Dagur - 24.11.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 24.11.1998, Blaðsíða 9
8- ÞRIDJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1 9 9 8 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 - 9 FRÉTTASKÝRING L. Dagwir Daðrað við vinstri flokka Innilegt þakklæti til allra, er sýndu okkur vinsemd og samúð við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar SVEINS TÓMASSONAR fyrrverandi slökkviliðsstjóra á Akureyri. Varaformannskjörið setti mark sitt á öll þingstörfin en á endanum varð það Finnur Ingólfsson sem fór með sigur af hólmi. Siv Friðleifsdóttir getur þó vel við unað og þykir hún hafa styrkt stöðu sína í flokknum. mynd: þök VALGERÐUR JÓHANNS- DÓTTIR SKRIFAR Ágreiningur í iiin- hverfismálum, Evr- ópustefnau, áherslu- hreytiug í sjávarút- vegsmálum og meiut daður við vinstri flokkaua þykja helstu tíðiudiu á nýafstöðnu flokksþingi framsókn- armanna. Framsóknarmenn virðast mjög kátir með flokksþingið sitt um helgina og ef marka má vinsam- leg ummæli pólitískra andstæð- inga verður það að teljast heldur vel heppnað. Þingið samþykkti fjölmargar ályktanir um landsins gagn og nauðsjmjar og nær allar í góðri sátt. Það voru fyrst og fremst um- hverfismálin sem deilt var um. Olafi Erni Haraldssyni tókst ekki að koma að ályktun um að Fljóts- dalsvirkjun fari í lögformlegt um- hverfismat. Hann unir hins vegar niðurstöðunni og segist sann- færður um að sinn málstaður verði á endanum ofan á. Alyktunin sem samþykkt var í umhverfismálum verður einnig að teljast sæmilega græn. Fram- sóknarmenn Ieggja áherslu á að „mótuð verði skýr langtímastefna í samvinnu stjórnvalda, atvinnu- lífs-, umhverfis- og útivistarsam- taka um umhverfismál, virkjanir og stóriðju þar sem tillit verður tekið til verndunar náttúru lands- ins, fjölbreytni vistkerfa og lands- lags,“ segir í ályktuninni. Þar er lögð sérstök áhersla á að efla samstarf við frjáls félagasamtök við stefnumótun og framkvæmd í umhverfismálum. „Þetta verði sérstakt verkefni á vegum um- hverfisráðuneytisins sem hafið verði í upphafi næsta árs,“ segir orðrétt. Kannski Kyoto Framsóknamenn útiloka ekki að Islendingar verði stofnaðilar að Kyotobókuninni þótt ekki hafi sérstaða landsins enn fengist við- urkennd. „Island taki virkan þátt í lausn hnattræns vanda á sviði umhverfismála og verði öðrum ríkjum fyrirmynd um sjálfbæra þróun. Áður en frestur að undir- ritun stofnaðildar að Kyoto bók- uninni rennur út skulu stjórnvöld meta kosti og galfa þess að gerast aðilar að bókuninni," segir í ályktun flokksþingsins. Skjaldborg um RÚY Framsóknarmenn hafa gjarnan farið heldur illa út úr ríkisstjórn- arsamstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn og „vinstri armurinn" í flokknum stundum kveinkað sér undan því. Á flokksþinginu um helgina bar hins vegar lítið á gagnrýni á stjórnarsamstarfið og kannski engin furða í Ijósi þess að 70% landsmanna styðja stjórnina samkvæmt nýjustu skoðanakönn- un Gallup. Stjórnarsamstarfið hefur einnig gengið vel og óhætt að fullyrða að það er meira samlyndi á stjórnar- heimilinu nú en síðustu mánuði ríkistjórnar Sjálfstæðis- og Al- þýðuflokks. Þeir sem eru að Ieita að ásteyt- ingarsteinum í stjórnarsamstarf- inu ættu helst að Ieita í ályktun flokksþingsins um menningar- mál. Björn Bjarnason mennta- málaráðherra er sem kunnugt er að undirbúa frumvarp um hluta- félagavæðingu Ríkisútvarpsins en það er ljóst að hann nýtur ekki stuðnings framsóknarmanna við þáð verkefni. Flokksþingið Ieggur áherslu á ,fíð allar rásir Ríkisút- varpsins verði áfram í ríkiseigu og því verði ekki breytt í hlutafélag," segir í ályktun. Evrópa á dagskrá „Flokksþingið er sátt við þann farveg sem samband Islands við Evrópusambandið er í og telur að samstarfið innan EES hafi gengið vel,“ segir í ályktun um utanríkis- mál og hefði einhvern tíma þótt tíðindi í flokki sem ýmist greiddi atkvæði gegn EES samningnum á sínum tíma eða sat hjá. En það eru ummæli formanns Fram- sóknarflokksins um Evrópumálin í setningarræðu sinni sem vakið hafa athygli fremur en ályktanir þingsins. Halldór tók fram að hann væri ekki þeirrar skoðunar að sækja ætti um aðild að ESB. Hins vegar væri „ekkert því til fyrirstöðu að við látum fara fram viðamikla at- hugun á því með hverjum hætti slíkt gæti gerst og hvað væri við- unandi fyrir íslendinga. ...