Dagur - 24.11.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 24.11.1998, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 - 3 FRÉTTIR Frj álslyndir klofna vegna Sverris unum þá er til lítils barist. En öll él birtir upp um síðir. Eg vil engu spá um útkomuna í for- mannsvali, það kemur í ljós. Eg trúi ekki öðru en að menn finni lausn. Til þess eru vandamál að leysa þau og cf menn geta það ekki í byrjun, méð svoná málefni fyrir framan, er þá ekki sjálfhætt strax, spyr ég.“ „Þægilegan gjafakvóta“ á frama Sverrir segist ekki nenna að svara fullyrðingum um að hann sé ekki búinn að hreinsa mann- orð sitt af Landsbankamálum. „Þarna eru menn sem ekki kunna pólitík að nota vopnaburð sem ekki er við hæfi og ekki sæmandi nokkrum manni,“ segir Sverrir. Yfirlýsingar frá einstaklingum innan raða Frjálsyndra hafa borist Ijölmiðlum að undanförnu með hörðum ásökunum. Gunn- ar Ingi Gunnarsson sakar þannig Þjóðareignarmenn um að af- greiða sér „þægilegan gjafakvóta" á sviði pólitísks frama. Þá hefur Guðbjörn Jónsson krafist löglegs aðalfundar hjá SUÞ og fullyrðir hann að „meintur“ aðalfundur hafi verið ólöglegur og menn boðaðir á hann eftir afstöðunni til þess hvort stofna skyldi stjórnmálaflokk eða ekki. - FÞG herra má búa við að lögreglumenn gagnrýna hann harðlega oplnber- lega. Kaltstríð „Eins og staðan er í dag hef ég engu við þau ummæli sem höfð voru eftir mér fyrir helgina að bæta,“ segir Oskar Bjartmarz, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, í samtali við Dag, en hann og aðrir forystumenn lögregluliðsins í landinu hafa svarað Þorsteini Pálssyni dóms- málaráðherra fullum hálsi í deil- unni um nýtt skipurit embættis Lögreglustjórans í Reykjavík. Oskar fullyrðir að dómsmála- ráðuneytið hafi ekki viljað fá Böðvar Bragason aftur í starf lögreglustjóra, heldur hafi hon- um verið boðið annað starf í staðinn. Hann segir að fram- koma Þorsteins í fjölmiðlum hafi verið afar óviðeigandi, hann hafi farið með rangfærslur og ummælin ekki verið honum sæmandi. Ljóst er af ummælum forystumanna lögreglunnar og Þorsteins ráðherra undanfarna daga að alger trúnaðarbrestur hefur orðið þarna á milli - kalt stríð. - FÞG FólksfLótttnn er dýr í báða enda Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segist ekki sannfærð um að hröð uppbygging líkt og áformuð er í landi Blikastaða sé mjög góð eða skynsamleg. Of hröð uppbygging í sveitarfélögiun getur valdið vanrækslu við þá byggð sem fyrir er, segir borgarstjóri. „Mér finnst þetta bara hið besta mál. Eg er ekkert viss um það að svona hröð og mikil uppbygging - eins og átt hefur sér stað í Kópa- vogi á undanförnum árum og eins og stundum hefur átt sér stað í Reykjavík og gæti gerst þarna á Blikastöðum - sé mjög góð eða skynsamleg fjárfesting fyrir sveitarfélögin. En þetta er bara dæmi sem aldrei hefur ver- ið reiknað," svaraði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, spurð hvað henni finnist um það að svo virðist sem meginupp- byggingin á höfuðborgarsvæðinu verði kannski áfram utan borgar- marka Reykjavíkur næstu árin. Meginstraumurinn hefur, sem kunnugt er, legið í Kópavog síð- ustu árin og samkvæmt nýjustu fréttum gæti næsta flóðbylgja skollið á Mosfellsbæ. Óreiknað dæmi Borgarstjóri bendir á að byggða- umræðan hafi ávallt snúist um hvað fólksflóttinn af landsbyggð- inni til höfuðborgarsvæðisins sé dýr, vegna þess hvað Ijárfesting- in sem eftir verður úti á landi nýtist þá illa. En það hafi minna verið skoðað, hvað þetta þýði fyr- ir viðtökustaðina, þ.e. þau sveit- arfélög sem taki við öllu þessu fólki. „En alla vega mætti segja mér það, að ef grannt væri skoð- að, þá kæmi í ljós að það fylgi því umtalsverður kostnaður fyrir skattgreiðendur í þessum sveitar- félögum hér - sem hafa verið að byggjast hraðast upp - að taka við þessu öllu saman. Menn hafa hara aldrei reiknað það dæmi,“ sagði borgarstjóri. Einhliða mælikvarði Almennt tali menn bara um þetta eins og það sé hreint hið ágætasta mál og til marks um góð sveitarfélög, að þau vaxi sem hraðast og mest. „En ég held að það sé ,nokkuð einhliða mæli- kvarði. Því auðvitað getur það líka þýtt það, að menn þurfi að verja svo mikium fjármunum í uppbyggingu nýrra hverfa; nýrra skóla, nýrra leikskóla, nýrra leik- svæða, nýrra grænna svæða, að þeir vanræki þá byggð sem fyrir er,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir. - hei Sverrir Hermannsson: „Þarna eru menn sem ekki kunna pólitík að nota vopnaburð sem ekki er við hæfi og ekki sæmandi nokkrum manni." Bárður Halldórsson: „Þeir sem hafa staðið að stofnun þessa flokks verja öllum sínum stundum í vörn fyrir hann þannig að sóknar- færi myndast ekki.