Dagur - 24.11.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 24.11.1998, Blaðsíða 4
T 4 - ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 -Vagur FRETTIR Leynibréf uin kenni- tolukaup kært Jóhanna Sigurðardóttir hefur með bréfi til bankaeftirlits Seðlabankans krafist athugunar á því hvort eðlilegir viðskipta- hættir hafí verið brotnir með til- raun verðbréfafyrirtækja til að kaupa hlutabréf „bakdyrameg- in“, þ.e. með því að „kaupa“ kennitölur einstaklinga. Vísar Jóhanna til bréfs sem ónafn- greint verðbréfafyrirtæki sendi starfsmönnum sínum um að unnt væri að skrá kennitölur vegna kaupa á FBA og væri hver kennitala metin á 50 til 100 þús- und krónur. 1 bréfinu til Banka- eftirlitsins segir Jóhanna: „Til- greint er að starfsmönnum sé heimilt að koma með kennitölur sínar og fjölskyldu sinnar og að- ila sem þeir treysta og að greidd- ir séu 5 punktar fyrir hverja Jóhanna Sigurðardóttir: Kærir kennitölufiff verðbréfafyrirtækja tii bankaeftirlitsins. kennitölu. Eins að vænt verð- mæti hverrar kennitölu sé á bil- inu 50-100 þúsund krónur, sem fari þó alfarið eftir því hversu mikii áskriftin verður. Þessir við- skiptahættir sem gerðir eru í þeim tilgangi að komast yfir stærri hlut í FBA en hámarks- hlutur samkvæmt útboði kveður á um, hljóta að teljast óeðlilegir og ganga gegn markmiði útboðs- skilmála um dreifða eignarað- ild.“ I því sem Jóhanna kallar Ieyni- bréf verðbréfafyrirtækis er brýnt fyrir viðtakendum að halda inni- haldinu leyndu. „Ef þetta mál fréttist á markaðinum og til sam- keppnisaðila okkar er málið dautt. Við viljum þó hvetja ykkur til að ná í kennitölurnar og hringja út til aðila sem þið treystið," segir í bréfinu. - FÞG SJAVARUTVEGUR Sjólaskip kaupa 8.000 tonua togara Utgerðarfyrirtækið Sjólaskip í Hafnarfirði hefur fest kaup á tveim- ur 8.000 tonna frystitogurum frá Litháen, sem geta fryst um 2.000 tonn af afurðum. Togararnir eru smíðaðir í Austur-Þýskalandi á velmektardögum múrsins og eru systurskip togarans Heinaste, sem m.a. hefur verið á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg. Reiknað er með að togararnir fari í umtalsverða klössun í Póllandi áður en þeir verða sendir á makrílveiðar við vesturströnd Afríku. Skipin verða skráð á Kýpur. Sjólaskip eiga fyrir togarana Harald og Sjóla. Aukiun rækjukvóti á Flæmingja- gruuui Sjávarútvegsráðherra, Þorsteinn Pálsson, hefur ákveðið að auka rækjukvóta íslenskra togara á Flæmingjagrunni úr 6.800 tonnum í 9.300 tonn, eða um 37%. Islendingar eru eina þjóðin sem hefur veiðiheimildir á Flæmingjagrunni sem stýrir sínum veiðum með kvóta. AUar aðrar þjóðir beita sóknarstýringu. — GG SWIFT BALEN0 WAGON R+ JIMNY VITARA GRAND VITARA TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: GLS 3d 980.000 KR. 1,3GL 3d 1.140.000 KR. GL 1.079.000 KR. Beinskiptur 1.379.000 KR. JLX SE 3d 1.580.000 KR. GR, VITARA 2,0 L 2.179.000 KR. GLX 5d 1.020.000 KR. 1,3GL 4d 1.265.000 KR. l,6GLX4d 1.340.000 KR. 1,6 GLX 4x4 4d 1.495.000. KR. 1,6GLX WAGON 1.445.000 KR. WAGON 4x4 1.595.000 KR. GL 4x4 1.259.000 KR. Sjálfskiptur 1.499.000 KR. JLX SE 5d DIESEL5d 1.830.000 KR. 2.180.000 KR. GR. VITARA 2,5 L V6 2.589.000 KR. Komdu og sestu innl Sjáðu rýmið og alúðina við smáatriði. Skoðaðu verð gerðu samanbun FUI11=> FRAMEl I 1 ALLIR 5UZUKI BÍLAR ERU MEÐ • aflstýri • 2 loftpúdar • 1 aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn i rúöum og speglum • • styrtarbitaí hurðum • • samlitaða stuðara • Grænagarði, sími 456 30 95. Melavegi 17, sími 451 26 17. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.