Dagur - 24.11.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 24.11.1998, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 - 7 Ðxgur- ÞJÓÐMÁL Vertu með á miðjuuni! 9ALLPÓR ASGRIMS- SON UTANR/KISRÁÐHERRA SKRIFAR Fyrir einni öld var hér uppi kyn- slóð sem kölluð var aldamóta- menn. Margir þeirra skipuðu sér í hóp stofnenda Framsóknar- flokksins. Fullveldiskynslóðin, kreppukynslóðin, stríðsárakyn- slóðin og lýðveldiskynslóðin, - tóku síðan við keflinu hver af annarri og héldu framsókn þjóð- arinnar áfram. Nú er það okkar hlutverk að ávaxta arfinn. Aldamótamennirnir voru metnaðarfullir og þeir voru stolt- ir af því að vera Islendingar. Þeg- ar þeir lituðust um í landinu sáu þeir alls staðar þörfina fyrir framtak og athafnir. Eins og fyrri kynslóðir fundu þeir metnaðinn kvikna með sér, til að sækja fram, til að mannast, og til að halda til jafns við aðrar þjóðir eða svo langt sem komist yrði. Asetningur þeirra og einlægur vilji til að búa komandi kynslóð- um jafngott hlutskipti og best gerist með öðrum þjóðum varð kveikjan að framförum aldarinn- ar. Þegar við göngum nú til móts við nýja öld og nýtt árþúsund í kristinni sögu ber okkur einnig að efla metnað með þjóðinni. Við getum verið stolt þjóð vegna þess að okkur hefur tekist vel til um margt, og eftir mikil stjórnmála- átök fyrr á öldinni ríkir nú góð samstaða um flest meginmál með þjóðinni. Framfarir hafa verið stórstígar. Jöfnuður er meiri en víðast annars staðar. Við höfum lagt drjúgan skerf til menningar, fræða og lista, og sambúð okkar við land, haf og auðlindir er að ýmsu leyti far- sælli en hjá flestum þjóðum öðr- um. Og við tökum einnig virkan og vaxandi þátt í alþjóðlegu sam- starfi. Til að standast nýjar og sí- breytilegar aðstæður eigum við að stíga fram á nýja öld af kjarki og sjálfsöryggi. Við eigum ekki að láta stjórnast af framandi vind- um eða hrekjast viljalítil fyrir ólíkum straumum, heldur taka fullan þátt í framvindu og fram- þróun. Brýnt erindi Nú er okkur boðið að verða nýir aldamótamenn, leiðsögumenn næstu kynslóðar inn í nýtt árþús- und. Erindi okkar við alla ís- lensku þjóðina er því brýnt. Er- indi okkar er að efla þjóðina til nýrrar sóknar að bættu mannlífi, aukinni velferð og að því að vinna okkur verðugan sess f sam- starfi þjóða heims. Boðskapur okkar í komandi kosningum mun mótast af þess- um hugsjónum. í síðustu kosn- ingum lögðum við áherslu á kjör- orðið „fólk í fyrirrúmi" og það verður áfram meginstef Fram- sóknarmanna. Við lögðum á það áherslu í stjórnarsamstarfinu. Við höfum staðið við nær öll markmið okkar og fyrirheit. Við setjum fólk í fyrirrúm sem fyrr. Nú köllum við hina nýju alda- mótamenn til liðs við okkur til að sækja fram á miðjunni inn í nýja öld frelsis og framfara. Framfarir á öldinni sem er að Iíða hafa verið órjúfanlega tengdar auknum möguleikum til að vinna og nýta auðlindir okkar. FRAMSÓKNARFLOKKIÍRINN / 0 l Ó - 1 0 O Framsóknarflokkurinn stefnir að því að fá styrk tii þess að veita nýrri ríkisstjórn forystu, segir Halldór Ásgrímsson. Aðeins traust þjóðarinnar og brautar- gengi í næstu kosningum getur komið þessu til leiðar. Þjóðin á ekki fjölbreytilegar auð- lindir sem geta staðið undir bú- setu hér við ystu höf. Það sem máli skiptir eru fiskistofnar í haf- inu, orka í fallvötnum og úr iðr- um jarðar, fegurð landsins ásamt dug, menntun og atgervi þjóðar- innar sjálfrar. Nýting auðlinda er alger for- senda velmegunar í landinu. Það er ekki drengilegt eða skynsam- legt að halda öðru fram eða reyna að telja þjóðinni trú um annað. Hitt er