Ásætt- anleg lausn af okkar hálfu gæti falist í því að um hafsvæðin f Norður-Atlantshafi verði settar sérstakar reglur og sérstök stefna mótuð sem væri óháð sameigin- legri yfirstjórn Evrópusambands- ins,“ sagði Halldór. Vinstra daöur Það eru ekki bara orð Halldórs um Evrópusamstarf sem athygli hafa vakið heldur hafa stjórnar- andstæðingar einnig þóst sjá þar merki um að hann væri farinn að blikka vinstri flokkana. Halldór sagði að Framsóknarflokkurinn stefndi að því að fá „styrk til þess að veita nýrri ríkisstjórn forystu.“ Það hvarflar að fáum að Fram- sóknarflokkurinn fái forsætisráð- herraembættið í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og því hafa ýmsir túlkað þetta sem vinstra „daður“. Snöggi bletturinn Framsóknarmenn eru ánægðir með flokksþingið sitt og telja að formaður flokksíns standi sterk- ari eftir það. En hvert er mat póli- tískra andstæðinga Framsóknar? Svavar Gestsson, þingflokks- formaður Alþýðubandalagsins, telur þingið hafa verið sterkt fyrir Framsóknarflokkinn og formann hans. „Það er hins vegar greini- Iegt að grænu málin eru snöggi bletturinn á Framsókn. Þar er greinilega ágreiningurinn innan flokksins sem getur vafalaust dregið dilk á eftir sér,“ segir Svav- ar. „Það getur komið fram í átök- um milli manna og það getur Iíka komið fram í því að forystan reyni að lækna þessi sár sem flokks- þingið skilur eftir sig. Það getur verið bæði jákvætt og neikvætt fyrir Framsókn en það er alveg augljóst að þau mál eru vandinn sem stendur eftir óleystur." Svavari þótti Evrópuboðskapur formanns Framsóknarflokksins ekkert sérstaklega merkilegur. „Eg met það nú þannig að hann sé bara að segja að þau mál séu til umræðu og það er svipað og Al- þýðubandalagið hefur verið að segja. Eg taldi það ekki jafn mikil tíðindi og ýmsir aðrir. Hitt þótti mér meiri tíðindi að hann lagði áherslu á að Framsókn reyndi að vinna sér fyrir stjórnarforystu og jafnframt áherslu á að Framsókn gengi óbundin til kosninga. Þar með er hann auðvitað að segja við vinstri flokkana að hann vilji ræða við þá eftir kosningarnar. Það er alveg á hreinu." Athyglisverð opnun „Opnun formanns Framsóknar- flokksins á Evrópumálunum vek- ur auðvitað athygli ekki síst í ljósi þess að eitt af kosningaslagorðum flokksins var X B ekki ESB,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins. „Það er hins vegar frekar óljóst nákvæm- lega hvað þarna er á seyði. Hall- dór lýsti því reyndar yfir að hann væri eindregið þeirra skoðunar að við ættum ekki að fara að sækja um aðild en vera á varðbergi ef aðstæður breyttust. Menn ættu kannski ekki að draga of miklar ályktanir af þessu þrátt fyrir allt.“ Einar hefur heldur ekki mikla trú á að Islendingar geti náð ein- hverjum viðunandi samningi við Evrópusambandið um sjávarút- vegsmálin í samstarfi við Færey- inga og Grænlendinga. „Megin- veikleikinn í þessari hugmynda- fræði er sá að það er grundvallar- atriði hjá Evrópusambandinu að það sé ekkert til sem heitir varan- leg undanþága. Norðmenn komust að því í samningum sín- um við Evrópusambandið. Eg er ekki mjög trúaður á að slíkar hug- myndir gangi upp, en hvort menn geta sveigt stefnu Evrópusam- bandsins að sínum vilja er allt annað mál. Mér finnst sjáifum að þetta sé ekkert árennilegt verk- efni.