Dagur - 24.11.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 24.11.1998, Blaðsíða 2
2 - PRIDJUDA G U R 24. NÚVEMBER 1998 t FRÉTTIR Árið 1998 ætlar að verða ár klofningsins í pólitík- inni. Fyrst klofnaði Kvennalistinn, síðan Al- þýðubandalagið og nú síð- ast hersveit Sverris Her- mannsonar. Sögufróðir pottverjar bcnda á að þessi síðasta sundrung sé að einu leyti sú merkasta; þetta sé í íyrsta sinn sem stjómmálaflokkur klofni áður en heim verði til!.... Sverrir Hermannsson. Böm í forgmnni hj á karlmoimmn Ahngi karla á fjölskyldu- lífi beiuist að bömunum eu í huga kvenua er heim- ilisrekstur og bamaum- mönuuneiuu heildar- pakki. „Flestir karlanna hafa einlægan áhuga á góðum tengslum við börn sín og líta á fæðingarorlof sem mikilvægan þátt í því. Svo virðist samt sem konur og karlar líti mismunandi augum á fjöl- skylduþáttöku, ekki síst fæðingarorlof- ið“, segir dr. Þorgerður Einarsdóttir, fé- lagsfræðingur sem skýrði frá rannsókn- inni á feðrum í fæðingarorlofi á ráð- stefnunni: „Gegnum súrt og sætt.“ Þátttakendur í rannsókninni voru átta karlar sem Reykjavíkurborg valdi í til- raunaverkefnið fæðingarorlof á fullum Iaunum, konur þeirra og vinnuveitend- ur. Velja og hafna Þorgerður segir börnin í forgrunni hjá körlunum, bæði hvað varðar áhuga þeirra á fjölskyldulífinu og í orlofinu, sem sérstaklega var til skoðunar. „Karl- ar virðast hneigjast til að líta fjöl- skylduþátttöku sem „hlaðborð" þar sem hægt er að velja og hafna. Þar velja þeir nánast undantekningarlaust börnin, en hafa oft á tíðum blendnar tilfinningar gagnvart öðrum þáttum. Hjá konum er þetta hins vegar ótjúf- andi heild; heimilisrekstur og barna- uppeldi einn „heildarpakki", þar sem öðru verður ekki sinnt nema í nánum tengsium við hitt“. Þorgerður segir ljóst að þessi mismunandi sjónarhorn kynjanna skapi marga núningsfleti milli karla og kvenna og geri „samn- inga“ þeirra erfiðari en ella. Vinnan togar miMð í pabbana Og þrátt fyrir einlægan áhuga á að sinna börnum sínum segir Þorgerður stundum koma í Ijós að hugmynd sé eitt en veruleikinn annar. Það sýni sig þegar viðhorf karla til vinnunnar sé skoðað að vinnusjálf þeirra sé afar sterkt og vinnan togi mikið í marga þeirra í orlofinu. Enda komi líka í ljós að áhugi karlanna sjálfra á lengra or- lofi en eins eða tveggja mánaða sé ósköp dræmur. Blendin viðhorf vinnuveitenda Viðhorf á vinnustað þátttakenda var einnig skoðað. „Því hefur löngum ver- ið haldið fram að viðhorf yfirmenna og almennt á vinnustöðum séu „fjand- samleg" fjölskylduþátttöku karla. Þess eru dæmi í könnuninni að slík viðhorf byrtist grímulaus, en heyrir þó til und- antekninga", segir Þorgerður. Víðast séu viðhorfin jákvæð, þótt nokkuð beri á að viljinn til að greiða götu karlanna sé blendinn þegar kemur að fjárútlát- um. Útgjöld til fæðinarorlofsmála fái gjarnan neikvæð formerki út frá ein- földum rekstrarrökum. Sé þvf hætt við að kvennastofnanir með miklar orlofs- greiðslur standi höllum fæti. Orlofs- greiðslur minnki svigrúm til annarra þátta, svo sem launagreiðslna og geti þannig aukið kynskiptinguna á vinnu- markaðnum. -HEI í pottinum hafa menn mik- iö verið að ræða um flokks- þing framsóknarmaima og varaformaimsslagiim. Einn pottverjiim sem lcit við á flokksþinginu á laugardag sagðist hafa komist að því að eldri framsóknarkarlar á þinginu virtust margir hrifnir af kraftinum í Iiiimi ungu og glæsilegu mótor- hjólaskvísu. Þessi pottveiji sagðist svo hafa litið yfir salinn og sannfærst um að úr því að svona væri í pott- inn búið ætti Siv augljóslega mikinn séns!! En það var Finnur sem sigraði á endanum eins og kmmugt er og er það haft til marks um að foiystuhollustu fram- sóknarmanna sé sterkari en nýjungargimin.... Hins vegar eru pottverjar sammála imt að stóru sig- urvegaramir á flokksþing- inu hafi verið skipuleggj- endumir og únyndarsmið- imir sem hvcrgi sáust. Þeim hafi tekist að láta alla tæknilcga viimu við þingið ganga snuðralaust og auk þcss að vcra á góðri leið