“ Óstofnaður Frjáls- lyndi ílokkuriim klof- inn íherðar niður. Formaður Samtaka um þjóðareign segir að menn séu í sífelldri vörn fyrir Sverri vegna Landsbanka- málsins. Sverrir segir menn nota ósæmileg- an vopnaburð. Hatrammur ágreiningur er kom- inn upp í röðum þeirra sem hyggjast stofna Frjálsynda flokk- inn um næstu helgi. Stjórnar- menn úr Samtökum um þjóðar- eign (SUÞ) hafna Sverri Her- mannssyni sem formanni Ftjáls- lyndra og segja að hann njóti ekki trausts landsmanna vegna Landsbankamálsins, en Sverrir segir það af og frá að þetta sé sannleikanum samkvæmt. í stanslausri vöm Bárður Halldórsson, formaður SUÞ, segir Ijarri því að þessar deilur séu banabiti Frjálslyndra. „Þessar deilur standa um það hvort það eigi að vera lýðræðis- legar kosningar eða ekki. Sverrir er hinn hæfasti maður, með margra ára þingreynslu, ráð- herradóm og stjórnun stærstu peningastofnunar landsins að baki. Allt mælti með því að hann yrði foringi þessa hóps. Hins vegar er pólitíski veruleikinn sá að þeir sem hafa staðið að stofn- un þessa flokks verja öllum sín- um stundum í vörn fyrir hann þannig að sóknarfæri myndast ekki. Þá verð ég persónulega að velja milli gamallar vináttu og hollustu við hann og þess að reyna að koma saman fylkingu til varnar lýðræði og frelsi í land- inu. Ég mat þetta síðarnefnda einfaldlega meira. Við komumst hvorki Iönd né strönd af því við vorum í eilífri vörn fyrir gamla manninn. En við erum lýðræðis- sinnar og beygjum okkur fyrir lýðræðinu. Við munum standa saman eftir stofnfundinn,“ segir Bárður. Sverrir er ekki sammála Bárði. „Þetta er upphlaup sem rennur út í sandinn. Málið er ónýtt og sjálfdautt ef þessir menn ná undirtökunum í flokknum. Ef menn ætla að hefja manntaflið svona en gleyma sjálfum málefn- LOGREGLAN Rólegt í miðbænum Fámennt var í miðborg Reykja- víkur um helgina eins og reyndar hefur verið undanfarnar helgar. Fá afskipti varð að hafa af fólki og ekki þurfti að flytja nein ung- menni í athvarf sem er nokkuð óvenjulegt. Nokkrir harðir árekstrar urðu um helgina og er ástæða til að hvetja ökumenn til að aka varlega við þær aðstæður sem oft fylgja þessum árstíma. Tæplega 40 kærðir fyr- ir hraðakstur Alls voru 38 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og 13 fyrir ölvunarakst- ur. Þá voru um 60 bókanir vegna lagninga ökutækja þar sem óheimilt er að Ieggja. Aldrei er of oft brýnt fyrir ökumönnum að virða gildandi reglur um lagn- ingu ökutækja og taka tillit til þeirra sem nota gangstéttir. Okumaður var stöðvaður á Vesturlandsvegi við Mosfellsbæ eftir að hafa mælst aka á 113 km hraða. Ökumaður var færður á lögreglustöð en hann er einnig grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Höfð voru afskipti af öku- manni á laugardag vegna ógæti- legs aksturs hans. Hafði öku- maðurinn gerst sekur um hættu- legan svigakstur milli akreina og vanrækt merkjagjöf. Hann mun fá sekt fyrir akstur sinn auk þess sem ökuskírteini hafði ekki verið meðferðis eins og skylda er að er gera. Ilarður árekstux Klukkan 01:00 að morgni laug- ardags varð mjög harður árekst- ur tveggja bifreiða á gatnamót- um Kringlumýrar- og Miklu- brautar. Ökumenn beggja bif- reiða og farþegar úr báðum bíl- um voru fluttir á slysadeild með áverka á höfði, hálsi og baki. Annar ökumanna er grunaður um akstur undir áhrifum vímu- efna. Bæði ökutækin voru óöku- fær auk þess sem skemmdir urðu á umferðarmannvirkjum Fiimn á slysadeild Um miðjan laugardag varð harð- ur árekstur á Bústaðavegi við Háaleitisbraut. Fimm einstak- lingar voru fluttir á slysdeild vegna meiðsla, þar af þrjú börn sem voru öll í annarri bifreið- inni. Um hádegisbil á sunnudag var árekstur fjögurra ökutækja á Vesturlandsvegi við Víkurveg. Ekki urðu slys á mönnum en fjarlægja varð þrjú ökutæki af vettvangi með kranabifreið. Einn ökumanna var sviptur ökurétt- indum til bráðabirgða vegna ölv- unar. Innbrot í austurborg- inni Brotist var inn á heimili í austur- borginni á föstudag og þaðan stolið nokkrum verðmætum auk þess sem skemmdir voru unnar á innanstokksmunum. Afskipti voru höfð af hópi unglinga sem hafði farið inn í bakarí í austur- borginni að kvöldi laugardags. Lítilsháttar skemmdir voru unn- ar á hurðarbúnaði. B 1’1‘1’t t'i’r i i 11«!,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.