“ Töluverð tíðindi Einari þykir ekki síður athyglis- vert að framsóknarmenn hafi opnað á ákveðnar breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu. Þar sé að vísu varlega farið og ekki hægt að tala um neina stefnubreytingu en örlítið breyttar áherslur. „Þar á ég fyrst og fremst við það að fara inn í forsendur kvótaút- hlutunarinnar og opna á það að aflamarkinu sé úthlutað á grund- velli einhverrar annarrar megin- reglu heldur en núna er gert. Það eru auðvitað töluverð tíðindi. Eg held að það sé fyrst og fremst til- komið vegna þess að mönnum blöskrar framganga einstakra út- gerðarmanna gagnvart byggðun- um í landinu og það er einfald- lega verið að senda þau skilaboð að menn muni ekki komast upp með það átölulaust.“ Engin sérstök skilaboð Einar segist ekki líta svo á að Halldór hafi verið að blikka vinstri flokkana með yfirlýsingu um að flokkurinn vilji veita for- ystu ríkisstjórn. Það sé aðferð flokksformanns við að Ieggja áherslu á að flokkurinn þurfi að ná árangri og styrkja sig. „Eg held að það sé ekki skynsamlegt að lesa út úr þessu mikil skilaboð að öðru leyti en því að Framsóknar- flokkurinn gengur auðvitað óbundinn til þessara kosninga. Það lá alltaf fyrir en ef hann fer £ samstarf við vinstri flokkana held ég að menn hljóti að lesa þessi skilaboð þannig að það yrði aldrei gert nema formaður Framsóknar- flokksins verði um leið forsætis- ráðherra." Einar er sammála því að fram- sóknarmenn komi sterkir frá flokksþinginu. Það sé athyglisvert í ljósi þess að margir haldi því fram að Framsóknarflokkurinn fari alltaf illa út úr stjórnarsam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst að þetta flokksþing hafi svarað því að svo sé alls ekki. Framsóknarflokkurinn geti vel haldið sínum styrk í góðu sam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn. Eg held að þetta flokksþing þeirra endurspegli að það er almenn ánægja í landinu með landsstjórn- ina. Sjötíu prósent landsmanna styðja ríkisstjórnina og auðvitað finna framsóknarmenn hvaðan sem þeir koma þessa strauma í þjóðfélaginu og það kemur mér ekkert á óvart að þeir séu kátir með sitt flokksþing." Brýtur sig lausan Rannveigu Guðmundsdóttur, þingflokksformanni Jafnaðar- manna, þykir afstaða Halldórs Ás- grímssonar í Evrópumálum einna stærstu tíðindin af Framsóknar- þinginu um helgina. „Með ræðu sinni setur hann Evrópumálin á dagskrá. Mér finnst hann vera að brjótast úr úr því að vera hluti af stefnu Davíðs Oddssonar f Evrópusambands- málum. Þetta finnst mér mjög merkilegt. Fram að þessu hefur ekki mátt ræða Evrópusambandið eða hvort við værum að gæta hagsmuna okkar eða eldd,“ segir Rannveig. Hún telur að þessi „opnun“ Halldórs sé Iík þeirri sem Samfylkingin hafi náð saman um í Evrópumálunum. „Mér finnst líka athyglisvert, af því Halldór Ásgrímsson smíðaði kvótakerfið, að hann skuli Iýsa því yfir að kvótakerfinu hafi ekki ver- ið ætlað að vera til um aldur og ævi. Að hugmyndin með því hafi alls ekki verið að færa auðlindina á færri hendur og það þurfi að skoða þessi mál.“ Rannveig segir þetta tvennt sjma að formaður Framsóknar- flokksins geri sér grein fyrir um- ræðunni í þjóðfélaginu og sé að bregðast við pólitískum straum- um. „Þess vegna finnst mér líka mjög skemmtilegt að sjá það að hann leggur áherslu á að Fram- sóknarflokkurinn nái þeim pólit- íska styrk að geta leitt ríkisstjórn í næstu kosningum. Og það hvarfl- ar ekki að mér að formaður Framsóknarflokksins trúi því að flokkurinn geti fengið meirihluta í næstu kosningum og honum dett- ur ábyggilega ekki heldur í hug að hann verði forsætisráðherra í rík- isstjórn með Sjálfstæðisflokkn- um,“ segir Rannveig og er jafn sannfærð og Svavar Gestsson um að Halldór hafi verið að senda samfylkingarflokkunum ákveðin skilaboð. Sannfærandi sigur Spennandi varaformannskosn- ingu lauk með sannfærandi sigri Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem fékk tæp 63% atkvæða en flestir virðast sammála um að jafnvel þótt Siv Friðleifsdóttir hafi tapað þessum slag geti hún vel við 36% atkvæða unað og hafi heldur styrkt sig en hitt innan flokksins. Halldór Ásgrímsson var endur- kjörinn formaður Framsóknar- flokksins nær einum rómi, fékk nærri 98% atkvæða og aðrir í framkvæmdastjórn