunar í mikilvægum starfsmannamálum
• Undirbúningur kjarasamninga, framkvæmd og eftirfylgni
• Túlkun kjarasamninga og ráðgjöf til starfsmanna og
stofnana
• Yfirumsjón með starfsmannamálum hjá stofnunum og
fyrirtækjum borgarinnar
• Samræming og eftirlit með að heildarhagsmunir ráði
ákvörðunum um málefni starfsmanna
• Yfirumsjón með vinnuumhverfi, vinnuvernd og öryggis-
málum
• Umsjón með launabókhaldi (launakerfum) og eftirlit með
launavinnslu
Kröfur gerðar til umsækjanda:
• Háskólamenntun
• Þekking á íslenskum vinnumarkaði
• Tungumálakunnátta og hæfni til að setja fram mál í
ræðu og riti
• Reynsla af og áhugi á stjórnun
• Leiðtogahæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Sveigjanleiki og frumkvæði í starfi
í umsókn þarf að gera grein fyrir hversu vel umsækjandi upp-
fyllir ofangreindar kröfur.
Skrifleg umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist borgarritara, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101
Reykjavík, fyrir 17. nóvember nk.
Nánari upplýsingar veita Helga Jónsdóttir, borgarritari og
Halldóra Gunnarsdóttir, verkefnastjóri í síma 563 2000.
Rétt er að vekja athygli á því að það er stefna borgaryfirvalda
að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á
vegum borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja.
Borgarstjórinn í Reykjavík
20. október 1998
assfðC
Forstöðumaður skjalasafns
Ráðhúss Reykjavíkur
í Ráðhúsi Reykjavíkur er verið að taka upp GoPro skjalastjór-
nunar- og verkferlakerfi. Auglýst er eftir starfsmanni til að
vinna við skjalastjórnun og taka þátt í áframhaldandi þróu-
narstarfi á því sviði.
Helstu verkefni:
• Umsjón með rekstri skjalasafns
• Umsjón með GoPro skjalastjórnunar- og verkferlakerfi
• Umsjón mfeð vistun bóka og tímarita
• Umsjón með skjalaáætlun Ráðhússins
• Leiðbeiningar við notkun skjalalykils og endurnýjun
hans
• Samvinna, ráðgjöf og leiðbeiningar um skjalamál sviða
og deilda Ráðhússins
Kröfur gerðar til umsækjanda:
• Háskólamenntun á sviði bókasafns- og upplýsingafræði
eða skjalastjórnunar og / eða reynsla á þessu sviði
• Sveigjanleiki og hæfni til að vinna í hópi
• Skipulagshæfileikar
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
í umsókn þarf að gera grein fyrir hversu vel umsækjandi upp-
fyllir ofangreindar kröfur.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Skrifleg umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist borgarritara, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101
Reykjavík, fyrir 6. nóvember nk.
Nánari upplýsingar veitir Halldóra Gunnarsdóttir, verkef-
nastjóri í síma 563 2000.
Rétt er að vekja athygli á því að það er stefna borgaryfirvalda
að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á
vegum borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja.
Borgarstjórinn í Reykjavík
20. október 1998