jafnaugljóst að umgengnin við land og haf verð- ur að vera með þeim hætti að ekki sé of nærri gengið, að ekld sé höggvið að rótunum. Sátt verður að takast með atvinnulífi og umhverfisvernd, og slíka sátt má finna séu málin skoðuð af sanngirni og raunsæi. Viðfangsefnin framundan Hver verða mikilvægustu við- fangsefni stjórnmálanna í upp- hafi nýrrar aldar? Hver eru þau nýju viðfangsefni sem eru að koma upp á sjóndeildarhringinn? Við stöndum á traustum grunni. Framsóknarflokkurinn hefur tekið þátt í nær öllum helstu framfaramálum síðustu áratuga og verið leiðandi afl í mörgum þeirra. Meginstefna flokksins hefur staðist og erindi flokksins er enn mjög brýnt. Við höfum enn mikið verk að vinna að kalla fólkið til samferðar með okkur á miðju stjórnmálanna. Okkur ber að varðveita það sem við eigum og höfum áunnið. Okkur ber að sækja áfram til frelsis og samvinnu. Okkur ber að nýta auðlindir lands og hafs og þjóðar með rétt- um og ábyrgum hætti. Okkur ber að lifa í sátt við land og haf og í samlyndi manna á meðal. Okkur ber að treysta stöðu Is- lands í samfélagi þjóðanna, og auka virka og mynduga þátttöku okkar á þeim vettvangi. Og okkur ber að gera sérhverj- um Islendingi kleift að taka þátt í mótun og uppbyggingu samfé- lagsins sem frjáls maður í þjóðfé- Iagi jafnréttis, menningar og mannréttinda. Réttur þegnanna Það er verðugt viðfangsefni í upphafi nýrrar aldar að ráðast í að semja sérstaka „Réttindaskrá þjóðfélagsþegnanna". Þar væri reynt að skilgreina hvað það er sem þegnar landsins eiga kröfu á af hálfu almannavaldsins, bæði ríkis og sveitarfélaga og stofnana þeirra. Þetta er vandasamt verk- efni, en það er hlutverk stjórn- málamannanna í víðtæku sam- ráði við almannasamtök að skil- greina sem best rétt einstaklinga og fjölskyldna við ólíkar aðstæð- ur í þjóðfélaginu. Réttindaskrá þessi ætti að ná til fjölmargra þátta í þjónustu við landsmenn, heilbrigðismála, menntamála, samgöngumála og velferðarmála. Nauðsynlegur þáttur f þessu verki er að Ieiða fram hvers vegna fólk sem greiðir sambæri- lega skatta fær mismunandi og misgóða þjónustu af hálfu al- mannavaldsins. Lítil sanngirni er í því að landsbyggðarmaður, sem leggur til jafns í sameiginlega sjóði á við borgarbúa, þurfi eins og mál standa nú að búa við lak- ari læknisþjónustu, senda börn sfn um langan veg til skóla, hafi lélegt vegasamhand, svo að að- eins sé rispað f yfirborðið á þessu máli. Augljóst er að ekki er hægt að hafa sama þjónustustig um allar dreifðar byggðir sem framkvæm- anlegt er í fjölmenni þéttbýlisins. En áreiðanlega má finna leiðir til að jafna þennan mun betur en okkur hefur tekist að undan- förnu. Jafnréttismálin eru mikilvægur þáttur í slíkri réttindaskrá þegn- anna. Jafnrétti kynjanna er grundvallaratriði, en það er ekki sértækt viðfangsefni heldur vit- anlega verkefni samfélagsins í heild. I allri stefnumótun innan samfélagsins þarf að taka mið af því að báðum kynjum verði gert jafn-kleift að sinna bæði fjöl- skyldu- og atvinnulífi. Það er ljóst að allar ákvarðanir sem teknar eru í samfélaginu snerta konur og karla á ólfkan hátt og það er nauðsynlegt að hafa það í huga í allri ákvarðanatöku. Staðan á liðandi stund Staðan í landsmálunum nú mót- ast ekki síst af þeirri staðreynd að Framsóknarmenn hafa staðið við kjörorð sín og fyrirheit sem lýst var fyrir síðustu kosningar. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei haft háleitari markmið og fyrir síðustu kosningar og tekist að uppfylla þau jafn vel. Við sögðumst vilja beita okkur fyrir því að 12 þúsund ný störf mynduðust fyrir næstu aldamót. Þetta hefur tekist og er talið að ný störf verði um 14 þúsund um aldamótin. Við lögðum áherslu á að halla- rekstur ríkissjóðs yrði stöðvaður. Nú er ríkissjóður rekinn með af- gangi og gert ráð fyrir að skuldir hans lækki um 30 milljarða á þessu og næsta ári. Við lögðum áherslu á stöðug- leika. Stöðugleiki hefur ríkt í efnahagsmálum. Verðbólga hef- ur verið innan við 2% á ári og stefnir í um 1,5% á þessu ári. Stöðugleikinn er eini raunhæfi grunnur varanlegs hagvaxtar og batnandi lífskjara. Við kváðumst vilja stuðla að öflugum hagvexti eftir áralanga efnahagslægð. Þetta hefur tekist og lífskjör almennings hafa stór- batnað á kjörtímabilinu. A kjör- tímabilinu hefur almennur kaupmáttur aukist um 17%. Við sögðumst vilja draga úr at- vinnuleysinu. Og atvinnuleysi hefur stórminnkað. Við sögðumst ætla að ná nýj- um áfanga í orkufrekum iðnaði eftir langa kyrrstöðu. Það hefur tekist og haft örvandi áhrif á ís- lenskt atvinnulíf. Með aðgerðum ríkisvaldsins hefur tekist að ná ýmsu fram í málefnum landbúnaðarins, en á því sviði þarf þó að taka betur á. Landbúnaðurinn mun áfram gegna mjög mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Við sögðumst vilja endurskipu- leggja húsnæðislánakerfið. Láns- tími húsnæðislána hefur verið lengdur og húsnæðismálakerfið verið endurmótað. Bankakerfið er í róttækri endursköpun og fjárfestingarsjóðir hins opinbera hafa verið endursldpulagðir. Framlög til forvarnamála hafa verið aukin, og heilsugæslunni hefur verið tryggður grundvöllur sem hún getur staðið á og þró- ast. Lífeyriskerfi landsmanna styðst nú við nýja löggjöf, og veruleg aukning hefur verið ákveðin í framlögum til heil- brigðis- og tryggingamála. Á sviði utanríkisþjónustunnar hafa orðið stórstígar framfarir, meðal annars til eflingar ís- lensku viðskipta- og atvinnulífi. Atvinnumálin, heilbrigðismál- in og menntamálin hafa verið forgangsmál í stjórnmálastörfum Framsóknarmanna og þessir málaflokkar verða það áfram framvegis sem hingað til. Umbótastefna á miðjiumi Stjórnarsamstarf Framsóknar- manna og Sjálfstæðisflokksins hefur gengið vel á þessu kjör- tímabili. Agreiningur sem vita- skuld er milli flokkanna hefur verið leystur í þeim verkefnum og vandamálum sem að höndum hefur borið. Þessir ólíku flokkar beita sér fyrir ólfkum stefnumið- um, en árangur samstarfsins hefur orðið mikill vegna þess að menn hafa náð að vinna saman af heilindum. Þegar horft er á það sem áunn- ist hefur geta Framsóknarmenn verið stoltir af árangrinum og ánægðir með þau áhrif sem þeir hafa haft á gang þjóðmálanna á þessu kjörtímabili. Sá árangur sem náðst hefur á síðustu árum er góður grunnur að áframhaldandi hagvexti og batnandi lífskjörum almennings. En hér er mikið í húfi. Festu þarf í hagstjórn til að tryggja góðæri áfram, og áfram þarf að vinna að umbótum í hagkerfinu. Þetta er einkar mikilvægt vegna þess að óróa og óvissu gætir nú í alþjóð- legum efnahagsmálum. Fyrir vikið verðum við að nýta vel meðbyrinn hér heima fyrir og búa í haginn fyrir framtíðina. Þetta verður best gert með festu og óbreyttri efnahagsstefnu í að- alatriðum. Markmið allra stjórnmála- flokka er að ná sterkri stöðu, hafa áhrif og veita ríkisstjórn for- ystu. Það verður markmið okkar Framsóknarmanna héðan f frá sem hingað til. I samræmi við þetta stefnir Framsóknarflokkur- inn að því að fá styrk til þess að veita nýrri ríkisstjórn forystu. Að- eins traust þjóðarinnar á okkur og brautargengi í næstu kosning- um getur komið þessu til leiðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.