flokksins fengu 80 til 90% atkvæða. í stjórninni eru 2 karlar og 4 konur, Halldór, Finnur, Ingibjörg Pálmadóttir ritari, Unnur Stef- ánsdóttir gjaldkeri, Drífa Sigfús- dóttir, vararitari og Þuríður Jóns- dóttir varagjaldkeri. I 25 manna miðstjórn fram- sóknar manna eru 16 karlar og 9 konur, en flest atkvæði í mið- stjórnarkjörinu fengu Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna og Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Kom t’kki á óvart Rannveig segir að sigur Finns hafi ekki komið sér á óvart. Henni hafi þótt ólíklegt að framsóknarmenn myndu „hrófla við ráðherranum, en mikið óskaplega hefði það ver- ið glæsilegt fyrir Framsóknar- flokkinn ef hann hefði þorað að kjósa þessa ungu konu sem sam- starfsmann formannsins." Svavar og Einar voru heldur ekki hissa á niðurstöðunni í vara- formannskjörinu. „Þetta var mjög sterk útkoma fyrir Finn en hún var líka mjög sterk fyrir Siv. Hún átti þarna við ofurefli að etja þar sem var öll for- ysta flokksins,11 segir Svavar. Hann bætir við að þeir sem töp- uðu slagnum hafi kannski verið fjölmiðlar því þeir hafi spáð því að frambjóðendurnir tveir væru mjög jafnir „en kaffistofuspekingar hér á Alþingi spáðu nokkurn veginn þessum tölum og ég held að það hafi legið nokkurn veginn fyrir mjög lengi.“ I svipaðan streng tekur Einar K. Guðfinnsson. „Hins vegar er það mitt mat að það hafi ekki verið neitt áfall fyrir Siv Friðleifsdóttur að tapa fyrír Finni. Það hefði hins vegar verið áfall fyrir Finn að tapa fyrir Siv af augljósum ástæðum. Eg tel að Siv hafi með þessu út- spili sínu styrkt sig í flokknum frekar en hitt.“ Fyrir hönd vandamanna, Helga Gunnlaugsdóttir, Þórey, Gunnlaugur Búi ogTómas Sveinsbörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SÓLVEIG HALLGRÍMSDÓTTIR frá Svínárnesi andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð þann 20. nóvember kl. 13.30. Hallfrfður Sigurgeirsdóttir, Einar Valmundsson, Geirfinnur Sigurgeirsson, Vigdís Jónsdóttir, Þórgunnur Inga Sigurgeirsdóttir, Hörður Þorsteinsson, Brynjar Sigurðsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Svandís Sigurðardóttir, Sigurvin Ólafsson, Sævar Sigurðsson, Svava Jónsdóttir, Ester Bára Sigurðardóttir, Sigurjón Sigurðsson, Jóhann Sigurðsson, Matthiidur Sigurjónsdóttir, Sigríður Ásdís Sigurðardóttir, Ágúst Ellertsson, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Hagstofa íslands - Þjóðskrá Er lögheimili yðar rétt skráð í þjóðskrá? Nú er unnið að frágangi árlegrar íbúaskrár 1. desember. Mikilvægt er að lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá. Hvað er lögheimili? Samkvæmt lögheimilislögunum frá árinu 1991 er lögheimili sá staður þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvaða er föst búseta? Föst búseta er sá staður þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvað er ekki föst búseta? Dvöl frá heimili um stundarsakir t.d. vegna orlofs, vinnuferða og veikinda er ekki breyting á fastri búsetu og þar af leiðandi ekki breyting á lögheim- ili. Sama gildir t.d. um dvöl í gistihúsum, sjúkrahúsum, heimavistarskól- um og fangelsum. Hvernig eiga hjón og fólk f óvígðri sambúð að vera skráð? Séu þessir aðilar í samvistum eiga þeir að hafa sama lögheimili. Hvað barnafólk varðar er reglan sú að dvelji annar hvor aðilinn fjarri fjölskyldu sinni um stundarsakir, t.d. vegna atvinnu, skal lögheimili allrar fjöldkyld- unnar vera skráð hjá þeim sem hefur börn þeirra hjá sér. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breyting á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrif- stofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutning beint til Hagstofu íslands - Þjóðskrár eða lögregluvarðstofu í Reykjavík. Tilkynningar skulu vera skriflegar á þar til gerðum eyðublöðum. Hagstofa íslands - Þjóöskrá Skuggasundi 3 150 Reykjavík Sími: 560 9800 Bréfsími: 562 3312 SYLVANIA WORLDW/DE EXPRESS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.