með að þvo „púkó" stimp- ilinn af framsókn og gcra þá að nútímalegasta og opnasta flokknuin. Siv Friðleifsdóttir. Færrí fortíðadraugar en í ððrum kjördæmum FRÉTTA VIÐTALIÐ Heimir Ingimarsson fyrrum bæjarfulltrúi á Akureyri og nefndarmaðurí uppstillingamefnd Samjylkingar á Norðurlandi eystra. Samþykkt vará Húsavík á laugardaginn afhálfuAlþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista að efna til opins prófkjörs um skipan á fram- boðslista Samfylkingar á Noð- urlandi eystra, sem framfer um mánaðamótin janúar/febr- úar 1999. - Heitnir Ingimarsson segir prófkjörið farafram 30. og 31. janúar 1999 og ekki verði fyrirfram ákveðið að t.d. Aljrýðu- bandalag skipi í 1. sætið og Alþýðuflokk- urinn í 2. sætið enda sé þá ekki verið að framkvæma neitt prófkjör. „Þetta er opið prófkjör en hvort það verði settar einhveijar girðingar vegna framboðs eða þátttöku er síðari tíma mál. En það var einróma samstaða í nefndinni um þessa af- greiðslu mála og í prófkjörinu geta allir tek- ið þátt nema þeir séu íélagsmenn í öðrum stjórnmálaflokkum en Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki eða Kvennalista. Okkar lá á að ljúka þessum þætti málsins svo fjölmiðl- ar hættu að búa til einhverjar draugasögur um ósamlyndi eða einhvern annan djöful- skap. Auðvitað hafa menn velt fyrir sér þessum gamla draugagangi sem flokkarnir hafa staðið fyrir, en þessi samfylking á vinstri væng stjórnmálanna snýst um fram- tfðina en alls ekki fortíðina. Ef þetta geng- ur ekki upp verður þá þessi tilraun aldrei framkvæmd nema í þetta eina sinn.“ - Hefurðu trú á því að Samfylkingar í öðrum kjördæmum muni fylgja ykkar fordæmi og verða með opið prófkjör um skipan á framboðslistann án þess að binda ákveðin sæti ákveðnum stjómmála- flokkum fyrirfram ? „Það er búið að ákveða að Alþýðuflokkur- inn fái 1. sætið á Vestfjörðum en Alþýðu- bandalagið á Austfjörðum og þar er tekið mið af fylgi flokkanna eins og það hefur verið. I þessu kjördæmi er uppi önnur staða þar sem hvorugur A-flokkanna er al- veg með hreint borð úr fortíðinni. Alþýðu- bandalagið hafði mesta fylgið hér en hefur ekki lengur neinn þingmann eftir að Stein- grímur Sigfússon yfirgaf okkur en Alþýðu- ílokkurinn fékk mun minna fylgi en engan þingmann, en nú á hann skyndilega þing- mann eftir að Svanfríður Jónasdóttir hefur yfirgefið Þjóðvaka og gengið til Iiðs við Jafnaðarmannaflokk Islands. Við höfum því færri fortíðardrauga að kveða niður en í flestum öðrum kjördæmum." - Hafa einhverjir þegar gejið kost á sér í prófkjörinu? „Ekki við mig en reiknað er með því að fyrir jól verði búið að ganga frá öllum Iaus- um endum í sambandi við þetta og hvernig að þessu prófkjörí verður staðið. En ég er sannfærður um að valið stendur um fullt af góðu og frambærilegu fólki. Það var sam- þykkt á fundinum á Húsavík að banna all- an auglýsingaslag og það er af hinu góða. Menn eiga ekki að vera takast á með slík- um hætti. Við munum að sjálfsögðu ekki setja okkur gegn því að Qölmiðlar tali við einstaka frambjóðendur og við munum ekki setja okkur gegn því að frambjóðend- ur láti bera dreifibréf í hús eða hafi per- sónulegt samband við kjósendur. En heil- síðuauglýsingar í blöðum eða annað með þeim hætti er bannað. Það er Iöngu orðið tímabært að stemma stigu við þessu aug- lýsingaflóði, það er lýðræðislegt en auglýs- ingaleiðin snýst um peninga sem frambjóð- endur eiga mismikið af. Þessi brauð eru ekki þeirra peninga virði sem verið er að setja í þau, ekki sfst þegar auglýsingareikn- ingurinn hleypur á milljónum króna eins og dæmi eru um nýverið.“ - Það verður þá engin blaðútgáfa kring- um þetta prófkjör? „Eg á nú frekar von á því að A-flokkarnir muni gefa út sín jólablöð og bera í hvert hús í kjördæminu, þ.e. Norðuland hjá Al- þýðubandalagi og Alþýðumaðurinn hjá AI- þýðuflokknum. Þar verður nánar kynnt fyr- irkomulag prófkjörsins og t.d. hver verður kosningastjóri, en það er ófrágengið mál.“ GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.